Morgunblaðið - 29.02.1980, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.02.1980, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 Fjölskyldan mín Sendið teikningar, sögur ljóð, gátur, skrýtlur. Barna og fjölskyldusíðan hefur ákveðið eins ojí oft endranær að hvetja bæði börn ojí unfílinfía til að senda okkur frumsamið efni. Að þessu sinni höfum við ákveðið að binda efnið að mestu við „fjölskylduna mína“, þó að það mejíi vera undantekning frá því. Þið tíetið tekið efni eins oy: pabbi, mamma ojí börnin — ójí ojí systkini mín — fjöl- skyldan á ferðalajíi — fjöl- saga á síðunni). Þið getið skyldan í kirkju — systir bæði sent teikningar (mun- mín skírð — skemmtileg ið að merka þær vel aftan á fjallganga — eftirminni- blaðinu), ljóð, frásögur og legt atvik — þið getið sagt hvað annað, sem ykkur frá einhverju skemmtilegu dettur í hug. eins og hún Gerður Verður nú valið úr því Kristný, þegar hún fór til efni, sem þið sendið og það rakarans (sjá Lítil gaman- birt í blaðinu á næstu vikum. Krumma- vísur Krummi situr á kvíavegg, kroppar hann á sér tærnar. Engan skal hann matinn fá, fyrr en hann finnur ærnar. Og svo fann hann ærnar. Honum var gefið skyr í skál og mjólk í dalli. Krummi situr á kvíapalli. Hrafninn uppi á hamrinum hann má við því sjá, að mörg eru höglin í heiminum, sem hröfnunum eiga að ná. Og þá flýgur krummi á kvöldin. Hvíti hesturinn Ævintýri frá Garðariki Maðurinn á hvíta hestinum hefur nú tvivegis varið konungsdótturina í Garðaríki fyrir bergrisanum. sem ginnti föður hennar til að gefa sér hana. Þriðja og siðasta daginn, sem risinn skyldi reyna að nó henni mundi hann neyta allra bragða. Og Rauður, ráðgjafi föður hennar, ætlaði sér ekki að gera neitt til að verja hana. % Xr- V /_K vtm ^ i I / ii hJm >w\ Síðasti dagurinn rann svo upp, sem ákveðinn hafði verið til að gera út um, hvort Sesselja kon- ungsdóttir skyldi hafna hjá bergrisanum eða verða frjáls. Henni hafði ekki orðið svefnsamt um nótt- ina. Fyrst kveið hún því að lenda í tröllahöndum, en nú tók hana það eins sárt að vita ekki nema þetta yrði hjálparmanni hennar að bana, því að ekki efaðist hún um, að það var veruleg eldraun, sem hann og hest- ur hans háðu hennar vegna. Sesselja fór því snemma til vígvallarins og kom þangað lítið eitt á undan þeim á hvíta hestin- um. Þegar þau hittust, sagði hann: „Þennan síðasta dag munu risarnir gera það, sem þeir geta, til að ná þér en drepa mig og hest minn. Verðum við því að líkindum að taka nú á öllu, sem við eigum til. Er því best að við sláum þriðja eldhringnum utan um okkur til öryggis“. Og þetta gerði hann. Þegar því var rétt nýlok- ið sást til bergbúanna. Voru þeir nú átta saman. Einnig höfðu þeir meðferð- is stóra kerru á háum hjólum og var í henni stór og ferlegur karl, sem líktist mjög fjandanum sjálfum. Nú voru ekki viðhöfð nein orð eða kurteisisregl- ur, heldur byrjuðu þeir áhlaup sín með æðisgengn- um tryllingi, en vörnin inn- an hringanna lét hvergi undan. Þá renndu berg- búarnir kerrunni með karl- inum kolsvarta í á eld- hringina, og komust þeir inn fyrir tvo þeirra, en þá þoldu þeir ekki meiri hita, enda hafði hvíti hesturinn varpað sér yfir eldhringinn innsta og gat þá riddari hans komið ósviknu höggi á v '1 einn bergrisann, svo hann féll á eldinn. Hörfuðu hinir þá út fyrir eldhringana, því að hitinn varð þeim óþolandi. Hvíti hesturinn stökk aftur með byrði sína inn fyrir innsta hringinn. Var hvíti hesturinn sem ljón væri í öllum hreyfingum sínum og stóð aldrei kyrr. Bergbúarnir gerðu nú hverja atrennuna á fætur annarri með kerrunni til að komast inn fyrir eldhring- ina, en þær tilraunir báru engan árangur, en urðu aðeins til þess að einhver bergbúanna féll í þeim áhlaupum og kerran lask- aðist, svo að hún var orðin lítt ferðafær. Gáfu þeir svo síðast upp sóknina, tóku skrokka þeirra fjögurra, sem féllu, hentu þeim í kerruna og sneru heim til sín. Þá kallaði maðurinn á hvíta hestinum á eftir þeim: „Sesselja konungs- dóttir er nú búin að vera hér í þrjá daga, eins og áskilið var og þið hafið ekki náð henni. Hún er því laus allra mála við foringja ykk- ar.“ Þeir orguðu með hinum mestu óhljóðum á móti, en snautuðu samt áfram til sinna sala — og eru þar með úr sögunni. Þegar ekki sást lengur til bergbúanna reið maðurinn á hvíta hestinum meðfram logahringunum og lét undraverkfæri sitt dragast eftir þeim, en eldarnir dóu þá jafnskjótt út og þeir höfðu lifnað, svo að ekki sáust þar nein verksum- merki eftir viðureignina. Maðurinn lét Sesselju fara af baki, steig svo sjálfur af hestinum og mælti: „Nú ertu laus við þennan bergbúa. Máttu vera viss um, að hann leitar ekki ráðahags við þig aftur. Nú ferð þú til Rauðs og heim til þín með honum aftur." Hún þakkaði honum innilega fyrir hjálp hans, sem hún yrði aldrei megn- ug að gjalda. Síðan sagði hún: „Nú vildi ég mega fá að fara með þér og aldrei skiljast við þig.“ Hann svaraði: „Það getur ekki orðið, því að mínar kringumstæður eru þannig. Þegar þið komið heim mun Rauður bera það fram, að hann hafi hjálpað þér úr tröllahöndunum og krefj- ast þess að fá þig fyrir drottningu og hálft ríkið með. En ég vonast til að þú samþykkir það ekki strax, heldur segir satt og rétt frá. Því mun ekki trúað, þar sem þú getur ekki sýnt neinar sannanir fyrir sögu þinni, og mun þér því þröngvað til að giftast Rauð. En um eitt vil ég biðja þig. Það er að setja þá kosti, að gifting ykkar fari ekki fram fyrr en eftir jól í vetur. Má vel vera að þá verði eitthvað breytt um minn hag, og vertu þá glögg að þekkja, ef gest ber að garði.“ Eftir það skildust þau með blíðu, og hvort þeirra fór sína leið. Sesselja lagði þá leið sína að kofanum til Rauðs, sem þá tók á móti henni með glöðu og blíðu viðmóti, en hún lét sér fátt um finnast. Dvöldu þau svo í kofanum yfir nóttina, en héldu heim daginn eftir, og gekk sú ferð fljótt og vel Framhald næst

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.