Morgunblaðið - 29.02.1980, Síða 34

Morgunblaðið - 29.02.1980, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 Umræður um húsnæðismálatillögur meirihlutans: Tillögurnar eintóm sýndarmennska — aðeins verið að klóra í bakkann — segir Markús Örn Antonsson Á borgarstjórnaríundi sem haldinn var fyrir nokkru voru samþykktar tillögur frá borgarstjórnarmeirihlutanum um húsnæð- ismál. Tillögurnar voru endanlega samþykktar í þessari mynd: „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að taka upp viðræður við verkalýðshreyfinguna i Reykjavík um nýtt átak þessara aðila á sviði íbúðabygginga fyrir láglaunafólk og aldraða. í þessum viðræðum skal m.a. kannað, hvort lífeyrissjóðir verkalýðsfélaganna í Reykjavík vildu veita fjárhagslega aðstoð við íbúðarbyggingar í höfuðborginni. annaðhvort með beinum lánveitingum til slikra framkvæmda eða á annan hátt.“ Síðari tillagan var svohljóðandi: 1) „Reykjavíkurborg beiti sér fyrir að reist verði fjölbýlishús með sérhönnuðum íbúðum fyrir aldrað fólk, þar sem m.a. verði aðstaða fyrir húsvörslu og félagslega þjónustu af ýmsu tagi. í þessu skyni útvegi borgin hentuga lóð. íbúðir þessar verði seldar fullbúnar á kostnaðarverði til fólks, sem orðið er 65 ára. Á ibúðunum verði kvöð um forkaupsrétt til handa borginni til að tryggja að íbúðirnar haldist í eigu aldraðs fólks. 2.) í sambandi við ný byggingarsvæði innan gömlu borgarmarkanna og þéttingu byggðar verði kannað, hvort ekki er hægt að ætla ákveðinn hluta húsa á hverju svæði sérstaklega fyrir aldrað fólk.“ Tillögur þessar voru samþykkt- ar með 15 samhljóða atkvæðum, en þó höfðu verið gerðar lítilshátt- ar orðalagsbreytingar á þeim áð- ur. Þrátt fyrir samhljóða álit borgarstjórnar urðu töluverðar umræður um tillögur þessar. Fyrstur tók til máls Björgvin Guðmundsson (A), en hann hafði orð fyrir fyrri tillögunni. í upphafi máls síns lýsti Björg- vin tillögunni og drap á þann skort á leiguhúsnæði sem í borg- inni er. Hann sagði að til félags- málastofnunar Reykjavíkurborgar leitaði fjöldi fólks, hjá stofnuninni væru langir biðlistar fólks, en Félagsmálastofnun gæti ekki einu sinni leyst vanda einstæðra mæðra, hvað þá annarra. Björgvin taldi það brýnt hagsmunamál launafólks að úr húsnæðisvandan- um yrði bætt og húsnæðiskostn- aður lækkaður. Það væri kjarabót fyrir hina lægstlaunuðu. Þá upp- lýsti Björgvin að það væri skoðun hins nýja meirihluta í borgar- stjórn að borgin og verkalýðs- hreyfingin ættu að taka höndum saman við að leysa þetta vanda- mál. I því sambandi benti Björg- vin á lífeyrissjóði verkalýðshreyf- ingarinnar og að e.t.v. gætu þeir lánað borginni fé til íbúðabygg- inga. Hann kvað það ekki ætlun hins nýja meirihluta að þetta átak í húsnæðismálum drægi nokkuð úr byggingu verkamannabústaða í Reykjavík. Því næst rakti Björg- vin hve miklu fjármagni borgin verði til byggingar verkamanna- bústaða og einnig kostnað við að útrýma heilsuspillandi húsnæði í borginni. Að lokum sagðist Björgvin vonast til þess að borgar- stjórn samþykkti tillöguna. Aldraða vantar um- önnun og eftirlit Að máli Björgvins loknu tók til máls Kristján Benediktsson (F), en hann hafði orð fyrir síðari tillögunni. Kristján sagði að skammt væri síðan Reykjavíkurborg hefði á skipulegan hátt farið að byggja sérhannaðar leiguíbuðir fyrir aldrað fólk, en gat þess síðan hvaða byggingar hefðu verið byggðar með það í huga. Þetta taldi Kristján gott og blessað, svo langt sem það næði. Staðreyndin væri hins vegar sú, að öldruðum íbúum borgarinnar hefði fjölgað ört í borginni síðustu árin og húsnæðismál því ekki batnað hin síðari ár, þegar á heildina væri litið. Þá sagði Kristján: „Þrátt fyrir góðan vilja borgar- yfirvalda er augljóst, að ekki verða tök á því að leysa húsnæðis- vanda aldraðra nema að hluta til með þeim leiguíbúðum, sem borg- in getur reist. Til þess að auka verulega byggingu leiguíbúða skortir borgina einfaldlega fjár- magn. Margt aldrað fólk býr hins vegar í eigin íbúð og á eignir. Vandamál þess er ekki húsnæðis- leysi heldur vantar þetta fólk umönnun og eftirlit." Yfirborðskennd tillaga Er Kristján hafði lokið máli sínu tók til máls Magnús L. Sveinsson (S). Magnús sagði, að við lestur fyrri tillögunnar sýndist að um nokkuð yfirborðskennda tillögu væri að ræða. Af tillögunni mætti ráða að núverandi meiri- hluti hefði ekki fylgst með því sameiginlega átaki sem gert hefði verið af borginni og verkalýðs- hreyfingunni á sviði íbúðabygg- inga á undanförnum árum. í því sambandi minnti Magnús á, að árið 1965 hefði verið gerður kjara- samningur sem hefði kveðið á um að á næstu árum á eftir yrðu byggðar leiguíbúðir. Þá minnti Magnús á lög um verkamanna- bústaði frá árinu 1970, en í kjölfar þeirra hefði borgin ákveðið að veita fé í byggingu verkamanna- bústaða í Reykjavík. Þá minnti Magnús einnig á, að borgin ætti aðild að stjórn verkamanna- bústaða sem fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna ætti einnig aðild að, þannig að um beint samstarf hefði verið milli þessara aðila um þess- ar framkvæmdir. Magnús sagði það ekki nýtt að rætt væri við verkalýðshreyfinguna um að fé væri veitt úr lífeyrissjóðunum til íbúðabygginga fyrir láglaunafólk því að slíkar umræður hefðu farið fram allt frá árinu 1974. Magnús sagði að hann teldi heppilegra að efla og einfalda það kerfi sem nú væri í gangi, þ.e.a.s. hvað varðaði byggingu verkamannabústaða, en ekki vera að bæta þar við einu kerfi enn. Frekar bæri að efla það sem nú væri við lýði. Þá beindi Magnús þeirri spurningu til meiri- hlutans hversu miklu fé meiri- hlutinn ætlaði að verja til þessa átaks í húsnæðismálum sem sagt er að eigi að koma til viðbótar framlaginu til verkamanna- bústaða. Síðan sagði Magnús: „Ég vil vekja athygli á því, að meiri- hluti borgarstjórnar hefur ekki treyst sér til þess að verða við beiðni stjórnar verkamanna- bústaða, sem lögð var fram með bréfi 14. desember 1978, um aukið grunnframlag til byggingar verkamannabústaða. Þetta fram- sé hægt að verja stórfé í annan þátt byggingarframkvæmda." ’Eru þettá efndirnar á stóru orðunum? Er Magnús hafði lokið máli sínu tók til máls Markús Örn Antons- son (S). „Það fer ekki hjá því, að þeir, sem fylgdust með málflutningi þríflokkanna, sem hér eru í meiri- hluta í borgarstjórn, fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar reki upp stór augu þegar þessar tillögur eru lagðar fram og í þeim end- urspeglast vilji meirihlutans í húsnæðismálum," sagði Markús. „Það er von að menn velti því fyrir sér hvort þetta sé nú í fullu samræmi við þær yfirlýsingar, sem gefnar voru á sínum tíma, og hvort þetta sé allur sá vilji sem þá var fyrir hendi, í orði kveðnu, þegar það var fullyrt frammi fyrir háttvirtum kjósendum að þessi núverandi meirihluti ætlaði að beita sér fyrir því að íbúar Reykjavíkur hefðu algert valfrelsi um það, hvort þeir kysu að búa í eigin húsnæði eða hafa á leigu íbúðir, sem byggðar væru á félags- samstarf borgarinnar við verka- lýðshreyfinguna og kvað það hafa verið ágætt. Einnig ræddi hann um stöðu lífeyrissjóðanna og hin- ar ýmsu skyldur sem þeim væru lagðar á herðar. Þá ræddi Markús nokkuð um möguleika borgarinn- ar í þessu sambandi og sagði það skoðun sína að bygging verka- mannabústaða væri verkefni núm- er eitt. Síðan sagði Markús: „Ég vil að lokum undirstrika að leigu- íbúðir af því tagi, sem borgin hefur verið að byggja upp núna að undanförnu í Furugerði, við Lönguhlíð og við Dalbraut, gerði áður í Norðurbrún, eru mál sem full ástæða er til þess að setja aukinn þunga á. Þeirri byggingar- áætlun á tvímælalaust að halda áfram með svipuðum hraða og verið hefur núna allra síðustu árin. Það hefur komið í ljós við úthlutun þess húsnæðis, sem fyrir er, að afskaplega mikil þörf er fyrir þetta og þeir umsækjendur sem hafa verið að sækjast eftir að fá fyrirgreiðslu borgarinnar af þessu tagi — sá mikli fjöldi sem við höfum ekki getað sinnt, hann bíður tvímælalaust eftir því að lag er óbreytt eins cg það hefur verið, það hefur bara tekið vísi- töluhækkun eins og lög gera ráð fyrir. Það er óbreytt og það er gert ráð fyrir, að það verði óbreytt á árinu 1980. Þetta þykir mér mjög athyglisvert að meirihluti borgar- stjórnar treysti sér ekki til þess að verða við beiðni stjórnar verka- mannabústaða um aukið grunn- framlag til byggingar verkamannabústaða, til þess kerf- is, sem verkalýðshreyfingin leggur höfuðáherzlu á að efla. Nokkuð finnst mér það skjóta skökku við að á sama tíma, sem þessu er hafnað, er látið í það skína, að það Frá borgarstjórn legum grundvelli og þá náttúrlega fyrst og fremst á vegum Reykja- víkurborgar. Eru þetta þá efndirnar á þeim stóru orðum, sem látin voru falla fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar? Ég segi það alveg eins og er, að þessar tillögur sýna það glögglega að þetta er eintóm sýndarmennska og það er verið að reyna með einhverju móti að klóra í bakkann. Það hefur kannski runnið upp það ljós fyrir háttvirtum fulltrúum meirihlutans, að aðstæðurnar og skilyrðin til þessara stórátaka, sem lofað hafði verið, eru kannski dálítið öðru vísi en menn létu í veðri vaka og þeir átta sig á núna, þegar þeir standa frammi fyrir raunverulegum staðreyndum varðandi fjárhagsstjórn borgar- innar.“ Þá gat Markús þess, að þetta plagg væri nánast hlægilegt, mið- að við þau gullnu loforð sem gefin voru fyrir síðustu kosningar. Síðan ræddi Markús nokkuð um fleiri úrræði skapist og að því ber borgarstjórn tvímælalaust að stuðla." Um byrjunar- framkvæmdir að ræða Að máli Markúsar loknu, tók til máls Þorbjörn Broddason (Abl). í upphafi máls síns velti Þorbjörn því fyrir sér hvaða aldursmark ætti að setja því fólki sem hefði áhuga á að flytjast í leiguíbúðir borgarinnar. Áð hans mati væri hugsanlégt að setja þessi mörk við 60 ára aldur, frekar en t.d. 65 ára aldur. Þá benti hann á ýmsa möguleika á byggingum fyrir aldraða, t.d. þétta byggð smáhýsa, eða byggingu fjölbýlishúss, en þann hátt taldi hann að væri farsælli lausn. Hins vegar taldi Þorbjörn það merg málsins að Reykjavíkurborg ætti að auka mjög á uppbyggingu leiguhúsnæð- is, og að sú uppbygging ætti að ná til fleiri aðila heldur en nú er. Meginávinningin af samþykkt Björgvin Guðmundsson Kristján Benediktsson Magnús L. Sveinsson Markús örn Antonsson Davíð Oddsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.