Morgunblaðið - 29.02.1980, Page 48

Morgunblaðið - 29.02.1980, Page 48
Charade FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 Nýting vinnutíma við skipaviðgerðir: Hreinn verktími allt niður í 21% í KöNNUN á nýtingu vinnutíma ið skipaviðgerftir kemur fram að hreinn verktími í þeim 13 viðgerð- ai verkefnum. sem athuguð voru. var að meðaltali 44.3%. Könnun þessi var unnin af Rekstrartækni sf. fyrir Vinnuveitendasamband íslands að beiðni Landssambands islenzkra útvegsmanna. Könnuð voru 13 mismunandi verk hjá 4 vélsmiðjum og voru 900 vinnu- stundir á bak við þessi viðgerðar- verkefni. Könnunin var gerð á tímabilinu frá 21. nóvember í fyrra til 24. janúar síðastliðinn. Hreinn verktími varð mestur 53.9% af þeim tíma, sem fór í verkið en af 13 verkefnum voru 4 með hreinan verktíma yfir 50%. Fimm verkefni voru á bilinu 40— 50% hvað hreinan verktíma snert- ir, þrjú á bilinu 30—40% og eitt viðgerðarverkefni skar sig mjög úr og fór niður í 21% hreinan verk- tíma af viðgerðartímanum. Eins og áður sagði var hreinn verktími að meðaltali 44.3% í þessum 13 viðgerðum, nauðsyn- legar verktæknilegar tafir 9.9%, ónauðsynlegar verktæknilegar taf- ir 5.9%, ferðatími 15.4%, persónu- legur tími 12.4% og aðrar tafir og biðtími að meðaltali 12.1%. Sjá bls. 3: Höfum lengi vitaö aö þessi mál væru í ólestri hérlendis. Enn frekari takmarkanir á raforku- sölu til stórra kaupenda: Tap þriggja fyrir- tækja 400 millj. á mán. Landsvirkjun dreg- ur úr orkusölu sem nemur 11,4% af heildarraf- orkusölunni VEGNA lágrar vatnsstöðu á há- lendinu hefur Landsvirkjun neyðst til þcss að takmarka enn frekar raforkusölu til stórra orku- kaupenda, sem nemur 10 mega- wöttum. Hefur Landsvirkjun orðið að draga úr orkusölu sem nemur 37 megawöttum alls en það eru 11,4% af heildarorkusölu fyrirtæk- isins, samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Morgunblaðið fékk í gær hjá Halldóri .Jónatanssyni aðstoð- arframkvæmdastjóra. Takmörkunin er sú, að dregið var úr orkusölu til íslenzka álfélagsins hf. sem nemur 6 megawöttum, til Áburðarverksmiðju ríkisins sem nemur tveimur megawöttum, til Keflavíkurflugvallar og starfsem- innar þar sem nemur tveimur megawöttum, en raforkusala til Járnblendiverksmiðjunnar var ekki takmörkuð að þessu sinni. Hefur þá verið dregið alls úr orkusölu til ísals sem nemur 16 megawöttum, til Áburðarverksmiðjunnar sem nemur 8 megawöttum, til Kefla- víkurflugvallar sem nemur 6 mega- wöttum og til Járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga sem nemur 7 megawöttum. Ragnar Halldórsson forstjóri Isals veitti Mbl. þ'ær upplýsingar í gær, að nettótap Isals, Áburðar- verksmiðjunnar og Járnblendiverk- smiðjunnar væri rúmar 400 millj- ónir króna á mánuði vegna þeirrar orkuskömmtunar, sem orðið hefur að grípa til. Vaeri þá reiknað með framleiðslutapi ísals og Járnblendi- verksmiðjunnar og auknum inn- kaupum á áburði vegna minni framleiðslu hjá Áburðarverksmiðj- unni. Halldór Jónatansson sagði, að þótt rafmagnsskömmtunin til þess- ara fyrirtækja væri umtalsverð, væri hún þó minni en áætlað var sl. haust og er ástæðan hagstæðara tíðarfar á hálendinu en búist var við. fironur. Kupreichik hefur nú vinnings f orskot — Sigraði Miles SOVÉTMAÐURINN Kupreichik sigraði Miles glæsilega á Reykjavíkurskákmótinu í gær- kvöldi og er nú einn efstur með 4 vinninga. Torre vann Margeir, jafntefli gerðu Helgi og Vasjukov, Guð- mundur Sigurjónsson og Browne og Schússler og Sosonko én skákir Jóns L. Árnasonar og Byrne og Helmers og Hauks Angantýssonar fóru í bið. Næstir Kupreichik að vinning- um eru: Browne, Helgi Ólafsson, Miles, Torre og Sosonko með 3, Margeir og Schússler eru með 2,5, Jón L. Árnason með 2 og biðskák, Vasjukov hefur 2 vinn- inga, Byrne og Haukur Angan- týsson eru með 1,5 og biðskák, Guðmundur Sigurjónsson er með 1,5 vinninga og Helmers rekur lestina með hálfan vinning og biðskák. Sjá nánar um skákina á bls. 2fi. Mestmegnis vatn í hörpudisksdósunum Gallar í íslensku lagmeti í Banda- ríkjunum á undanförnum árum ÍSLENZKUR lagmetisiðnaður beið verulegan álitshnekki á síðasta ári, m.a. er galiar komu fram í miklu af gaffalbitum, sem seldir höfðu verið til Rússlands, og síðar er mistök komu upp vegna rækjusendingar til V-Þýzkalands. í viðtali við ívar Guðmundsson, aðalræðismann í New York. í Mbl. í dag, kemur fram, að í Bandaríkjunum hefur cinnig verið við erfiðleika að f líma vegna galla í lagmeti frá slandi. Segir ívar í viðtalinu frá nokkrum málum, sem upp hafa komið, og nefnir hann t.d. rangar upplýsingar um mál og vog á framleiðslunni. Hann segir frá „Skolaðist með brotsjónum út úr stýrishúsinu og fyrir borð“ „VARIU ykkur,“ kallaði Bragi háseti og svo vissi ég ekki meira, hnúturinn sem reið yfir skipið kaffærði það að aftan og það skipti engum togum að brotsjór- inn kom með stjórnborðshurð- ina á karminum inn í stýrishúsið og ég skolaðist út um hurðina bakborðsmegin þegar hún gaf sig að innan. Ég barst með straumnum og reyndi allt hvað af tók að grípa í eitthvað, en þegar ég var að falla út fyrir borðstokkinn festist annar fót- urinn á röri í rekkverkinu og þannig hékk ég fyrir utan horðstokkinn og niður i sjóinn þegar ólagið var riðið yfir,“ sagði Reynir Benediktsson, stýrimaður á vélbátnum Sax- hamri, 124 tonna netabát, sem var 12 mílur úti af Öndverðar- nesi í fárviðrinu mikla s.l. mánu- dag. Rætt við Reyni Benediktsson stýrimann á Saxhamri Reynir Benediktsson stýri- maður. „Við lögðum ekki í að draga netin,“ sagði Reynir, „og andæfð- um fyrst þegar hann skall á en síðan fórum við að lóna í land og þá reið hnúturinn yfir. Við vorum 12 á og fjórir voru uppi í brú. Sævar Friðþjófsson skipstjóri hafði reynt að ná bátnum upp í vindinn, en það gekk ekki þótt keyrt væri á fullu vélarafli. Þetta var óheyrilegt veður. Það hafði verið haugasjór þegar hvessti, en vindurinn varð slíkur að segja má að hann hafi barið sjóinn niður. Ég hef aldrei séð annað eins og líklega hafa þetta verið ein 16 vindstig. Auk okkar Sævars voru á útkikki í brúnni þeir Bragi Valdimarsson háseti og Þór, 16 ára piltur, sem var að byrja til sjós. Brotsjórinn sem ruddist inn í brúnna fyllti húsið af sjó, en við sluppum allir við alvarleg meiðsl nema Sævar skipstjóri sem slas- aðist alvarlega og liggur nú á Landspítalanum lærbrotinn og meiddur á höfði. Ein talstöð skolaðist út í hamaganginum, en ég var heppinn að festast í rekkverkinu og þannig hékk ég með rör í hnésbótinni, að ég gat sjálfur komið mér aftur inn fyrir borðstokkinn og upp í stýrishús. Við kölluðum síðan á aðstoð og fjórir bátar komu til okkar, því báturinn var stjórnlaus á reki í eina klukkustund vegna þess að stýrið festist í borði. Það tókst að lagfæra það nokkru síðar og halda til lands. Nú erum við að fara með bátinn til Reykjavíkur til lagfæringar en síðan taka róðrar við á ný.“ fyrstu sendingu á hörpudiski til Bandaríkjanna og frá því að er hörpudisksdósirnar hafi verið opnaðar hafi komið í ljós, að í þeim var mestmegnis vatn. Hann segir frá sendingu á murtu til Bandaríkjanna í fyrra, en sú framleiðsla var gömul og hafði verið endursend til íslands frá Danmörku og Þýzkalandi en síðan seld til Bandaríkjanna sem gæðavara. Hann minnist á send- ingu á lagmeti til Saudi-Arabíu, en þangað fór á sínum tíma heill gámur af lagmeti í tilraunaskyni. Sú vara var þó mjög gölluð og kallar ívar helming hennar „óþverra". I viðtalinu kemur fram, að þrátt fyrir allt séu góðir mögu- leikar á útflutningi lagmetis til Bandaríkjanna, en þá þurfi að herða gæðaeftirlit verulega í framleiðslu lagmetis hér á landi. Sjá nánar blaðsíðu 25: Viðtal við ívar Gudmundsson. Spurt og svarað um skattamál - Hringið í 10100 kl. 2—3 í dag LESENDUR Morgunblaðsins eru hvattir til að notfæra sér skatta- þjónustu blaðsins þar til framtals- frestur rennur út. Þeir, sem þurfa á frekari upplýsingum að halda um gerð skattaframtals eða önnur álitaefni í sambandi við skattamál geta hringt til Ásdísar Rafnar síma 10100 kl. 2—3 frá mánudegi til föstudags og borið fram spurningar sínar. Morgunblaðið mun afla svara við þeim og birta spurningar og svör í blaðinu. Fjölmargir lesendur notfærðu sér þessa þjónustu í gær og munu svör við spurningum þeirra birtast í blaðinu innan tíðar. LEYSIR VANDANN GEGN ORKUKREPPU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.