Alþýðublaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Kaupid Alþýðublaðið. Uadirrií.________ óskar að gerast kaupandi Alþýðublaðsins frá _______________________ að telja. _______________________ þ._____________mán. 1920. (Fult nafn og heitnili). Miða þennan eru menn beðnir að klippa úr blaðinu óg senda hann á afgreiðslu Alþýðublaðsins, Reykjavík. jftoli koanngar. Eítir Upton Sinclair. Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konungs. (Frh.). Þeir voru f áköfum samræðum þegar hringt var í sfmann. Það var skrifari Hartmans í Sheridan, sem tilkynti, að hann hefði feng- ið fregnir aí nefndinni frá Norður- dalnum. Hinir átta karlmenn og Mary Burke höfðu verið flutt til Norton og rekin inn í lestina með hótunum. En þau höfðu far- ið úr henni við næstu síöð og sagst ætla til Pedro. Það gat ekki liðið á löngu unz þau komu til gistihússins. Hall langaði til að vera við- staddur við komu þeirra og fór því niður að segja bróður sínum frá því. Edward benti honum ó, að götulíflð í Pedro væri ekki margbreytt og samkvæmislífið lík- lega heldur ekki. Hallur var sam- úðarfullurj en varð þó að segja, að fyrir gæti komið, að óþægi- legt væri að hafa ekki alþýðleg- an smekk. Hinum raegin við göt- una var leikið á „glymskratta** í krá einni. Það var ekki fyrsta flokks, en tötrum klædd verka- mannabörn stóðu í hóp úti fyrir og gleyptu f sig hljómana, og vafalaust hefir þeira fundist þau stödd f himnaríki. Það var líka vel hægt að verða forvitinn að sjá verkamannanefsd, sem komið hafði fram eins og hetjur ög ver- ið hegnt eins og glæpamönnum. Margir féiagarnir voru ekki svo leiðinlegir, að Edward mundi leið- ast. Meðal þeirra var hinn blá- eygði Tim Rafferty, sem hafði verið svo stiltur og hægur, en ait í einu komið fram á sjónarsviðið úr skúmaskoti kolsvartrar nám- unnar og skarað langt fram úr öðrum í mælsku. Meðal þeirra var Mary Burke, sem Edward gæti lesið um í „Gazette* sem „Jeanne d’ Arc" kolanámumann- anna, eða eitthvað í þá átt. En Edward varð ekki skapléttara. Þvert á móti. Hann sá bróður sinn í anda, koma fram í blöðun- um sem“áhanganda þessarar írsku Jeanne d’Áic! Hallur fór með Jerry til mat- söluhúss eins, sem bróðir hans kallaði holu, en sjálfur fór hann inn f borðsalinn í „American Hotel“, og settist þar einn við borð. En hann var ekki lengi einn, því varla hafði hann sest, þegar ungur maður, fjörlegur, settist hjá honum og fór að tala við hann. Hann var vörubjóður, að þvf er hann sagði. Hann bauð járnvörur, hvað bauð Edwardf Ungi maðurinn varð ekki af baki dottinn, þó Edward svaraði kulda- lega að hann byði ekkert — at- vinnuvegur hans hafði bersýnilega gert hann all-skilningssljóan. Kannske Edward ætti í kolanám- um? Var hann búinn að vera upp í kolahéraðinu? Hann hélt áfram að tala um þetta með svo mikl- um ákafa, að Edward varð það loksins ljóst, að hann hafði lent í klónum á einum þessara njósnara, sem Hallur var alt af að stagast á. Og satt að segja, erti þessi á- leitni mannsins Edward meira, en öll rök Halls; svo hann var orð- inn sárgramur Pétri gamla Harri- gan, þegar snuðrarinn loksins fór. Skrítlur. Tyrkir geyma fornar sagnir af Buadem. Hann var oft gaman- samur karlinn. Hérna eru nokkrar smáskrítlur, sem þú getur sagt kunningjunum. Maður nokkur las upp skáldrit eftir sjálfan sig f samkvæmi, og var Buadem þar staddur. Gat hann ekki stilt sig um að kveða upp álit sitt og kvað skáldskap þennan hina mestu endileysu. ; Skáldið reiddist; hreytti í Buadem í ókvæða skömmum og rauk á dyr. Þá sagði Buadem ofur-rólega: „Ekki þótti mér manntötrið lesa fagurt yfir mér, en þó voru skammirnar hátíð á móts við skáldskapinn.“ Buadem keypti, einn góðan veðurdag, 6 pund af keti, í mið- degisverðinn handa sér og fjöl- skyldu sinni. Bar hann kjötið heim til sín og gekk síðan burt á ný. Kona hans sá kjötið, setti pott á hlóðir og sauð það, kallaði síðan á vinkonur sínar og át kjötið með þeim. Var máltíðinni lokið er bóndi hennar kom heira. Kvað hún ilt í efni, hefði kötturinn etið kjötið. Buadem sótti vog og viktaði kisu. Reyndist hún vera 6 pund, eins og kjötið hafði ver- ið. ^Hvernig víkur þessu við,« sagði hann og sneri sér að konu sinni. »Þarna eru 6 pund. Ef þau eru kjötið, hvar er þá kötturinn? Ew ef það er kötturinn, hvar er þá kjötið?* Einhverju sinni var Buadem á ferð. Kom hann þá á bæ nokkura og bað sér matar. „En fái eg eng- an mat hérna", bætti hann við, „þá fer eg að hér eins og þar sem eg kom síðast." Fólkið varð hrætt og bar honum mat í snatri. Þegar hann var mettur, varð þó einhver svo hugaður að spyrja. hvað hann hefði gert í hinum staðnum. „Þegar eg fékk ekkert labbaði eg burtu hið bráðasta, og , sama ætlaði eg að gera hér; eða hvað gat eg annað gert“, svaraðí Buadem, Ritstjóri og ábyrgðarmaðor: ölafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.