Morgunblaðið - 16.03.1980, Síða 12

Morgunblaðið - 16.03.1980, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980 Þýski blaðamaðurinn Dietrich Strothmann lýsir stríðs- glæparéttarhöldum sem nú eru að hef ja sitt fimmta ár. LEIÐARLOK: Feröinni í gripa- vögnunum er lokiö viö hlið fangabúöanna. Hildegard Lách- ert (hin myndin) „lokkaði börnin meö sælgæti upp á vörubíl- ana, sem óku þeim til gasklef- anna“. Nokkrum dögum eftir aö rétt- arhöldin hófust, lýsti Simon Wiesenthal þeim sem fjölleika- húsi. Annar gagnrýnandi lýsti hinum umsvifamiklu og tímafreku réttarhöldum sem „sorgar- gamanleik". Var Hildegard Láchert einung- is aö gera sér upp veikindin? Þaö eru engar sannanir fyrir því. Æsti hún sig upp aö því marki, aö hún fékk hjartaáfall? Hræðsla hennar gæti bent til þess, því aö hún haföi ástæöu til aö óttast frekari sakfellingu pólska vitnisins á hendur sér. Þaö var ekki í fyrsta skipti, sem sakborningur féll saman andspænis ofurþunga sönnun- argagnanna. Né var þetta heldur í fyrsta skipti, sem slíkt henti Hildegard Láchert. Láchert er einn aöalsakborn- ingurinn og ef hún veröur sek fundin, getur hún gert ráö fyrir ævilangri fangelsisvist. Hún er 59 ára gömul, ófaglærð verkakona frá Heidelberg. Síöasta starf hennar var aö skúra í vændiskvennahúsi. Síöastliðið ár var hún í fram- boöi fyrir Samtök til frelsunar Evrópu, öfgasinnuð hægri sam- tök, í kosningum til Evrópuþings- ins. Hún er ákærö fyrir að eiga hlutdeild að moröum a.m.k. 1196 einstaklinga. Hún tók þátt í að velja fórnarlömbin og fór meö þau í gasklefana, og hún lokkaöi börn með sælgæti upp í vöru- bílana, sem óku þeim til gasklef- anna. Allir þekktu Brigidu hina blóð- ugu, eftir því sem sönnur benda til, allir voru hræddir viö „hina fyrrum laglegu ungu konu“. Enginn þeira, er héldu lífi, gat gleymt höndum hennar, stígvél- um og augum. Eitt vitnið sagöi, að hún elsk- aöi blóö, og annað sagöi skjálf- andi röddu: „Þaö fyrirfinnst ekki verri manneskja í öllum heimi." 7. mars 1978, á tvö hundruð fertugasta og þriðja degi réttar- haldanna sagöi Lore Scadur frá Tel Aviv fyrir rétti: „Hún var vond kona. Svipan virtist vera hluti af hendinni." í dag harmar þessi kona, sem eitt sinn var skaðræðiskvendi, örlög sín: „Þá átti ég ekki um neitt aö velja." Ef málin halda áfram meö sama hraða og hingað til í 17. deild Ríkisdómstólsins í Dússel- dorf, munu dómar ganga í þeim árið 1981. Þá verður Brigida hin blóðuga, sem er einna yngst sakborninga, oröin sextug, og ef til vill veröur hún svo veikburöa og farin heilsu, aö hún mun ekki þurfa aö fara í fangelsi. Hver hefur þá oröiö tilgangur- inn meö þessum langdregnu, dýru, tíma- og orkufreku réttar- höldum? Munu þau aö lokum hafa orðið lítiö annaö en hlé og formsatriði? Þrátt fyrir allt skráöu réttar- höldin kafla úr ógnvekjandi þætti í sögu Þýskalands. Tilraun var gerö til aö full- nægja réttlætinu. Tilraun . . . „Svipan virtist vera hluti af hendinni44 Svo til allt, sem hugsast getur, hefur gerst, meöan ákærðir yfirmenn fangabúðanna í Maidanek hafa veriö fyrir rétti í Dússeldorf. Á þeim fjórum árum, sem liðin eru síöan réttarhöldin hófust, hefur þetta gerst meðal annars: • Dómforseti missti heilsuna. • Annar dómari var vikum saman á spítala vegna brjóskloss. • Einn hinna ákæröu og meölimur kviödóms dóu. Sum málin varö að reka fyrir rétti aöskilin vegna veikinda hinna ákærðu og rétturinn eyddi mörgum klukkustundum í um- ræður um tillögur þess efnis, aö ákærur yrðu niöur felldar. í þessum réttarhöldum viröist ekkert vera ómögulegt — jafnvel ekki sá kvíðvænlegi spádómur, að svo kunni aö fara eftir öll þessi ár, að enginn dómur veröi felldur eöa, aö hinir ákæröu veröi orönir of gamlir eða of sjúkir til að taka út refsidóma sína. Réttarhöld þessi eru óskapn- aöur, sem jafnframt er prófmál: Hvernig er hægt aö fullnægja réttlætinu 30 árum eftir aö at- burðirnir áttu sér stað? Er til einhvers konar réttvísi, sem al- veg óvart reynist óréttlát? Réttarhöldin yfir „Hackmann og fleirum" hafa nú staöiö á fimmta ár. Á þrjú hundruö og áttugasta degi þeirra geröist eftirfarandi: Vitni, sem er sérfræðingur í sögu nasista, var að bera vitni í þriöja skipti, þegar verjandi Hildegard Láchert rétti upp höndina og sagði, aö skjólstæö- ingi sínum liði illa. Læknir á vegum ríkisins, Hindringer, úrskuröaöi aö Hilde- gard Láchert væri of illa haldin til aö vera viöstödd málflutning. Dómarinn. frestaöi honum í eina klukkustund. Að loknu þessu hléi var réttin- um greint frá því, aö Hildegard Láchert heföi veriö flutt á sjúkra- hús. Hún heföi einkenni hjarta- áfalls og yrði ófær um aö taka þátt í réttarhöldunum í nokkra daga. Akærendur fóru þess á leit, að mál hennar yröi tekiö fyrr sér- staklega svo aö rétturinn gæti haldiö áfram vitnaleiðslu sér- fræðingsins og yfirheyrslu ann- arra vitna. Málflutningi var enn frestaö til að ræöa þetta. Síðan var beiöni verjandans hafnaö. Ákærendur lögöu til, aö varöhald Hildegard Láchert yröi fellt niður, meðan hún væri á sjúkrahúsi og rétturinn sam- þykkti þaö. Að svo búnu, skömmu fyrir kl. 11 árdegis, var komið aö yfir- heyrslu pólsks vitnis, hinnar 65 ára gömlu Helenu Kurcusz. Frú Kurcusz haföi veriö mörg ár í Maidanek og hún héit lífi vegna þess eins, að sem arkitekt haföi hún umsjón meö stígum og skuröum. Hún hafði þegar farið einu sinni til Dússeldorf, en þá gat hún ekki boriö vitni, þar sem skýrslur um framburð hennar fyrir pólskum rétti bárust ekki í tæka tíö. Daginn áöur, þegar hún sá hina ákærðu, féll hún saman. Þann dag, sagöi frú Kurcusz, aö Hildegard Láchert heföi geng- iö undir nafninu „Brigida hin blóðuga" meöal fanganna, því hún heföi aldrei veriö ánægö fyrr en hún særöi til blóös, þegar hún baröi fangana og sparkaði í þá meö stálklæddum stígvélum sínum. Hún sagöi, aö Láchert heföi bariö kvenfanga einn vegna þess, aö hún haföi dagblöð undir fötunum til að verjast kulda. Frú Kurcusz átti enn aö bera vitni gegn Hildegard Láchert á þrjú hundruö og áttugasta degi rétt- arhaldanna. Dómforseti útskýröi, hvaö komið heföi fyrir Láchert og spuröi Helenu Kurcusz, hvort hún væri reiöubúin til aö koma aftur til Dússeldorf síðar til aö bera vitni. Hún kinkaöi kolli til samþykkis. Ákærandi sótti þá um, aö frú Kurcusz fengi leyfi til aö bera vitni fyrir réttinum, næst þegar hann yröi í Póllandi til að spara henni ómak af einni langferö enn. Og enn var réttarhöldunum frestað. Þaö er aöeins hægt aö gera sér i hugarlund öll þau skipti, sem þeim hefur veriö frestaö eöa tafir hafa orðiö. Einn hópur ákæröra fer heim, LÁCHERT: „Hún var vond kona“ annar er færöur aftur til fangels- isins. Kviödómendur flýta sér í hádegismat, verjendur á einka- skrifstofur sínar. Þegar ákærendur ríkisvaldsins yfirgefa dómshúsiö, trúa þeir varla eigin augum: Þar kemur Hildegard Láchert í fylgd tveggja lögregluþjóna. Læknarnir á sjúkrahúsinu höföu sent hana aftur og sagt aö einkennin væru ekki alvarleg. Handtökuheimildin er þegar í stað endurnýjuö. En ekki er hægt aö halda réttarhöldunum áfram þann daginn. Hildegard LÁchert er flutt á Bochum-fangelsis- sjúkrahúsiö.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.