Morgunblaðið - 26.03.1980, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980
Breytingar á friðaða svæð-
inu fyrir Norðausturlandi
Hótel Hvolsvöllur
Nýtt hótel á Hvolsvelli
NÝTT hótel hefur risið á Hvols-
velli, Hótel Hvolsvöllur. Er það
búið 20 svefnherbergjum og
getur hýst 30 manns.
Þar er einnig setustofa og
borðstofa fyrir rúmlega 30
manns en hana má jafnframt
nota fyrir fundi og ráðstefnur.
Síðustu sýn-
ingar á Heim-
ilisdraugum
NÚ ERU aðeins eftir 3 sýningar
á leikriti Böðvars Guðmundsson-
ar „Heimilisdraugar“ sem sýnt er
í Lindarbæ. Fyrirhugað er að
ljúka sýningum á verkinu fyrir
páska og verða þær sem hér
segir:
I kvöld, miðvikudaginn 26.
mars, sunnudaginn 30. mars og
þriðjudaginn 1. apríl; hefjast sýn-
ingar kl. 20.30.
Leikstjóri að sýningunni er
Þórhildur Þorleifsdóttir en leik-
mynd og búningar eftir Valgerði
Bergsdóttur.
Leikritið fjallar um basl ungra
hjóna við að koma sér þaki yfir
höfuðið og baráttu þeirra við
„drauga“ kerfisins.
Hótelið býður auk þess upp á
veitingar.
Þá mun hótelið útvega gestum
hesta til útreiða ef óskað er og
veiðileyfi í ám og vötnum. Hótel-
stjóri er frú Halldóra Guð-
mundsdóttir.
Sjávarútvegsráðuneytið gaf í
gær út reglugerð, sem breytir
verulega mörkum svæðis fyrir
Norðausturlandi þar sem veiðar
með botnvörpu og flotvörpu hafa
verið bannaðar síðan 1976.
Samkvæmt reglugerð þessari,
sem tekur gildi 1. apríl n.k. miðast
ytri mörk svæðisins við 40 sjómílur
frá viðmiðunarlínu 1 stað 70 sjó-
mílna áður, austurmörk svæðisins
markast af 81° réttvísandi frá
Fonti í stað 90° áður, vesturmörk
svæðisins verða nú 10° réttvísandi
frá Hraunhafnartanga í stað 360°
réttvísandi frá Rifstanga áður. (Sjá
meðfylgjandi kort.) A tímabilinu
frá 15. september til loka janúar
eru þó veiðar með botn- og flot-
vörpu bannaðar milli 360° réttvís-
andi frá Rifstanga og 10° réttvís-
andi frá Hraunhafnartanga út að
40 sjómílum frá viðmiðunarlínu.
Reglugerð þessi er sett að tillögu
Schamkovich
steinlá fyrir Jóni
BANDARÍSKI stórmeistarinn
Schamkovich hefur ekki sótt gull í
greipar Jóns L. Árnasonar og
Margeirs Péturssonar á skákmót-
inu í Lone Pine.
Margeir Pétursson Jón L. Árnason
í 6. umferðinni tapaði hann fyrir
Margeiri í 23 leikjum og í 7.
umferðinni tapaði hann fyrir Jóni í
22 leikjum. Schamkovich tefldi upp
skák, sem þeir Kasparov og Poluga-
evsky tefldu fyrir nokkru en hann
ruglaðist í leikjaröðinni og tapaði
heilum hrók og gafst þá upp.
Margeir tefldi við bandaríska al-
þjóðameistarann Peters og lauk
skákinni með jafntefli.
Geller og Larsen gerðu jafntefli
og eru þeir efstir og jafnir með 5'/z
vinning. Jón og Margeir hafa 4
vinninga.
0
INNLENT
Sterkt íslandsþing
SKÁKÞING íslands hefst á
morgun með keppni í lands-
liðs- og áskorendaflokki.
Ljóst er að landsliðsflokkur-
inn verður vel mannaður að
þessu sinni. Meðal keppenda
verða íslandsmeistarinn frá í
fyrra, Ingvar Ásmundsson, al-
þjóðlegu meistararnir Helgi
Ólafsson og Haukur Angan-
týsson og Ásgeir Þ. Árnason og
Bragi Halldórsson. Stórmeist-
ararnir Friðrik Ólafsson
og Guðmundur Sigurjónsson
verða ekki með né alþjóðlegu
meistararnir Jón L. Arnason
og Margeir Pétursson.
Hafrannsóknastofnunarinnar og að
fenginni umsögn Fiskifélags
íslands, en rannsóknir Hafrann-
sóknastofnunarinnar hafa sýnt, að
ekki er ástæða vegna smáþorsks að
hafa þetta svæði algerlega friðað
fyrir togveiðum, segir í frétt frá
ráðuneytinu.
Eftirlitsmenn ráðuneytisins og
Hafrannsóknastofnunarinnar
munu fylgjast vandlega með veið-
um á þessu svæði og verður gripið
til lokunar reynist fiskur á svæðinu
smár.
Naustir hf. fá 150
tonna dráttarbraut
Húsavík, 25. marz.
Á HÚSAVÍK er unnið að því að
setja upp dráttarbraut, sem getur
tekið í land allt að 150 tonna skip.
Húsavíkurbær hefur keypt braut-
ina sem verið hefur ónotuð á
Skagaströnd og er ætlunin að hún
verði komin upp á sumri komanda,
en henni er ætiaður staður á
Naustaf jöru. þar sem frá fyrstu tíð
hefur verið aðalbátauppsátur Hús-
víkinga, eða fyrir þá sem til
staðhátta þekkja út og niður af
Hallanda.
Naustir hf., skipasmíðastöð, var
stofnsett á Húsavík 1977 til að
annast viðhald og viðgerðir á
heimabátum. Var það hið þarfasta
fyrirtæki fyrir staðinn. Með til-
komu þessarar nýju dráttarbrautar
aukast verkefni fyrirtækisins að
mun og mun það þá geta veitt
fleirum atvinnu en hingað til hefur
verið hægt.
Framkvæmdastjóri Nausta hf. er
Þórður Haraldsson, skipasmiður
frá Stykkishólmi. Fréttaritari
Kynningarfundur
um innhverfa ihugun
Íslenska ihugunarfélagið gengst í
kvöld fyrir kynningarfundi um inn-
hverfa ihugun.
Verða á fundinum kynntar niður-
stöður rannsókna á aðgerð og árangri
innhverfrar íhugunar, er birst hafa í
ýmsum vísindaritum. Fyrirlesturinn
verður fluttur í sal íslenzka íhugun-
arfélagsins á Hverfisgötu 18 og hefst
kl. 20.30. í framhaldi af fyrirlestrin-
um geta þeir, sem þess óska, tekið
þátt í nokkurra daga námskeiði og
kynnst innhverfri íhugun.
Kodak EKTRA 32
Með aðdráttarlinsu
sem gefur skarpari og stærri myndir
Verð kr. 32.570.—
Þú tekur myndimar
Leikandi létt
meðKodak EKTRA
vasamyndavél með handfangi
Nú er leikur fyrir hvern og einn
Kodak EKTRA 22
Tvær hraðastíllingar
Verð 24.570.—
að taka góðar
myndir og festa á filmu augnablik
sem aldrei koma aftur,
en gott er að ylja sér við á
komandi árum, — ef myndavélin
var með í ferðinni.
Kodak EKTRA 52
Með sjálfvirkum
Ijósmæli.
Verð kr. 43.920,—
Einhver gerðin af EKTRA hlýtur að henta þér.
HANS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI GLÆSIBÆ
S:20313 S:82590
.Umboðsmenn um land allt
AUSTURVERI
S:36161
Kodak EKTRA12
Ein stilling
Verókr. 18.790,—