Alþýðublaðið - 16.04.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.04.1931, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBIvAÐíi Fljóííærnlslega oíbeldlsverli. Því betur sem athugaö er of- beldisverk Framsóknarstjórnar- innar gegn þinginu og þjóðinni, því óskiljanlegra verður, að reyndir þingræðismenn skyldu 'ráðast í slíkt -fljótfærnisverk, sem það að ónýta í einu vetfangi alt starf þingsins fram að þessu. Því- nái vilji Framsóknarstjórnarinnar í þessu fram að ganga, ónýtist alti sem þingið hefir gert að ftndanteknum nokkrum smálög- um, sem alþingi hafði lokið.við. Maður 'skyldi ætla að ráðherrar í borgaralegum flokki bæru meiri virðingu fyrir störfum þingsins og hefðiu meira álit á mikilvægi þess að þing starfaði en svo, að þeir rykju í að gera ónýta tveggja mánaða vinnu 42 þing- manna. Og hvaða .afsökun hefir svo Framsóknarstjórnin fyriT fram- ferði sínu? Hún hefir bókstaf- lega enga ‘afsökun og hefir ekki reynt að færa fram aðra en þá, að hún skjóti rnálinu til kjósend- anna/ en þar sem kunnugt er að kosningar hefðu hvorí eð er far- ið fram í júnímánuði, er þessj eina afsökun einskis nýt blekk- ingartilraun. Þaö þarf ekki að deila um það, að stjórnin hefir brotið stjórnarskrána; þeir, sem reyna ab mótmæla því, sýna eingöngu fáfræði sína, hlutdrægni eða heimsku. En það, sem hér hefir fram farib, er Langíum meira en það, að stjómarskráin sé brot- in. Því ofbeldisverkið, að ætla að slíta þinginu og gera ónýtt tveggja mána'ðja starf þess í 'þeim eina tiígangi aö hefta framgang stjórnarskrármálsins (síðasta ráð Framsóknarstjórnarinnar ^.til þess að reyna að tryggja sér völdin áfram i Iandinu rne'ð ranglátri kjördæmaskipun), er ekki ein- göngu einsdæmí í þirigsögu ís- lands, heldur einnig sjaldgæft cLéemi valdamisnotkunar i allri þings ögu verald a rin nar. Það er rétt að athuga hvaða mál ónýtast fyrir Reykjavíkurbú- um ef Framsóknarstjórnin nær fram vilja sínum. Sogið. Eins og kunnugt er var trygg-1 ing fengin fyrir því, að ríkið gengi í ábyrgö fyrir Reykjavík- urbæ fyrir láni til Sogsvirkjun- arinnar, þar eð íhaldið nú loks virðist vera orðið þessu máli fylgjandi, en framkvæmd þess merkir nóg rafmagn og ódýrt rafmagn, og mun rafmagnsverð falla minst um helming í Rieykja- vík, Hafnarfirði og um mestan suövesíurhluta landsins þegar þetta mikla framfaramál hefir verið framkvæmt. En fyrir verkalýðinn þýðir það vinnu íyrir mörg hundruð manna 4 3 til 4 ár. Er sennilegt aö byrj- að hefði verið þegar í sumar á því að gera við veginn austur yfir Mosfellsheiði og leggja nýj- an veg, sem þarf til þess að flytja eftir efni og áhöld til stöðvarinnar. Er vegur þessi á- ætlaður að kosta 280 þús. kr. og mun meiri hlutinn af því fé vera verkalaun. Heíði þarna verið fyr- irsjáanleg vinna fyrir um tvö hnndruð manns nú í sumar, og svo áframhaldandi vinna fyrir enn fleiri svö árum skifti. ¥eðdelldia®. Byggingar hafa nú stöðvast að rnestu í Reykjavík vegna þess að veðdeildin er hætt að starfa, af því Framsóknarstjórn- in hefir ekki lagt henni neitt fé árum saman. Er afleiðingin af þessu sú, auk þess að gera enn langtum meiri husnæðisvandræð- in en áður, að yfir piísand íöh- adármenn og adrir verkamenn, er vinna ad byggingum, veröa at- vinnulausir í sumar. Fyrir þinginu lá frumvarp um nýjan veðdeildarflokk,- og vafá- laust hefði þingið gengið þannig frá málinu, að lag hefði komið á það, og byggingar þar með getað haldið áfram. En þó ekki séu tekin til nema þessi tvö mál: Sogið og veð- deildin, þá er hér um mál að ræða, er snerta atvinnu og vel- ferð á annað þúsund verka- manna, og eru þessi tvö mál, þó stjórnarskrármálið lægi ekki fyr- ir, nóg til þess að verkalýðurinn verður að fyigja fast eftir þeirii krðfu, að Framsóknarstjórnin fari tafariausí frá, að hlutlaus starfsstjórn verði niyndöð og að alþingi haidi áfram storfum. Morsfelr SjóraeiiH í Iioggi ¥lö bínversfea ræniogja. NRP. 14/4. FB. Samkvæmt shn- skeyti frá eynni Formosa -soið- austan við Kína (en í eigu Jap- ana) hafa kínverskir sjóræningj- ar aftur ráðist á skipið Rose- ville frá Oslo, sem strandaði fyr- ir nokkru. Kínverskt herskip hef- ir nú verið sent til þess að verja skipið fyrir sjóræningjum, unz séð verður hvort björgun á þvi tekst. Hveradalir. Ný símstöð hefir nú verið opn- uð í Hveradölum á Hellisheiði. Munu allir þeir, sem að staðaldri 'eíga leið yfir heiðina, fagna því, að sími er kominn til Hoy- ers-, enda hefir síminn þar þegar komið sér sérstaklega vel fyrir menn, sem án hans hefðu værið illa staddir. Dagurinn í gær bar enn merki eftir ofbeldisverk. Framsóknar- ráðherranna í fyrra dag. Voru sieitulausar hringingar á ritstjórn Alþýðublaðsins alt frá morgni til kvölds og spurningum um hvort mótmælafundir yrðu haldn- ir og hvað væri að gerast rigndi niður. Fólk var óvenjulega mikið á götunum og við minstu átyllu söfnuðust menn saman. AIis stað- ar þar sem maÖur heyrði tvo menn vera að tala saman ræddu þeir um valdaránið. — Mótmæla- skeyti bárust enn mörg utan af landinu og alls stáðar þar, sem til spurðist, voru Alþýðuflokks- menn afar-reiðir valdaránsstjórn- inni og lýstu jafnframt fullkomnu trausti á þingmönrium og sam- bandsstjórn Alþýðuflokksins. Enginn opinber íundur var haldinn í gær. En þingmeirihlut- inn, þ' e. fulltrúar Alþýðuflokks- ins og íhaldsflokksins, enn frem- ur miðstjórnir beggja flokkanna, voru á fundum hver í sínu lagi næstum allan daginn og ræddu um hvað gera skyldi. En kl. 2 gengu þeir á sameig- inlegan fund, og mætti þar for- seti sameinaðs þings, Ásgeir Ás-" geirsson. Var hann þar spurður að: hvaða skilaboð hefðu farið milli hans og konungs og kon- ungsritara í sambandi við ping- rofið. Svaraði Ásgeir því til, að hann hefði fengið tvö- skeyti sl. sunnudag. I öðru hefði verið spurí um hvernig vantrauststil- lagan væri orðuð, en hitt hefði verið um það, hverjir væru for- menn þingflokkanna. Bæði skeyt- in voru frá konungsritara, og var honu-m svarað samdægurs. Ásgeiri var þá bent á að meiri hluti þingsins Iiti svo á, að þingi mætti ekki slíta fyr en fjárlög væru ,afgreidd, og samkvæmt því vildi meiri hlutinn skora á hann að halda þingfundium áfram. — Ásgeir svaraði að hann áliti að með þingrofinu væri umboð þingmanna niður faliið, og gæti hann því ekki að gert nema ef konungur gerði á breytingu. Kl. 8i/2 í gærkveldi fóru þeir Jón Baldvinsson forseti Alþýðu- sambands íslands og Jón Þor- láksson til „forsætisráðherra“ og kröfðust þesis, að hann segði af sér. Kváðust þeir og vera tilbún- ir að benda á mann, er hefði þingmeirihluta að baki sér til stjórnarmyndunar. • „Forsætisráð- herra“ bað um svarfrest til kl. 3—31/2 í dag. Fær þjóðin nú að sjá hvort ^Tr. Þórhallsson og flokkur hans vill fremur halda í valdarán sitt en réttlæti og lýðræði. Verður alþýðan að fylgjast vel roeð öli- um þessum atburðum, því að hér er verið að ráðast á ein hin þýðingarmestu réttindi hennar, lýðTæðið, og til að varoa því, að mestu og ibeztu- réttlætis- og hagsmuna-mál þjóðarinnar nái fram að ganga, frernur Fram- sóknaríhaldið valdarán sitt. En foringjár þessa afturhalds finna sér það eitt til afsökunar, að þeir séu að reyna að halda í kjördæmaskipun, sem sé aida- gömul, sbr. Tímann í gær. Alpýðumenu og konur! Stand- ið, fast fyrir jsegar ráðist er á pýðingarmestu réttindi ykkars Lýðreeðið. Varlstf Á svona tímum eins og þeim, er nú hafa dunið yfir þjóðina, ríður á því að hverjum manni sé ljós sú ábyrgð, sem á honum hvílir. Hér hafa þeir atburðir gerst, að heill stjórnmálaflokk- ur, sem hefir mikinn minni hluta þjóðarinnar að baki sér, hefiir rænt ríkisvaldinu til að varna því, aÖ ýms nauðsynjamál þjóð- arinnar, sem brjóta í bága viö flokkshagsmuni hans, nái fraan að ganga. Hér hafa þeir atburðir gerst, að tveir höfuðandstæðing- ar hafa gengið saman í lið um stundarsakir til að afmá þetta ríkisrán og fá þjóðínni aftur ! hendur valdið til að stjórna sér. Má það engan blekkja, því bar- áttan á komandi árum mun að langmestu leyti standa á milli þessara tveggja flokka, er nú ganga saman. Eins og öll þjóðin myndi ganga sameinuð til baráttu gegn því útlenda valdi, er ætlaði að ræna land vort réttindum sín- •4. um, eins ganga jafnaðarmenn og íhaldsmenn saman nú gegn því innlenda vaidi, er ætlar að halda völdum gegn þjóðarviljanum. En það er eitt, sem verður að varast í þessari barátíu, og það er alt, sem skaðað getur þessa baráttu. Fólkið, sem á að veita. þungann, er þrýstir valdráns- raönnunum frá, má vara sig á því, að láta ábyrgðarlausa menn, er ætla sér að nota ástandið til bölverka, ná tökum á sér. Drykkjuskapur og heimskulegar tillögur, eins og þær, er Einar Olgeirsson bar fram í nafni þinna svo kölluðu „Spartverja", skaða hinn rétta málstað, en styrkja valdránsmennina. — Varist þvi alt það, er verða má til þess. FylkiÖ ykkur um imeiri hluta þingsins í þessum málum og: enga aðra. ©rlniseylliipiii’ feom efefel. Akureyri, FB„ 15. apríl: Sýslu- fundur Eyjafjarðarsýslu hófst í gær. — Allir sýslunefndarmenn mættir nema nefndarmaðurinn úr • * Gnmsey.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.