Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980 Sálarspegill Þorri Jóhannsson: SÁLIN VERÐUR EKKI ÞVEGIN Reykjavík, 1980 Þorri Jóhannsson er eitt þeirra ungu ljóðskálda sem hafa kynnt sig á síðum Lystræningjans. Einn- ig hafa birst eftir hann ljóð í Lesbók Morgunblaðsins. En þetta er hans fyrsta bók. Þorri er kraftmikið skáld og skorinort. Sem vonlegt er dregur hann dám af sinni kynslóð. Sjón- hringur hans er þó að ýmsu leyti víðari. Rætur þessara ljóða liggja t.d. að nokkru í nýsúrrealismanum sem áður bar hærra en nú. I afneitun sinni á nútímalífsstíl er Þorri hins vegar í takt við sína kynslóð. En þetta tvennt fer einkar vel saman í ljóðunum. Skáldið hefur gaman af að setja saman fjarstæður, bregða upp ýktum myndum, sýna bakhlið þess gervilífs sem ber svo glæsta for- hlið. En þrátt fyrir mergjað orð- færi er Þorri ekki opinskár höf- undur, miklu fremur dulur, inn- hverfur. Slíkir bera oft fyrir sig líkingar og gátur. Þannig má bera fram hugsun sína án þess að opna hug sinn sem kallað er. Einnig má segja að efnið bjóði upp á nokkuð langsóttar líkingar. Skáldið skoð- ar lífið frá öðru sjónarhorni en hinn dæmigerði borgari og slíkt útheimtir annars konar tjáning. Útkoman verður hér eins konar ýkjustíll. Skáldið sér veröldina í afkáralegu ljósi. Hvergi er þó svo stór skammtur af framúrstefnu í þessum ljóðum að meining skáldsins fari á milli mála. Jafnvel í ljóðinu um ástina sem »er súr hvalur/sem við étum of oft og fáum leiða á« fer ekki á milli mála hvað skáldið er að fara. Og í Ijóðinu Líkkista skilar allt sér auðveldlega: Æ þú borjí hver bjó þi« til? Ekki var það ók Ekki varst þaó þú I>ví torgin eru kalin stytturnar hvílast aldrei En þaó lifandi virÖist dautt Musteri leióindanna jfín á Lækjartorid með hálfsteyptum löKKæsIumönnum sem bera fyllin^u í hausnum Rúntandi hnÍKnun manna Ilringinn í krinKum endurtekningar inni í stórri líkkistu lífsins I öðru ljóði segir skáldið: »Eg veit að skipulag þessa lands/er auðn.«. Og í ljóðinu Geðveiki segir skáldið frá því hvernig allir verða að bera grímu til að teljast með öllum mjalla: Einn daiíinn tók éu Krímuna af mér Ék var ekki heilbrijíður lenj^ur heldur geðveikur Ég dansa minn ei«in dans!! í ljóðinu Köllun beinir skáldið orðum sínum til þeirra sem líta »niður til þeirra sem sátu þreytt- ir/drukknir, útkeyrðir og yfir- spældir hver í/sínu horni/og rifu einn kjaft á dag«. Þessi orð segja þó ekki allt um ljóðið sem er margræðara. En það er lengra en svo að fært sé að taka það allt upp hér. í Draumur um óætan fisk er meðal annars sagt frá strákunum í fjörunni: þá dreymdi um óa tan fisk handa leióinlega kettinum í nasta húsi hjá Ijótu kellinjfunni Línurnar eru að ýmsu leyti einkennandi fyrir bölsýni og heimsfyrirlitningu skáldsins sem er fremur stráksleg en kaldrifjuð, ber með sér að Þorri er síður en svo búinn að gleyma bernskunni og þeirri skrítnu afstöðu til kell- Þorri Jóhannsson inga og kalla sem því aldursskeiði fylgir. Sums staðar gætir nokkurs ung- æðisháttar í bókinni en Þorri er sem fyrr segir kornungt skáld og harla snemma á ferðinni með sína fyrstu bók. Að mínum dómi eru það ekki skoðanir skáldsins sem gera þessa bók athyglisverða því þær má kalla dæmigerðar fyrir tiltekinn hóp skálda heldur þau góðu tök sem Þorri hefur náð á forminu. Þau tök eru líkast til eðlislæg fremur en tillærð þar er skáldið hefur naumast haft tíma til margra ára ljóðlistarstúder- inga enn sem komið er. Ég tek sem dæmi síðasta ljóð bókarinnar, Með kveðju: Ék anda að niíT lofti löngunar cn sit fastur við smckklcvan sparncytinn bíl stcinstcypt verðmæti arvandi mannvcrur oií hcimsku sjálfs mín Lás hcfðarinnar. hlckkir hcimsku vanans sicrast ckki Lciðast okkur hugsanir heilans sem troðinn var i suma án tilKangs mcð kvcðju til valdsins Sálin verður ekki þvegin er sniðuglega myndskreytt af höf- undi. Á glóðum Heinz og Geneste Kurth: STEIKT Á GLÓÐUM. 80 bls. Bókaforl. Odds Björnssonar. Akureyri. Þegar kunningi minn fer í sumarfrí hefur hann með sér salt, krydd, veiðistöng og byssu. Síðan lifir hann af landinu, veiðir og matreiðir eftir þörfum. Skæðar tungur segja að jafnvel lóur og spóar lendi stundum á grillinu hjá honum. Ekki sel ég það dýrara en ég keypti. Einar Guðjohnsen fer líka á kræklingafjöru með Útivist sína. Þá ér »kræklingur steiktur og snæddur á staðnum« eins og segir í myndartexta einum í Útivist (ársriti samnenfdu ferðafélaginu). Meðan störf skiptust ákveðið milli kynja þótti körlum skömm að fást við matseld — nema í ýtrustu neyð eða þá við alveg sérstakar og karlmannlegar að- stæður, eins og til dæmis að laga kaffi í gangnakofum, og þá helst ketilkaffi. Éimir enn eftir af þeim hygmyndum, til að mynda munu margir karlar verða hálfkindar- legir ef þeir eiga að bardúsa eitthvað meiraháttar í eldhúsi, en hins vegar eru þeir í essinu sínu ef' þeir taka að sér matseld undir beru lofti. Konan skal ráða innan stokks, sagði í fornum, germönsk- um lögum, karlinn utan dyra. Nú eru útigrill í tísku, og þau höfða líkast til fremur til karla, en þó allra helst til barna sem njóta hvers konar tilbreytingar marg- falt á við fullorðna. Fyrir ferða- matmenn og útigrillmeistara og aðra tilbreytingasælkera er komin út bókin Steikt á glóðum, þýdd og staðfærð af Margréti Kristins- dóttur. Hún býrjar á kafla sem heitir Eldur, matur og menning. Þar segir að »auðvelt er að framreiða úrvals máltíð fyrir Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON þriðjung þess verðs sem það kost- ar að fara á góðan veitingastað. Auðvitað kostar það fyrirhöfn, en að sýsla við opinn glóðareld er í senn ánægjulegt og rómatísk til- breyting frá daglegu vafstri, ekki síst þegar vinir og skyldmenni slást í hópinn.« Lýsing (með myndum) er á ýmsum tegundum glóðartækja, bæði fullkomnum og frumstæðum. Kemur hún í góðar þarfir, ekki síst á hinum frumstæðu. Síðan koma uppskriftir fyrir hina ýmsu rétti og leiðbeiningar um hvernig með skuli farið. Þó bókin sé staðfærð verður hinn framandi svipur ekki að öllu leyti af henni skafinn. Finnst mér t.d. gæta nokkuð að miðað sé við aðrar aðstæður og annars konar loftslag en hér ríkir. Hér verður að miða hvaðeina við hinar frægu »íslensku aðstæður« eigi hlutur að koma hér að fullkomnum notum. Erlendis tíðkast víða að halda stórheimboð úti í garði þar sem húsbóndinn býður fyrst upp á lystauka og skálar við gestina um leið og steikin brúnast á grillinu. Þá þarf helst að vera logn og tuttugu til þrjátíu stiga hiti sem er flest kvöld sumarsins eftir að komið er suður á fertugustu gráðu og sunnar — en bregður fyrir hér í Reykjavík svo sem einu sinni á hundrað árum — ef það gefst þá nokkurn tíma. Sá sem færi að koma sér upp dýrum glóðartækj- um og setja niður í garði sínum hér legði því í vægast sagt óarð- Hlátur níunda áratugar Svíar hafa tilhneigingu til þess að flokka skáldskap eftir áratug- um. Þegar talað er um ljóð fimmta áratugar í Svíþjóð hefur það til dæmis ákveðna merkingu, sama er að segja um sjötta, sjöunda og áttunda áratug. En hvernig verður níundi áratugurinn? Ef til vill gefur bókin Poesi 1980, FIBs Lyrikklubbs árbok 1980 nokkra vísbendingu um það. Ljóðin eru valin af Gunnari Harding. í formála skrifar Gunnar Hard- ing að skáldin þrjátíu sem eiga ljóð í Poesi 1980 séu öll að hans mati skáld áttunda áratugar. Hann á einkum við að á þeim áratug komu helstu verk þeirra út og nokkur skáld sem voru áber- andi á sjöunda áratug hafa síðar sent frá sér bækur sem áttu sinn þátt í að ráða stefnu áttunda áratugar. Meðal þeirra nefnir hann Göran Tunström, Bengt Em- il Johnson, Göran Sonnevi og Lars Norén. Sjöundi áratugur var tími póli- tísks skáldskapar í Svíþjóð. En skáldin urðu fyrir vonbrigðum. I upphafi áttunda áratugar var ljóst að skáldin höfðu lítil áhrif haft á þróun stjórnmála. Gagn- rýnendur fóru að tala um kreppu ljóssins. Útgefendur treystu sér ekki til að gefa út nema verk fáeinna skálda. Ungir höfundar gripu til þess ráðs að gefa út fjölritaðar bækur, meðal þeirra ein af vonarstjörnum hins nýja skáldskapar, Bruno K. Öijer. Fjöl- rituð tímarit spruttu upp og skáldin skiptust í hópa. Á þingi sem skáldin ungu héldu í Uppsöl- um 1973 kom á daginn að þau áttu fátt eitt sameiginlegt annað en gefa verk sín út fjölrituð. Sósíal- istarnir í hópnum, meðal þeirra Per Helge, töldu sig ekki eiga samleið með sumum skáldunum vegna hugmyndafræðilegs ágrein- ings. En víkjum nánar að hinni póli- tísku bylgju í skáldskapnum. Árið 1965 birtist ljóð Görans Sonnevis: Um stríðið í Víetnam. Þetta ljóð og fleiri eftir Sonnevi boðaði í raun breytingu í sænskum skáldskap. Með því að beina hinni almennu pólitísku umræðu inn í lokaðan heim ljóðsins kom Göran Sonnevi því til leiðar að skáldin hættu að velta eingöngu fyrir sér formrænum og heimspekilegum Göran Sonnevi vandamálum, en gerðust skorin- orð. En það er aðeins ein setning í ljóði Sonnevis um Víetnamstríðið sem skýrir afstöðu hans: „Hvern dag sem líður/ fjölgar hinum dauðu í níðingslegri styrjöld Bandaríkjamanna." (Sjá þýðingu Hannesar Sigfússonar á ljóðinu í Norræn ljóð 1939—1969, útg. Heimskringla 1972). Gunnar Harding skrifar að þeim ljóðum hafi fækkað á undan- förnum árum sem taki mið af því sem efst er á baugi í alþjóðamál- um. Göran Sonnevi sé enn fremst- ur í flokki þeirra sem yrki pólitísk ljóð á sannfærandi hátt, en hann sé ekki lengur sameiningartákn sænskra vinstrimanna, enda aldrei sóst eftir því. Eftir að hann orti ljóðaflokk um átök Víetnama og Kampútseumanna varð hann fyrir árásum margra fyrrverandi aðdáenda sinna. I Poesi 1980 eru prentuð þrjú Ijóð úr þessum umdeilda flokki. Öll lýsa þau efasemdum skáldsins um þróun mála í Víetnam. Ljóst er að Víetnamar eru árásaraðilar og svífast einskis í landvinningum sínum. Hvernig er þá unnt að standa með þeim? Er þjóðin hið sama og valdið sem talar í nafni hennar? Við því fæst ekkert svar. En óttinn sest að um að framund- an sé enn stærra stríð, heims- styrjöld. Myndir ljóðsins eru í ætt við myndir fréttaljósmyndaranna: Skólahús í Phnom Pcnh fullt af útblásnum llkum hlckkjuóum saman FjöldaKrafir. jörðin full af samanhlckkjuðum bcinum Hinir dauðu eiga sér enga frelsun Það sem setur svip sinn á sænskan skáldskap nú er náttúru- dýrkun sem kempr fram með ýmsum hætti hjá skáldunum, en þau eiga það sameiginlegt að vara við eyðingu og mengun. Mesta athygli hafa vakið ljóð Bengts Emils Johnsons þar sem ljóðmál og náttúrumyndir verða eitt, lifa saman sínu eigin heillandi lífi. En það er líka margt fleira í deiglu. Til dæmis skera ljóð ný- súrrealistans Bruno K. Öijers sig nokkuð úr, réttara væri kannski að kalla hann anarkista. í Poesi 1980 er eftirfarandi Ijóð eftir hann: Hann Var Svo Sólginn 1 Þík Að Hann Hjó Af Sér Alla Fingurna & Valdi Simanúmrrið Þitt Mcð Tungunni Nú Heyrir Hann Sifellt Pásamlcgan Hlátur Þinn Vel gæti hugsast að kaldhæðin ljóð Bruno K. Öijers sem oft sækja næringu í dægurmenningu boði níunda áratuginn í sænskum skáldskap? Þýskir kafbátar á Atlantshafi veturinn 1941. Tími sæúlfanna Heimsstyrjöldin 1939—1945: ORRUSTANÁATLANTSHAFI eftir Barrie Pitt og ritstjóra Time-Life bóka Jón O. Edwald íslenskaði. Almenna bókafélagið 1980. I myndskýringakaflanum Klakaborgin í Orrustunni á Atl- antshafi er brugðið upp myndum frá þætti íslands í styrjöldinni. Að sögn höfundar bókarinnar börðust hermennirnir við leiðindi í hrjóstrugu landi: „Tilbreytingarleysið var versti andstæðingur hermannanna og flestum þeirra raunverulegra en Þjóðverjarnir. Sumir stunduðu reglulegt eftirlitsflug eða unnu að skipaviðgerðum en helsta við- fangsefni flestra auk herþjálfunar var að leggja vegi, reisa herskála eða flytja birgðir. Fátt var til afþreyingar í tómstundum utan að skrifa heim, spila á spil eða lesa. íslensku stúlkurnar þóttu ekki eftirlátar, bjórinn þunnur og glas af skosku viskýi kostaði einn dal Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON sem þótti dýrt þegar mánaðarlaun hermanns voru einir 30 dalir." Heldur hefur ástandið verið dapurlegt samkvæmt þessu, en að minnsta kosti hvað varðar fóstur- landsins freyju stangast þessar upplýsingar á við algenga sögu- skoðun. Til marks um það sem bókar- höfundur kallar „hamingjustundir kafbátanna" má geta þess að tíu þýskir kafbátsforingjar sökktu 318 skipum Bandamanna, samtals 1.871.844. lestum. Mesti afreks- maðurinn var Otto Kretschmer með töluna 266.629 lestir, 44 skip. En hans naut ekki við nema fyrsta hálft annað ár styrjaldarinnar því að hann sat í fangabúðum það sem eftir var stríðsins. Lífið um borð í kafbátunum var þó ekki nein sældarvist eða ferðir bátanna ein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.