Morgunblaðið - 01.06.1980, Síða 6

Morgunblaðið - 01.06.1980, Síða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980 Hæstiréttur Spánar hefur sætt harðvítugri gagnrýni fyrir að hafa dæmt Juan Luis Cebrian í fangelsi, en hann er ritstjóri virtasta blaðs landsins, E1 Pais. Dóm- ur þessi er m.a. talinn til marks um, að dómstólar landsins, jafnt borgaralegir dómstólar sem herdómstólar beri enn sterkan keim af stjórnarfari Francos. í apríl 1978 skrifaði Cebrian grein, sem hann kall- aði: Fjölmiðlar og lýðræði, og Franco: Andi hans virðist ennþá svífa yfir vötnunum. Spánverjar búa enn við af- leitt réttarfar fór þar mjög hörðum orðum um framkvæmd réttarfars á Spáni. Hann var ákærður fyrir að hafa sýnt dómstólun- um fyrirlitningu og síðan dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og háa fjársekt. Dómurinn kom illa við ríkisstjórn Adolfo Suarez og Miðdemókratabandalagið, en það gat ekki rönd við reist, því dómsvald og fram- kvæmdavald á Spáni er að- skilið. En málið er ekki svona einfalt. Ákvarðanir dómstóla að undanförnu hafa skotið lýðræðissinnum skelk í bringu. Alvarlegra er það, að herdómstólar starfa enn og hafa vald til þess að yfir- heyra óbreytta borgara. Réttarfarshugmyndir þeirra eiga lítið skylt við það sem viðgengst í venjulegum lýð- ræðisríkjum. Til dæmis má taka málssóknina gegn Pilar Miro, sem stjórnaði töku kvikmyndarinnar Glæpur í Cuenca. Myndin var öðrum þræði byggð á sannsögu- legum heimildum frá fyrri hluta þessarar aldar, þ.e. meintum pyndingum hers- veitanna Guardia Civil. Enda þótt ekkert opinbert kvik- myndaeftirlit sé í landinu, hefur kvikmyndin enn ekki verið tekin til sýninga og Pilar Miro hefur verið ákærð- ur fyrir að „sýna hernum móðgun". Fyrir tveimur árum var dóttir Francos handtekin á flugvellinum í Madrid og ákærð fyrir að reyna að smygla úr landi til Sviss skartgripum úr gulli og dem- öntum. Hún var dæmd til að greiða fjársekt er svaraði til fjögurra milljóna króna og djásnin voru gerð upptæk. Dómstóll ógilti dóm þennan, hægri öflunum til mikillar ánægju. Herdómstóll, skipaður fimm liðsforingjum, tók furðulega mjúkum höndum á ofursta og höfuðsmanni, sem ákærðir höfðu verið fyrir að leggja á ráðin með „Galaxia aðgerðina", en það var hálf- geft skrípasamsæri í nóv- ember 1978 til að steypa stjórn Spánar og ræna for- sætisráðherranum. Hlutað- eigendur fengu dóma til málamynda og voru í raun réttri látnir lausir tafarlaust. Höfuðsmaðurnn var jafnvel hækkaður í tign. Öfgaöflin til hægri hrósuðu miklum sigri yfir þessum málalokum. Allir lýðræðissinnar á Spáni hafa áhyggjur af þróun réttarfarsins þar og þeim válegu teiknum um að andi einræðisstjórnar Francos sé á ný farinn að svífa þar yfir vötnum. Það má furðulegt teljast, að herdómstóll skuli sýkna menn, sem ákærðir eru fyrir landráð, en hæstiréttur skuli kveða upp fangelsisdóm yfir frægum ritstjóra fyrir að skrifa grein um fjölmiðla og lýðræði. -WILLIAM GEMLYN- JONES VALTIR VELDISSTOLAR Gadaffí klórar í bakkann Útrýmingarherferð Gadaffís of- ursta í Líbýu gagnvart andstæð- ingum sínum, sem dveljast i út- legð, sýnir m.a. magnaða óánægju með stjórn landsins. Miðstéttirnar eru mjög óánægðar með þjóðnýt- ingu einkafyrirtækja, sem gerð var á síðasta ári án þess að skaðabætur kæmu fyrir. Um fimm ára skcið hefur her landsins verið til alls vís. Gadaffi hefur því talið nauðsynlegt að skipa sérstakar hersveitir undir stjórn hins al- ræmda frænda sins, Said Gadaffi Adm og eiga þær að koma í veg fyrir að óánægðar herdeildir láti sverfa til stáls gegn stjórn lands- ins. Enda þótt landið sé auðugt af dýrmætri olíu eru kjör manna þar furðu bágborin. Skortur á ýmsum grundvallarnauðsynjum fer vax- andi. Matvæli eru af skornum skammti. Til dæmis er aðeins unnt að kaupa kjötmeti einu sinni eða tvisvar í viku og ávextir eru yfir- leitt ófáanlegir. Þetta ástand á m.a. rætur að rekja til þess, að Gadaffí eyðir ógrynni fjár til vopnakaupa. Á síðustu 6 árum hefur hann til dæmis keypt vopn af Rússum fyrir 600 milljarða króna. Gaddafí er líka mjög örlátur á vopn við ýmsar byltingahreyfingar. Erlendir sendimenn í Líbýu hermdu nýlega að um 7—8 þúsund sjálfboðaliðar væru í þjálfun fyrir hryðjuverkastarfsemi í 20 þjálfun- arbúðum. Þessa menn kallar Gad- affí „lausnara þriðja heimsins". Þessar aðgerðir hafa fyllt mæl- inn hjá mörgum Líbýumönnum. Þeir telja að afskipti stjórnar af stríðinu milli Uganda og Tanzaníu hafi verið ljóst dæmi um fánýti utanríkismálastefnu Gadaffís. Áð- stoð hans við ídi Amin var þjóðinni dýrkeypt. Hann sendi honum 1500 menn, þar af féllu 400 og 200 voru teknir til fanga. Gadaffi: 600 milljarðar til vopna- kaupa á sex árum. Sannleikurinn er sá, að Gadaffí er hættulegur og örgeðja lýðskrum- ari. Hann telur sjálfan sig leiðtoga sameiningarhreyfingar Araba og kjörinn eftirmann Nassers. Hann hefur líka aðstöðu til þess að láta að sér kveða með því að blanda sér inn í innanríkismál annarra arabaríkja í því skyni að móta sams konar stjórnarfar og hann hefur knúið fram í Líbýu. Eigi að síður er langt frá því að byltingin í Lýbíu sem hófst fyrir 9 árum, hafi tekizt á innanríkisvett- vangi og í utanríkismálum. Öll andstaða í Lýbíu hefur verið brotin á bak aftur með harðri hendi. Skyndiaftökur eru tíðar og það eru hreinsanir hins nýja bylt- ingarráðs í landinu, sem gera það að verkum, að allt er þar með kyrrum kjörum. Þetta byltingarráð ræður í raun og veru lögum og lofum í landinu ásamt með ríkis- stjórninni. í sjónvarpi eru stundum sýnd réttarhöld yfir fólki, sem ákært hefur verið fyrir spillingu. Slíkt kemur varla í veg fyrir, að fólk sætti sig við skoðanakúgun, enda vita flestir, að þeir sem framkvæma réttarhöldin eru yfirleitt sekir um miklu meiri spillingu en hinir ákærðu. Aftökusveitir Gadaffís hafa nú skotið upp kollinum í London, Róm og Bonn, og eru til marks um, að hann ætlar að ganga milli bols og höfuðs á andstæðingum sínum í útlegð. Hitt er ekki víst, hvort hann hefur erindi sem erfiði. MOHAMED BEN—MADANI. HORMÓNAR „Yngingarlyf“ vekur vonir Hormón, sem getur komið að góðu gagni í baráttunni við smitsjúkdóma og krabbamein og jafnvel dregið úr ellihrörnun, hef- ur valdið miklu fjaðrafoki meðal líffræðinga og lyfjaframleiðenda. Þetta tiltekna hormón verður til í skjaldkirtlinum en um það líffæri hafa menn lengi verið fremur ófróðir. Rannsóknir síðustu tveggja áratuga hafa þó leitt í ljós, að skjaldkirtillinn á mikinn þátt í því að bera kennsl á og hafna framandi efnum í líkam- anum, þ.á m. bakteríum og veir- um. Þegar hormónið, sem unnið er úr skjaldkirtlum dýra, hefur verið gefið sjúkum börnum hefur árang- urinn verið stórkostlegur. Það virðist efla varnakerfi líkamans og kann að koma að góðu haldi við að auka mótstöðuafl krabba- meinssjúklinga, sem eru orðnir veiklaðir vegna mikillar lyfjagjaf- ar. Sumir líkja þessu hormóni og möguleikum þess við undraefnið interferon sem mikið hefur verið fjallað um. í allri umræðunni um skjald- kirtilshormónið hafa ýmsir létið sér detta í hug, að það gæti orðið að liði í baráttunni við Elli kerlingu, en það er kenning sumra, að ellihrörnum stafi af því, að líkaminn hætti að geta greint á milli sinna eigin frumna og ann- arra. Það veldur svo aftur ýmsum hrörnunarsjúkdómum eins og liðagigt, sykursýki og æðakölkun. -NIGEL HAWKES KÍNA Það kát- broslega við kerfið Þrír fangar í fangelsi í Peking spyrja hver annan hvernig á því standi að þeir hafi lent í þessu klandri. „Ég er hér vegna þess að ég studdi Deng Xiao-ping,“ segir sá fyrsti og á þá við hinn umdeilda varaforseta Kínaveldis. „Ég er hér vegna þess að ég var á móti Deng Xiao-ping,“ segir annar og báðir líta á þann þriðja sem segir: „Ég er Deng Xiao- ping.“ Eftir erfiða tíma hefur hún blómstrað aftur þessi tegund kínverskrar kímni, sem er nöpur án þess að segja of mikið og vegur í mestu góðsemi að yfirvöldunum. Þessi gamla list, kátbroslegar við- ræður eða tveggja manna tal, sem hefur þróast og mótast í aldanna rás og Maó formaður hafði mikla skemmtan af í laumi, hefur á síðustu mánuðum gengið í endur- nýjun lífdaganna og nú leggja margir hana fyrir sig um landið þvert og endilangt. Þessi gamli frásagnarmáti, sem á kínversku kallast „Xiangsheng“ og merkir „andlit og rómur“, byggir mikið á tvíræði og orðaleikjum. Þegar verið er að skopast að spilltu og drottnunargjörnu yfirvaldi verður sögumaðurinn að vega fimlega að fórnarlambinu og flýta sér síðan að gera gott úr öllu saman saman áður en nokkur fær áttað sig. Einn alvinsælasti skotspónn kínversku háðfuglanna eru bylt- ingar-öfgar Kommúnistaflokksins og áköfustu fylgismanna hans. Tveir þessara gamanleikara, Jiang Kun og Li Wen-hua, fara stundum með lítinn þátt sem þeir nefna „Á ljósmyndastofunni". Þegar Jiang, sem er viðskipta- vinurinn, fær enga afgreiðslu hvernig sem hann reynir kemur hann loks auga á skilti þar sem stendur: „Sérhver byltingarsinn- aður félagi, sem stígur yfir þenn- an byltingar-þröskuld og vill fá að sér tekna byltingar-ljósmynd á þessari byltingar-ljósmyndastofu, verður að hrópa byltingar-slag- orð.“ Jiang: „Þjónum fólkinu. Afsak- ið, félagi.„ Li: „Berjumst gegn eigingirni og endurskoðunarsinnum. Já, hvað get ég gert fyrir yður?“ Jiang: „Upprætum borgarlega

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.