Morgunblaðið - 01.06.1980, Page 16

Morgunblaðið - 01.06.1980, Page 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980 Ný útgáfa Biblíunnar á næsta ári: Tugmilljónafyrirtæki og greiðum í ár 18 milljónir kr. í vinnulaun segir framkvæmdastjóri Hins ísl. Biblíufélags EKKI FÆRRI en fimmtán manns auk sjálfboðaliða hafa verið á launum í mismunandi mikilli vinnu undanfarin miss- eri við að undirbúa nýja prentun Bibliunnar, sem ráðgerð er á næsta ári. Verið er að ijúka setningu Gamla testamentisins, en hún hófst í fyrrasumar, og setning Nýja testamentisins hefst á næstunni. Hið islenzka bibliuféiag gefur Biblíuna út og stendur undir kostnaði við þetta mikla verk, sem er i raun útgáfa á 66 bókum, en ekki einni. alls kringum 1400 blaðsiður. Bibliuf- élagið nýtur sérfræðiþjónustu ráðgjafa við þýðingu, fram- leiðslu, þ.e. hönnun, prentverk og band, og dreifingu Ritningar- innar svo og fjármagnsfyrirgr- eiðsiu frá United Bible Societies, Sameinuðu bibliufélögunum, sem eru samnefnarinn i hinu alþjóðlega samstarfi að út- breiðslu Bibiiunnar. Ekki hátt skriíuð „Á síðasta ári greiddum við um 12 milljónir króna í vinnu- laun vegna undirbúnings hand- rita og prófarkalesturs og þar er ég ekki að tala um neinn setn- ingarkostnað, hvað þá pappír, prentun og fjölbreytt bókband, sem brátt kemur að. Við höfum í fjárhagsáætlun fyrir yfirstand- andi ár gert ráð fyrir að verja til þess 18 milljónum króna og farið fram á fjárveitingar í hlutfalli við það,“ sagði Hermann Þor- steinsson framkvæmdastjóri Biblíufélagsins, en hann fylgist grannt með framgangi verksins og kemur í hans hlut að sjá til þess að endar nái saman. „Félag- ið er nánast að kikna undan þessum mikla bagga," heldur Hermann áfram, „en okkur hef- ur orðið það alveg ljóst að ekki þýðir að setja menn í svo mikla vinnu, sem hér um ræðir, nema að til komi full greiðsla. Finnst okkur stundum að ráðuneyti og kirkjuyfirvöld, sem með fjárráð- in fara, mættu sýna þessu verki meiri skilning. Framlag frá rík- issjóði var á síðasta ári ein milljón og verður óbreytt í ár. Kirkjuþing 1976 og 1978 sam- þykkti samhljóða áskorun til AJþingis og kirkjustjórnar um rífiegan fjárstuðning við þetta brýna verkefni íslenzku kirkj- unnar, sem svo lengi hefur verið vanrækt. Hin heiga bók er ekki hátt skrifuð á verkefna- og vinsældalista valdsmanna okk- a eins og fjárveitingar 1979 og 1980 bera með sér. þessu sambandi verður ni hugsað til orða Ritningar ', sem Biblíufélagið leitast ð að gefa nýjan, verðugan, búning: „Sá, sem sáir spar- mun sparlega uppskera ... Sérhver gefi ... ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara. En Guð er þess megnugur að láta alla náð hlotnast yður ríkulega, til þess að þér í öllu og ávallt hafið allt, sem þér þarfnist, og hafið gnægð til sérhvers góðs verks." (2. Kor. 9: 6-9). Eflaust eiga fjármunir til þessarar nýju Biblíuútgáfu fyrst og fremst eftir að koma frá þeim, sem gefa gaum að orðum Ritningarinnar og vita því hvar raunsönn verðmæti er að finna á tímum, er allt virðist vera að sökkva í hina botnlausu leðju helsjúks efnahagslífs á íslandi. „Takið eftir, hvernig fyrir yður fer! Þér ... etið, en verðið eigi saddir, drekkið, en fáið eigi nægju yðar, klæðið yður, en verðið þó eigi varmir, og sá sem vinnur fyrir kaupi, vinnur fyrir því í götótta pyngju." (Hagg. 1: 5—6). Eru ekki ný stórátök um kaup og kjör enn einu sinni í uppsiglingu á vinnumarkaði okkar? Væri ekki ráðlegt, áður en styrjöldin skellur á, að hug- leiða eftirfarandi orð þess leið- beinanda Islendinga, sem lengst og bezt hefur dugað þeim: Af því læri ég að elska ei frekt eigið gagn mitt, svo friður og spekt þess vegna raskist; þér er kært þolinmæði og geð hógvært. (H.P. Ps. 19).“ Er þetta þá verk upp á 50 eða 100 milljónir í allt? „Ég gæti sjálfsagt auðveldlega ráðstafað nær 100 milljónum króna til að ljúka nýrri útgáfu Biblíunnar. Setning hennar stendur nú yfir og við erum um þessar mundir að bíða eftir að fá tilboð í prentun og getum fljót- lega upp úr næstu mánaðamót- um farið að gera okkur grein fyrir því, hversu mikill kostnað- urinn verður. Það er til umræðu að prenta hana jafnt í Bretlandi, Hollandi, Þýzkalandi, Reykjavík, Akureyri og Japan, svo einhverj- ir staðir séu nefndir, en það ætti sem sagt að skýrast um næstu mánaðamót." sagði Hermann. Kostur að vinna Biblí- una innanlands Það er Prentstofa G. Bene- diktssonar, sem annast setningu Biblíunnar og hófst hún í ágúst sl. Biblían verður offsetprentuð og er nú lokið filmuvinnu við Fyrstu Mósebók, en verið er að brjóta um næstu rit. Nýja testa- mentið siglir síðan í kjölfarið og var ráðgert að setningu þess lyki í sum'ar og prentun Biblíunnar gæti jafnvel hafizt þá og bókin komið út í haust, en nú er ljóst að hún kemur vart út fyrr en á næsta ári. „Það er tvímælalaust kostur, að setningin skuli fara fram hér heima," sagði Her- mann, „þarna er um mjög vönd- uð vinnubrögð að ræða, sem við leggjum áherzlu á og eru fylli- lega samkeppnisfær." Kvað Hermann þetta einkum koma fram í sambandi við próf- arkalestur, öll samskipti við prentsmiðju væru hin ágætustu, en oft þyrfti e.t.v. að lagfæra handrit og breyta smávægilega eftir að í prentsmiðju væri komið og slíkt væri allt auðveld- ara að annast hér, en ef textinn væri settur erlendis. „Ég veit varla hvernig við hefðum átt að fara að því. Þetta var að vísu gert á fyrri öld, en þá var líka sendur maður til Cambridge til prófarkalesturs í lengri tíma og varð hann að lokum innlyksa þar,“ sagði Hermann. í samtali við Guðmund Bene- diktsson í Prentstofu hans kom fram að það hefði verið honum sérstök ánægja að fá þetta verkefni þar sem það sýndi m.a. að hann stæðist samkeppni við erlendar prentsmiðjur. í Prentstofu hans var verið að vinna við hómilíubók fyrir Árna- stofnun og þurfti að útbúa og setja mýmörg ný leturtákn. En auk setningar annast Prentstof- an umbrot og alla filmuvinnu og skilar verkinu á fiimum, sem farið verður með í þá prent- smiðju, sem prentar Biblíuna þegar þar að kemur. En hvernig er verkið fjár- magnað? Hermann svarar því: Náið samstarf við alþjóðasamtök „Hið íslenzka biblíufélag stendur undir kostnaði við þýð- ingarvinnu þess hluta, sem verð- ur í nýrri þýðingu, þ.e. guðspjöll- in og Postulasöguna, og undir- búning handrits og fær það nokkur framlög frá kirkjuyfir- völdum. Sameinuðu biblíufélögin sjá um að fjármagna setningar- vinnuna og hafa samið beint við Prentstofuna um það. Þeirra framlag er hins vegar aðeins lán, sem Biblíufélagið verður að end- urgreiða á komandi árum, en ekki hefur enn verið samið um kjörin á því. Við erum í nánu samstarfi við alþjóðasamtökin um verkið og hafa sérfræðingar þeirra verið hér á landi til ráðuneytis um útgáfuna, t.d. við prentun og við munum í samráði við þá ákveða hvar prentunin sjálf kemur til með að fara fram. En fjármögnun þessa mikla verks hjá svo litlu félagi er auðvitað erfið og verðum við þar að kalla eftir stuðningi lands- manna," sagði Hermann og kvað hann ráðgert að fyrsta prentun- in yrði í 10 þúsund eintökum. Þarna nefnir Hermann vanda allrar bókaútgáfu og það er auðvitað ljóst að hjá þjóð, sem telur ekki nema rúmlega 230 þúsund manns, hlýtur útgáfa sem þessi að vera dýr. Upplagið verður aldrei það stórt að hinn fasti kostnaður t.d. undirbúning- ur texta og setning dreifist verulega. Benda má á að setning Biblíunnar á íslenzku fyrir fá- menna þjóð kostar jafnmikið og setning hennar á kínversku fyrir einn milljarð Kínverja. Það hlýt- ur því að þurfa að koma til talsverð fjárveiting með útgáf- unni til að allur kostnaðurinn komi ekki eingöngu fram í sölu- verði bókarinnar. En hvers vegna þarf að ráðast í endurútgáfu Biblíunnar nú? Því svarar próf. Þórir Kr. Þórð- arson, sem séð hefur um allan undirbúning Gamla testamentis- ins fyrir þessa útgáfu: „Biblía sú, sem nú er á íslenzk- um bókamarkaði, er sú síðasta í langri röð af endurútgáfum eftir þýðingu, rithætti og prentverki, sem unnið var í byrjun þessarar aldar. Af augljósum ástæðum varð ekki lengur hjá því komizt að setja hinn sígilda texta upp að nýju með nútímalegum hætti, aðlaðandi fyrir lesendur á loka- skeiði þessarar sömu aldar. Segja má að útgáfan, sem nú er í undirbúningi, sé þrenns konar: 1) Gamla testamentið er endur- prentað í þeirri mynd sem það var í 1912 og 1914, enda þýðingin frá 1912 góð, sé tekið tillit til Hermann Þorsteinsson framkvæmdastóri Bibliufélagsins heldur hef á handriti Fyrstu Mósebókar, sem nú er fullbúið, en hvert hinna 66 rita Bibliunnar er geymt i stórum umslögum meðan vinnslan stendur yfir. Ljósm. Emíiia. Starfsfólk Prentstofu G. Benediktssonar sem unnið hetur að setningu, leiðréttingu og umbroti: Fremst er Pálína Jónsdóttir setjari, síðan frá vinstri: Stefán Ásgrimsson, Birgir Guðbjartsson, Þorkell Sigurðsson, Guðjón Sveinsson, Guðmundur Benediktsson prentsmiðjustjóri og Ásgeir Gunnarsson. Ljósm. Rax. Meðal þeirra sem sjá um prófarkalestur eru sr. Magnús Guðmundsson fyrrum sóknarprestur i Grundarfirði og Ragnar Gunnarsson starfsmaður Bibliufélagsins. Ljóam. ólk.m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.