Morgunblaðið - 01.06.1980, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 01.06.1980, Qupperneq 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980 Hvað lesa börnin — Hvað kaupa f oreldrar? Á ákveðnum árstímum og þá einkum fyrir jól, er mikið rætt og ritað um bókmenntir. Þá er einnig lítils háttar fjallað um bækur fyrir börn og ungl- inga. Þetta gerist einmitt á þeim tíma, sem flestir hafa hvað mest að gera og hafa lítinn tíma aflögu til lesturs blaðagreina. Flestir gera sér grein fyrir, að 1. Það er ekki sama, hvað gefið er út af barnabók- um, 2. Það er ekki sama, hvað keypt er handa börnum, 3. Það er ekki sama á hvaða aldri eða þroska- stigi barnið er, 4. Það sem hæfir einu barni, hentar e.t.v. ekki öðru á sama reki. Ekki megum við þó ein- blína á hvað er lesið, heldur þurfum við líka að spyrja: Hvernig er lesið og hver les með börnunum? Viðmót eða viðhorf okkar til bóka og inni- halds þeirra skiptir miklu máli og hefur áhrif á börnin og skoðanir þeirra. Lífsskoðun okkar er hér mótandi afl eins og í flestu öðru, er varðar upp- eldi. Það skiptir því miklu máli, hvort við lesum með börnum okkar, hvort við vitum, hvað þau eru að lesa, hvort við ræðum um innihald bókanna við þau o.s.frv. Það er því einnig ástæða til að spyrja sjálf- an sig og kenna börnum sínum hið sama eftir því sem föng eru á: 1. Hvað var sagt í bók- inni? 2. Hvernig var það sagt? 3. Hvernig eru lýsingar sögunnar og hvaða áhrif höfðu þær á mig? 4. Hvert virðist megin markmið sögunnar vera? BRI7B Góður markmaður Vefjið tvær eða þrjár kúlur úr álpappír. Reynið síðan að henda þeim niður í fötu eða pappakassa — en einn þátttakandi stillir sér upp við pappakassann, heldur á blaði í hendinni eins og sýnt er á myndinni og reynir að verja kassann. Þið ákveðið sjálf leikreglur og skiptið síðan um hlutverk eftir ákveðinn tíma eða markafjölda. Snoppa litla Einu sinni var kanína. Hún hét Snoppa. Hún var alltaf í eltingaleik. Leikfélagar hennar hétu Putti og Jóna. Þau voru tvíburar. Þau voru bestu vinir Snoppu. Fyrir neðan þau var stórt tún. Við hliðina á túninu var brekka. Allt í einu fór að snjóa. Þá gerðist nokkuð hræðilegt. Snoppa litla tábrotnaði. Þá var hún flutt á sjúkrahús. Og þar var hún svolítið lengi þangað til henni batnaði. Björk Sigurgísladóttir, 8 ára, Hæðargarði 22, Reykjavík. Um hvaða hljóð er að ræða? Flestum finnst gaman að fara í leiki. Þið skiptist á um þátttöku í viðkomandi leik, þar sem einn snýr baki í hina og reynir að finna út um hvaða hljóð er að ræða. Hinir þátttakendurnir reyna þá að framleiða einhver hljóð eins og: berja með sleif í borð, nudda saman sandpappír, hella vatni í glas, kveikja á eldspýtu o.s.frv. Ekki erum við í nokkrum vafa um, að þetta getur orðið skemmtilegur leikur og að sumir eru mjög klókir á þessu sviði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.