Morgunblaðið - 01.06.1980, Side 22

Morgunblaðið - 01.06.1980, Side 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980 Til sölu Mercedes Benz 250 árgerö 1976. Ekinn 60.000 km. sjálfsk. meö vökvastýri og aflbremsum, útvarp, segulband, ný sumardekk. Glæsilegur einkabíll til sýnis hjá Bílasölunni Skeifunni, símar 84848 og 35035. Kassettur beztu kaup landsins (ONCE RIONI 1 spóla 5 spólur 60 mínútur kr. 900 kr. 4000 90 mínútur kr. 1100 kr. 5000 Heildsölu birgöir Reiðhjóla- skoðun Lögreglan í Reykjavík og Umferöarnefnd Reykjavíkur efna til reiöhjólaskoöunar fyrir börn á aldrinum 7—14 ára. Þau börn sem hafa reiöhjól sín í lagi fá viöurkenningu frá Umferöarráöi fyrir árið 1980. Skoðaö veröur viö grunnskóla borgarinnar sem hér segir: Mánudaginn 2. júní Þriöjudaginn 3. júní Miðvikudaginn 4. júní Fimmtudaginn 5. júní Hlíöaskóli kl. 09.30 Vogaskóli kl 1.11.00 Breiöholtsskóli kl. 13.30. Álftamýrarskóli kl. 15.00. Árbæjarskóli kl. 09.30 Fellaskóli kl. 11.00 Melaskóli kl. 13.30. Laugarnesskóli kl. 15.00. Hvassaleitisskóli kl. 09.30. Ölduselsskóli kl. 11.00. Fossvogsskóli kl. 13.30. Langholtsskóli kl. 15.00. Hólabrekkuskóli kl. 09.30 Austurbæjarskóli kl. 11.00. Seljaskóli kl. 13.30. Breiöagerðisskóli kl. 15.00. Börnin mæti viö þá skóla sem næst eru heimili þeirra. Lögreglan í Reykjavík Umferöarnefnd Reykjavíkur. Sjötugur á morgun: Gestur Gamalielsson kirkjugarðsvörður Enda þótt vinur minn Gestur Gamalielsson hafi nokkuð látið á sjá hin allra síðustu ár vegna þungbærra veikinda, sem nú eru vonandi á undanhaldi, þá hygg ég að ýmsir reki upp stór augu þegar þeir sjá þessar línur, því að svo sannarlega bendir útlit hans ekki til þess að á morgun, mánudaginn 2. júní fylli Gestur 7. áratuginn. Kirkjubækur Villingaholtssóknar greina þó frá því að Gamalieí Gestssyni bónda á Forsæti og Helgu Vigfúsdóttur hafi hinn 2. júní árið 1910 fæðst sonur. Reynd- ar sagði Gestur mér einhverju sinni að hans hefði verið vænst nokkrum dögum fyrr, en vegna óvenju erfiðrar fæðingar hefði hann verið nær dauða en lífi, þegar hann kom í þennan heim. Gestur sleit barnsskónum á Forsæti, en þegar hann var 11 ára gamall árið 1921, brugðu foreldrar hans búi og fluttu hingað til Hafnarfjarðar. Vegna sívaxandi útgerðar og annarra umsvifa var mikið aðstreymi fólks til Hafnar- fjarðar á þessum árum. Þannig mun hafa fjölgað í bænum um nálega 500 manns á 3ja ára tímabili á árunum 1919—1922 og segir það sína sögu um atvinnulíf- ið í kaupstaðnum um þetta leyti. Eftir að skólagöngu lauk, hóf Gestur þegar þátttöku í atvinnu- lífinu. Réðst hann aðeins 15 ára gamall til hinna kunnu verkstjóra Jóns og Gísla og starfaði hjá þeim um hríð. Einnig vann hann um tíma á fiskverkunarstöð Ólafs Böðvarssonar. Árið 1929, þá 19 ára gamall hófst hið eiginlega lífsstarf Gests, en það ár hóf hann nám í húsasmíði hjá Bjarna Erlendssyni og Hauki Jónssyni, þekktum iðn- aðarmönnum hér í Hafnarfirði. Að námi loknu vann Gestur við smíðar, lengst af hér í Hafnar- firði, en einnig nokkuð úti á landi. Til gamans má geta þess að Gestur vann töluvert við smíðar á æskuslóðum sínum, svo sem við stækkun Tryggvaskála og íbúð- arhúsabyggingum í Birtingaholti og víðar um héraðið. Á árinu 1955 má segja að þáttaskil verði í lífi Gests. Það ár ræðst hann að kirkjugarðinum í Hafnarfirði, sem kirkjugarðsvörð- ur. Fyrirrennari hans í starfinu, Jón heitinn Þorleifsson, lézt árið 1921. Fyrstu árin eftir að Gestur varð kirkjugarðsvörður, vann hann áfram við smíðar, eftir því sem tími vannst til, en því lengra sem leið, varð það æ erfiðara fyrir hann að samræma húsasmíðarnar við starf sitt sem kirkjugarðsvörð- ur. Upp úr 1960 tók líka bæjar- búum að fjölga ört og hafði það að sjálfsögðu þau áhrif á starf Gests við kirkjugarðinn að það var gert að fullu starfi. Lauk þar með þeim þætti í ævistarfi Gests, sem hófst er hann var 19 ára gamall. Hinn 17. október árið 1942 kvæntist Gestur Jónu Guðmunds- dóttur frá Hrauni. Jóna er fædd suður í Sjólyst í Garði en fluttist til Hafnarfjarðar, er hún missti móður sína, þá aðeins 9 ára gömul. Ólst hún eftir það upp hjá móður- AHUGAFOLK UM ÆTTFRÆÐI Út er komin í Ijósritaöri útgáfu ÆTTARSKRÁ Séra Bjarna Þorsteinssonar prests í Siglufiröi. Takmarkaö upplag. Einnig er fyrirliggjandi, NIÐJATAL Þorvalds Böövarssonar prests á Holti undir Eyjafjöllum og Björns Jónssonar prests í Bólstaöarhlíö. Sendum í póstkröfu. Ármúla 27 S: 39330. Glæsileg mahogny boröstofu- húsgögn í fjölbreyttu úrvali

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.