Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1980 vlW MORödK/ RAFf/NU GRANI GÖSLARI Komdu með kaffiduftið og bollana! Jæja vinur. — Staðinn að því að tala við sjálfan þig. — Nei, lygi. — Jú, víst varstu. — Kjaftæði. Jú. Nei. Jú. Nei,... reyndar! BRIDGE COSPER Það besta frá báðum Fyrst er hér bréf frá „Aðflutt- um Reykvíkingi“, eða réttara sagt kafli úr bréfi, þar sem það var of langt til þess að birta það í heild: „Kæri Velvakandi. Það hefur oft hvarflað að mér að skrifa þér, en ekki orðið af því fyrr en nú. Ég er fæddur og uppalinn úti á landi, en hef átt heima í Reykjavík síðustu árin. Ég hef því fylgst vel með öllum skrifum um aðstöðumun þann, sem er á því að eiga heima hér í orginni og út á landsbyggðinni. Flest þeirra skrifa hafa miðast við það, hvað stórum sé betra að búa her á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Að mínu mati hafa skrif þessi verið alltof einhliða, nær eingöngu tíundað það sem þéttbýl- ið hefur fram yfir dreifbýlið. Vissulega er það margt, en það hefur líka sína kosti að búa í dreifbýli — og kannski ekki þann sístan að þar þekkist víða ekki sú streita, sem vill vera fylgifiskur borgarlífsins. Ymsar vörutegundir eru að vísu dýrari úti á landi en hér syðra, en þó er ótrúlega margt ódýrara þar. Oft er talað um hitunarkostnað- inn — og þar er víða mikill munur á — en þá er ekki minnst á íbúðaverðið. Verð á sambærilegri íbúð hér og þar eru milljónir, ef ekki tugir milljóna króna. Þegar á heildina er litið held ég að sá, sem býr hér á höfuðborgarsvæðinu, þurfi ekki færri krónur til þess að lifa af en hinn, sem heima á í dreifbýlinu. Og ef það er einhverj- um huggun þá þrái ég ekki síður að komast aftur í mína gömlu heimabyggð en margur annar ósk- aði sér að komast í þéttbýlið. Atvikin haga því aðeins svo að um það er ekki að ræða. • Vilja hagnast á báðum Þetta mál kom til tals í þröngum vinahópi fyrir nokkru, og þá var mér sagt frá „sniðugum" mönnum, sem spiluðu á kerfið og „plötuðu" byggðina, sem brauð- fæðir þá. Þeir vildu komast yfir hlunnindajörð í sveit, þrír há- tekjumenn. En einhver tregða var á því að þeir fengju hana keypta þar sem þeir ætluðu ekki sjálfir að búa á henni. Hreppsstjórnin var með eitthvert „múður“. Málið var svo leyst á þann hátt að þeir létu skrá lögheimili sitt þar, en áttu áfram heima og störfuðu „fyrir sunnan". Þannig urðu þeir fram- talsskyldir í hreppnum og greiða þar gjöld sín. Én að sjálfsögðu njóta þeir áfram hinna sömu hlunninda og áður í þéttbýlinu þar sem þeir búa, en borga þangað ekki eyri. Þetta kallar maður að hagnast á báðum. Hvað slíkt á að Umsjón: Páll Bergsson Heppni og óheppni eru algeng orð við spiiaborðið. Og jafnvel er talað um grís þegar heppnin er meiri en góðu hófi gegnir. í keppni er auðvitað betra að hamingjudísin sé hliðholl en þeg- ar til lengdar lætur er það geta og reynsla, sem ræður. Austur gaf, allir á hættu. Norður S. DG53 H. K64 T. Á106 L. Á105 Austur S. 64 H. 9752 T. KD87 L. D87 Suður S. ÁK972 H. ÁG T. G94 L. 632 Spil þetta kom fyrir í tvímenn- ingskeppni og urðu fjórir spaðar, spilaðir í suður, algengur samn- ingur. Þeir, sem voru heppnir og fengu út hjarta þurftu lítið á sig að leggja til að vinna spilið. Aðrir voru óheppnir þegar vestur spilaði út í láglit en eftir það var ekki hægt að vinna spilið ef vörnin rataði réttar leiðir. En svo var það þriðji hópurinn. Þá spilaði vestur út trompi og á flestum þessara borða ákvað sagnhafi, að staðsetning tígul- háspilanna réði úrslitum. Og þeg- ar í ljós kom, að austur átti bæði kóng og drottningu tapaðist spilið. Einn spilaranna fann vinnings- leið eftir að vestur spilaði út trompi. Hann tók annan slag á tromp og spilaði síðan laufi frá hendinni. Vestur lét gosann og ásinn tók slaginn. Því næst tók sagnhafi á hjartaás og kóng, trompaði síðan þriðja hjartað og spilaði aftur laufi. Þar með hafði hann fullt vald á spilinu. Vestur lét lágt lauf og austur fékk á drottninguna. Hann varð að spila aftur laufi en það var bara gálgafrestur. Vestur fékk þann slaginn, spilaði tígli og þegar sagnhafi lét lágt frá blindum varð austur fastur í neti. Hann fékk slaginn á drottninguna en varð þá að gefa sagnhafa tíunda slaginn með næsta útspili sínu. Vestur S. 108 H. D1083 T. 532 L. KG94 Stykkishólmur: Einbýlishús með öllu á 50 dögum Árnatún 9, Stykkishólmi. Stykkishólmi, 27. maí. ÖSP HF. Stykkishólmi hefur hafið fram- íeiðslu á einingahúsum úr timbri eftir nýrri teikningu Hróbjarts Hróbjartssonar arki- tekts. Fyrsta húsið er risið að Árnatúni 9, Stykkishólmi, og var mælt út fyrir grunni 9. apríl 1980. Byrjað var að reisa einingar 21. apríl og var fokhelt 23. apríl. Eigendur flytja inn laugardaginn 31. maí og verður húsið þá fullbúið bæði utan og innan. Ösp hf. sá um grunn hússins og allt tréverk þ.m.t. innréttingar. Augljóst er hvílíkur sparnaður það er fyrir húsbyggjandann að fá húsið fullbúið á svo stuttum tíma. Að sögn Gunnars Haraldssonar fram- kvæmdastjóra Aspar hf. er undirbúningur að uppsetningu næstu húsa þegar hafinn og rísa þau m.a. í Stykkishólmi og á Hellis- sandi. Ennfremur sagði Gunnar nýju eininga- húsin sérstæð að því leyti, að einangrun er meiri en almennt gerist. — 6“ glerull í útveggjum og 8“ glerull í þaki. Hönnun húsanna miðaðist við að halda kyndingar- kostnaði í lágmarki. Auk þess er lögð áhersla á vandaðan frágang og frísklegt útlit. Húsin eru í 3 grunnstærðum 95mz, 115m2 og 138m2 vinkilhús. Vegna hagstæðrar stærðar eininga má breyta uppröðun þeirra, og fá þannig annað útlit og innra skipulag. Öll loft eru hallandi í samræmi við þakhalla og gefa stafngluggar því skemmtilega birtu. Fyrirtækið hyggst leggja aðaláherslu á framleiðslu einingahúsa í framtíðinni, enda er eftirspurn mikil. Hægt verður að fá húsin afhent á mismunandi byggingarstigum allt frá fokheldu til fullbúins að innan og utan. 15—20 manns munu starfa við framleiðsl- una auk uppsetningarmanna, en hún verður í höndum okkar sjálfra til að tryggja vandaða uppsetningarvinnu. Ösp hf. hóf framleiðslu einingahúsa árið 1974 í smáum stíl, en einmitt þess vegna hefur fengist ómetanleg reynsla, sem þróast hefur alveg fram á þennan dag. Við horfum björtum augum til komandi tíma sagði Gunnar að lokum. — Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.