Alþýðublaðið - 21.04.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.04.1931, Blaðsíða 2
a ALÞtÐUBLAÐIÐ •*. mp Annað blað kemur út í kvðld, Kosnlngarnar 1927. Fálm „Timanss.44, Ráðherrasklftl. „Tíminn“ hefir undan farna daga heimskað sig á því hvað eftir annað að berja það blákalt fram, að Mltrúax Alþýöuflokks- ins á alþingi séu komnir í and- stöðu við vilja kjósenda sinna við alþingiskosningarnar 1927. „Tíma“-skrifararnir láta eins og þeir viti ekki, að þingmenn Al- þýðuflokksins voru ekki cta eins kosnir til þess að berjast gegn Ihaldinu rneð stórum staf, heldur gegn öllu íhaldi og afturkcddi, gegn öllum þeim, sem traðka á fcröfum viecfcalýðsins og standa gegn hagsmunamálum hans. „Pramsóknar“-flokks-þingmenn- irnir ættu að líta yfir feril simn ttndan farna mánuði og spyrja svo sjálfa sig í einlægni, hvort hægt sé að bregðast framsóknar- nafninu öllu átakanlegar en þeir hafa gert. Þezr hafa barist gegn atvinnu- skilyrðum verkalýðsins, gegn rétt- látari kjördæmaskipun, gegn rétt- læti í skatta- og tolla-málum og nú að lokum sett • smiðshöggið á með því að veitast í senn að öllum þeim framfara- og rétt- lætis-málum, sem lögð hafa ver- ið fyrir alþingi, jafnvel þeim frumvörpum, sem „Framsóknar“- stjórnin hafði talið sérstaklega sín mál, er ættu að verða bændum að gagni, svo sem búfjárræktar- frumvarpið. „Framsóknar“-for- ingjarnir hafa ekki vílað fyrir sér að biðja kónginn að skera það niður við sama trogið og önnur alþingisfrumvörp. „Framsóknar“-mennirnir sumir hverjir hafa haldið um [>að hrókaræður á alþingi, að kaup verkafólksins verði að lækka. í fjárlagafrumvarpi „Framsóknar“- stjórnaxinnar er gert ráð fyrir niðurskurði verkíegra fram- kvæmda ríkisins á næsta ári, og síðux en svo er útlit á því, að mikið verði úr framkvæmdum á jæssu ári, þar eð stjórnin hefir látið eyða fyrir fram stórum af því fé, siem vinna átti fyrir í ár samkvæmt fjárlögum. Og svo berst „Framsókn“ gegn því með hnúum og hnefum, að hægt sé að byrja á vinnu við virkjun Sogs- ins. Stjórn hans svífst jafnvel ekki- að leita til konungsvaldsins til þess að fá virkjuninni skotið á frest, til þess að fá nauðsynleg- urn endurbótum á verkamanna- bústaðalögunum eytt að sinni og stofnun nýs veðdeildarflokks. þeim tveimum nauðsynlegu skil- yrðum fyrir því, að_ bygginga- vinna geti orðið svo að nokkru nemi og húsnæði verkalýðsins batnað. Ábyrgðinni fyrir við- skiftum við Rússland, sem þýðir atvinnu fyrir síldveiðimenn og síldverkunarfólk og bættan fisk- rnarkað, og atvinnubótum báta- fiskimanna með aðstoð rikisins við útflutning á nýjum fiski gerir „Framsókn“ sömu skil. Með þessu ræðst hún á afkomu og atvinnu- skilyrði verkalýðsins. Og þó er „Tíminn" í senn svo ósvífinn að halda þvi fram, að fulltrúum verkalýðsins hafi borið skylda til, í samræmi við kosningarnar 1927, að fylgja „Framsóknar"- flokknuira í þessu athæfi með því að veita honran hlutleysi þrátt fyrir alt [>etta — eða jafnvel með því að fylgja honum í þessum aðförum(?!), og jafnframt er „Timinn", að því er bezt verður séð, svo einfaldur að halda, að hann fái verkalýðinn til þess að fallast á þessa fjarstæðu, að það séu svik við alþýðuna, að full- trúar hennar fást ekki til að hjálpa til I>ess að svelta hana með atvinmileysi og til að berj- ast gegn réttmdum hennar með „Framsóknar“-íhaldinu(!!). Hefir nokkur heyrst halda fram slíkri fásinnu fyrri? „Tímanum" verður áreiðanlega ekki kosningakápa úr því klæð- inu, að verkafólkið sé svo skyni skroppið, að það láti telja sér trú um þá fjarstæðu, að full- trúar Alþýðuflokksins hafi svik- ið kjósendur 'sína með því að hafa ekki staðið með þeim flokki, sem brugðið hefir sigðinni á at- vinnubjargráð verkalýðsins. Slík fálmskrif bjaxga þingliði „Framsóknar“-flokksins á engan veg í öngþveiti þyí, sem það hefir sjálft sett sig í. Jónas heimtar raeiri óeírðir. Alþýðublaðið og foringjar verkaJýðsins hafa hvatt verka- menn til þess að hafa ekki hrell- ingar í frammi við konur og börn Framsóknarforingja, með því að ganga til heimila þeirra og gera þar óskunda. Þessa friðsemi verkamanna reynir Jónas Jónsson í Tímanum í gær að leggja út þannig, að verkamenn muni vera andstæðir ‘foringjum sínum í valdaránsmáli Framsóknarstjórnarinnar, þó að þeir í þessu hafi einmitt fylgt ráðum foringja sinna. Ekkert sýnir betur en þetta röksemdaþrot Jónasar. Það er engu líkara en að hann heimti beinlínis óeirðir af verkamönn- um; kann ske honum verði að ósk sinni. Verkamaðwr. Engir fundír voru haldnir í gær og ekkert fullnaðarsvar kom frá konungi. Mun hann enn bíða eftir nánari greinargerð frá Tryggva Þórhallssyni. — 1 gærdag símaðí Tryggvi til konungs lausnar- beiðni þeirra Jónasar og Einars og bað konung að setja með sér sem ráðherra Sigurð Kristinsson forstjóra í Samhandinu. Ekki raun staðfesting konungs vera enn komin fyrir þessu. ,í>eflnsamlegast\ ,¥öar 9átienk. Hingað til hefir ísland haft danskan mann að konungi. Hon- um er í lófa lagið að boða hér og banna flest það, er liann lyst- ir, sérstaklega þó ef hann hefir eitthvert „dáðlaust þing“, „dansk- an íslending“ til að styðjast við. — Tveir atburðir hafa gerst und- anfarna daga, sem lengi munu sitja í minni manna. Hinn fyrsti var sá, er Tr. Þórhallsson framdi lýðræðisbrotið, íauf þingið með atbeina kóngs til ' að varna því, að þrjár stefnuskrárkröfur jafn- aðarmanna næðu fram að ganga og hinn var bréfsending hinna svo nefndu sjálfstæðismanna ti* konungs. Bréf þetta, sem Alþýðu- blaðið birti í gær til þess, að gefa lesendum sinum kost á að gera samanburð á því og bréfi því, er Alþýðuflokkurinn sendi, er vægast sagt eindœnia plagg. Það ber þess sorgleg merki, hve hundflatir sumir menn geta lagst fyrir höfðingjum og í þessu til- felli konungsvaldinu. 1 bréfi þess- ára „sjálfstæðismanna“ felst bein viðurkenning á valdi konungsins yfir íslenzku þjóðinni, svo „þegn- samlegir“ era þeir er senda það og „Yðar Hátignar“-legir á svip- inn,. að þeir tapa allri virðingu sannra Islendinga. Auðvitað er sjálfsagt að sýna manninum Kristjáni X„ konungi Danmerk- ur, fulia kurteisi, en þeir menn, sem hér gaspra um sjálfstæðis- hug, eru vægast sagt gungur og lyddumenni, er þeir sýna undir- lægjuhátt sinn á slíkan hátt, er bréfið „sjálfstæðismannanna" sýndi. Það sýndi ekki sjálfstæðis- hug eða hugrekld. Bréf jafnaðarmanna var skor- inort og laust við smjaður og konungs-dekur. Það skýrði skoð- anir og kröfur jafnaðarmanna með fáum en látlausum orðum. Hvers vegna gátu hinir ekki ver- ið eins djarfir og frjálsir í fram- göngu? Þegar þingið var rofið og þar með ráðist á lýðræðið, hröpaði Héðinn Valdimarsson: „Niður með konunginn og stjórnina. Þið Síðnstu tfréttir. Konungur veitti í gær Jónasi Jónssyni dómsmálaráðherra og Einari Árnasyni fjármálaráðherra lausn frá embættum sínum. Sama dag var Sigurður Kristinsson for- stjóri skipaður atvinnu- og aam- göngumálaráðherra, og forsætis- ráðherra jafnframt veitt forstaða þeirra mála, sem heyra undir dóms og kirkjumálaráðuneytið og f j ármálaráðuneytið. þorið ekki að láta samþykkja stjórnarskrárbreytingarnar." Margir íslendingar munu nú á þessum einræðistímum vilja taka undir þessi orð. Því að krafa jafnaðarmanna um að Island verði gert að lýðveldi á hug allra sannra sjálfstæðismanna: Hinir, sem allra þegnsamlegast smjaðra fyrir „Yðar Hátign", em ekki sjálfstæðismenn, heldur „dáðlaus þing“. 18. apríl 1931. A. K. J. Hræðsla íhaldsins við lýðveldiskröfHita. íhaldsblöðin, ,, Morgun bl aðiö ‘c' og „Vísir“, hafa bæðd gert sig sek að því að rangfæra tillögu þá, er Ingimar Jónsson skóla- stjóri bar fram á stúdentafundin- um á sunnudaginn. Ingimar krafðist þess í tillögu sinni, „að ríkið verði gert lýðveldi nú peg- ar“, en íhaldið á funidinum var stæðara en svo, að það vildí ekki heilla í málinu og sjálf- ekki að ríkið yrði gert lýðveldi nú þegar, og fékk samþykta, gegn atkvæðum Al- þýðuflokksmanna þá breytingu. að ríkið yrði ekki gert að lýð- veldi fyrr en audid vœri. En hve nær íhaldinu finst það „auðzð", e® ekki gott að segja. Alþýðan, sem. sér fram á atvinnuleysi og bág- tindi í surnar, krefst þess að ping- íð komi saman nú pegar, bráða- birgðastjórn verði mynduð og ríkið verði gert lýðveldi pegar * stað. — Við viljum ekkert hifc eða svik við kröfur og loforð undan farinna daga. Stúdent. Togararnir. I gær, í nótt og í morgun hafa þessir togarar kom- ið af veiðum, allir fullir af faskl. Bragi, Gylfi, Draupnir, Geir, Bel- gaum, Max Pemberton, Þórólf- gaum, Max Pemberton, Þórólfur, Lyra kom í nótt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.