Alþýðublaðið - 21.04.1931, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.04.1931, Blaðsíða 1
Alþýðnbla érfH «t mS UMtaOifckna H '1 Síðara Mað. Þriðjudaginn 21. apríl. 93 tölublað Eoniangiir melíar að lelðrétta ofbeldispingroVIð. Tilkynt var í útvarpinu í gær- kvelcii, að forsætisráðherra myndi samkvæmt tilmæhim afhenda Jóni Porlákssyni og Magnúsi Guðmundssyni afrit af skeytum þeim, er farið hefðu milli sín og konungs og konungsritara. Munu þessi skeytaafrit hafa verið af- ftient í dagi. Formaður Alþýðuffokksins, Jón Baldvinsson, fór fram á það í morgun við ritara forsætisráð- herra, að honum fyrir hönd flokks síns, yrðu afhent afrit af skeytum þessum. En með því að skeytaafrit þessi áttu eingöngu að vera trúnaöar- mál fyrir Jón Baldvinsson per- sönulega, þá neitaði hann að taka við afritinu, neaua því að eins að skeytin mætti lesa fyrir Alþýðusambandsstjórninni og birta það úr þeim, sem máli skifti. Suohljódandi skeyti hefir Al- pýduflokknum borist frá kon- ungi: Kaupmannahöfn, 21./5. 1931 Formaður Alþýðuflokksins, Reykjavík. Um leið og ég legg áherzlu á það, að alþingi samkvæmt ein- dreginni tiilögu alls ráðuneytis- ins og á ábyrgð þess var rofið 13. apríl þessa árs nú „nú þegar“, skal yður hér með tjáð, að ég hefi ekki getað fallist á skilning andstöðuflokkanna á ákvæðum stjórnarskrárinnar um þetta atriði Christian R. Alþýðuf íokksþingmennirnir hafa sent þingflokki íhaldsins tillögur sínar út af neitun konungs við að halda áfram þingstörfum. Alþýðusambandsstjómin kemur á fund í aiþingishúsinu kl. 8V2. í kvöld og má úr því vænta tíð- inda. Heróp lltla Ihaldslns. Sveltiim bæina.^ Á fundi þeim, er ungir jafn- aðarmenn héldu á sunnudags- kvöldið, urðu umræður mjög' f jörugar og sást það glögt, að æskan, sem er fylgjandi jafn- aðarstefnunni, var sér þess fyllilega meðvitandi, um hvað er barist. Einn af hinum ungu ræðu- mönnum, Pétur Halldórsson (sonur Halldórs iStefánssonar alþingismanns) sagði meðal annars, að það væri ’glögt, hvað Tíma-íhaldið ætlaði sér. Þingrofið og þar með stöðvun allra atvinnumöguleika verka- manna í vor og sumar, er ekk- ert annað en eðlileg afieiðing af stefnuhvörfunum, er orðið hafa í Framsóknarflokknum. Meðan flokkurinn var í and- stöðu gegn ríkisstjórn íhalds- ins, var hann nokkuð róttæk- ur, en síðan hann komst til valda, hefir hann oímetnast og orðið íhaldssinnaður. Ráð- herrar Framsóknar töluðu í vetur á þinginu um kauplækk- anir og 'flokkur þeirra gekk með íhaldinu í því að leggja þyngstu tollana og skattana á fátækasta fólkið. Þegar svo Hnefahðofflistjóriiarinnar Þingrofið glæpur gegn verkalýðnum. Hvað er fram undan? Tímastjórnin sá, að breyta átti kjördæmaskipuninni og að við það myndi verkamannafull- trúahópurinn á þingi tvöfald- ast, þá rauf hún þingið. — Það gerði hún til að svelta verka- lýðinn í kaupstöðum og aðal- lega hér í Reykjavík, til þess að bændur gætu fengið ódýr- ari vinnukraft. Þetta var aðalinntakið í ræðu þessa unga jafnaðar- manns — og þótt fáir hafi komist svo skýrt að orði og hann, þá hefir mönnum verið þetta Ijóst nú undanfarna daga. Heróp Tímans er: Svelt- um verkalýð bæjanna! Niður með Reykjavík! Og til þess að geta framk-væmt þessi svelti- verk sín, rauf stjórnin þingið og skar þar með á bjargráða- taug verkalýðsins ' vor og sumar. Verkamenn hafa þó aldrei verið eins veikir fyrir ríru sumri, eins og nú, því Ólafur Thors og togarastöðv- í unarbfæður hans, sem alt af 1 hafa pínt alþýðuna og kúgað eins og þeir hafa getað, sáu fyrir því, að ekkert var að gera í vetur. Eins og margoft hefir verið skýrt frá í blaðinu, þá lágu ýms stórmál fyrir Alþingi, sem miðuðu af því, að oþinberar, verklegar framkvæmdir yrðu hafnar á þessu sumri, til þess að draga úr mesta atvinnu- leysisbölinu, sem nú er fram undan, — Meðal þeirra mála voru ábyrgð á láni til virkj- unaf Sogsins. Töpuð vinna á þessu sumri fyrir minst 200 manns. Lánsheimild fyrir veð- deild Landsbankans, er myndi skapa vinnu hér í borginni fyrir fleiri hundruð manns, og bæta úr húsnæðisbölinu að einhverju leyti. Ábyrgð á víxlum fyrir selda síld til Rússlnads. Ráðstafanir til þess, að síldarverksmiðja ríkisins geti starfað á sumri komandi. Fjárlögin óafgreidd en samkvæmt tillögum jafnað- armanna fólst í þeim allvíð- tækar ráðstafanir til opin- berra framkvæmda, sem lík- ur voru til, að nokkrar pæðu fram að ganga. Fyrir alla þessa möguleika til lífsframdráttar verkalýðn- um víðs vegar um landið, er skorið með stjórnarskrár- og þingræðisbroti Framsóknar- stj órnarinnar. Stærra hnefa- högg gat verkalýðurinn ekki fengið frá nokkurri stjórn á tímum eins og þeim, er við nú lifum á. Ólíkt ferst þeim, er stjórna í nágrannalöndunum. Fjárlög íSvía hafa aldrei haft í sér fólgin jafnmiklar fram- kvæmdir sem nú. Sömu ráð- stafanir munu vera á döfinni á fjárlögum Dana. Fjárkrepp- an hefir einnig komið hart við verkalýðinp í þessum Iönd- um. En sá er munurinn, að Það er dálagleg verkaskift- ingin milli stóra og litla íhalds- ins. Stóra íhaldið sér um að svelta alþýðuna á veturna, en litla íhalcfið á sumrin, Þingið verður að koma aft- ur saman og gera einhverjar ráðstafanir til að skapa at- vinnu í sumar. Og vei þeim, er svíkja þjóð- ina á svona alvarlegum tímum. stjórnir þessara landa sáu, að nauðsyn bar til að draga úr atvinnuleysisbölinu. En ísl. einvaldsstjómin gerir alt sitt til að auka það. Hvað er svo fram undan? Hvað bíður verkalýðsins í bæj- um og kauptúnum? Hungur, örbyrgð og allskonar vesal- dómur. Veturinn, sem nú er að líða, hefir verið með afbrigðum rýr íyrir verkamenn hér í Reykja- vík og stærri kauptúnum. At- vinnuleysi frá veturnóttum og þar til útgerðarmönnum þókn- aðist að setja skipin á salt- fiskveiðar, sem var mánuði seinna en venja hefir verið undanfarin ár. Við framleiðsl- una hér, bæði á landi og sjó, vinna menn úr öllum nærliggj- andi sýslum, af Vestfjörðum og jafnvel lengra að. Auk þess sækja að vinnu hér við höfn- ina allskonar iðnaðarmenn, er ekkert hafa að gera. tJtkoman því sú, að sá þykist góður, sem fær 3—4 tíma vinnu daglega. Fullvíst má telja, að fiskiflot- inn hætti veiðum um miðjan júní, og þar með er vinnan að mestu horfin. Útlitið með síld- veiðina er þannig, að telja má eins líklegt, að fá skip héðan af Suðurlandi hreyfi sig til síldveiða. Óvíst er, hvort síld- arbræðslustöðvar erlendra eig- enda starfa í sumar. Ríkis- verksmiðjan ein mundi bei*a skylda til að hlaupa undir bagga. En til þes sað nokkur vildi líta við því að fela henni bræðslu síldar, þurfti óhjá- kvæmilegar ráðstafanir af hálfu alþingis til þess að gera henni kleift að starfa. MikiII fjöldi manna úr flestum bæj- um og sjávarplássum hafa unnið við vegagerðir, brúar- smíði, símalagningar o. s. frv. Engu af þessu verður til að dreifa í sumar. Það er því eigi sjáanlegt annað. en verkalýð- ur kaupstaðanna verði að sitja auðum höridum sumarið yfir, haustið 0g fram að næstu vetr- arvertíð, eða átta mánaða at- vinnuleysi. Afleiðingin er fyrirsjáanleg hungursnauð — sem hlýtur að leiða til ástands, sem menn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.