Alþýðublaðið - 21.04.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.04.1931, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIIj 3 gera sér ekki ljósa grein fyr- ir nú. Krafa verkalýðsins er því einróma: Þingið til starfa nú þegar, er geri ráðstafanir til þess að bjarga þjóðinni frá yfirvofandi hættu. Vei þeim valdhöfum, sem brugga verkalýðnum slík bana ráð, sem nú hafa gjörð verið. V erkamaður. Sultar-pólitikin, og samvÍKna ihaidanna. Á fundi ihaldsins í Varðarhús- inu á sunnudaginn sagði einn ræðumaður: „ . . . En ég viJ vekja athygli ykkar sjálfstæðis- , menn á því, að þrátt fyrir deil- lumar við Framsókn, þá eru jafn- aðarmienn okkur hættulegastir, því að þótt grunt sé á því góða Tnilli okkar og Framsóknaimanna, þá eigum við margar grundvali- arskoðanir sameiginlegar, en í Framsóknarflokknum eru bara ó- hæfir menn, en vér einstaklings- framtaksmenn eigum enga grund- vallarskoðun sameiginlega með jafnaðarmönnum. Við viljum ihafda í þetta skipu.lag, sem er, en jafnaöarmenn vilja breyta því og jafnvel umsnúa grundvelli þess ótakmörkuðum einstaklingseign- arrétti. Berjist því fyrst og fremst gegn vdðgangi jaínaðarstefnunnar að við verðum jafnvel að gera bandalag við suma Framsóknar- rnenn, þegar tímar líða til aó berja niður yfirgang verkamanna- félaganna, því að þau eru svo ó- sanngjörn í launakröfum." Ég set þessar setningar í Al- þýðubiaðið tii að sýna stéttar- bræðrum mínum hvort hugur í- haldsins stendur ekki rneir til Framsóknar heldur en út lítur fyrir í öllu moldviðrinu nú dag- lega. Og ekki er það að ófyrir- synju, að hvetja alþýðumenn til að fylkja sér einmitt nú fastar um samtök sín en þeir hafa áður gert, og hafa þeir þó oft staðið sig vel. Oft hefir verið þörf, en nú er nauðsyn. Nú ætlar sultar- pólitik Tímamanna að leggjast ofan á alþýöubjargirnar með at- vinnurekendum Reykjavíkur og í- haldsburgeisum. Upphafið að þvi bandalagi var þegar íhöldin sam- þyktu að leggja á okkur alþýðu- mennina í vetur þyngstu skatta- og tolLa-byrðarnar, en hlífa hátekju- og eignamönnum við þeim. Nú er sultur og seyra fram undan og ekkert annað. Engin bæjar- vinna vegna lokunar veðdeiLdar- innar, engar síldveiðar iíklegar, engar opinberar framkvæmdir og ekki fékst Sogsvirkjunarmálið fram. — Ég veit bara ekki hvar þetta lendir. Eina vonin er, að þingið komi aftur saman og bjargi landinu frá fyrirsjáanleg- um voða. Niður með bæöá sultar-íhöldin! Fram með okkar flokk! G. S. Reynslan ÁriS 1927 lét íhaldsflokks- stjórnin af völdum. Var verka- lýðurinn á ríkisárum hennar búinn að öðlast þá reynslu, að hann ætti einskis annars að vænta frá íhaldsins hlið en fjandskapar og ásóknar. Var því ekki að furða, þótt hann gieddist yfir því, að slík ó- freskja félli frá og önnur stjórn tæki við, sem hann von- aði, að væri skömminni skárri. íhaldsstjómin og flokkur henn ar hafði ætlað að koma á rík- islögreglu til að hafa til taks, er verkamenn gerðu kröfur um kjarabætur, og ætlaði í- haldið með því að mynda grundvöllinn að stjórnskipu- iagi eftir ítalskri fyrirmynd. Fáir munu það hafa verið í verkamannahóp, er héldu það, að Tímastjórnin myndi reyna til að senda kyifuvopnaða rík- islögreglu á verkafólkið, er ætti í kaupbaráttu, en sú trú varð að engu í haust, þegar Hermann Jónasson sendi í um- boði Jónasar Jónssonar „rík- islögreglu“ sína gegn verka- konunum, er reyndu að fá kaup sitt hækkað í garnastöð Sambandsins. Við það fékk verkalýðurinn^ nýja reynslu: að Tímamenn voru hér eins' svívirðilegir og íhaldsstjórnin gamla var. Reynsla verkalýðs- ins óx líka í vetur, er Tíma- íhaldið og Morgunblaðs-íhald- ið gengu sameinuð gegn því að lækka tolla á nauðsynja- vörum og tolla á þurftarlaun- um. Þar áttu íhöldin sameig- inleg áhugamál, eins og víðar. Reynslan hefir því kent okk- ur alþýðumönnum það, að við getum aldrei vænst neins nema fjandskapar frá andstöðu- flokkum okkar; hið eina, sem við höfum til að treysta á, eru samtök okkar, og þeir for- ingjar, er við sjálfir ákveðum innan okkar eigin vébanda, að skuli bera mál okkar fram. Og það mega Tíma-menn vita, að við verkamenn sjáum, hvað er að verða, þegar þeir prenta orðréttar svívirðingai um foringja okkar upp úr Morgunblaðinu. Féndflokkar alþýðunnar mega vita það, að því meir, sem þeir rægja og svívirða okkar beztu menn, því sann- færðari verðum við um, að foringjar okkar halda fast fram okkar hag. Annars er nú orðinn svo lík- ur tónninn í Tímánum og Morgunbíaðinu til foringja al- þýðunnar, að rétt væri fyrir þessa flokka að binda trúss saman — og hætta þessum Sólimönsku tiktúrum og urri hvor íraman í annan. Verkalýðurinn stendur fast í þeim flokki, er alt af hefir staðið þétt fyrir í hagsmuna- baráttu alþýðunnar, og mun aldrei láta sinn hlut fyrir neinum. S. P. ísfirðingar haida ílokksfund Fuiidargerd: Alþýðuflokkurinn á Isafirði hélt ineð sér fund í fundarsal Templ- ara’ kl. 8Vs e. h. 17. apríi 1931, að tilhlutun fulltrúaráðs alþýðu- félaganna hér á Ísafirði. Þetta var gert: Dagskrá: Þingrofið og afleið- ingar þess. Tóku þar ýnisir til máls, og við þær umræður komu fram þær titíögur, er hér fara á eftir og hfjóða þannig: I. „Fundurinn mótmælir ailri samvinnu þingmanna Alþýðu- flokksins við sjálfstæðisflokkinn um stjórnarmyndun." Tillagan samþykt í einu hljóði. II. „Flokksfundur Alþýðuflokks- ins á ísafirði lýsir því yfir, að hann telur: 1. Andstöðu þingmanna Al- þýðuflokksins við Framsóknar- stjórnina hafa verið óhjákvcemi- lega og nauðsynlega til að tryggja sjálfstæðan tilverurétt ílokksins. 2. að þingrofið, án tillits til þess, hvort það telst stjórnar- skrárbrot eða ekki, hafi verið með öllu óréttlætanlegt gerræði og til einskis nerna augljóss og óbætan- legs skaða fyrir land og lýð. 3. að við í hönd farandi kosn- ingar beri Alþýðuflokknum að leggja áherzlu á að sýna fram á, bæði til sjávar og sveita, full- komna sérstööu sína gagnvart hinum flokkunum, enda sé hann þeim gersamlega óháður með tii- högun framboöa, en standi og falli með stefnuskrá sinni og bar- áttu fyrir jafnaðarstefnunni.“ Tillagan borin undir atkvæði í þrennu lagi og samþykt með öll- unt greiddum atkvæðum. Fleira ekki gert. Fundi slitið. Sigurjón Sigurbjörnsson (f.undarritari). Þetta blad er selt á götunum í kvöld, en verður borið út á morgun. Jafnadarmannafélag tslands heldur fund í kvöld kí. 8V2 í Góðtemplarahúsinu við Tempi- arasund. Barnaskólinn í Regkjavík. Sigurður Thorlacius hefir verið skipaður skólastjóri barnaskólans nýja. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. AlþýðuprentsmiðjaiJ- „Að skaítlengja sultinn *. Á Dagsbrúnarfundi á laugar- dagskvöLdið sagði verkamaður einn, að hann hefði ekki getað séð annað en að íhöldin væru bæði í einni kös — og enn, þrátt fyrir allan hávaðann gæti hann ekki greint hinn raunveru- lega mun. Íhöldin eru bæði saineinuð í því að leggja háa tolla á aðal- nauðsynjavörur okkar alþýðu- manna, sagði hann. Og hann hélt áfram. Þau greiddu atkvæði gegn öllum tillögum Haralds Guð- imiundssonar, sem allar miðuðu að því að bæta kjör fátæku heirn- ilanna. Þau sameinuðust í því að skattleggja þau brýnustu laun er við þurfum til að lifa af og svo má segja, að þeir skattleggi líka sultinn og klæðleysið. — Þau sameinast í því að vilja ekki tryggja það, að síldveiðarnaT Igangi í sumar, en það er eina at- vinnuskilyrðið fram undan. Þau sameinast í öllum þeim málum, sem mest snerta lifsafkomu alls fjölda landisbúa, en svo rífast þau eins og grimmir hundar út úr því, hvort ráðherra heiti Jón eða Jónas, — og það er muinur á stóra og litla íhaldinu. Það var gott, er stöð í Alþýðublaðinu um daginn, að íhöldin sameinuðust í því að leggja tollana og skatt- ana á fátækasta fólkið, en þau rifust mánuðum saman út úr því hver eigi að „rukka“ skattana og tollana hjá fátæklingunum. Þetta er það, sem skilur á miili — og mér finst það ekki stór- vægilegt. Við getum aldrei treyst öðru en okkur sjálfum, okkar sam- tökum og okkar mönnum. Sárar harmastanur líða nú frá brjósti Bjarna Snæbjörnsisonar læknis i Hafnarfirði. I síðasta blaði „Hamars" ræðst hann með offorsi að bæjarstjóra Hafnar- fjarðar og meiri hlutanum í bæj- arstjófninni þar. Þykir B. Sn. sýnilega ilt til þess að vita, að íhaidið skuli nú ekki lengur ráöa löguim og lofum í bæjarmálefn- um Hafnarfjar'ðar, og saknar auð- sjáanlega þeirra tíma, þegar í- haldið gat notað aðstöðu sína til þess að braska með lóð og lendur* bæjarins og hlífa stór- eignamönnum við réttlátum sköttum og skyldum. Horfir B. S. með öfund og geðvonzku á það, að jafnaðarmenn í Hafn- arfir'ði Leiðrétti fjármáLasukk fyr- irrennara sinna og stofni til stór- feldrár atvinnu með togaraútgerð, þegar a'ð atvinnufyrirtæki ein- stakra íhaldsmanna falla í rústir og auðn. Það er ilt verk að verja íhaldið. Og það er hvorki B. S. né öðrum hent, að stemma stigu fyrir samtökum alþýðunnar og framgangi hagsmunamála henn- ar. Vm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.