Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 2
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1980
Skatturinn:
Bráðabirgðalög
vegna álagningar
VINNSLA skattframtala hefur framtöl þeirra berast, en nú er
að þessu sinni gengið vunum
framar ef mioao er við þann
drátt, sem varð á útsendingu
framtala í vetur og framlengdan
skilafrest af þeim sökum.
í samtali yið Morgunblaðið
sagði Ævar ísberg, vararíkis-
skattstjóri, að stefnt væri að því
að reyna að koma álagningarseðl-
um einstaklinga, bæði launþega og
einstaklinga í atvinnurekstri í
flestum kjördæmum landsins, út
fyrir næstu mánaðamót. Aftur á
móti yrði að Iáta álagningu á félög
og fyrirtæki bíða þar til síðar
vegna þess hversu seint skatt-
Grindavíkur-
málið sent
menntamála-
ráðuneytinu
RÍKISSAKSÓKNARI hefur sent
menntamálaráðuneytinu til um-
sagnar hið svonefnda Grindavík-
urmál. Sem kunnugt er bar lög-
fræðingur Boga Hallgrímssonar,
fyrrverandi skólastjóra grunn-
skólans í Grindavík, fram kæru
þess efnis, að Bogi hefði verið
hrakinn úr skólastjórastarfi sínu í
Grindavík. Pétur Guðgeirsson,
fulltrúi hjá ríkissaksóknara sagði,
að embætti ríkissaksóknara hefði
ekki enn afgreitt málið efnislega
og væri nú beðið eftir umsögn
menntamálaráðuneytisins.
búið að framlengja frest þeirra til
15. júlí.
Seinkunin stafar af miklum
breytingum, sem gerðar hafa verið
á skattalögum og hafa endurskoð-
endur félaga átt fullt í fangi með
að ljúka verki sínu þess vegna. Til
þess að hægt sé að aðskilja
álagningu einstaklinga og fyrir-
tækja verður að koma til laga-
breyting og er því að vænta útgáfu
bráðabirgðalaga þar að lútandi á
næstunni.
Núgildandi skattalög munu að
ollum líkindum hafa í för með sér
töluvert breytta skattlagningu
fyrirtækja. I stórum dráttum felst
sú breyting í því, að eftir því sem
eigið fé er hærra hlutfall af
heildarfjármagni, því lægri verða
skattarnir og eftir því sem láns-
fjármagn er hærra hlutfall af
heildarfjármagni því hærri verða
skattarnir. Þetta mun verða
reiknað þannig út, að ef skuldir
eru hærri en sá hluti eignanna,
sem ekki er afskrifanlegur er
mismunurinn reiknaður út miðað
við verðbreytingar og færður sem
tekjur. Aftur á móti ef þessar
sömu eignir eru hærri en skuld-
irnar, þá er mismunurinn reiknað-
ur út á sama hátt og færður sem
gjöld. Margt bendir til þess að
þetta hafi í för með sér, að mörg
fyrirtæki verða skattlaus en erfitt
er að segja til um það fyrr en
heildarálagning liggur fyrir.
Hlutdeild Is-
lands fimm
sinnum meiri
en Færeyja
Á SÍÐASTA ári fluttu íslend-
ingar rúmlega 41 þúsund tonn
af frystum og ferskum fiski til
Bretlands að verðmæti yfir 20
milljónir punda. Á árinu 1978
nam þessi útflutingur til Bret-
lands rúm 25 þúsund tonnum
og verðmætið yfir 13 milljónir
punda.
Þá kemur fram í upplýsing-
um um innflutning Breta, að
frá Færeyjum voru á síðasta
ári flutt inn 8.492 tonn af
frystum og ferskum fiski að
verðmæti rúmar 4 milljónir
punda og árið 1978 fluttu
Færeyingar til Bretlands 6.687
tonn fyrir 3,6 millj. punda.
Báðir aðilar
ræða stöðuna
SÁTTANEFND boðaði fulltrúa
ASÍ og VSÍ til samningafundar í
gær. Guðlaugur Þorvaldsson rík-
issáttascmjari kvað engar fréttir
að segja af fundinum, en næsti
fundur hefði verið boðaður föstu-
daginn 18. júli.
Þorsteinn Pálsson fram-
kvæmdastjóri VSÍ kvað það hafa
verið ákveðið á fundinum að aðilar
fengju tíma til að ræða stöðu mála
og yrðu samningamálin rædd í
nefndum beggja aðila fram að
næsta samningafundi að viku lið-
inni.
Leiðrétting
í frétt á bls. 2 í blaðinu í gær varð
misritun í fyrirsögn. Þar stóð
neyðartalstöð en átti að vera
neyðarsendir.
I.josm. hnr-tcinn Kormákur llili/asiin.
Guðni K. Gunnarsson (t.h.) verksmiðjustjóri afhcndir Gisla Konráðs-
syni forstjóra Ú.A. viðurkenningarskjalið fyrir vöruvöndun á síðasta
ári.
Útgerðaríélag Akureyringa:
Fékk viðurkenn-
ingu frá Coldwater
fyrir vöruvöndun
GUÐNI K. Gunnarsson verksmiðju-
stjóri Coldwater Seafood Corp. í
Cambridge í Maryland afhenti á
föstudag Útgerðarfélagi Akureyr-
inga viðurkenningu frá Coldwater
fyrir vöruvöndun í framleiðslu á
síðasta ári. I skjalinu segir að
frystihúsfð og starfsfólk þcss hafi
stuðlað að bættum hag íslensks
fiskiðnaðar. Viðstaddir afhending-
una voru Eyjólfur fsfcld Eyjólfsson
frá S.II. og forstjórar Ú.A., Gísli
Konráðsson og Vilhelm Þorstcins-
son.
Guðni K. Gunnarsson sagði við
afhendinguna að auk Ú.A. hefði
Hraðfrystihús Ólafsfjarðar fengið
viðurkenningu fyrir síðasta ár og
væri ánægjulegt hve Eyfirðingar
héldu vel stefnunni í þessum máli.
Gísli Konráðsson veitti skjalinu við-
töku og kvað slíkar viðurkenningar
ánægjuefni, en vonandi ónauðsyn-
legar í framtíðinni þar sem vöru-
vöndun ætti að vera svo sjálfsögð.
Mbl. ræddi stuttlega við Guðmund H.
Garðarsson blaðafulltrúa SH og
sagði hann m.a.:
— Fyrir ári veitti Coldwater 9 af
um 70 frystihúsum innan SH þessa
viðurkenningu fyrir vöruvöndun árid
1978, en það þýðir ekki að hin húsin
framleiði ekki ágaeta vöru, hér er um
að ræða viðurkenningu til þeirra sem
hafa staðið sig sérstaklega vel. Nú
telur Coldwater ástæðu til að veita
aðeins 2 húsum slíka viðurkenningu
og talar það auðvitaö sínu máli án
þess að verið sé að fordæma fram-
leiðslu annarra. Bæði húsin voru
einnig meðal þeirra er hlutu viður-
kenningu í fyrra.
Bandaríkjamarkaðurinn, sem og
raunar allir mikilvægir markaðir,
gerir skilyrðislausar kröfur til vöru-
vöndunar og óánægja með gæðin
hefur farið vaxandi. Á það sérstak-
lega við um fiskblokkir.
Guðmundur var spurður hvað ætti
að gera til að bæta úr því.
— Verið er að gera ýmsar breyt-
ingar, sem við vonum að muni
fljótlega bera góðan árangur. Annars
er gæðaeftirlit í frystihúsum mjög
vandasamt verk nú á dögum. Því
miður er hugarfar alltof margra í
framleiðslunni ekki sem skyldi. Staf-
ar það sennilega að einhverju leyti af
hinu óeðlilega efnahagsástandi sem
ríkir og hefur ríkt. Takmarkalausar
kröfur og ofurkapp um nýtingu og
hraða virðist hafa haft í för með sér
að ýmsir huga ekki nógu vel að
gæðum. Af hálfu SH og forráða-
manna frystihúsanna er verið að
vinna að ráðstöfunum, sem fela í sér
að tryggja sem mest gæði og verða
þær væntanlega framkvæmdar af
þeirri einurð sem alvara málsins
útheimtir, sagði Guðmundur að lok-
um.
Fjársvikamálið:
Gæsluvarð-
hald fram-
lengt um viku
GÆSLUVARÐHALD mannanna
tveggja. sem að undanförnu hafa
setið inni vegna rannsóknar á
umfangsmiklu f jársvikamáli. var
á fostudag framlcngt um viku að
kröfu Rannsóknarlógrcglu rikis
ins. Sá mannanna, sem lengur
hefur setið i gæzluvarðhaldi var
fyrst úrskurðaður i gæsluvarð-
hald 21. júní sl., en hinn hefur
setið i gæsluvarðhaldi frá 4. júli
sl.
Margar kærur hafa borist
Rannsóknarlögreglu rikisins á
hendur þessum mönnum vegna
meintra fjársvika. Erla Jónsdótt-
ir, deildarstjóri hjá Rannsóknar-
lögreglunni sagði í gær, að rann-
sókn málsins væri mjög um-
fangsmikil og væri henni ekki
lokið. Erla sagði, að enn lægju
ekki fyrir neinar upplýsingar um
hversu miklar fjárhæðir málið í
heild snerist um, en talið er að það
skipti tugum milljóna.
Eins og áður hefur komið fram
telja kærendur að mennirnir hafi
vélað þá til að samþykkja víxla. í
flestum tilvikum var um það að
ræða að kærendur telja sig hafa
tekið af mönnunum vörur í um-
boðssölu og samþykkt víxla til
tryggingar á greiðslum fyrir vör-
urnar. Telja kærendur sig hafa
haft heimild til að skila vörunum
aftur og fá þá víxlana á ný, ef
vörurnar seldust ekki. Mennirnir
notuðu hins vegar víxlana strax og
oftast í bílaviðskiptum og fengust
því engir víxlar til baka, þegar
kærendur ætluðu að skila vörun-
um. Mennirnir telja sig hins vegar
hafa selt fólkinu vörurnar, og
fengið víxlana sem greiðslu.
í einu tilvikanna hafði annar
mannanna selt sjómanni á Vest-
fjörðum vórur fyrir 25 milljónir
króna. Þegar til átti að taka
reyndist verðmæti varanna í
mesta lagi aðeins vera um 5
milljónir króna.
ftttfgttttÞlfiMb
INNBUNDIÐ eintak af Morgunblaðinu í nóvember og
desember 1963, vantar í bókasafn blaðsins. Þeir, sem
kynnu að hafa það undir höndum, eru beðnir að skila
því nú þegar til ritstjórnar blaðsins.
ODYR NORÐURLANDAFERÐ
14. JÚLÍ
MIÐ-EVRÓPUFERÐ 31.JÚLÍ
ÍSRAELSFERÐ 16. ágúst
GRIKKLANDSFERÐ 19. ágúst
MEXICOFERÐ 20. ágúst
EW Vog^ GRIKKLAND - EGYPTALAND
23. ÁGÚST
uíasíi
FERÐASKRIFSTOFA
AUSTURSTRÆTI 3 SÍMI 27090
Flugumferðarstjórar á Akureyri:
Aðstoðarmenn f ást
ekki til Akureyrar
EKKI HEFUR enn tekist að leysa
úr erfiðleikum flugumferðar-
stjórnar á Akureyrarflugvelli, en
sem kunnugt er af fréttum vinna
flugumferðarstjórar þar tak-
markaða yfirvinnu. sem þýðir að
eftir kl. 20 á kvöldin fá fJugvélar
ekki leiðsógn þeirra til lendingar
þegar skilyrði eru erfið. Skilyrði
til sjónflugs hafa hins vegar
verið góð að undanfornu og hefur
þetta því lítil áhrif haft á áætlun
Flugleiða til Akurevrar. en ein
ferð er eftir kl. 20.
— Hér er ekki um verkfall að
ræða heldur vinna flugumferðar-
stjórar ekki meiri yfirvinnu en
sem nemur þriðjungi af vikulegum
vinnutíma samkvæmt samningi
sem gerður hefur verið við' þá.
Hefur neitun þeirra um meiri
yfirvinnu haft viss áhrif á flug-
samgöngur nú á orlofstímanum og
því hefur ráðuneytið reynt að
leysa vandann með öðrum leiðum,
sagði Brynjólfur Ingólfsson ráðu-
neytisstjóri samgönguráðuneytis í
samtali við Mbl. Sagði Brynjólfur
að reynt hefði verið að fá aðstoð-
armenn flugumferðarstjóra til að
veita flugvélum nauðsynlegar
upplýsingar fyrir lendingu, um
vindátt, vindhraða o.fl., en þeir
hefðu ekki fulkomin flugumferð-
arstjórnarréttindi. Sagði hann að
þessir aðstoðarmenn hefðu ekki
fengist til að fara norður, enda
erfitt um mannskap syðra. Sagði
hann Flugleiðir hafa getað leyst
þetta að nokkru leyti með eigin
starfsmönnum, og í góðri tíð að
undanförnu hefði áætlunarflug til
Akureyrar á kvöldin gengið eðli-
lega. Kvaðst Brynjólfur vonast til
að mál þetta leystist fljótlega.
Félag flugumferðarstjóra ritaði
samgönguráðuneytinu bréf í gær
þar sem mótmælt var þeirri ráð-
stöfun að láta aðstoðarmenn leysa
úr brýnasta vandanum á Akureyri
og bent á að með því væri öryggi
flugsins ógnað.