Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1980 Sundlaugarframkvæmdir i Breiðholti. Fremst má sjá heitavatnspottana og fjær er varðturn fyrir eftirlitsmann. Laugin sjálf er varin með yfirbreiðslu. Bygging sundlaugar í Breiðholti á lokastigi NÚ GETA Breiðhyltingar vænst þess að komast brátt i sund i hverfi sinu.Framkvæmdir við úti- sundlaug i Breiðholti III, nánar tiltekið milli iþróttavallarins við Fellaskóla og Fjölbrautaskólans, eru nú að komast á lokastig. ByKKÍnK bessarar sundlaugar hef- ur lengi verið efst á óskalista Framfarafélags Breiðholts III og nú sér loks fyrir endann á þessari framkvæmd. Morgunblaðið sneri sér til Markúsar Arnar Antons- sonar. sem sæti á i framkvæmda- ráði borgarinnar: „Við í minnihluta borgarstjórn- ar höfum í langan tíma lagt áherzlu á að þessum framkvæmd- um yrði hraðað. Framkvæmdir við þessa byggingu hafa dregist úr hömlu. Tilboð í þessar fram- kvæmdir voru opnuð um mitt ár 1974 og var lægsta tilboðinu tekið frá Sveinbirni Sigurðssyni. Síðan hófust framkvæmdir síðla árs 1975 og var innilaug, ásamt böðum og búningsklefum i gufubaðsað- stöðu, tekin í notkun í janúar 1977. Við höfum, eins og áður sagði, lagt mikla áherzlu á, að þessum fram- kvæmdum væri hraðað og nú eru þær loksins komnar á lokastig, þannig að hægt verður að taka útilaugina í notkun nú í haust." Þarna er eins og fram kemur um tvær laugar að ræða, sú minni, innilaugin er 12.5x7.5m og hefur hún verið notuð sem kennslulaug fyrir skólabörn í Breiðholti. Sú stærri er 25.0xl2.5m flísalögð úti- laug og ennfremur hafa verið byggðir tveir heitavatnspottar og varðturn fyrir eftirlitsmann. Búið er að mestu leyti að ganga frá lóðinni og er ágætis sólbaösað- staða þar fyrir hendi. Gert er ráð fyrir byggingu íþróttahúss að austanverðu við útilaugina og mun anddyrisbyggingin tengjast þvi. Bygging þess mun skapa betra skjól en nú er. Tilboðið í þessar framkvæmdir miðast við bygging- arvisitölu og var það á sínum tíma 165,0 milljónir króna en nú er gert ráð fyrir að heildarkostnaður muni nema 744,8 milljónum króna. Borgarráð: Synjað um styrk til Sinf óníunnar Sinfóniuhljómsveit ísiands sótti nýlega um styrk til Reykjavíkur- borgar til utanferðar, sem hljómsveitin ráðgerir á næsta vori. Hefur henni verið boðið til Þýskalands og Austurrikis og sótti um styrk til Reykjavikur er nemur kringum 20% ferðakostn- aðar. en hlutdeild Reykjavikur i rekstri hljómsveitarinnar er 20%. Erindi hljómsveitarinnar um þriggja m.kr. styrk hlaut ekki stuðning borgarráðs, þrír sátu hjá, en tveir samþykktu. Sagði Davíð Oddsson, einn þeirra er sátu hjá, í samtali við Mbl. í gær, að fjármálaembættismenn borgar- innar hefðu ráðið mönnum frá styrkveitingunni, enda væri hér ekki um neitt sjálfsagt mál að ræða, sem hljóta ætti sjálfs- afgreiðslu. Hins vegar kvað hann hljómsveitina alls góðs maklega og rétt að taka málið upp við gerð fjárhagsáætlunar, enda væri næg- ur tími til stefnu þar sem ferðina ætti ekki að fara fyrr en að ári. Yfirlýsingar vegna verbúðamálsins MORGUNBLAÐINU hafa borist eftirfarandi yfirlýsingar: „Við undirritaðir starfsmenn og íbúar verbúðar Vinnslustöðvar- innar undirritum hér að yfirlýsing sú, er birtist í dagblöðunum 11.07. 1980 var ekki samin af okkur, en við vorum undir þrýstingi af hofundi greinarinnar, Jónasi Kristinssyni, til að undirrita yfir- lýsinguna. Asgeir Sigurðsson, Guðlaug 0. Gunnarsdóttir, Baldur Héðinsson, Leifur Þorvaldsson, Valdimar 1>. Valdimarsson." „Við undirritaðir starfsmenn og íbúar á verbúð Vinnslustöðvarinn- ar í Vestmannaeyjum vottum hér, að við áttum engan þátt í þeirri yfirlýsingu, sem send hefur verið fjölmiðlum. Hjörleif ur Gunnarsson, Karl Cesar Karlsson. Sigurður Ágústsson, Bragi Helgason, Katrin Sigurðardóttir, Haukur Sigurðsson, Sigrún Birgisdóttir, Hrafnhildur Siguróladóttir. Regina Berndsen." ára reynsia í ferðaþjónustu tryggir bestu kjörin Erla Eyjðlfur Guörún Gyfta ^f Herta Signður örn Látið fagmenn annast ferðina LIGNANO Gullna ströndin. Brottför alla laugardaga. 30. ágúst — nokkur sæti laus. PORTOROZ Brottför iaugardaga. Besta gístingin •— Dagffug. 30. ágúst — nokkur sæti laus. AUKAFERÐIR TIL TORREMOUNOS Aöeins fáein sæti eftir í aukaferöirnar 14. ágúst og 4. sept. — 3 vikur. ATH: VERÐIÐ FRÁ KR. 347.400-- Annars laus sæti 2. október. FLUGFARSEÐLAR UM ALLAN HEIM meö oestu kjörum. Feröaskrifstofan ÚTSÝIM Austurstrætí 17, símar 26611 og 20100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.