Morgunblaðið - 13.07.1980, Síða 3

Morgunblaðið - 13.07.1980, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1980 3 SundlauKarframkvæmdir i Breidholti. Fremst má sjá heitavatnspottana og fjær er varðturn fyrir eftirlitsmann. Laugin sjálf er varin með yfirhreiðslu. Bygging sundlaugar í Breiðholti á lokastigi NÚ GETA BreiðhyltinKar vænst þess að komast brátt í sund i hverfi sinu.Framkvæmdir við úti- sundlauK í Breiðholti III, nánar tiltekið milli iþróttavallarins við Fellaskóla og Fjölbrautaskólans. eru nú að komast á lokastix- ByKKÍng þessarar sundlaugar hef- ur lenxi verið efst á óskalista Framfarafélags Breiðholts III ok nú sér loks fyrir endann á þessari framkvæmd. Morjfunblaðið sneri sér til Markúsar Arnar Antons- sonar. sem sæti á i framkvæmda- ráði bortfarinnar: „Við í minnihluta borgarstjórn- ar höfum í langan tíma lagt áherzlu á að þessum framkvæmd- um yrði hraðað. Framkvæmdir við þessa byggingu hafa dregist úr hömlu. Tilboð í þessar fram- kvæmdir voru opnuð um mitt ár 1974 og var lægsta tilboðinu tekið frá Sveinbirni Sigurðssyni. Síðan hófust framkvæmdir síðla árs 1975 og var innilaug, ásamt böðum og búningsklefum í gufubaðsað- stöðu, tekin í notkun í janúar 1977. Við höfum, eins og áður sagði, lagt mikla áherzlu á, að þessum fram- kvæmdum væri hraðað og nú eru þær loksins komnar á lokastig, þannig að hægt verður að taka útilaugina í notkun nú í haust." Þarna er eins og fram kemur um tvær laugar að ræða, sú minni, innilaugin er 12.5x7.5m og hefur hún verið notuð sem kennslulaug fyrir skólabörn í Breiðholti. Sú stærri er 25.0xl2.5m flísalögð úti- laug og ennfremur hafa verið byggðir tveir heitavatnspottar og varðturn fyrir eftirlitsmann. Búið er að mestu leyti að ganga frá lóðinni og er ágætis sólbaðsað- staða þar fyrir hendi. Gert er ráð fyrir byggingu íþróttahúss að austanverðu við útilaugina og mun anddyrisbyggingin tengjast því. Bygging þess mun skapa betra skjól en nú er. Tilboðið í þessar framkvæmdir miðast við bygging- arvísitölu og var það á sínum tíma 165,0 milljónir króna en nú er gert ráð fyrir að heildarkostnaður muni nema 744,8 milljónum króna. Borgarráð: Synjað um styrk til Sinfóníunnar Sinfóniuhljómsveit íslands sótti nýlega um styrk til Reykjavíkur- borgar til utanferðar, sem hljómsveitin ráðgerir á næsta vori. Hefur henni verið boðið til Þýskalands og Austurríkis og sótti um styrk til Reykjavíkur er nemur kringum 20% ferðakostn- aðar. en hlutdeild Reykjavíkur í rekstri hljómsveitarinnar er 20%. ekki um neitt sjálfsagt mál að ræða, sem hljóta ætti sjálfs- afgreiðslu. Hins vegar kvað hann hljómsveitina alls góðs maklega og rétt að taka málið upp við gerð fjárhagsáætlunar, enda væri næg- ur tími til stefnu þar sem ferðina ætti ekki að fara fyrr en að ári. Erindi hljómsveitarinnar um þriggja m.kr. styrk hlaut ekki stuðning borgarráðs, þrír sátu hjá, en tveir samþykktu. Sagði Davíð Oddsson, einn þeirra er sátu hjá, í samtali við Mbl. í gær, að fjármálaembættismenn borgar- innar hefðu ráðið mönnum frá styrkveitingunni, enda væri hér INNLENT Yfirlýsingar vegna verbúðamálsins MORGUNBLAÐINÚ hafa borist eftirfarandi yfirlýsingar: nVið undirritaðir starfsmenn og íbúar verbúðar Vinnslustöðvar- innar undirritum hér að yfirlýsing sú, er birtist í dagblöðunum 11.07. 1980 var ekki samin af okkur, en við vorum undir þrýstingi af höfundi greinarinnar, Jónasi Kristinssyni, til að undirrita yfir- lýsinguna. Ásgeir Sigurðsson, Guðlaug 0. Gunnarsdóttir. Baldur Héðinsson. Leifur Þorvaldsson, Valdimar Þ. Valdimarsson.“ „Við undirritaðir starfsmenn og íbúar á verbúð Vinnslustöðvarinn- ar í Vestmannaeyjum vottum hér, að við áttum engan þátt í þeirri yfirlýsingu, sem send hefur verið fjölmiðlum. Hjörleifur Gunnarsson, Karl Cesar Karlsson, Sigurður Ágústsson, Bragi Helgason, Katrin Sigurðardóttir, Haukur Sigurðsson, Sigrún Birgisdóttir, Hrafnhildur Siguróladóttir, Regina Berndsen.“ ára reynsla í ferðaþjónustu tryggir bestu kjörin 'mm WÉ$mÍá Erla Eyjólfur Guörún Gyóa Herta örn /a« Látið fagmenn annast ferðina LiGNANO Gullna ströndin. Brottför alla laugardaga. 30. ágúst — nokkur sæti laus. Brottför laugardaga. Besta gistingin — Dagflug. 30. ágúst — nokkur sæti laus. AUKAFERÐIR TIL TORREMOLINOS Aöeins fáein sæti eftir í aukaferöirnar 14. ágúst og 4. sept. — 3 vikur. ATH: VEROIÐ FRÁ KR. 347.400.- Annars laus sæti 2. október. FLUGFARSEÐLAR UM ALLAN HEIM meö bestu kjörum. Feröaskrifstofan ÚTSÝN Austurstræti 17, símar 26611 og 20100.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.