Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1980 Sýning Kristjönu Finn- bogadóttur Arndal i Stúdentakjallaranum Þessi mynd var tekin í Varðarferð á síðasta sumri. en þá var farið um Borgarfjörð. U<j*m. Mbi. f.p. Varðarferð í Hraun- eyjaf ossvirkjun HIN árlega Varðarferð verður farin sunnudaginn 20. júlí n.k. Farið verður frá Valhöll kl. 8 árdegis og ekið austur fyrir fjall um Stokkseyri upp Skeið í Þjórsárdal og hádegisverðar neytt við sögualdarbæ- inn. Síðan verður haldið að Hrauneyjarfossvirkjun og framkvæmdir þar skoðaðar. Þaðan verður ekið um Sigöldu og niður í Galtalækjarskóg þar sem kvöld- verðar verður neytt. Þá haldið heim og miðað við að koma að Valhöll kl. 20. Verð og nánari upplýsingar verður auglýst í þriðjudagsblaði Mbl. og sala miða hefst miðvikudag- inn n.k. og fer hún fram í Valhöll við Háaleitisbraut. KRISTJANA Finnboga- dóttir Arndal sýnir í Stúd- entakjallaranum við Hringbraut dagana 11.— 31.júlí. Alls eru 18 myndir á sýningunni, — 14 grafík- myndir og 4 krítarmyndir, og eru þær allar til sölu. Kristjana hefur stundaö nám í myndlist hér á landi og erlendis, fyrst við Mynd- listarskólann í Revkjavík 1960-63 og 1970-75 en síðan við Listaháskólann í Stokkhólmi 1975-80. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér á íslandi og þó einkum í Svíþjóð, t.d. sýndi hún á vorsýningu Liljevals 1979. í Svíþjóð fékk hún styrk frá Listaháskólanum á síðasta MYNDLISTARSYNINC í STÚDENTAKJALLARANUM '¦''*£-- ¦'SjBftáS'' V.\l\~\l\\\ 1 ISS......MnMTIII MtNHM ¦ íhi i rr»IH ,.,¦ kl l l-onnt..... [ -t<i.l.-in..*.i..l 1......>!>¦• v..l in mri.i .... ári og í ár frá Listamanna- nefndinni í Stokkhólmi og Menningarsjóði Huddinge kommun. Sýningin er opin milli kl. 11.30 og 23.30, alla dagana. *•»*, ' -*'*<*'"!£.,<¦¦' r-safe- „Fararheill", þáttur um útivist og ferðamál, er á dagskrá sunnudag kl. 15.15. Umsjón annast Birna G. Bjarnleifsdóttir og ræðir hún m.a. við Stein Lárusson, forstjóra ferðaskrifstofunnar Úrvals, um ferðir fær- eysku ferjunnar Smyrils, sem hér sést koma siglandi upp að íslandsströndum. Útvarp kl. 20.00.: „Rómantík og mikið af íslenskri músík" Þátturinn „Púkk" fyrir ungt fólk, í umsjón þeirra Sigrúnar Valbergsdóttur og Karls Ágústs Úlfssonar hefur nú göngu sína að nýju. Tekur hann við af þættinum „Við", sem var á dagskránni á þessum tíma í vetur, eða til maíloka, í umsjón Jórunnar Sigurðardóttur o.fl. í stuttu spjalli við Mbl., sagði Sigrún að þættirnir yrðu alls átta talsins í sumar, stefnt yrði að því að hafa þá í léttum dúr og koma sem víðast við. I fyrsta þættinum verður m.a. lesin rómantísk smásaga eftir Grétu frá Grund (sem er dulnefni) og mikið leikið af íslenzkri tónlist. Púkk er eins og áður segir á dagskránni mánudagskvöld kl. 20.00. Rimini ein af þeim allra bestu! Það er engin tilviljun að Rímlni er talin ein af allra bestu baðströndum í Evrópu. Spegiltær sjór og sandur, íbúðir og hótelí sérflokki, Iþrótta- og útivistaraðstaða hin fullkomnasta og tækifæri fyrir börnin óvenju f/ö/breytt. Rímíni iðar af lífi og fjöri allan sólarhring- inn. Maturinn ódýr og afbragðsgóður, skemmtistaðir og diskótek á hverju strái og alls staðar krökkt afkátu fólki, jafnt að degi sem nóttu. 14. júli - örtá sæti taus 24. juli - laus sæti 28. júli - „auka-auka" terð - örfá sæti laus 4. ágúst - uppselt, bi&listi 14. ágúst - uppselt, biölisti 18. ágúst - „auka-auka" ferö - uppselt, biðlisti 25. ágúst - örfá sæti laus 4. september - uppselt, bi&listi 15. september - laus sæti PORTO ROZ Stórbrotin náttúrufegurð og nálægð stór- borga gefa möguleika á fjölda ógleyman- legra skoðunarferða. m.a. til Feneyja, Bled vatnsins, Postojna dropasteins- hellanna og víðar. Spyrjið vini og kunningja um Portoroz - einn vinsælasta sumarleyfisstað Islend- inga siðustu árin. Löng reynsla og örugg viðskiptasambönd tryggja farþegum okkar fullkomna þjónustu og lægsta mögulega verð. 14. júlí - örfá sæti laus 24. júlí - laus sæti 4. ágúst - uppselt, bi&listi 14. ágúst - uppselt, bi&listi 25. ágúst - örfá sæti laus 4. september - uppselt, bi&listi 15. september - laus sæti Samvinnuferóir- Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.