Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1980 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 57. þáttur „Nú urðu margir atburðir senn, og má þó frá einum senn segja." Svo kemst Sturla Þórðarson að orði í íslendingasögu sinni, þegar hann segir frá Flugumýrar- brennu með þeim ágætum sem seint verður við jafnast. Margvíslegt efni berst mér nú samtímis, og er úr mörgu að moða. Ég hef verið tals- maður þeirrar stefnu, að ekki beri að útrýma mál- lýskumun í landinu, einkum að því leyti sem hann er til kominn vegna þess, að í ýmsum landshlutum hafa menn varðveitt eitthvað af upprunalegum framburði allra landsmanna. Ég sný ekki aftur með þetta. Hins vegar hef ég engar hneig- ingar til þess að afsaka einar né neinar rassbögur (rasbög- ur, rassambögur) með því að flokka þær undir mállýsku- mun. Hafi einhver skilið orð mín svo, er það misskilning- ur. Mállýskumunur á íslandi er ekki svo mikill, að hann dvelji skilning manna. En hann gefur málinu líf og lit, eykur því fjölbreytni, gerir okkur auðveldara að sníða tungunni skrúðklæði, ef við viljum orða það svo. Þetta sama sjónarmið kenni ég glöggt í bréfi Gísla Guðmundssonar, Sogavegi 126, Reykjavík. Hann segir: „Ég hefi lesið dálka þína mer til ánægju, þó að lestr- argetan sé því miður all takmörkuð. En öll skrifin um blæbrigði framburðar í hin- um ýmsu landshlutum, fóru dálítíð í taugarnar á mér, því þar var verið að hengja bakara fyrir smið. Við eigum alls ekki að amast við þessu. Þetta gefur málinu blæbrigði og vissan heimarétt í lands- hlutum, enda er þetta svo óverulegt, samanborðið við héraðamál annarra landa," o.s.frv. Vandirkir menn og sann- fróðir hafa rannsakað og „kortlagt" mállýskumun á landinu, og samkvæmt því er blendingssvæði raddaðs framburðar (á undan p, t, k) t.d. í hempa, hentu, stúlka á mörkum Húnavatns- og Skagafjarðarsýslna. Má enda fyrr vera, ef þetta skyldi klippt og skorið nákvæmlega eftir sýslumörkum. Vegna ummæla í bréfi Odds A. Sigurjónssonar, sem birt var í síðasta þætti, verð ég að taka fram, að ég hef alrei borið Halldór Hall- dórsson fyrir því að „rita eða bera fram einfaldan sam- hljóða í lo. dyggur."Ég var að fjalla um framburð og rit- hátt nafnorðsins dygð (dyggð), en um það segir orðrétt i stafsetningarorða- bók Halldórs, bls. 31. (Ýmis tákn vantar á ritvélina mína, svo að ég verð að leysa þau upp í orð): „Dygð, dygðugur, dyggi- legur, dyggur; dygð, orðið til úr *dugiðo, sbr. dugur, (þýska Tugend;) dyggur, líkl. myndað í samræmi við tryggur: tryggð eða af *dugj- aR, tvöföldun á undan j. Sumir rita dyggð, en það er hæpið". Eg auðkenni þetta síðasta, og þetta er nákvæmlega það sem ég hef borið Halldór Halldórsson fyrir. Um breytinguna úr kv- framburði yfir í hv-framburð segir Oddur A. Sigurjónsson, að fyrirhöfn sín hennar vegna, hafi verið svo óveru- leg, að hann veitti henni ekki athygli. Þetta er sjálfsagt rétt um hann. En margir, og þeirra á meðal ég, ná þessum framburði ekki eðlilegum, og þykir mér verr farið en heima setið, ef menn reyna að taka upp framburð fólks í öðrum landshlutum, en gera það svo, að rangt verður. Hliðstæða er, þegar Sunn- lendingar reyna að hafa eftir harðhljóðaframburðinn norðlenska, en ganga svo langt að hafa t.d. t-ið í orðinu hestur fráblásið [hesthur]. Kemur hér að því sem kalla mætti ofleiðréttingu (hypercorrection). Halldór Laxness kom einmitt með gott dæmi um þetta í sjón- varpsþættinum sem varð til þess að Oddur A. Sigurjóns- son skrifaði mér. Þegar lam- ið hafði verið inn í Vestfirð- inga (og raunar fleiri sem töluðu eins) að rangt væri að segja gardur, hardur, spord- ur, spyrda, varda o.s.frv., tóku þeir að hræðast hljóða- sambandið rd, jafnvel þar sem það á þó fullan rétt á sér, svo sem í samsetta orðinu bardagi. Því var það, að Dýrfirðingurinn sagði barðagi. Og tilvist þessa framburðar, barðagi, hefur Þórleifur Bjarnason rithöf- undur staðfest í samtali við mig. Einnig hefur komið fram, bæði í bréfi Halldórs Laxness til Velvakanda, svo og í frásögn Fríðu Sæmunds- dóttur á Akureyri, að á Vestfjörðum tíðkaðist fram- burðurinn garðínur, þar sem flestir segja gardínur. Nú á ég eftir að gera bréfi Gísla Guðmundssonar miklu betri skil, og svartfuglinn er ekki úr sögunni. Anna Snorradóttir í Reykjavík kann vísuna um mállýti Ey- firðinga í annarri gerð en ég, og bíður þá einnig næsta þáttar að gera bréfi hennar betri skil. Hún drepur líka á mállýskumun, sem ég tel þess kyns, að hann eigi ekki að varðveita, enda er hann að mestu úr sögunni. Það tal hét í minni sveit að hneigja upp á i. „En nú urðu margir atburðir senn, og má þó frá einum senn segja". Varanleg álklœðning ó allt húsið Samkvæmt rannsóknum sem Rannsóknastofnun byggingariönaðarins hefur gert á steypuskemmdum og sprungumyndunum á húsum, hefur komiö i Ijos aö eina varanlega lausnin, ti( aö koma i veg fyrír leka og áframhaldandi skemmdir, er aö klæöa þau alveg til dæmis með álklæöningu. A/klæðning er seltuvarin, hrindir frá sér óhreinindum, og þolir vel íslenska veðráttu. A/klæðning er fáanleg í mörgum litum sem eru innbrenndir og þarf aldrei að mala. Leitið nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæðningar. Sendið teikningar og við munum reikna út efnisþörf og gera verðtilboð yður að kostnaðarlausu. FULLKOMIÐ KERFI TIL SfÐASTA NAGLA *mtf- INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400. a nœstunni Úrvalsferðir 1980 25 júlí Ibiza 3. vikur örfá sæti laus 1 ágúst Mallorca 2—3 vikur örfá sæti laus 15 ágúst Mallorca/lbfza biolisti 22 ágúst Mallorca 3. vikur biölisti 5 sept. Ibiza 2. vikur nokkur sæti laus FERDASKRIFSTOFAN URVAL VID AUSTUfíVÖLL SÍMI 26900 HREIN MINKAOUA DYRMÆT GJÖF FRÁ NÁTTÚRUNNI Auk þess sem Minkaolía er notuö sem grunnefni í margskonar snyrtivörur s.s. varalit, dag- og næturkrem o.fl. er hrein Minkaolía eitt þao besta sem hægt er aö nota í eftirfarandi atriöum: * sem húo- og sólolía * sem nuddolía * sem barnaolía * sem nagla- og naglabandaolía * sem hármeöal gegn flösu, klofnum hárendum, þurru og líflausu hári og til aö auka gljáa og lit hársins. * sem hand- og fótaáburöur * sem næring á augnabrúnir og augnahár * sem baöolía * viö hrukkum kringum augu og á hálsi * viö rakstur, í staö rakkrems eöa sápu SÖLUSTAÐIR í REYKJAVIK: Borgar Apótek — Oculus — Snyrtivörubuoin Laugavegi 76 — Topp Class — Vesturbæjar Apótek — Bylgjan Kóp. — Hafnarborg Hafnarfiröi — Apótek Keflavíkur — Apótek Vestmannaeyja. Sölustaði vantar um allt land. Heildsölubirgöir H AG ALL sf. box 9153. Stýrísendar Spindilkúlur Höggdeyfar fyrir flesta bíla Fjaðragormar fyrir ameríska bíla VARA- HLUTIR ^> i ¦¦ Q - ft wé AUKA- HLUTIR iQfy •inaus tht Síðumúla 7-9 — Sími 82722 Reykjavík. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.