Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JULI 1980
— Það fer ekki á milli
mála aö interferon ^etur
valdiö straumhvörfum í
viðureijíninni við æxla-
sjúkdóma. Það er líka
farið að hilla undir lausn
helzta vandamálsins varð-
andi interferon, því að nú
er búið að ákvarða efna-
samsetninu þess, en það
mun leiða til þess að unnt
verður að reyna fram-
leiðslu á því á efnafræði-
le^an hátt. Með auknu
framboði af efninu mun
líka koma í ljós hvaða
sjúkdóma er hægt að
hafa áhrif á. Hvað illkynj-
uð æxli áhrærir, þ.e.
krabbamein, er ástæða til
að leggja áherzlu á það,
að með interferoni er að-
eins náð enn einum áfanya
á lanjíri leið. Fullur sitfur
vinnst ekki fyrr en við
vitum hvaða þættir
orsaka krabbamein eða
hvernifí líkaminn vinnur
^egn því, en það er
forsenda þess að hægt sé
að gera ráðstafanir til að
koma í vey fyrir sýkintfu
eða beita hnitmiðuðum
læknin^um.
inn þegar búiö er aö ryðja úr vegi
hindrunum í persónulegri um-
gengni við hann, off ekki sízt er létt
undir með öðru hjúkrunarfólki, sem
ekki er knúið til að fara undan
spurningum sjúklingsins íflæm-
ingi. Sjúklingar taka þessu fegins
hendi. Þeir eru undir andlegu álagi
og þurfa á því að halda að hlaupið
sé undir bagga, en læknirinn hefur
líka þörf fvrir þetta persónulega
samband. Það grundvallast á því að
um samstarf tveggja aðila sé að
ræða, og að mínu áliti er þetta ein
helzta forsenda þess að hægt sé að
búast við góðum árangri í víðtæk-
um skilningi.
Framan af var þessum málum
ekki fyllilega sinnt, oft á tíðum
sakir mikilla anna, en á undanförn-
um árum hefur verið lögð sívaxandi
áherzla á að sinna andlegri velferð
sjúklingsins, og því ekki gleymt að
aðstandendur hans eiga einnig við
ramman reip að draga. Eg er þess
fullviss að framhald verður á þess-
ari þróun, og yngri læknar leggja
almennt mikla áherzlu á þetta.
— Hvað varð til þess að þú
ákvaðst að leggja fyrir þig æxla-
la'kningar?
— Eg nam læknisfræði við Kar-
olinska læknaskólann í Stokkhólmi
og á meðan ég var enn í námi
kynntist ég starfseminni á Radium-
hemmet og dr. Hans Strander, sem
veitir interferon-rannsóknunum
þar forstöðu. Eg fór að starfa hjá
Strander og hélt því áfram eftir að
ég lauk læknaprófi fyrir fjórum
árum.
— Hvað tekur þá við?
Rúmlega sjötugur maður sem fékk interferon-meöferð
gegn illkynja æxli í höfuðkúpu. Útlitsmynd og tölvu-
stýrð sneiömynd gefa hugmynd um staðsetningu og
stærð æxlisins.
> 98e?o?svn?r-'íS'
Einu og hálfu ári frá því
að interferon-gjöfin
hófst var æxliö með öllu
horfið en greinileg bein-
eyðing sést þar sem
æxlið var.
hún sjúklinginn gegn veirusýking-
um, sem á ferli eru, en þeir sem fá
hefðbundna meðferð við illkynja
æxlum eru oft berskjaldaðir fyrir
slíkum sýkin({um.
Til að kljást við illkynja sjúk-
dóma þarf því meira interferon en
það sem líkaminn le({({ur sjálfur til
á eðlilegan hátt. Efnið má búa til á
þrennan hátt:
I fyrsta lagi með því að taka
frumur úr mannslíkamanum o({ fá
þær til að framleiða efnið. Þessi
aðferð er mjö({ miklum erfiðleikum
bundin, þar sem efnið er yfirleitt
unnið úr hvítum blóðfrumum eða
stoðvefsfrumum og örðugt er að fá
nægilega margar frumur til fram-
leiðslunnar.
I ööru lagi er aðgerö, sem kennd
er við Weissmann og fólgin er í því
að bakteríur eru gæddar vissum
erfðaeiginleikum mannafruma. Sú
aðferð virðist að mörgu leyti hent-
ugri en hin fyrri, en er enn í reifum
og því engin reynsla fengin.
Loks er sú aðferð, sem framtíðar
vonir eru bundnar við, en það er
efnafræðileg lögun efnisins, „synte-
tísk" framleiðsla. Það er búið að
greina efnasamsetningu interfer-
ons, og þar með aukast möguleikar
á fjöldaframleiðslu efnisins. Þótt
formúlan sé fundin þá er enn ekki
búið að finna aðferð til að tengja
hina réttu hluta efnisins saman,
þannig að útkoman verði nothæft
interferon. Það var ekki fyrr en í
vor, að efnasamsetningin var
ákvörðuð, svo framleiðslutæknin er
enn á algjöru frumstigi, en unnið er
að henni á mörgum vígstöðvum.
Vonir standa því til að unnt verði
að hefja magnframleiðslu áður en
Pullur sigur vinnst ekki fyrr
en orsakirnar eru ljósar
Þetta segir Snorri Ingimarsson
læknir, seni undanfarin ár hefur átt
þátt í interferon-rannsóknum þeim,
sem fram fara á Radiumhemmet
við Karólínska sjúkrahúsið í Stokk-
hólmi, en hann er staddur hér á
landi um þessar mundir. Sérgrein
hans nefnist „oncologia" sem þýða
mætti sem a-xlafræði en er í
daglegu tali nefnt krabbameins-
lækningar.
— Æxlafra'ði og a'xlalækningar
eru að mati margra mun ákjósan-
legri orð í þessu sambandi, en æxli
geta sem kunnugt er verið góðkynja
eða illkynja. Þegar æxlasjúkdómar
eru annars vegar hófum við að
minni hyggju þörf fyrir allt annað
orðfæri en það, sem óhjákvæmilega
kemur miklu róti á tilfinningar
manna. Orðið krabbamein er ugg-
vekjandi í sjálfu sér, og æxlasjúk-
dómar eru nægilega erfiðir við-
fangs þótt ekki sé á bætt með því að
kalla beinlínis á hrylling og ótta
með orðavalinu. Lækning sumra
tegunda illkynja meina hefur tekið
það miklum framförum að horfurn-
ar á fullum bata eru góðar.
— Þú segir að a'xlafra'ði og
æxlalækningar feli í sér margt
annað en viðureign við illkvnja
æxli?
— Já, mikilvægur liður í starf-
semi okkar æxlafræðinga lýtur t.d.
að andlegri líðan sjúklingsins. Það
er ekki fullur bati fenginn með því
að komast fyrir meinið ef sálarlíf
sjúklingsins er í molum. Með því að
upplýsa sjúklinginn jafnóðum um
það, sem á sér stað í líkama hans,
búa hann undir það sem verða
kann, útskýra áhrif lyfja og ann-
arrar meðferðar, veita honum upp-
órvun og fjalla um málið af full-
kominni hreinskilni, er hægt að
hjálpa honum mikið. Þetta á við um
flesta sjúklinga. Læknir, sem legg-
ur áherzlu á að nálgast sjúkling á
þennan hátt er líka að búa í haginn
fyrir sjálfan sig. Lækninum veitist
auðveldara að umgangast sjúkling-
Rætt við Snorra
Ingimarsson
lækni um
Interferon og
æxlalækningar
— Ég hef hug á því að koma
heim.
— Er ekkí erfitt að slíta sig frá
interferon-rannsóknunum.
— Það var nokkuð, sem ég þurfti
að gera upp við mig. Það er
ómetanlegt að hafa fengið að vera
þátttakandi í þessu rannsókna-
starfi. Þetta er einstæð reynsla, og
vissulega er freistandi að halda
áfram á Radiumhemmet. En það er
líka freistandi að takast á við þau
verkefni í sambandi við æxlalækn-
ingar, sem hér eru. Ef til vill er ég í
aðra röndina að vona að með auknu
framboði á interferoni megi reynsla
mín koma að gagni hér heima og
verða til góðs, og á þann hátt geti
ég tekið áfram þátt í interferon-
rannsóknunum. Markmiðið með því
starfi, sem fram fer á Radium-
hemmet, sem og annars staðar, er
alveg skýrt, sem sagt að vinna bug
Ljósm. Kristján.
Snorri Ingimarsson
á æxlasjúkdómum með öllum til-
tækum ráðum. Það skiptir ekki
meginmáli á hvaða vígstöðvum sú
barátta fer fram. Hér heima eru
næg verkefni, sem unnið er að og
það er freistandi að veita lið þeim
mönnum sem þar leggja sitt að
mörkum.
— Oft er að því fundið að við
íslendingar höfum ekki nógu góða
aðstoðu til æxlala'kninga. en sum-
ir halda því fram að fámenn þjóð
eigi ekki að fjárfesta í fullkomn-
asta tækjabúnaði. þar sem ekki se
hiigt að nýta hann til fullnustu
sakir fámennis. og því se hag-
kvirmara að senda eitthvað af
sjúklingum til útlanda þar sem dll
tæki séu fyrir hendi. Hver er þín
skoðun á þessu?
— Mín skoðun er sú, að hér þurfi
að vera fullkomin aðstaða til æxla-
lækninga. Þau tæki, sem enn eru
ekki til hér og umbúnaður þeirra,
kosta engin ógrynni fjár, og að
mínu mati er alls ekki forsvaran-
legt að senda sjúklinga á milli
l;.nda eins og einhvern bögglapóst.
Hér eru sérfræðingar í ýmsum
greinum læknisfræðinnar, sem
hafa þekkingu til að veita góða
þjónustu.
— Um hvað fjallar doktorsrit-
gerð þín?
— Um notkun hvítfrumu-
interferons við illkynja sjúkdóma.
Störf mín við rannsóknirnar hafa
m.a. verið að fylgjast með auka-
verkunum sem efnið hefur. Auka-
verkanirnar eru aðallega hækkaður
líkamshiti, höfuðverkur og slen, en
þær eru afleiðing þess að efnið er
ekki nógu hreint. Þessar aukaverk-
anir eru óverulegar og viðráðan-
legri en aukaverkanir af ýmsum
öðrum lyfjum sem notuð eru við
þessar lækningar.
— En hvað er interferon og
hvernig er það framleitt?
— Interferon er eggjahvítuefni
sem líkaminn framleiðir sjálfur.
Það gerist með þeim hætti að
fruma, sem hefur sýkzt af veiru, fer
að framleiða interferon, sem síðan
gengur eins og boðberi á milli
annarra fruma og varar þær við
hættunni. Þær frumur, sem ósýktar
eru, geta þar með varizt frekari
ágengni veiranna og sýkin fjarar
út. Sá skammtur af interferoni, sem
við gefum sjúklingum okkar, er
margfalt stærri en það magn, sem
líkaminn myndar, t.d. við sýkingu
af inflúenzu-veiru eða kvefi. Rann-
sóknir mínar hafa m.a. fært rök
fyrir því, að sjúklingur, sem fær
interferon-gjöf virðist verjast al-
gengum umgangspestum, sem aðrir
meðlimir fiölskyldu hans fá.
Þannig má segja að interferon-
gjöfin þjóni tvennum tilgangi, ann-
ars vegar er henni beitt gegn hinu
illkynjaða meini og hinsvegar ver
langt um líður. Nákvæmlega hve-
nær það verður veit hins vegar
enginn á þessari stundu.
Það er athyglisvert, að efnið
interferon var ekki uppgðtvað fyrr
en árið 1957, en fjórtán árum áður,
birtist grein eftir Björn Sigurðsson,
sem síðar starfaði á Keldum í
bandariska tímaritinu „The Journal
of Experimental Medicine" þar sem
hann varpar fram þeirri hugmynd
að vírussýking í sjálfri sér virðist á
einhvern hátt geta hamlað gegn
viðgengni frekari vírussýkingar í
sama einstaklingi. Þessi ályktun
Björns gefur til kynna að hann hafi
þá þegar verið að íhuga fyrirbæri,
sem síðar var skýrt með uppgötvun
efnisins interferons.
— En telurðu að hór sé nægi-
lega gi'ið aðstaða svo sú kunnátta
og þjálfun sem þú hefur hlotið í
ii'xlalii'kiiingiun geti komið að not-
um?
— Meðferð illkynja meina hefur
verið unnin við erfiðar aðstæður
hér á landi. Þeim mönnum sem þar
hafa átt hlut að máli bera að þakka.
Árangur af starfi þeirra hefur sízt
verið lakari en það sem þekktist
erlendis á sama tíma. Nýir mögu-
leikar á lækningum á þessum vett-
vangi hafa kallað á meiri sérhæf-
ingu. Anægjulegt er að sjá hvernig
við þessu er brugðist hér af hálfu
heilbrigðisyfirvalda þar sem eru
áform um bætta aðstöðu til með-
ferðar þessara sjúkdóma. Þessi
þróun gerir áhugavert að sinna
þessari grein læknisfræðinnar hér
á landi.
Þar sem interferon er hluti úr
varnarkeðju líkamans þá er það von
mín að í framtíðinni verði fundnir
fleiri hlekkir úr þeirri keðju. Frek-
ari framfara á sviði æxlalækninga
er því ef til vill að vænta í
framhaldi af þessu, og þá er ekki
útilokað að tengsl mín við inter-
feron-rannsóknirnar geti þannig
komið að notum hérá landi.
Á.R.