Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1980 Engin náð fyrir ,,Auga Davíðs“ Leyniþjónusta hefur æ verið snar þáttur sjálfstæðisbaráttu Israelsríkis CIA er stærri og KGB reyndari, en engin leyniþjónusta í veröldinni er ógnvænlegri en Mossad, leyniþjónusta ísraelsmanna. Hún starfar markvisst og samvizkulaust. Svo nefnd séu tvö alþekkt afreksverk útsendara Mossads: Þeir þef- uðu uppi tug meintra tilræðismanna eftir ólympíu- leikana í Munchen og drápu þá alla og það voru sömu aðilar sem flugu árið 1976 til Entebbe og frelsuðu þar 103 gísla. Leyniþjónustan dregur nafn sitt af Mossad Le Aliyah Beth (Innflytjendastofnunin), sem stofnuð var 1937 sem angi ísraelska andspyrnuhersins (Ilaganah) gegn Bretum. Stofnunin greiddi götu ólöglegra innflytjenda af Gyðingaættum og safnaði vopnum til undirbúnings baráttunni gegn Aröbum. Arið 1945 var svo komið að þeir fluttu sjóleiðis hundruð Gyðinga frá Evrópu til Palestínu. Á öndverðum dögum Ísraelsríkis kepptu nokkrar leyniþjónustur hver við aðra, unz David Ben-Gurion sameinaði þær undir ægishjálm Mossads árið 1953. Uraníumrán í svaðilförum um árabil hefur Mossad tekizt hvaðeina á hend- ur. Hún hefur m.a. færzt í búninK sjóræningja — eins og „Plumbat aðgerðin" djarflega ber vitni um, en þá komust ísraelsmenn yfir úraníumbirgðir sem gerðu þeim kleift að fram- leiða kjarnorkuvopn. Á sjötta áratugnum óx það ísraelsmönnum mjög í augum að vera umluktir öflugum Araba- ríkjum og komust að þeirri niðurstöðu að eina mótsvarið væri að smíða atómsprengju. Með aðstoð Frakka reistu þeir síðan kjarnakljúf í Negev eyði- mörkinni árið 1958. farmurinn brottnuminn á hafi úti og fluttur til Israel. Málningarframleiðandi í Míl- anó, sem ekki vissi nákvæmlega hvaðan á sig stóð veðrið, ákvað að veita Schulzen liðsinni er hann vakti máls á því við hann. Mossad keypti aflóga flutninga- dall til að flytja efnið frá Antwerpen til Genúa. Öll áhöfn- in voru starfsmenn leyniþjón- ustunnar. S'-hulzen fór til Ant- werpen til að fylgjast sjálfur með fermingu 560 tunna, sem allar voru merktar „Plumbat". Skipið kom aldrei til Ítalíu. í staðinn átti það stefnumót við förin hlaut heitið „Stórhöggsað- gerðin“. Þremenningarnir dreifðu sér á þrjú annars flokks hótel í Toul- on. Á slaginu ellefu yfirgáfu þeir hver um sig hótel sín, ráfuðu stefnulaust um stund til að ganga úr skugga um að þeim væri ekki fylgt eftir, og hittust síðan á myrku öngstræti. Þar beið þeirra Renault bifreið, sem flutti þá á einangrað sveitarset- ur. Félagarnir grufluðu um stund yfir korti í dagstofu hússins, er sýndi skipalægi fyrirtækisins Constructions Navales et Ind- ustrielles de la Méditerranée (CNIM), í skipasmíðabænum La Seyne-sur Mer í nágrenninu. í vöruhúsinu einu gat þar að líta „Nók til að fram- leiða tuttuKU kjarn- urkusprenjf jur á við Iliroshima . . .“ kjarnann úr kjarnaofnunum Tamuz I og II, er Frakkar voru um það bil að senda sjóleiðina til írak. Ofnarnir, ásamt mögnuðu úraníum, sem þeim fylgdi, hefðu skipað írökum í hóp skæðustu andstæðinga ísraelsmanna. Njósnari nokkur hafði frætt þremenningana um hvenær flytja ætti útbúnaðinn í her- vögnum til hafnar í Marseilles, þar sem honum yrði komið í Þegar inn kom höskuðu þeir sér framhjá kjarnaofnsstykkjum ætluðum Beígum og Vestur- Þjóðverjum og sviptu síðan segldúk ofan af sendingunni til íraks. Þeir hófust þegar handa við að taka ofnstofninn í sundur en áttuðu sig þá á að tími yrði of naumur unz verðir kæmu á vettvang á ný. Var því ákveðið að beita sprengiefni. Nokkrum hylkjum var fyrir komið, tími stilitur, hörfað frá og staðurinn yfirgefinn. Verðirnir höfðu vart snúið aftur er sprenging gall við í kyrrð næturinnar og gereyði- lagði sextíu prósent af farminum til íraks. Skaðinn nam tólf milljörðum íslenzkra króna. Franskir sérfræðingar gátu vart orða bundizt yfir aðdáun sinni á fagmannlegum vinnubrögðum. Svo nákvæmlega hafði sprengi- efnið verið skammtað að ekkert tjón varð á öðrum pökkum í skýlinu. Franska ríkisstjórnin, sem verið hafði tvístígandi út af sölunni í byrjun, tilkynnti stjórnvöldum í Baghdad að þau yrðu að bíða í að minnsta kosti tvö ár þar til nýr útbúnaður væri til reiðu. Árið 1981 vonast Frakkar til að hafa tekið í þjónustu sína „hreint" kjarna- ofnseldsneyti, óhentugt til vopnagerðar. Irakar voru því síður en svo ginnkeyptir fyrir hugmyndinni og tóku pöntunina reiðilega aftur. — Skýlið I La Seyne í Frakklandi. þar sem kjarnofn íraka var Að sex-daga stríðinu loknu hættu Frakkar að selja ísraelum hergögn og ollu því viðbárur Araba um „árásarhneigð" Isra- ela. Þar með var einnig endi bundinn á alla úraníumflutn- inga, en án kjarnaefnisins gátu Israeiar ekki fullgert sprengj- una. Er ísraelski varnarmála- ráðherrann, Moshe Dayan, hafði gert það upp við sig að valkost- irnir væru annað hvort að láta áformið fyrir róða eða að komast yfir úraníum ólöglega, þá sagði hann við víni sína: „Við verðum þá bara að stela því“. Mossad var samstundis falin framkvæmd verksins og hóf hún undirbúning í kyrrþey. Áætlunin hlaut nafnið „Plumbat aðgerðin“. Starfsmenn leyniþjónustunn- ar urðu þess áskynja að belgískt fyrirtæki, Société Générale des Mincrai.s (SGM) hefði yfir ríf- legum úraníumbirgðum að ráða og hefði þeim verið komið fyrir í jaðri Antwerpen. Einnig rak þá minni til þess að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefði bent á „athyglisverðan" vestur- þýzkan kaupsýsiumann, Herbert Schulzen, meðeiganda í efnafyr- irtækinu Asmara í Wiesbaden. Þessum þýzka ævintýramanni var boðið til Israel undir því yfirskini að timburverksmiðja í Tel Aviv hefði áhuga á að kaupa af fyrirtæki hans málningu. I mars 1968 pantaði Asmara 200 tonn af úraníum frá SGM í Brussel. Kom fram að fyrirtækið hygðist nota efnið sem hvata við málningarframleiðslu, og þyrfti þess vegna að vinna úr málm- grýtinu annars staðar áður en það gæti orðið Þjóðverjunum að gagni. Samkvæmt áætlun Mossads skyldi svo úraníum- „Fagmannlegt skemmdarverk“ eyðilagður. ísraeiskt tankskip í nánd við Kýpur. Skipin tvö lágu samsíða í fjórar klukkustundir og var öll- um farminum umskipað. Tank- skipið lagðist síðan að bryggju í Haifa, þar sem flutningabifreið- ar tóku við og óku kjarnaefninu til Ncgcv. ísrael átti nú nægan forða til að framleiða tuttugu kjarnorkusprengjur á stærð við þá sem varpað var á Hiroshima. Strandhögg En önnur kjarnorkuævintýr Mossads hafa einnig verið varn- arlegs eðlis. Þannig var einmitt mál með vexti er þrír ungir menn héldu flugleiðis til Toulon í Frakklandi í apríl 1979. Sendi- skip. Þeir "issu einnig að verð- irnir við CNIM tækju ekki vakt- göngur milli lágnættis og klukk- an þrjú að nóttu. í lágskýjuðu næturhúmi, fjörtíu og átta klukkustundum áður en ferming skyldi fara fram, kiifu þremenn- ingarnir varnarvegg, hlupu í átt „ÁbyrKur fyrir forsætisráðherra einum . . . að birgðaskýli, opnuðu hlið þess með afsteypu viðeigandi lykils og tóku strauminn af viðvörun- arkerfi. Grimmdaraðferðir En aðförin í La Seyne var í rauninni smáræði fyrir Mossad og hefur leyniþjónustan aðhafzt ýmislegt frækilegra. Á sjöunda áratugnum kom hún „kampa- vínsnjósnaranum" Wolfgang Lotz fyrir í Kaíró. Þar sem auðsýnt þótti að hann hefði verið fyrrverandi nazisti, átti hann þegar upp á pallborðið í hópi þýzkra eldflaugasérfræðinga og egypzkra hershofðingja er með þeim unnu. Mossad hafði hendur í hári Adolf Eichmanns í Arg- entínu árið 1960 og laumaðist með hann úr landi til ísraels þar sem hann sætti réttarhöldum. Árið 1969 pakkaði Mossad sam- an rússneskum ratsjárútbúnaði í Sinai eyðimörk og fór með hann heim! En aðdáun manna hetjudáð leyniþjónustunnar er blandin ótta við grimmdaraðferðir sem hún vílar ekki fyrir sér að beita. Saklausar konur og börn hafa týnt lífi er Mossad hefur látið til skarar skríða gegn meintum og raunverulegum hryðjuverka- mönnum PLO-samtakanna. I júlí 1972 sprengdu flugmenn Mossads bifreið Hassans Kana- fani, skálds og stjórnmálaskör- ungs, í loft upp í Beirut, þrátt fyrir að þeir vissu af sautján ára gamalli bróðurdóttur hans við hlið hans. Árið 1976 rændu útsendarar Mossads í Kenya vestur-þýzku háskólanemunum Birgitte Schulz og Thomas Reuter. Voru þau nauðug færð til Israels og barin og byrluð ólyfjan þar til þau undirrituðu „játningar". Voru þau að lokum dæmd til tíu „Skrúfuðu sundur ratsjána ok tóku heim . . .“ ára tugthúsvistar fyrir hermd- arverk. Þegar þetta er ritað sitja skötuhjúin enn bak við lás og slá, þrátt fyrir að sakir hafi ekki verið sannaðar á hendur þeim. Áhrifaaukning Þeir, sem nánast þekkja til starfsaðferða leyniþjónustunn- ar, hafa stundum nefnt hana „Auga Davíðs". En fyrsti yfir- maður Mossads, Isser Harel, er þjónaði embættinu frá 1953 til ’63 og lagði m.a. á ráðin um Eichmann förina, vísar öllum slíkum hróðurlýsingum á bug. „Það er tími til kominn að menn hætti að spinna goðsögur um Mossad", segir hann. „Okkur er brýnni nauðsyn en nokkru öðru ríki á fullkominni öryggisþjón- ustu, þar sem við erum umkring- dir fjandmönnum og höfum ekk- ert stjórnmálasamband við þau ríki sem reyna að ógna okkur með hryðjuverkum". Af þeim níu hundruð mönnum, sem starfa fyrir Mossad um heimsbyggð alla (samanborið við 6500 í vestur- þýzku leyniþjónustunni og 20000, sem vinna fyrir CIA) hafa um eitt hundrað aðsetur í höfuð- stöðvum stofnunarinnar í út- jaðri Tel Aviv. Núverandi yfir- maður Mossads, Yitzak Hofi, skiptir um bifreiðir daglega, en notar venjulega skotheldan Volvo, sem sjaldan ber fyrir með sama skrásetningarnúmeri. Hofi er ábyrgur gagnvart forsætis- ráðherra og gefur honum einum skýrslu. Ekki einu sinni varn- armálaráðherra landsins hefur minnsta vald yfir athöfnum hans. Síðan Menachem Begin tók við embætti forsætisráðherra árið 1977 hefur áhrifa Mossads gætt í auknum mæli. Andspyrnuher- maðurinn fyrrverandi, sem Bret- ar lögðu tíu þúsund Bandaríkja- dali til höfuðs, er eldheitur áhugamaður um njósnastarf- semi. Begin og Hofi bera saman bækur sínar vikulega og er Hofi eini ráðamaðurinn sem hefur nær óhindraðan aðgang að for- sætisráðherranum. Hofi, fimmtíu og eins árs gamall og innfæddur, slóst í hóp strandhöggshersveita ísraelska andspyrnuhersins þegar hann var sautján ára að aldri. Eftir að ísrael varð sjálfstætt ríki 1948, lagði Hofi þegar til atlögu með sveitum sínum gegn Aröbum. Hann kenndi við herskóla, starf- aði um skeið sem liðsforingi með Moshe Dayan og barðist í Sinai- stríðinu 1956 sem aðstoðarher- foringi með fallhlífaherdeild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.