Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 13. JÚLI1980 19 :aðserfiðleika íslenzks freðfisks skömmu fóru þeir í mótmælagóngu til Lundúna meö þorsk, — sem þeir ekki gátu selt á viðunandi verði vegna undirboða. Þeir ætluðu sér að kasta fiskinum á tröppurnar hjá Margaret Thatcher, forsætisráð- herra að Downingstræti 10 en komið var í veg fyrir það. Þess í stað köstuðu þeir fiskinum fyrir framan dyr sjávarútvegsráðuneyt- Markaðurinn á Bretlandi er því erfiður eins og sakir standa. Ég veit að íslenzkir útvegsmenn hafa ekki hug á að selja þangað nema viðunandi verð fáist, — það fæst ekki vegna undirboða Kanada- manna. Það er því ekki vænlegt að selja þorsk til Bretlands eins og sakir standa — en oft er gott að kanna markað þegar illa árar. Þegar þessu ástandi linnir, þá hefði ég haldið, að vegna hinna einstök gæða íslenzka þorsksins þá væru möguleikarnir vissulega fyrir hendi, — í Bretlandi sem og V-Evrópu. Vegna þróunar í hafréttarmálum síðustu árin þá voru margir sem bjuggust við að Sovétmenn þyrftu að kaupa fisk í auknum mæli en þessar spár hafa ekki ræst, hverjar svo sem orsakirnar eru. Dreif- ingarkerfið í löndum A-Evrópu er ákaflega bágborið og það kann að eiga stóran þátt í þessu. Matvæla- og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna, FAO, birti fyrir skömmu skýrslu þar sem spáð var aukinni fiskneyzlu og þar með aukinni eftirspurn. En málið bara er ekki svona einfalt — það er í sjálfu sér rétt að með aukningu mannkyns þá eykst þörfin eftir matvælum, eggjahvíturíkri fæðu. Og aukning mannkyns er fyrir- sjáanleg mest í þróunarríkjum. Ekki iðnaðarríkjum, — þangað sem þið hafið selt ykkar dýra fisk. Þið viljið eðlilega fá gott verð fyrir fiskinn ykkar, — enda eðlilegt, hér er um lúxusvöru að ræða. Þróun- arríkin hafa ekki efni á að kaupa svo dýran fisk. Það eru einungis iðnaðarríkin sem hafa efni á að greiða það verð fyrir frystan fisk, sem þið setjið upp. Og í þessum ríkjum er ekki fyrirsjáanleg aukn- ing neyzlu, í stórfelldum mæli að minnsta kosti. Þið geti fundið nóga markaði í þróunarríkjum, — en einungis fyrir mjög ódýran fisk. Islendingar leita nú ekki slíkra markaða. Að minnsta kosti ekki ef á að halda uppi sama eða betri lífsstandard hér á landi og í nágrannaríkjunum. Nú þegar þið hafið orðið fyrir áfalli á helsta og bezta markaði ykkar, þá þurfið þið að taka markaðsmál ykkar til gagngerrar endurskoðunar, — kanna hvar möguleikar ykkar liggja. Ég er ekki viss um að menn væru jafn áhyggjufullir hér á landi ef ekki hefði komið til þessi mikla afla- hrota í upphafi þessa árs og birgðir tóku að hlaðast upp. Það hlýtur því að teljast stór spurning hvort ekki beri að takmarka veiðar verulega það sem eftir er árs þar sem markaðserfiðleikar eru fyrirsjáan- legir. Það er jú mjög dýrt að geyma dýra vöru í frystiklefum. Innan tíðar hefjast við- ræður íslendinga við Efna- hagsbandalagið vegna út- færslu grænlenzku fisk- veiðilögsögunnar. Hvaða viðbrögð hafa verið í ríkj- um EBE vegna þessa? Þessar viðræður hafa ekki verið til umræðu í Bretlandi. Þá sjálf- sagt vegna þess að menn líta svo á að ekki séu miklir hagsmunir í húfi. Hvernig er ástandið í brezkum fiskveiðibæjum núna eftir útfærslu fisk- veiðilögsögunnar við ís- land og þá þróun, sem átt hefur sér stað í fiskveiði- málum undanfarin ár? Hull er ekki lengur til sem fiskveiðihöfn. Að vísu hafa borgar- yfirvöld gert samkomulag við út- gerðarmenn um að freista þess að rétta úr kútnum. En ég verð að segja að ég er vantrúaður á að það takist. Grimsby hefur einnig orðið illa fyrir barðinu á þessari þróun og einnig „ódýra fiskinum" frá Kanada. Sama má segja um Fleet- wood, þar hefur samdráttur verið mikill. Það má segja að Bretar eigi nú nánast engan úthafsfiskveiði- flota. Flotinn samanstendur af skipum, sem veiða við strendur landsins, — 150 feta skipum og þaðan af minni. Stóru togararnir eru ekki lengur í notkun nema örfáir. Ástandið í brezkum sjávarútvegi er ákaflega bágborið. Það sést glöggt, að Bretar flytja nú inn meir en helming þess fisks sem neytt er í landinu. Einkum hefur verið gert út í þorsk frá Peterhead, um 35 mílur norður af Aberdeen. En erfiðleikarnir þar eru einnig miklir og það voru sjómenn þaðan sem héldu til Lundúna fyrir skömmu og ég sagði þér frá. Raunar má segja um Aberdeen eins og hina „stóru" fiskveiðibæina, að hún er nánast úr sögunni sem fiskveiðihöfn. En Ab- erdeen nýtur góðs af olíunni úr Norðursjónum, svo áhrifin eru ekki hin sömu og í Hull og Grimsby. Ég held að Bretar beri ekki kala til íslendinga og hafi raunar aldrei gert, og þá á ég við brezkan almenning. Nær væri að segja, að ef eitthvað, þá hafi almenningsálit- ið í Bretlandi verið ykkur hliðhollt í þorskastríðunum. Hins vegar gætir biturleika í fiskveiðibæjun- um, enda hefur útfærsla íslenzku fiskveiðilögsögunnar komið ákaf- lega illa við þá. En að lokum, Peter, segðu mér nánar frá ástæðum þess að þú kem- ur hingað til lands nú? Ég hef komið hingað nokkrum sinnum og einnig blaðamenn frá okkur, — við fylgjumst vel með þróun mála hér enda ísland stór- veldi á þessu sviði. Eg mun ferðast um og skrifa greinar um íslenzkan fiskiðnað. Hvernig þróunin hefur orðið frá lokum þorskastríðsins síðasta. Hvort þið íslendingar haf- ið, eins og þið voru ásakaðir um í þorskastríðunum, eytt fiskistofn- um hér við land. Það hafið þið auðvitað ekki gert og þó auðvitað séu ávallt deildar meiningar um hve mikið skuli veiða, þá hafið þið gripið til umfangsmikilla verndun- arráðstafana. í öðru lagi mun ég skrifa nokkuð almennar greinar um fiskveiðar ykkar og um tölvuvæðingu í frysti- húsum en sum frystihúsa ykkar er einhver fullkomnustu í heimi. Þá mun ég skrifa fyrir Fish Farming um fiskeldi. Ég hef orðið sáralítið var við almennar umræð- ur um fiskeldi hér á landi en erlendis er mikið rætt um slíkt, og þá er nafn Íslands aldrei langt undan. Hitt er svo, að hér á landi getur þú rætt nánast við hvern sem er um fiskveiðar — þekking al- mennings er með ólíkindum mikil. Erlendis verður maður bókstaflega að leita slíkra manna. í sumum ráðuneytum í Washington eru til menn, sem nánast vita ekki að fiskveiðar eru stundaðar. En að baki þessu eru ákaflega eðlilegar skýringar — fiskveiðar eru ykkur Íslendingum svo mikilvægar en þær hafa sáralítil áhrif á banda- rískt efnahagslíf. H. Ilalls. KÍNVERSKAR HERFLUG- VÉLAR — Þessar myndir voru nýlega teknar í kínverskum flugvélaverksmiöjum og sýna orrustuþotur (til vinstri) og sprengjuflugvélar (til hægri). Myndirnar birtust í júlítímariti kínverska hersins, en ekki var þess getiö, hvar verksmiöj- urnar er aö finna. og því ólíklegt að þeir komi sér upp nýjasta vopnaviðbúnaði fyrir lok aldarinnar. Einnig kemur fram að litlar nýjungar í vopnagerð hafi komið út úr hernaðarrannsóknum Kínverja sjálfra. „Við sjáum þess lítil merki að breyting geti orðið á Hernaðartækni á langt í land í Kína WashÍnKtun. AP. KÍNVERJAR hafa nánast enga von um að jafnbrýna Banda- ríkjunum eða Sovétríkjunum sem herveldi á öldinni sem er að líða. Tækniþróun er skammt á veg komin og „Kinverjar hafa jafnvel látið undir höfuð leggj- ast að þjálfa nýja vísindamenn til að leysa þá af hólmi, sem menntaðir voru snemma á sjötta áratugnum og komnir eru til ára sinna". Kínverski herinn býr yfir úreltum vopn- um, sem smiðuð voru eftir gömlum sovézkum teikningum, og jafnvel nýjasta herflugvél þeirra er samkvæmt sovézkri fyrirmynd frá því fyrir 1960. Atriði þessi koma fram í grein- argerð bandarisku leyniþjón- ustunnar. sem birt var nýlega. í skýrslunni segir að Kínverj- ar hafi reynt eftir megni að endurnýja heri sína, en hafi jafnframt orðið að aðgæta aðra þætti efnahagslífsins. Kínversk- ir leiðtogar telja, segir ennfrem- ur, að ráða verði bót á stærstu göllum efnahagskerfisins áður en ráðist er í þróttmikla upp- byggingu landvarna. Verði þeir af þessum sökum að láta sér nægja kaup á eldri hergögnum fyrr en Kínverjar hafa bætt úr tæknilegum erfiðleikum sínum," segir í skýrslunni. Greinargerðin var unnin fyrir undirnefnd í bandarísku full- trúadeildinni í fyrra og birtist að hluta í útgefnum vitnaleiðslum hennar. Þar kemur fram að Kínverjar verja árlega um átta til tíu af hundraði þjóðartekna til hermála. Sovétmenn eyða um ellefu til þrettán af hundraði þjóðartekna sinna til hermála á ári, samanborið við fimm af hundraði bandarískra þjóðar- tekna sem varið er til sömu mála. Það vinsælasta markaðnum í dag MASSIF eikar sófasett Klædd með leðri eða Mohair áklæði húsgögn Armúla 44, s. 32035.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.