Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1980 21 Utigrill: Lostætur og fljót- lagaður matur MATUR. Krillaður á kolum eða á sérstökum jjastækjum úti undir beru loíti. er fljótlagaður ok lostætur. A markaðnum eru marKar tegundir tækja til þessara nota ok litum við inn í tvær verzlanir til að kanna úrvalið. Við kaup á útigrilli ber aðallega að hafa í huga, — að sögn þeirra sem grillin selja, — hvort grillið er ætlað til heimanotkunar eða til notkunar á ferðalögum. Annars vegar eru til grill, sem auðveldlega er hægt að pakka saman og gera úr einfalda tösku eða stærri grill, sem í staðinn eru með þægilegri hæðarsetningu, — ekki þarf að bogra yfir þeim. Þá eru tvenns konar grill á markaðnum, viðarkola-grill og svonefnd gas-grill. Viðarkolagrill- in eru meira tekin, enda ódýrari. Þau eru annars vegar til úr potti og hins vegar venjulegu járni og að sögn halda pott-grillin betur hita og eru þar af leiðandi fljótari að hita upp kolin, en það getur tekið nokkurn tíma. Gas-grillin eru mun dýrari en fljótvirk. í stað kola er notað hraun og hægt að byrja steikingu um leið og búið er að kveikja upp. Gaskúta þarf með slíkum grillum. Viðarkol fást í misjafnlega stór- um pakkningum og kostar poki af þeim frá rúmum þrjú þúsund kr. upp í tíu þúsund. Þá má benda á, að í stað þess að láta kolin brenna upp að lokinni notkun, má hella þeim f járnílát með þéttu loki og deyr þá í þeim og síðan má nota þau aftur við næstu steikingu. Gott er að nota sérstakan vökva, þegar kveikt er í kolunum, einnig má nota ísvara, kolin og vökvinn fást í flestum sportvöruverzlun- um, einnig á benzínstöðvum. A meðfylgjandi myndum, sem Emilía Björg tók, má sjá nokkrar tegundir útigrilla. I verzluninni Útilifi i Glæsibæ var að finna ýmsar tegundir viðarkolagrilla. en einnig þetta gasgrill, sem kostar rúmar 50 þús. kr., en ekki fylgir með því gaskútur. Þessi grill eru svonefnd pottgrill og halda mjög vel hita. Þau kosta frá rúmum tiu þúsund krónum, og fást i verzluninni Geysi. Lengst til vinstri er gasgrill af fullkomnari gerð og kostar það 258 þús. kr.. gaskútur fylgir og einnig hraun. þá hentugt heimagrill. með fylgja vélknúnir teinar og grillgrindin er stillanleg. Lengst til hægri er siðan ferðagrill. sem pakka má saman í handhæga tösku. Þau kosta frá ta-pum 10 þús. kr. Þessi grill fást einnig í verzluninni Geysi. Fílar og geisjur úr f ílabeini FÍLABEIN er vinsadt til ýmis konar skrautmunagerðar. en ekki að sama skapi auðvelt að verða sér úti um hráefnið. og verðlag á filabeinsmunum i samræmi við það. I verzluninni Corus í Hafnar- stræti er að finna nokkra fíla- beinsmuni, þar á meðal eru tveir litlir fílar, skreyttir túrkis- steinum, og kostar stykkið litlar 317.820 kr. eða parið 635.640. Þá eru einnig til geisjustyttur, tvær litlar á 225.875 kr. stk. og ein stór á 254.645 kr. Lítið ker, einnig skreytt túrkis-steinum, er að finna meðal fílanna og geisjanna og kostar það 169.115 kr. Allir eru munir þessir frá Kína og handunnir. Ljósm. Mbl. Emiiía. Lokaútsala allt á að seljast Fatnaöur og vefnaðarvara á stórlækkuðu verði Dömu og herrabuxur frá kr. 8.900,- Barnabuxur frá kr. 4.900.- Sumarjakkar á dömur, herra og börn frá kr. 6.900.- Efni: Flauel, denim, poplín, flannel, fóöur o.fl., o.fl. Komið snemma og náið því besta. Verksmiðjusala Skipholti 7. rilÍiMii.iijk'x naiailliBr ■laiHM i iMiaiaa aiMM Allthrann IBI ■ ■I ■rsa I !■ •trn Foröist stórtjón meö AUTRONICA brunaviövörunarkerfi AUTRONICA brunaviðvörunarkerfi • Henta fyrir sjúkrahús, skóla, hótel, söfn og allar stærri byggingar • Tæknilega fullkomin • Fallegt útlit • Hagstætt verö • Tryggingaiögjöld lækka • Samþykkt af Brunamála- stofnun Ríkisins • Mjög góö reynsla • Tæknimenn sjá um ráögjöf og þjónustu mmm ■0 mm mmm ■□ um mmm ■■ mmm ■■ mm mmm ■■ ■■ ■■ ■■ mmm ■■ ■ ■■■ ■ m m heimilistæki hf TÆKNIDEILD — SÆTÚNI 8 — SÍMI 24000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.