Morgunblaðið - 13.07.1980, Síða 23

Morgunblaðið - 13.07.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1980 23 þau voru saman heima, og þau voru kölluð þar íslenzkir krakkar, eins og þau höfðu verið kölluð danskir krakkar í Reykjavík. >au vildu ekki gleyma. En þegar þau stækkuðu, var erfitt fyrir þau að finna orð fyrir hugsanir sínar, af því að þau kunnu ekki nema barnamál og höfðu engar ísienzk- ar bækur. Svo fór Dengsi að gleyma íslenzkunni, eftir að Gagga fór aö heiman til að ganga í skóla, enda var hann yngri og kunni minna, þegar hann fór héðan. En þau systkinin hafa alltaf verið dálítið feimin að tala dönsku hvort við annað. Gagga gekk í menntaskóla og varð stúdent 19 ára gömul. Þá fékk hún að fara heim til Islands í kynnisför til móðursystur sinnar. Skipið fór norður fyrir land. Það kom upp að norðausturströndinni í svartaþoku. Gagga stóð uppi á þilfari og mændi í áttina til lands, en sá ekkert. „Hvaða hljóð var þetta?“ spurði hún einn samferða- manninn. „Það er kýr að baula í landi." Gagga hefur aldrei verið nein beygja. En hún varð svo glöð, þegar hún heyrði aftur þetta hljóð frá íslandi, að hún varð að harka af sér að fara ekki að gráta. Þetta varð skemmtilegt sumar fyrir hana og hún rifjaði íslenzkuna talsvert upp, þó að margir vildu tala dönsku við hana. Þegar hún kom aftur til Dan- merkur, byrjaði hún að læra að syngja. Hún var tíu ár við söng- nám, fyrst í Höfn, síðan í París. Hún söng fyrst opinberlega í Höfn 1926, og sama sumarið fór hún til íslands og söng í Nýja Bíó. Hún söng frönsk, þýzk, dönsk og ís- lenzk lög, Ijómandi fallega og smekklega. En ekki datt mér þá í hug, að hún ætti eftir að verða ein af frægustu söngkonum, sem nú eru uppi. Haustið 1933 var ég í Stokk- hólmi og sá auglýst, að Engel Lund ætlaði að syngja. Eg gat ekki hlustað á hana fyrsta kvöldið, því að ég átti að kenna í háskólanum á sama tíma. En ég frétti á eftir, að aðsóknin hefði verið lítil, en þetta hefði þótt alveg sérstakt og áheyr- endur verið mjög hrifnir. Næsta skipti gat ég verið viðstaddur. Gagga söng í stórum sal, og hann var þéttskipaður. Og þetta var ekki aðeins þroskaðri söngkona en hafði sungið í Reykjavík sjö árum áður, heldur alveg spánný listak- ona. Þegar ég eftir sönginn fór að heilsa upp á hana bak við sviðið, kom gamli Sven Scholander, fræg- asti vísnasöngvari Svía, þjótandi og faðmaði hana að sér. „Kæra, elskaða Gagga, þú ert óviðjafnanl- eg.“ „Já, nú er ég að minnsta kosti notalega hlý,“ sagði Gagga glettn- islega. Hún var vitanlega í einu kófi eftir alla áreynsluna og hit- ann í salnum. Og nú þurfti ég að spyrja Göggu spjörunum úr, þegar ég gat talað við hana i næði, hvað á dagana hefði drifið og hvernig hún hefði tekið öllum þessum breytingum. Og sagan af því er í stuttu máli svona. IV Árið áður en Gagga lauk námi sínu í París 1928, fékk hún söngva- hefti eftir tvö frönsk tónskáld, Ravel og Milhaud, og í þeim voru meðal annars „Gyðingalög", sem henni fundust mjög sérkennileg. En þegar hún fór að syngja þau, var það erfitt og eins og eitthvað vantaði. Hún söng þau samt árið eftir í Þýzkalandi, vitanlega við franska texta, og þá kom til hennar áheyrandi, sem kunni eitt af lögunum, sem Milhaud hafði notað, eins og það var sungið meðal Gyðinga við texta á jidd- isch, hinu einkennilega blend- ingsmáli, sem talað var í Gyðinga- hverfum í Austur-Evrópu. Nú fannst Göggu allt breytast, lagið njóta sín og fara miklu betur til söngs. Hún fór að leggja sig eftir jiddisch og hebresku og safna að sér fleiri Gyðingalögum. Áður kunni hún nokkuð af íslenzkum og dönskum þjóðlögum. Þetta varð stofninn, sem hún byrjaði með og aefur síðan smáaukið. Það hefur ekki verið fyrirhafnarlaust að læra öll þau mál, sem hún syngur nú, og ná tökum á þessum undar- legu ljóðum og lögum. Sum þeirra hefur hún glímt við árum saman, áður en hún treysti sér til að syngja þau opinberlega. En oft, eftir að hún hafði lært ný mál af sjálfri sér, t.d. mállýzkuna á Suðureyjum (Hebrides-eyjum), hefur einmitt orðið á vegi hennar rétti maðurinn til að leiðbeina henni síðustu sporin. Haustið 1929 söng Gagga ís- lenzk lög í háskólanum í Berlín. Þýzk stúlka, sem hafði stundað íslenzk fræði og ferðazt hér á landi, var fengin til að flytja formála til skýringar lögunum. Síðan fór Gagga til Hamborgar og söng þar sömu lögin, en hafði þá engan Þjóðverja, sem gæti talað um þau. Hún réðst í að gera það sjálf, þó að hún væri þá óæfð að tala þýzku, og það gekk ágætlega — betur en hjá lærðu þýzku stúlkunni í Berlín. Fólk hafði ekki nema gaman af því, þó að henni yrðu smávillur á í messunni, en hún fann, að hún gat undir eins fengið áheyrendurna til að hlusta. Þetta varð upphafið að því, að hún fór að leggja sig eftir að kynna þjóðlögin á þennan hátt, áður en hún söng þau. Og þetta sama haust hitti hún í Hamborg dr. Ferdinand Rauter. Hann hafði verið hljómsveitar- stjóri í söngleikahúsi, sem var nýlega farið á hausinn. Hann varð mjög hrifinn af söng Göggu, og hún fann, að hann hafði réttan skilning á því, sem hún vildi og var að leita að. Hann tókst á hendur að ferðast um með henni og ieika undir, fór að útsetja þjóðlögin handa henni og í sam- ráði við hana. Síðan hefur hann fylgt henni og aðstoðað hana, hvert sem hún hefur farið nema nú til Islands. Dr. Rauter, sem Gagga kallar Löve (ljón), er frá Austurríki, hámenntaður og fjöl- hæfur tónlistarmaður. Samvinna þeirfa hefur orðið þeim báðum mikils virði. Nú hafði Gagga Lund fundið sjálfa sig, fundið svið, þar sem allir hinir ríku hæfíleikar og stórbrotna og skemmtilega per- sóna hennar gátu þroskazt og notið sín, hlutverk, sem hún hafði skapað sér sjálf og gat leyst af hendi betur en nokkur annar. Þennan garð sinn hefur hún hald- ið áfram að stækka og rækta. Þar er hún heima hjá sér, þar er hún drottning í ríki sínu. Þetta finna allir ósjálfrátt, sem hlusta á hana. Maðurinn verður að vinna fyrir öllu, sem hann hefur fengið frá öðrum, til að eiga það með öllum rétti. Og — hann á í rauninni aldrei neitt nema það, sem hann er. y Þrátt fyrir hið geysimikla úrval ljóða og laga frá ýmsum löndum, sem Gagga kann að syngja, og allar þær tilbreytingar, sem hún getur gert á söngskrá sinni, hefur hún aldrei svo þjóðlagakvöld, að hún syngi ekki einhver Gyðinga- lög — og íslenzk lög. Og eitt er það, sem áheyrendur hennar hér á landi verða að fara á mis við: að heyra, hvernig hún flytur formál- ana að þessum íslenzku lögum í öðrum löndum. Þá tekst henni verulega upp. Öll ást hennar á Islandi og endurminningunum þaðan gerir þá formála óvenjulega hrífandi. Þegar hún lét gefa út í Englandi sýnishorn þeirra þjóð- laga, sem hún syngur, setti hún íslenzkt lag, Stóðum tvö í túni, fremst í bókina. Hún gleymir aldrei að láta þess getið, að hún sé borin og barnfædd á Islandi, og hún er oft blátt áfram kölluð „hin fræga íslenzka söngkona.“ Einu sinni hafði hún í auglýsingu í Þýzkalandi verið kölluð „íslenzki næturgalinn“. Hún gerði skemmtilega athugasemd um þetta næsta skipti, sem hún söng: „Ég er enginn næturgali, og á Islandi eru engir næturgalar. En ef þið viljið endilega kalla mig fugl, þá skuluð þið kalla mig mávinn úr Norðurhöfum." Eins og geta má nærri, dettur Göggu ekki í hug að afneita sínu danska þjóðerni og föðurlandi. En landið, sem fóstraði hana í barn- æsku, á svo djúp ítök í hjarta hennar, að henni finnst hún aldrei geta goldið því þakkarskuld sína nógu rækilega. Hún hefur áreið- anlega borið nafn ísiands víðar en flestir aðrir og alltaf á þann hátt, að það hefur varpað ljóma á land og þjóð. Við íslendingar þurfum Sjá niöurlag á bls. 26. assGagga Lund Mig lángar, þó ekki væri nema í símskeytisformi, að fá að taka í höndina á Göggu á afmæli einsog þessu, þegar í rauninni ætti að fara að skylda mann til að kalla hana frú Engel Lund; en því nafni, og reyndar er skírnarnafn, hét hún eftir að hún fór að koma fram sem úng saungmær erlendis, og hélt því á margþættum starfsferli sínum og ég kann ekki að rekja; þó veit ég að hún gerði nokkur sérstæð íslensk þjóðlög að saungskrárefni suðrí Evrópu. En þegar hún kvaddi hjá BBC, þar sem hún hafði leingi haft stöðu, og kom híngað að sækja flautabollann, einsog við segjum um þann sem leitar bernskustöðvanna aftur, þá feingust íslendíngar ekki til að kalla hana fullorðinsnafni sínu, Engel, og það þó hún sé sannanlega eingill og það einginn smáeingill. Hún er uppalin hér, átti hér heima til 10 ára aldurs. En þegar árin færast yfir er eitthvað sem dregur mann heim; heimilisfángið býr í sálinni. Altíeinu stendur meðal okkar útlend kona sem , talar íslensku frá því fyrir fyrra stríð; íslensku sem vekur klassíska heimþrá til horfinna hluta, liðinna daga. Hún gaf okkur í rauninni til baka þann part af íslandi sem hún sjálf var. Þessi glæsilega mentakona sem feingið hafði Island að nokkurskonar andlegri vöggu- gjöf af dönskum foreldrum sínum, hún hafði aldrei verið nær hamíngju bernsku sinnar en þegar hún kom aftur og fann okkur á sama stað — svona nokkurnegin. Íslendíngar hafa minni einsog gamlir hestar. Þegar hún kom aftur eftir öll þessi ár, hámentuð evrópisk listakona, mundu þeir að hún var ein af oss, og báðu hana gera svo vel og koma inn og fá sér sæti og kenna okkur að sýngja. Gagga, má ég þakka þér fyrir að þú komst aftur og gafst okkur tækifæri að læra af þér saunglist og eignast í þér vin og landa um leið og þú kendir okkur að meta að verðleikum mannkosti dana og svo mart sem sannfagurt er í Danmörku. Halldór Laxness.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.