Morgunblaðið - 13.07.1980, Síða 24

Morgunblaðið - 13.07.1980, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JULI1980 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, símí 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakið. Frakkar og Atlants- hafsbandalagið Afstaða Frakka til Atlantshafsbandalagsins hefur verið sú síðan 1966, að þeir hafa tekið þátt í stjórnmálasamstarfi bandalagsríkjanna en ekki verið þátttakendur í sameiginlegu varnarkerfi bandalagsins. Frakkar treysta á eigin kjarnorku- mátt og telja, að yfirlýsingar sínar þess efnis, að hver sá, sem á Frakkland ráðist verði fyrir kjarnorkuárás, dugi til að fæla menn frá innrás í land sitt. Þess hefur orðið vart síðustu vikur, að í Frakklandi vex þeim fylgi, sem telja, að þessi stefna sé ekki lengur í samræmi við kröfur tímans. Nýleg ummæli Valery Giscard d’Estaings Frakklandsforseta um framleiðslu á nifteindasprengjunni eru staðfesting á því, að hugmyndirnar um breytingar á varnarstefnu Frakka séu þar til umræðu á æðstu stöðum. Nifteindasprengjan er vopn, sem notað yrði á vígvellinum. Sá, sem yfir því ræður, ætlar sér ekki að svara árás á sig með allsherjarkjarnorkuárás heldur hefur hann í hyggju að heyja styrjöld við óvininn í návígi. Hann ætlar að fylgja hinni samræmdu stefnu, sem Atlantshafsbandalagið hefur mótað, að svara árás með stigmögnuðum varnaraðgerð- um. Ekki er enn endanlega ákveðið, hvort Frakkar hefji fjöldaframleiðslu á nifteindasprengjunni. Ákvörðun um það verður ekki tekin, fyrr en eftir forsetakosningarnar þar á næsta ári. Greinilegt er, að í þeirri flokkasamsteypu, sem stendur einarðlegast að baki Frakklandsforseta er meiri áhugi á framleiðslu sprengjunnar en í hópi sanntrúaðra gaullista, sem forsetinn verður einnig að sækja styrk til ætli hann að ná endurkjöri. Vert er að hafa þessar staðreyndir í huga, þegar metnar eru yfirlýsingar Valery Giscard d’Estaings í opinberri heimsókn hans til Vestur-Þýskalands í vikunni. Þar lagði hann höfuðáherslu á hlutverk Vestur-Evrópu í alþjóðastjórnmálum, um leið og hann ítrekaði, að samstarfið við Bandaríkin í öryggismálum innan Atlantshafsbandalagsins sé óhjákvæmileg forsenda fyrir evrópskum styrkleika. Af ýmsum hafa ummæli forsetans um nauðsyn samstarfsins við Bandaríkin verið túlkuð sem öflugasta stuðningsyfirlýsing fransks ráðamanns við Atlantshafsbandalagið um langt árabil. Umræður um hlut Vestur-Evrópu í alþjóðastjórnmálum og áhrif eru ekki nýjar af nálinni, hins vegar mun sú áhersla, sem Frakklandsforseti lagði á mikilvægi þess, að Evrópuríkin létu meira til sín taka, verða til að endurvekja þær. Helmut Schmidt kanslari Vestur-Þýskalands var ekki eins hástemmdur og Frakklandsforseti, er hann lýsti stuðningi við sjónarmið hans. En þessir tveir mikilhæfu stjórnmálamenn hafa undanfarnar vikur og mánuði lagt á það kapp að minna menn á það hlutverk, sem Evrópa getur gegnt milli risanna í austri og vestri, með því að ganga til viðræðna við Kremlverja um alþjóðamál, á meðan Bandaríkjamenn vilja sem minnst samskipti við þá eiga. Hugmyndir hafa verið settar fram um það af sérfróðum aðilum í Frakklandi, að ekki kynni að vera óskynsamlegt að Frakkar og Vestur-Þjóðverjar sameinuðust um kjarnorkuher- afla og treystu þannig stöðu sína sem öflugt meginlandsveldi. Þessum hugmyndum hefur verið hafnað sem fjarstæðu, bæði af vestur-þýskum og frönskum ráðamönnum, en þær sýna, að opinberlega velta menn mörgu fyrir sér, þegar þeir fjalla um þá hættu, sem yfirþyrmandi herstyrkur Sovétríkjanna hefur í för með sér fyrir Vestur-Evrópu. Ljóst er, að án öryggissamstarfs við Bandaríkin eiga lýðræðisríkin í Evrópu í vök að verjast gagnvart Sovétríkjun- um. Af því leiðir, að umræður um aukin áhrifamátt Evrópu byggjast ekki á raunsæjum grunni nema mikilvægi þessa samstarfs sé ítrekað. Röksemdafærsla Frakklandsforseta tekur mið af þessu, og hugmyndir um endurskipan franskra varnarmála leiða líkur að því, að Frakkar séu að íhuga að treysta tengsl sín við Atlantshafsbandalagið í varnarmálum. Rey kj aví kurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 12. Þess var minnst nú í vikunni að tíu ár voru liðin frá slysinu á Þingvöllum, þegar þau fórust í eldsvoða forsætisráðherrahjónin Sigríður Björnsdóttir og Bjarni Benediktsson ásamt dóttursyni sínum Benedikt Vilmundarsyni. Af því tilefni verða í Reykjavík- urbréfi að þessu sinni birtir kaflar úr Reykjavíkurbréfum frá fyrri helmingi ársins 1970. Bjarni Bene- diktsson ritaði Reykjavíkurbréfið um árabil og Morgunblaðið vill gefa lesendum sínum kost á að rifja upp nokkur af þeim atriðum, sem hann fjallaði um á þessum vettvangi síðustu mánuðina. Fyrstu þrír kaflarnir birtust 11. janúar 1970. Fjórði kaflinn birtist 14. júní 1970 og tveir hinir síðustu 21. júní 1970. Áratugur hinna mestu framfara Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum fyrir röskum 10 árum, var ömurlegt um að litast í íslenzku þjóðlífi. Raunar hafði furðanlega tekist að halda í horf- inu frá því, að vinstri stjórnin gafst upp í desember 1958 á meðan Alþýðuflokkurinn einn var við völd með stuðningi og atbeina Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarandstæðingar tala að vísu stöðugt um það sem höfuð- ávirðingu núverandi stjórnar, að hún hafi byrjað með því að fella gengi íslenzku krónunnar á árinu 1960. Satt er það, að formlega kom það í hlut hinnar nýju stjórnar að fella gengið, en raunverulega hafði það verið fellt á dögum vinstri stjórnarinnar. Þá hafði verið sett upp margflókið útflutn- ingsgjaldakerfi, sem jafngilti gengislækkun. Enda varð raunin sú, að á svörtum markaði hafði verðgildi krónunnar fallið langt niður fyrir það, sem ákveðið var 1960. Þegar stjórnin tók við, voru engir gjaldeyrissjóðir til, og erfið- lega horfði um öflun ýmissa brýnna nauðsynja. Þetta var því átakanlegra sem síðasta ár vinstri stjórnarinnar hafði verið mesta uppgripaár, sem þangað til hafði gengið yfir íslenzku þjóðina. Það voru þess vegna eingöngu heima- tilbúnir innri erfiðleikar, ekki síst sundrung og ósamlyndi valdhaf- anna, sem leiddi tii þess hörmung- arástands er fyrsta verk viðreisn- arstjórnarinnar var að bæta úr. Síðan hefur á ýmsu gengið. En óumdeilt er, enda óumdeilanlegt, að fram til 1967 var þessi árin meiri velmegun og meiri eigna- söfnun á meðal íslenzku þjóðar- innar en nokkru sinni fyrr í hennar nær 1100 ára sögu. Síðan kom snöggur afturkippur, svo að lífskjör hlutu að versna og fram- förum að seinka um sinn. Engu að síður mun raunin samt verða sú, að þegar litið er á áratuginn í heild, þá hafa á honum orðið meiri framfarir og velmegun þjóðar og einstaklinga aukist hraðar en á nokkrum öðrum áratug. Þad þarf sterk bein Málshátturinn segir, að það þurfi sterk bein til að þola góða daga. Sú varð raunin á með vinstri stjórnina, sem beinlínis gafst upp fyrir of miklum afla og hagstæðu verðlagi. Uppgjöf af þvílíkum ástæðum er raunar lítt lofsverð, en engu að síður verður að játa, að þarna var um að ræða raunveru- lega örðugleika, hverjar sem orsakir þeirra voru. Á árunum 1959 til 1966 var einnig við marg- háttaða örðugleika að etja, þótt aflabrögð og verðlag væru okkur þá yfirleitt, að vísu ekki undan- tekningarlaust, hagstæð. Vegna hins mikla síldarafla skapaðist ýmiskonar ójafnvægi í þjóðfélag- inu, sem ekki varð ráðið við, nema með uppbótargreiðslum til ein- stakra atvinnugreina. Ekki vegna þess, að þeim út af fyrir sig gengi illa en þeim gekk ver en síldveið- unum, og þess vegna varð að jafna metin. Þetta orsakasamhengi áttu sumir, jafnvel skýrir menn erfitt með að skilja. Þess vegna var það, að einn af forystumönnum Fram- sóknar, sem lengi hafði verið í stjórn Seðlabankans, taldi sumar- ið 1965, að gengislækkun væri óhjákvæmileg, á sama tíma og gjaldeyrissjóðir söfnuðust fyrir. Minni skilning á orsökum erfið- leika og viðbrögðum gegn þeim er erfitt að finna. Hitt var rétt, að þarna voru fyrir hendi erfiðleikar, sem varð að leysa og voru leystir, þótt með allt öðrum hætti væri, heldur en Framsókn hafði sagt fyrir. Blindir á bád- um augum Þó að játa verði að margskonar erfiðleikar hafi verið fyrir hendi á árunum fram til 1967, þá var það fyrst á því ári, sem verulega kreppti að. Berum saman viðbrögð ríkisstjórnar og stjórnarandstæð- inga við vandamálunum, sem síð- an hefur þurft að leysa. Strax á árinu 1966 þurfti að gera ákvarð- anir, sem síðan höfðu úrslitaáhrif. Þá varð að taka ákvörðun um það hvort ráðast ætti í virkjun Þjórsár við Búrfell og gera álsamninginn við Alusuisse. Þetta tvennt var óaðskiljanlegt. Stórvirkjun Þjórs- ár var ekki framkvæmanleg nema með tryggingu á sölu mikils hluta orkunnar. Það lá í augum uppi að þvílíka tryggingu var ekki hægt að fá, nema slíkt orkumagn væri selt fyrir mun lægra verð en unnt er að láta í té þeim, er kaupa lítið og mjög mismunandi magn af orku. Þessir notendur hefðu hins vegar þurft að borga enn hærra verð, ef ekki hefði tekist að tryggja fasta sölu á miklu afli. En verð á því mátti ekki vera hærra en svo, að það gerði girnilegt fyrir kaupend- ur, er áttu margra kosta völ, að koma til íslands, og varð það þó að standa undir kostnaði verksins að sínu leyti og vel það. Öllu þessu tókst að ná með álsamningunum. Engu að síður hafa um fá mál orðið meiri átök á Alþingi. Einar Olgeirsson sagði eitthvað á þá leið, að andstaðan gegn varnarsamn- ingnum við Bandaríkin og aðild að NATO mundi reynast smáræði við þann fjandskap, er komið yrði af stað gegn álverksmiðjunni. Hannibal Valdimarsson, er þó var einna hógværastur af þeim félög- um þá, sagði að skera bæri upp herör um allt land til að koma í veg fyrir ófarnaðinn, er af þessari samningsgerð mundi leiða. Fram- sókn var einnig eitruð í sinni andstöðu þ.e.a.s. að meginstofni til. Eysteinn Jónsson og aftur- haldslið hans taldi landauðn blasa við, ef þvílík ósköp yrðu sem gerð álsamningsins. Honum gekk samt illa í fyrstu að halda liði sínu saman. Alla kúgaði hann þó til uppgjafar, áður en yfir lauk. Báglegast var hvernig fór fyrir Steingrími Hermannssyni og Jóni Skaftasyni, sem var þó jafn hræddur við kjósendur og Eystein og sat þess vegna hjá. Hvað um tveggja flokka kerfið? Aldrei hefur neinn stjórnmála- flokkur á íslandi talið sig hafa meiri vinningsmöguleika en Framsókn hefur haldið um sjálfa sig síðari ár. Þessar vinningsvonir voru langt frá því að vera jafn Bjarni Benediktsson. í Reykjavikui ritaði i janúar og júni 1970. fráleitar og flestum kann að virðast eins og nú horfir. Fyrstu forystumönnum flokksins tókst að byggja upp öruggara valdakerfi og sterkari fjárhagslegan bakhjall fyrir flokk sinn en nokki;u sinni, alla hefur þekkst á íslandi. Auð- vitað ræður Framsókn ekki öllu í SÍS eða einstökum félögum innan þess, en þangað sækir flokkurinn það afl, sem honum hefur aldrei brugðist, þegar mest á reið. Þetta hefur haldist, þó að flokkurinn sé nú fyrir löngu hættur að vera sérflokkur samvinnubænda eins og hann var í upphafi. Að vísu má segja, að óljós samvinnuhugsjón sé enn hin hugmyndafræðilega uppistaða flokksins. En sú hug- sjón er fyrir löngu orðin harla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.