Morgunblaðið - 13.07.1980, Síða 25

Morgunblaðið - 13.07.1980, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1980 25 Veldur St. Helena kulda og vætu á Bretlandi? óskýr, og fylgi flokksins er nú ekki síður á meðal ýmissa harðsnúinna gróðamanna í þéttbýli en sam- vinnubænda í strjálbýlinu. Það er einkum hinn sterki fjárhagsbak- hjallur og margháttuð fyrir- greiðsla í skjóli hans, er tengir hina ólíku hagsmunahópa saman í eina fylkingu. í flestum megin- málum hefur flokkurinn hreinlega gefist upp við að hafa ákveðna stefnu, heldur treystir á, að hjörð- in skili sér á réttum tíma að básunum, sem henni hafa verið búnir. Þess vegna getur flokkur- inn eftir atvikum þóttst vera ýmist milliflokkur, vinstri flokkur eða hægriflokkur, eftir því hvern- ig vindurinn blæs á hverjum stað og tíma. Nú er það út af fyrir sig ekkert einstakt fyrirbæri að flokk- ar geti haldist, þó að þeir hafi engar sameiginlegar hugsjónir eða hugmyndafræðilegan hrygg. Slíkt hefur t.d. lengi tíðkast í Bandaríkjunum, og ýmsir telja að það hafi þar vel gefist. Það er og vafalaust vegna reynslunnar fyrir vestan, sem Framsóknarmenn fyrir nokkru árum fundu upp á því, að segjast ætla að koma á svokölluðu tveggja flokka kerfi hér á landi. Þá ráðgerðu þeir, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi í stórum dráttum haldast óbreyttur en sjálfir hugðust þeir taka að sér hlutverk allra vinstri flokkanna til viðbótar sínu eigin! Með þessu ætluðu þeir strax í upphafi að verða jafningjar Sjálfstæðismanna og innan stundar tryggja sér varanleg völd, svo sem þeir áður höfðu í skjóli ranglátrar kjör- dæmaskipunar. Gerum ekki þjóðarskömm Það sýnist vera orðinn fastur liður á samkomum forystumanna ferðamála hérlendis, að gera sam- þykktir, þar sem fjargviðrast er yfir, að Almannagjá skuli hafa verið lokuð fyrir bifreiðaumferð. Hér er um að ræða mál, sem menn hafa bersýnilega mjög ólíkar skoðanir á. Þess vegna tjáir ekki að láta ferðamálamenn talast eina við. Víst má á það fallast, að fyrir ókunnuga sé það tilkomumikið að aka skyndilega af gjárbarmi ofan í Almannagjá. Svo kann það og að taka allt að því fimm mínútur að ganga frá bílastæðum að Lög- bergi, og verður að játa að það sé langur gangur fyrir farlama fólk. En ekki er síður tilkomumikið að fara fótgangandi í gjána, heldur en að aka þangað i lokaðri bifreið, og öll gönguferðin á milli bíla- stæða tekur ekki meira en h.u.b. 10 mínútur. Ekki myndi það þykja löng gönguferð á safni eða í stórri kirkju erlendis, sem tíðkað er að teyma ferðafólk um. A hitt er einnig að líta, að einmitt á þessum spöl er Almannagjá hluti af okkar fornhelga þingstað, og er jafnfrá- leitt, að trufla hann með bílaum- ferð eins og söfn, kirkjur, Colosse- um, Akropólis eða aðra slíka helgistaði annarra þjóða. Ofan á þetta bætist mikil hætta af grjót- hruni, ef uppi væri haldið stöðugri umfeð þungra ökutækja. Þingvell- ir hafa stórum breytt um svip til hins betra eftir að Almannagjá var friðuð með þessum hætti. Nú ríkir ró og tign yfir Lögbergi, þar sem áður mátti oft ekki heyra mannsins mál fyrir vélaskrölti og moldarmökkur grúfði yfir. ís- lenzkir ferðamálamenn hafa sýnt lofsverðan áhuga og sennilega unnið gott starf. En svo margt er enn ógert í þeim málum, að mjög er óhyggilegt fyrir þá að vekja gegn sjálfum sér óvild og deilur, sem þeir hefðu enga getu til að verjast, ef þeim tækist að van- virða helgi Þingvalla. Lítill þjóðhátíðar- bragur Eins og á stóð, var skiljanlegt, að lítili þjóðhátíðarbragur væri yfir Reykavík hinn 17. júní að þessu sinni. Svo var einnig yfir dagblöðunum, þar á meðal Morg- unblaðinu. E.t.v. skýrist þetta af því, að menn verði þreyttir á því að segja ætíð hið sama og óttist að ofmetta lesendur á stöðugum frá- sögnum af því, sem áður gerðist og varð tilefni þess, að þjóðhátíð er haldin. Hugsi menn svo, þá er því gleymt, að ætíð bætast nýir í hópinn og að gamla atburði verður að skoða í ljósi líðandi tíma. Sennilega hefur það verið tilvilj- un, að Morgunblaðið skyldi hinn 17. júní birta mynd af Grími Thomsen, en ekki Jóni Sigurðs- syni. Gríms var hins vegar ekki minnst þegar hann átti 150 ára afmæli fyrir rúmum mánuði, þ.e. hinn 15. maí sl. Grímur var þó eitt bezta og rammíslenzkasta skáld ekki einungis á síðustu öld, heldur um allar aldir íslandsbyggðar. Enn hafa honum engan veginn verið gerð þau skil, er honum ber. Haft hefur verið á orði, að ýmsir mætir menn hafi verið að safna drögum að ævisögu hans. En ekkert hefur orðið úr því, að sú saga birtist. Sannarlega væri þó fróðlegt að fá úr því skorið, hvort Grímur hafi komizt til jafn mik- illa valda í Danmörku og sumir hafa haldið fram. Um þetta hljóta að vera til öruggar heimildir. Ef ekki, þá er um að ræða ýkjur í hugmyndum manna hér, ýkjur sem þarf að leiðrétta. En 17. júní er hollt, að minnast þess að þeir Jón Sigurðsson og Grímur Thom- sen þóttu lengi vera litlir vinir. Á æskuárum sínum var Grímur þó um hríð viðriðinn útgáfu Nýrra félagsrita undir forystu Jóns. Síð- ar beindist hugur hans að öðru. Eftir að hann settist hér að var hann talinn í hópi andstæðinga Jóns. Þess vegna var það, að þegar Grímur kom í jarðarför Jóns á gráum frakka, kvað Matthías Jochumsson. Grímur fylgdi á gráum kufli gamla Jóni hreysiköttur konungsljóni. Á þessum árum var Grímur talinn dansklundaður og þar með lítill íslendingur. Nú á dögum kemur engum til hugar að segja slíkt. Stjórnmálaskoðanir Jóns Sigurðssonar og Gríms Thomsen voru vafalaust harla ólíkar. Jón Sigurðsson hafði óendanlega meiri þýðingu fyrir frelsi íslands og var miklu betur að sér í sögu þjóðar- innar. Grímur var hins vegar betur menntaður á alþjóðlega vísu og miklu víðförulli. Báðir voru dæmi þess, hvernig gerólíkir menn geta verið jafngóð- ir íslendingar og lifað þannig, að aðrir mega vera stoltir af að teljast til sömu þjóðar. Ixindon. 10. júli. AP. BRESKUR vísindamaður. próf- essor Hubert Lamb. segir að askan úr eldgosinu i St. Helenu setliklegasta skýringin á köldu og vætusömu sumri i Bretlandi. Lamb segir að askan úr eldfjall- inu hafi þrýstst inn i skýjahulu sem umlýkur norðurhveli jarðar. Segir hann að magn öskunnar sé liklega eins mikið og það sem sprengingin mikla á Krakatoe þeytti út i andrúmsioftið árið 1883. Aska sú gerði það m.a. að verkunt að mjög kólnaði i veðri. Síðasti mánuður var sá vætu- samasti sem komið hefur í Bret- landi í meira en 100 ár, segir VERKFALLSAÐGERÐIR á olíu borpöllum við Noreg urðu við- tækari er í hóp verkfallsmanna bættust meðlimir i Norska sjó- mannafélaginu. Hófu þeir verk- fall á miðnætti 9. júlí en alls starfa 2.100 meðlimir í félaginu við olíuhoranirnar. Áður hafði öll starfsemi á svæðinu stöðvast vegna verkfallsaðgerða 2000 starfsmanna við borana sjálfa. ÞRÍR Palestinuarahar biðu bana í gær. þegar sprengja. sem þeir höfðu í smíðum. sprakk i höndun- um á þeim. að því er haft er eftir talsmanni ísraelska hersins. At- hurðurinn varð á vesturbakka Jór- danár. sem ísraelsmenn ráða. Mjög ófriðlegt hefur verið á Vest- Fagnað sem þjóðhetju Nahlus. 10. júli. AP. BASSAM Shakaa bæjarstjóra. sem missti báða fætur í bila- sprengjutilræði, var fagnað sem þjóðhetju þegar hann kom aftur heim i dag frá Jórdaniu. þar sem hann fékk læknismeðferð, og mik- ill fögnuður og eldmóður greip um sig meðal Palestinumanna i Nablus. Þúsundir söfnuðust saman á götunum til að fagna sjúkrabíln- um, sem flutti þjóðernisleiðtogann heim og sauði var fórnað á þaki bifreiðarinnar, þegar hún kom til heimilis hans i borginni. „Þeir ætluðu að drepa mig, en ég lifi,“ sagði Shakaa hundruðum manna sem ruddist inn í hús hans. „Ég lifi í nafni Allah og í nafni Palestínu. Blóð þjóðar minnar er sterkara en það sem þeir ætluðust fyrir. Við erum sameinaðri en áður.“ „Þjóð Palestínu. Ég gef ykkur líf mitt, blóð mitt og ást.“ Syntu til frelsisins Vln. 10. júli. AP. ÞRÍR Slóvakar komust heilu og höldnu til Austurríkis á mánudag með því að synda yfir landamæraá þrátt fyrir skothríð frá tékkó- slóvakískum landamæravörðum að því er skýrt var frá í dag. veðurstofan í London þrátt fyrir að endanlegar skýrslur liggi ekki enn fyrir. Fyrsti dagur júlímánað- ar var kaldasti dagur þess mánað- ar í 34 ár. Mesti hitinn þann dag mældist 130C. Starfsfólk veðurstofunnar er orðið svo langþreytt á fólki sem kennir því fiersónulega um kuldann og rigninguna að það sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að það eigi enga sök á því hversu slæmt veðrið hafi verið í sumar og að það sé orðið jafn leitt á því og aðrir. Veðurstofan spáir minnkandi rigningu en áframhaldandi skýja- hulu yfir Bretlandseyjum. Ríkisstjórnin mun ekki stöðva verkföllin með lagasetningum í bráð þó svo að ríkið tapi sem svarar 9 milljörðum íslenskra króna á dag. Verkfallið tefur líka tilrauna- boranir norðan 62. breiddargráðu. Upphaflega átti að bora þar tvær holur en verði verkfallið lengi verður aðeins ein hola boruð á því svæði. urbakkanum síðan í maíbyrjun þeg- ar Palestínumenn sátu fyrir og drápu sex ísraelska landnema. Mán- uði seinna slösuðust tveir leiðtogar Palestínumanna þegar sprengjur sprungu í bílum þeirra. Talið er, að ísraelsku landnémarnir hafi verið að hefna félaga sinna með þeim hætti. Utanríkisráðherrar múham- eðstrúarríkja koniu saman til fundar í dag í Amman í Jórdaníu til að ræða aðgerðir Israelsmanna á Vestur- bakkanum og í Gaza og hvernig koma megi Austur-Jerúsalem undan yfirráðum ísraelsmanna. Frelsis- hreyfing Palestínumanna (PLO) fór fram á, að fundurinn yrði haldinn vegna atburðanna á Vesturbakkan- um og þess, að ísraelska þingið hefur samþykkt tillögu, sem gerir ráð fyrir að ísralesmenn slái eign sinni á Austur-Jerúsalem. Sú tillaga olli því, að Anwar Sadat sleit viðræðun- um við ísraelsmenn um sjálfsstjórn- armál Palestínumanna. Von fyrir M.G.-sport- bíla London. 11. júlí. AP. ÓNAFNGREINDUR Japani til- kynnti í dag. að hann heíði áhuga á að leggja fram fé það. sem þarf til þess að bresku Leylandverk- smiðjurnar geti haldið áfram að framleiða sportbílinn M.G. For- maður þess hlutafélags. sem und- anfarið hefur reynt að afla fjár- ins, tilkynnti þetta 21 stundum eftir að verksmiðjurnar, til- kynntu að framleiðslu bílsins yrðu hætt í október. Talsmaður Leylandverksmiðj- unnar sagði, að ef trygging fyrir fénu fengist fyrir lok þessa mán- aðar, væri hugsanlegt að taka upp viðræður við hlutafélagið. „Ef það dregst lengur er engin von,“ sagði talsmaðurinn. •bréfi í dag eru birtir nokkrir kaflar úr Reykjavíkurbréfum. sem hann Fleiri í verkfall á olíuvinnslu- svæðinu við Noreg Frá Jan Krik Lauré. írótta- ritara Mhl. i Ósló. 12. júli. Þrír Arabar bíða bana í sprengingu Tel Aviv. 12. júll. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.