Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLI 1980 Hvaða bækur ættum við að lesa í sumarleyf inu? eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Förförarens nya dagbok er nýjasta bók sænska rithöf- undarins Ake Leijonhufvud og kom út núna í vor. Fyrir nokkur var rithöfundurinn hér á ferð á vegum Norræna hússins og kynnt var í Mbl. bók hans „Anna & Christian" sem kom út í fyrra og vakti feikna athygli. Förförarens nya dagbok er afar glæsileg bók, vel gerð. Hún fjallar um Inga Klein, sem er dósent í stærðfræði maður á fimmtugsaldri, myndarmaður í hvívetna og konur renna til hans hýru auga. Hann er giftur Gunn- el, sem er lektor í bókmenntum og eiga tvö börn, búa í raðhúsi; þeim líður mæta vel. Eða hvað? Reyndar líður Inga Klein ekki vel. Hann reykir of mikið, hann fær martröð hverja nótt, hann er óöruggur og hann er aldrei glaður. Hann kynnist ungri danskri stúlku Marie og eftir mikil umbrot á heimilinu flytur hann með henni í kommúnu á Sjálandi. Þau eru ósköp ánægð með lífið, martraðirnar hætta og allt fær á sig annan svip. Og þó. Hann er upptættur tilfinninga- lega, eftir hverja heimsókn til konu sinnar og barna og hann á erfitt með að slíta sig lausan, einkum leita hugsanir um börn- in mjög á hann. Ung dóttir hans veikist, hún fær heilaæxli og deyr og það verður honum meira áfall en svo að hann fái undir því risið. Marie á ekki þátt í þeirri Fbrförarens rrra dagbok sorg og getur ekki deilt henni með honum. Þau virðast elskast enn, en einhvern vegínn er það svo að sambandi þeirra lýkur á þeim punkti, í raun gegn beggja vilja og kannski það eina í bókinni sem mér fannst höfundi ekki takast að koma nægilega sannfærandi til lesandans. Það sem hann vill bersýnilega sagt hafa er að nýr lífsmáti er ekki einhlítur til frelsunar og láns og lukku. Það er hæpið, að Ingi Klein fari nokkurn tíma aftur heim til konu sinnar, hann reynir væntanlega að sætta sig við dótturmissinn og byggja upp nýtt líf. Lesandinn veit ekki hvort honum muni takast það og endir bókarinnar er verulega áhrifamikill. So Long as You Both Shall Live eftir Ed McBain, sem mun vera höfundarnafn Evans Hunters. Ed McBain er vel þekktur saka- málasagnahöfundur, en þetta er fyrsta bók, sem ég hef lesið eftir hann og er harla skemmtileg. Þar er sagt frá löreglumannin- um Kling og sagan hefst á brúðkaupsdegi hans og Augustu, undurfagrar ljósmyndafyrir- sætu.þau eru komin upp á hótel- herbergið, brúðkaupsnóttin blas- ir við, björt og spennandi og Kling ætlar rétt að bregða sér í sturtu. Þegar hann kemur aftur fram er brúðurin horfin. Á einhvern óskiljanlegan hátt virðist henni hafa verið rænt á þessum fáu mínútum, sem brúð- guminn var að snurfussa sig á baðinu. Síðan gengur söguþráð- urinn út á að lýsa leit lögregl- unnar að ræningjanum og er stígandi og spenna sögunnar rétt eins og bezt gerist í góðum sakamálasögum. Mommie Dearest eftir Christinu Crawford kom út fyrir tæpum tveimur árum og vakti firna mikla athygli. Bókina skrifar kjórdóttir leikkonunnar frægu Joan Crawford, og segir dóttirin ófagrar sögur af æskui og uppvaxtarárum sínum undir handarjaðri móðurinnar. Joan Crawford tók fjögur kjörbörn og voru þau í bernsku einhver þekktustu börn kvikmyndaborg- arinnar Hollywood, Joan var óspör á að leyfa ljósmyndurum að mynda þauí bak og fyrir, ásamt ástríkri móður. Hún hik- aði almennt ekki við að auglýsa börnin, þegar hún taldi það yerða sjálfri sér til framdráttar. I fyrra skrifaði ég um bók sem Bob Thomas ritaði um ævi Joan Crawford sjálfrar. Þar kom fram, þótt hógvært væri frá sagt, að vinir hennar og margir sem þekktu vel til, voru á stundum þrumu lostnir yfir þeirri hörkulegu meðferð sem börn hennar fengu, þegar ljós- myndarar voru hvergi nærri. Einkum bitnaði skapofsi hennar og geðsveiflur mjóg á Christinu og bróður hennar, Christopher. Við hann hafði Joan reyndar ekkert samband síðustu tuttugu árin sem hún lifði. Christina er ekki að skafa utan af neinu í bók sinni. Lýsingar hennar á misþyrming- um, andlegum sem líkamlegum, sem börnin sættu, eru verulega óhugnanlegar og vonandi dálítið ýktar. Samt virðist ganga eins og rauður þráður í gegnum bókina, löngun stúlkunnar til að gera móður sinni til geðs og ná hylli hennar, og raunar á hún engan að í heiminum nema „mommie dearest" og til hennar leitar hún æ ofan í æ, þrátt fyrir allt. Það efar sjálfsagt enginn að Joan Crawford hafi að sínu leyti verið góður kvikmyndaleikari, en sem móðir og uppalandi sýndi hún óvenjulega grimmd. Bók Christinu er ágætlega læsileg og virðist ekki rituð í neinum telj- andi æsingartóni. Hvers vegna hún fann hjá sér hvöt til þess að opinbera þessi ósköp er svo aftur önnur saga. En auðvitað varð stúlkan að afla fjár á einhvern hátt, því að móðirin gerði hana og Christopher bæði arflaus „af ástæðum sem þeim eru kunnar", eins og segir í erfðaskrá og eru lokaorð þessarar bókar. CKWSTIM CRAWFORD A SHOCKWG B00H .. PH08A81Y mt MOSr CHIL1.INC ACCOtlNl 01 A MOfHfK OAUGHTEK REIATIONSHIP EVER PUT0N PAPER' MOMMIE Rúnar Bjarna- — Minning son Fæddur 1. febrúar 1958. Dáinn 5. júlí 1980. Góður drengur er fallinn frá. Rúnar Bjarnason lézt af slysför- um laugardaginn 5. júlí er við vorum nokkrir félagar að æfa svifdrekaflug. Sá harmur sem við hófum orðið fyrir við fráfall hans mun seint jafna sig. Mikil eftirsjá er að þessum góða dreng og enginn kemur til með að taka sæti hans meðal okkar í Eyjum. Það er undarleg tilfinning að vera viðstaddur þegar góður félagi er kallaður burt og erfitt að átta sig á því að Rúnar skuli ekki vera áfram á meðal okkar. Það er sama hvernig við veltum því fyrir okkur hvernig fór og við hvern er að sakast, það gefur okkur Rúnar ekki aftur. Hann hefur nú orðið einn af þeim sem ganga í gegn um það sem fyrir okkur öllum liggur, að verða kallaður burtu héðan. Við kynntumst Rúnari gegn um sameiginlegt áhugamál. Hann var traustur félagi okkar allra og oftast ráðgjafi. Hann var fyrstur hér í Eyjum til þess að eignast flugdreka og einnig var hann flugmaður og átti litla flugvél með föður sínum sem er brautryðjandi í sögu flugs í Eyjum. Um leið og við kveðjum Rúnar, sem við eigum svo erfitt með að sætta okkur við að er horfinn sjónum okkar að sinni, þá þökkum við fyrir að hafa fengið að kynnast honum og eiga að félaga. Það var mannbætandi og við munum geyma minninguna um hann eins og hann var, skapgóður, en fyrst og fremst traustur félagi. Fjölskyldu hans og vinum send- um við okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Úlfar og Stjáni. Rúnar Bjarnason frá Vest- mannaeyjum var með sjálfstæðari ungum mönnum og upplag hans og eðli var svo heilsteypt að það er óttalegt til þess að hugsa að tæki sem hann treysti á, dauður málm- ur, skuli hafa brostið á flugi hans í svifdreka og fellt þennan unga sómadreng í valinn. Það er margt í náttúru Eyjanna sem kallar fram ævintýri hjá því unga fólki sem elst þar upp og það kallar ekki sízt á áræði og snerpu, björgin, hafið, og síkvik náttúra, fuglar svo milljónum skiptir. Rún- ar var dæmigerður fyrir þá sem ríma á móti þessum ævintýrum, ganga á vit þeirra og vaxa og þroskast í skjóli þeirra. Það fór aldrei hávaði með Rún- ari, hvorki á undan honum né eftir, hann var sívinnandi, með bjart skap góðviðrisdagsins, en þó bjó hann yfir skapi Stórhöfða- vindsins ef því var að skipta í leik og starfi, en ávallt með rökum. Sumir sneiða hjá öllum tilþrif- um í lífi sínu og reyna sjaldan á þrekið. Skap Rúnars kallaði á tilþrif, kallaði á átók við það sem var framundan. Það var sama hvort maður hitti Rúnar í leik eða starfi, hann var alltaf í fremstu röð og hafði lagt niður fyrir sér það sem gera ætti, gætinn en áræðinn, en í því tafli má oft litlu muna. Flugið átti hug Rúnars, hann hafði menntað sig á þeim vett- vangi og svo kom flugdrekasvifið til sögunnar. Hann var einn af þeim sem sýndi þessa hættulegu list á þjóðhátíð Vestmannaeyja, einn af þeim sem gerði sitt til þess að gera tilveruna eftirminnilega. Ovænt hrap situr í huga manns og maður reynir frá óllum áttum að finna skýringu. Þótt hrap taki fljótt af þá tekur það ævina alla fyrir ástvini að reyna að skilja það. Megi góður Guð styrkja eftirlifandi. Gott er að muna góðu dagana, hinir gleymast. Rúnar er einn af þeim sem maður man, vegna þess að hann bjó yfir eigin stíl, glæsi- legum stíl hins unga þrekmikla manns. , Arni Johnsen Citroén Visa Club 1979 Citroén GS Club station 1980 Af sérstökum ástæöum eigum viö þessa tvo Citroén bíla fyrirliggjandi. Hafiö samband viö sölumenn okkar. Globuse LAGMUU5. SIMI81555 LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.