Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ1980 33 Níræður í dag: Sveinbjörn Péturs- son f rá Svef neyjum í dag, sunnudaginn 13. júlí 1980, verður Sveinbjörn Pétursson, frá Svefneyjum á Breiðafirði, níræð- ur. Sveinbjörn er af eyjakyni í báðar ættir. Móðir hans var Sveinsína Sveinsdóttir, f. 26.10. 1851, d. 28.6. 1928; hún var dóttir Sveins smiðs í Flatey, Einarssonar og k.h. Kristbjargar Jónsdóttur. Faðir hans var Pétur Hafliðason, f. 4.6 1856, drukknaði við Haga á Barðaströnd 26. eða 29.9. 1910. Pétur var af hinni svonefndu Svefneyjaætt, sem bjó í Svefneyj- um á Breiðafirði frá þvi á ofan- verðri 18. öld til 1894, er Hafliði Eyjólfsson, afi Sveinbjarnar, lézt. Sveinbjörn getur rakið ætt sína í beinan karllegg til Björns Þor- leifssonar, riddara og hirðstjóra á Skarði, sem veginn var í Rifi 1467. Svo að honum standa sterkir ættstofnar, sem um langan aldur hafa búið í eða við Breiðafjörð. Sveinbjörn hefur fetað í fótspor forfeðra sinna, þótt ekki hafi hann haft mikið umleikis. Hann hefur ætíð átt heima í Flateyjarhreppi. í Svefneyjum fæddist hann fyrir níutíu árum, þar sem hann sleit barnsskónum hjá foreldrum sín- um. Ungur að árum gerðist hann háseti á skútum, sem gerðar voru út frá Flatey. Hefur Sveinbjórn verið samtals 30 vertíðir til sjós — fyrst á skútum, sem áður segir, síðan réðst hann sem háseti til mágs síns, Guðmundar Jónssonar, skipstjóra á „Skalla" eða á Kveld- úlfstogaranum „Skallagrími", en þar var hann lengst. Síðast var hann háseti á „b/v Reykjaborgu", sem Guðmundur átti og gerði út. Þrátt fyrir langar fjarvistir átti Sveinbjörn ætíð lögheimili sitt í Flateyjarhreppi, sem áður segir. Hinn 12. júní 1920 gekk hann að eiga Önnu, f. 4.7.1894, Björnsdótt- ur bónda að Hólum í Reykhóla- sveit, af Hlíðarætt þar í sveit. Eru þau hjón því búin að vera gift í sex áratugi. Bú sitt stofnuðu þau í Skáleyjum, þar sem þau áttu heima til ársins 1946, en þá fluttu þau í Svefneyjar. Þaðan fluttu þau í Flatey árið 1966, er þau keyptu sér þar snoturt lítið hús, Vina- minni. Þar hafa þau búið sér fallegt og vinalegt heimili. Þar vilja þau búa, hvergi annars stað- ar. Þau Sveinbjörn og Anna eignuð- ust ekki börn, en þau tóku tvö börn í fóstur: Árna B. Þórðarson, f. 8.9.1919, sem lengi hefur starfað hjá O. Johnson & Kaaber; kona hans er Katrín Guðgeirsdóttir, þau hafa eignast þrjú börn, og Ólöfu Hannesdóttur, f. 21.9. 1922, gift Þórhalli Sigjónssyni, þeirra börn eru einnig þrjú að tölu. Fyrir hartnær fjörutíu árum missti Sveinbjörn heyrn á báðum eyrum, sem að sjálfsögðu hefur háð honum bæði í starfi sem og í samskiptum við fólk. Þrátt fyrir þessa fötlun unir hann glaður vift sitt og talar kjarngott og ósvikið eyjamál, þar sem ekki er klippt utan af því, sem máli skiptir. Á þessum merkisdegi sitja þau Anna og Sveinbjörn á friðarstóli á heimili sínu í Vinaminni í Flatey. Frændgarður þeirra er stór og mörgum verður eflaust hugsað til þeirra með hlýjum hug í dag. Ég minnist þess, sem lítill drengur í Reykjavík, að þá var glaðværð og hátíð í bæ, er Svein- björn kom í heimsókn á heimili foreldra minna, því með honum barst ferskur en um leið fjarrænn blær, sem ég þekkti ekki en þótti samt notalegur. Þá færði hann mér útskornar dýramyndir, sem hann hafði teglt. Þessar dýra- myndir voru mér afar kærar og sumar þeirra á ég enn í dag. I síðasta mánuði komst ég í Flatey, þar hitti ég þau Önnu og Svein- björn hress og kát að vanda. Að skilnaði færði Sveinbjörn mér fallegar gjafir — m.a. útskornar dýramyndir, sem vöktu hjá mér ljúfar endurminningar. Færi ég þeim hjónum mínar bestu þakkir fyrir allt gamalt og gott með von um að þau megi njóta dvalar sinnar sem lengst í sínu fallega Vinaminni. Ólafur II. óskarsson nokkur betur? Málning — Hraunmálning — Þakmálning Fúavarnarefni — allar málningavörur. Kaupir þú tvrir 30—50 þúsund veitum viö 10% afslátt Kaupir þú umfram 50 þúsund veitum við 15% afslátt Veggfóður — veggdúkar 51 cm breióur -----Af sláttur----------------------------------- Kaupir þú 3—5 rúllur veitum viö 10% afslátt Kaupir þú umfram 5 rúllur veitum viö 15% afslátt Sannkallaö Litaverskjörverö Ertu aö byggja. viltu breyta, þarftu að bæta Líttu við í Litaver, því það hefur ávallt borgað sig Gr«nsisv*gi, Hrcyfilthúiinu. Simi 82444. EFÞAÐERFRETT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU B.A. ROBERTSON BA#°D^lCceSÍ %-*•,> 7/ Heildsöludreifing sfeoÍAorhf s. 85742, 85055. I KARNABÆR Hefurou áhuga á góðrf tónlist, góöri kímni og pottþéttri stuðplötu? Ef svo er skaltu lesa aðeins áfram því að B. A. Robertson er tönlistarmaöurinn sem þú hefur verið að leita að og platan hans Initial Success er einmitt ptatan sem þig vantar. Ef þú karmast við lögin Bang Bang, Koll in the Kaftan. Knocked it off og To Be or Not to Be, veistu hvernig tónfist B. A. Robertson semur og leikur. Þetta eru 4 af 14 lögum plötunnar Initial Succesa og það er engínn svikinn af hinum létta húmor og þessum grípandi lögum sem eru á Initial Success. FRISKANDI LITIR FALLEGRA HÁR Hæjít or að hrpyta hárinu ótrúlojía moo litun. Kkki nauosynlojía moo því ao hroyta alvojj um lit. holdur örlítil litaskorpun. som drojíur hotur fram þinn oðlilojra háralit. Ilæjít or að fá varanlojjan lit. skammtímalitun. jurtalitun ojr strípur. Loitið til okkar domur ojr horrar oj; hrossið upp á útlitið. I>io som jrráu háriðhafið. munið að úr því or auðvolt að hæta. HÁRSKERINN Skúlagötu 54, sími 28141 RAKARASTOFAN Dalbraut 1, sími 86312 HÁRSNYRTISTOFAN PAPILLA Laugavegi 24. Sími 17144.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.