Morgunblaðið - 13.07.1980, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 13.07.1980, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1980 35 Augnlinsur sem bera má allan sólarhringinn Senn munu koma á markað- inn augnlinsur. sem hafa má í sér i mánuð í senn, án þess að taka þær úr á nóttunni. Mat- væla- og lyfjaeftirlit Bandaríkj- anna hefur hingað til hafnað nær öllum tilraunalinsum af þessu tagi en framleiðendur eru nú vongóðir um að ný tegund sem framleidd er úr sílíkóni. verði talin hæf til almennings- nota. Það sem vafist hefur fyrir linsur úr plast- og sílíkónblöndu sem gera töluvert loftstreymi mögulegt. þessar linsur eru hins- vegar mjög dýrar og aðeins notaðar af fólki með mjög alvar- legar augntruflanir. Flestar linsutegundir, sem nú eru á markaðnum verður að taka úr sér á nóttunni. Engin af áðurnefndum te^undum getur séð augasteininum fyrir nægu súrefni. Tilraunir til að gera linsur rannsóknarmönnum hingað til er að tryggja það að augað fái nóg súrefni, þótt linsan hylji augasteininn. Augasteinninn fær allt sitt súrefni beint úr andrúmsloftinu en linsan kemur í veg fyrir eðlilegt loftstreymi til hans. „Hörðu" linsurnar, sem hannaðar voru á fimmta ára- tugnum, er hægt að gera svo þunnar, að súrefnið komist í gegn, en þær þykja svo óþægi- legar, að ekkert vinnist með því að fá að sofa með þær líka. „Linu“ linsurnar hafa hingað til þurft að vera þykkari en svo að nægilegt loftstreymi geti átt sér stað. Til þess að leysa þetta vanda- mál hefur ýmislegt verið reynt: — Hönnuð hefur verið linsa, sem dregur í sig vatn, þannig að augað fær súrefni með vatninu. Slík linsa lítur út eins og skorpin kornflaga þegar hún er ekki í notkun, en þegar hún blotnar eykst rúmmál hennar um 45— 55%. — Gerð hefur verið linsa, sem er aðeins hálf hársbreidd að þykkt og hleypir tvöfalt meira súrefni í gegnum sig en aðrar linsur. — Einnig hafa verið búnar til þannig úr garði að hægt sé að bera þær allan sólarhringinn hafa gengið fremur hægt. Á tímabili þótti ein tegund lofa góðu, en þar var gert ráð fyrir að 80% af rúmmáli linsunnar væri vatn. Síðar kom í ljós að prótein úr augnvökva augans settist inn á linsuna og spillti útsýn. í Ástralíu og Kanada komu upp nokkur blindutilfelli vegna samfelldrar notkunar linsna en engin leið er að komast að því hver súrefnisþörf hvers auga er og ekki er nóg að miða við meðaltalsþörf. Ef súrefnisþörfin er meiri en linsan gerir ráð fyrir, getur það valdið sýkingu í horn- himnunni. Að vonum eru menn því for- vitnir um þessa nýju linsu en hún er framleidd úr hreinu sílíkóni. Mólíkúlbygging þess gerir súrefninu kleift að smjúga nær óhindrað til augans. Fundin hefur verið upp mjög ódýr aðferð til að búa þessa linsu til og nú þarf hún ekki nauðsynlega að vera örþunn, vegna þessara eig- inleika sílíkónsins. Sérfræðingar telja þess jafnvel ekki langt að bíða að svokallaðar „eilífðar- linsur" komi á markaðinn en þær þarf ekki að taka úr sér alla ævi. (Úr The Economi(t) Utankjörstaðaatkvæði komu of seint: Hæstiréttur úrskurðar hvort þau verða talin KOMIÐ hafa fram mistök í einni kjördeild i Kópavogi við forsetakosningarnar. en 205 utankjörstaöaatkvæði uröu þar eftir og voru ekki talin með þegar talning atkva‘ða fór fram. Komu þau ekki i Ijós fyrr en talningu var lokiö og tilkynnt höfðu verið úrslit kosninganna. Að sögn Guðjóns Steingríms- sonar formanns yfirkjörstjórnar Reykjaneskjördæmis ákvað kjör- stjórnin að láta ekki telja atkvæð- in, þau væru það fá að þau gætu ekki haft áhrif á úrslit kosn- inganna, enda mætti í raun heldur ekki telja atkvæði sem bærust þannig eftir að talning væri hafin. Fulltrúi eins frambjóðandans hefði borið fram ósk um að þau yrðu talin, en hún hlaut ekki samþykki. Kvað Guðjón þetta mjög leiðinleg mistök og sagði hann greinargerð um mál þetta hafa verið senda hæstarétti, sem tæki endanlega afstöðu til þess h?að gera skyldi. Sagði hann atkvæðin vissulega hafa verið talin ef fjöldi þeirra hefði verið slíkur að hann gæti hafa haft áhrif á úrslit, en það væri ekki í þessu tilviki og því teldi yfirkjör- stjórn ekki ástæðu til þess. Finnskur stúlknakór í heimsókn Finnski stúlknakórinn „Putaan nuorisokuoro" kom hingað til lands 4. júlí sl. frá bamum Tornio í Finnlandi. Kórinn er að endur- gjalda heimsókn Grindavíkur til Tornio á sl ári og búa kórfélagar á heimilum í Grindavík. Þær hafa farið víða á vinnustaði og stofnanir og m.a. tekið lagið við góðar undirtektir. En skipulagt tónleikahald er fyrirhugað víða um landið. Kórinn kom í heimsókn á Mbl. á föstudaginn ásamt nokkrum aðstandendum og Eyjólfi Ólafssyni skólastjóra tónlistarskólans í Grindavík. Blm. spjölluðu við Eyj- ólf og þau Leenu Tuomi eiginkonu stjórnandans og fararstjórann, Eino Punki og stúlkurnar tóku lagið fyrir Morgunblaðsfólk, við góðar undirtektir. Sungu þær m.a. eitt lag á islensku og fórst það einkar vel. I Putaan-kórnum eru alls um 60 félagar, en hér eru 20 stúlkur ásamt aðstandendum kórsins. Kórinn tók þátt í kóramóti í Hollandi árið 1979 og lenti í þriðja sæti, en þátttakendur voru frá 40 löndum. Þá hefur kórinn sent frá sér tvær hljómplötur. Auk þeirra sem upp hafa verið taldir, eru með í ferðinni Eino Tuppurainen rektor, Sanna Tuomi dóttir stjórnandans og frú Maija Kumpulainen, frá Norræna félaginu í Tornio. En norrænu félagsdeildirnar hér á landi eiga auk hinna ýmsu kóra, hvað mestan þátt í undirbúningi ferða og tónleikahalds kórsins um landið. Þau Leena Tuomi og Eino Punkki, en hann er fréttamaður finnsku ríkisfjölmiðlanna auk þess, sem hann starfar sem kennari, luku .iklu lofsorði á allar móttökur hér, það sem af væri ferðarinnar, en hér verður hópurinn til 28. þ.m. Kórinn mun halda eftirfarandi söngskemmtanir: 15. júlí: Grindavík. í „Kvennó" kl 17 og 21. 16. júlí: Keflavíkurkirkju kl. 21. 19. júlí: Norræna húsinu, Reykjavík kl 16 og á Selfossi kl. 21. 20. júlí: Félagsheimilinu Þorláks- höfn kl. 21. 21. júlí: Akranesi kl. 21. 22. júlí: Siglufirði kl. 21. 23. júlí: Dalvík kl. 21. 24. júlí: Skjólbrekku kl. 21. 26. júlí: ÚT.Iþróttahöllinni á Akurey kl. 21. 27. júlí: Blönduóskirkju kl. 21. Þá mun kórinn einnig syngja á útihátíð bindindismanna dagana 26. og 27. júlí. Max sportfatnaður fyrir alla fjölskylduna Klæðir alla aldursflokka. Til í öllum stærðum og mörgum litum. Léttur — fyrirferðalítill — fallegur. ARMULA 5 — SIMAR 86020 OG 82833

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.