Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1980 Umsjón: Séra Jón Dalbú Hróbjaiisson Séra Kurl Siynrbjömsson Siyurbur Pdlsson AUDROrTINSDEGI Biblíulestur Vikuna 13.-19. júlí Sunnud. 13. júlí Matt. 5:20 — 26 Mánud. 14. júlí Títus 3:3 — 7 Þriöjud. lö.júlí I. F*ét. 3:18 — 22 Miðvikud. 16.júlí Gal. 3:26 — 29 Fimmtud. 1T. júlí Mark. 16:14 —18 Föstud. 18.j úlí Matt. 3:13 —17 Laugard. 19. júlí Efes. 3:14 — 21 Eignarrétturinn er verndaður með lögum. Svo mun víðast í samfélagi manna. Boðorðið: Þú skalt ekki stela er þannig miklu nær því að vera alþjóðlegt fyrirbæri en sérkristið. Enda þótt þetta sé þannig almennt viður- kennd regla í mannlegum samskiptum fer því fjarri að hún sé virt. Miklu nær lagi er að álíta að megin- reglan sé þessi: Þú skalt ekki stela nema þú sért maður til að gæta þess að ekki komist upp um þig. Marteinn Lúther varar við því að túlka þetta boðorð of þröngt. í fræð- um sínum meiri leggur hann áherslu á að þjófn- aður sé hver sá ávinning- ur á hvaða sviði sem er sem skaðar náungann. Sé þannig litið á málin er hætt við að taki að hitna undir mörgum. Harðast dæmir Lúther þá sem undir yfirskini laga og réttar mata eigin krók á kostnað annarra. Yfir slíka ná engin lög á meðan smáþjófar fá makleg málagjöld. Sá sem selur vinnu sína, tíma sinn og hæfileika án þess að leggja sig fram um að vinna samvisku- samlega bæði að því er tekur til vinnustunda, vandvirkni og afkasta er samkvæmt þessari skil- greiningu orðinn þjófur. Vinnuveitandi sem notar aðstöðu sína til að lifa í vellystingum praktuglega á meðan launþegar hans hanga á horriminni er einnig, samkvæmt þessari skilgreiningu orðinn þjóf- ur. Þeir sem fást við kaupsýslu af einhverju tagi og nota aðstöðu sína til þess að spenna verðlag upp úr öllu valdi í því skyni einu að ná í sem mestan ágóða án alls til- lits til viðskiptavinarins er einnig orðinn þjófur samkvæmt þessari skil- greiningu. Með þessum orðum og upprifjun á umfjöllun Lúthers er ekki verið að kasta grjóti að ákveðnum stéttum manna. Þeir munu vandfundnir sem ekki er hægt að staðsetja í einhverjum þessara hópa sem nefndir eru. Hér er því fyrst og fremst um sjálfsprófunarefni að ræða fremur en tilefni til ásökunar á hendur öðrum. Skemmdir á eigum ann- arra og eigum hins opin- bera hljóta einnig að flokkast undir þjófnað. Með reglulegu millibili eru í fjölmiðlum birtar tölur um skemmdarverk af ýmsu tagi sem unnin eru á opinberum eigum svo sem umferðarmerkj- um, götuljóskerum bekkj- um í almenningsgörðum, sætum strætisvagna o.s.frv. Sama gildir um fruntalega umgengni á gróðurreitum bæði í þétt- býli og dreifbýli. Hversu mörgum milljónum ætli sé varið árlega til að græða upp flög í grasflöt- um sem myndast við það að vegfarendur nota ekki gangstíga, svo dæmi sé tekið? Nú líður óðum að því að skattseðlar berist mönnum. Hér á landi hef- ur það næstum talist til afreksíþrótta að haga framtali sínu með þeim hætti að sem minnst af tekjum komi til skatt- lagningar. Sumir hafa til þess betri aðstöðu en að- rir að að láta ógert að telja fram allar tekjur sínar. Ekki er vafi á að þeirri aðstöðu er neytt í allríkum mæli. Afleið- ingar þess eru hærri skattar á hina sem allt telja fram. Menn sem gjarnan vildu gefa sér þá einkunn að vera heiðar- legir í hvívetna stunda þessa iðju og afsaka sig gjarnan með óréttlátri skattalöggjöf eða ein- hverju ámóta gildu. Hver króna sem svikin er und- an skatti jafngildir því að seilast ofan í vasa náung- ans. Það verður stöðugt fleiri mönnum umhugsun- arefni hinn mikli munur sem er á lífskjörum í hinum svo kölluðu þróuðu þjóðfélögum. Þriðjungur mannkyns lifir við alls- nægtir á meðan tveir þriðju berjast við skort- inn. Sú spurning hlýtur að vakna hvort sú gjá sem skilur þessa tvo hópa sé ekki til orðin vegna þess að hinar auðugri þjóðir brjóti sjöunda boðorðið í samskiptum sínum við hinar fátækari. í fræðum Luthers hin- um minni segir svo um sjöunda boðorðið: „Vér eigum að óttast og elska Guð svo að vér eigi tökum peninga eða fjármuni náunga vors, né drögum oss það með sviknum kaupeyri eða óheiðarlegri verslun, heldur hjálpum honum að geyma eigna sinna og efla atvinnu sína.“ ... á Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn ... Ein kröftugasta trúarjátningin sem við finnum í Nýja testa- mentinu er játning Péturs: Þú ert Kristur sonur hins lifanda Guðs. Þetta sagði Pétur eftir að hafa kynnst Jesú, hann sá að Jesús var ekki aðeins venjulegur maður, heldur var hann líka sannur Guð. Þetta hefur kirkja Krists svo játað um allar aldir. Páll postuli skýrir þetta út með þeim orðum að í Jesú Kristi hafi öll fyliing guðdómsins búið líkam- lega. Og í frumkirkjunni drógu menn þetta saman í orðunum: Jesús er Drottinn. En orðið Drott- inn í þessu samhengi þýðir Guð. Þegar allt kom til alls var enga aðra skynsamlega skýringu að finna á því, sem Jesús sagði og gerði. Jafnvel þótt hann vildi ekki vera Messías á þann hátt, sem mannfjöldinn óskaði sér, var öll uppfræðsla hans fólgin í því að skýra, að hann væri Kristur í merkingunni: sonur hins lifanda Guðs. Hann kenndi ekki aöeins að Guðs ríki væri í nánd, heldur gjörði hann mönnum ljóst að hann væri brúðguminn, sem safnaði brúðkaupsgestunum saman til hins mikla brúðkaups. — Krafta- verkin hans voru ekki aðeins hjálp til handa fólki í neyð, hann náði aðeins til fárra á þann hátt, heldur var þetta fyrst og fremst opinber- un á mætti Guðs, tákn þess, að hann væri sá, sem koma átti. Og þegar hann að lokum var að því spurður frammi fyrir dómurum sínum, hvort hann væri Kristur, guðssonurinn, svaraði hann, að hann væri það. Þetta er því sá leyndardómur um persónu Jesú, sem gefur honum gildi fyrir alla tíma. Um leið er það þetta, sem ætíð hefur valdið hneykslan. Þessi krafa olli því, að hann var negldur á krossinn. Og enn eru þeir margir á okkar dögum, sem helst vilja þurrka þetta út úr fagnaðarerindinu. Það væri svo miklu einfaldara, ef Jesús væri aðeins bestur meðal manna. Menn hafa gjört alvarlegar til- raunir til þess að sanna, að „hin einfalda kenning Jesú“ hafi í rauninni verið fólgin í því, að Guð sé faðir okkar og að við eigum að elska hvert annsð, en allt tal um, að hann sé sonur Guðs sé seinni- tíma viðbót blindaðra og fávísra fylgjenda hans. En slíkar tilraunir fá ekki staðist málefnalega könnun heimildanna. Þær fá ekki sam- rýmst því, hvernig hann gerir hjálpræðið og aðganginn að Guðs ríki háð þeirri afstöðu, sem menn taka til hans persónulega. Annað- hvort hafði hann á réttu að standa í þessum kröfum sínum eða hann var draumóramaður, sem lifði í mikilli sjálfsblekkingu. Það, sem gerði lærisveinana að lærisveinum, var það, að þeir treystu honum. Þéir vissu, að hann var í sannleika sá sem hann sagðist vera. Þess vegna gat t.d. Pétur sagt frammi fyrir ráðinu, er hann hafði verið handtekinn og var yfirheyrður: Og ekki er hjálpræðið í neinum öðrum því að eigi er heldur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða. Undir þetta taka kristnir menn er þeir í postulegu trúar- játningunni játa Jesúm sem Drott- in. Sá sem aga hafnar fyrirlítur sjálf- an sig, en sá sem hlýðir á umvöndun aflar sér hygginda Oröskv. 15. 32 Betra er lítiö meö réttu en miklar tekjur meö röngu. Oröskv. 16. 16.8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.