Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JULI1980 t Innilegt þakklæti fyrír auðsýnda samúð við andlát og útför, PALINU JONSDOTTUR, Skinnum, Þykkvabæ. Sérstakar þakkir til nágranna, vina og kirkjukórs Hábæjarkirkju. Guös blessun fylgi ykkur. Bára Sígurjónsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, Svava Guömundsdóttír, Sonja Ólafsdóttir, og barnabörn. Oddur Danielsson, Bergbóra Jónsdóttir, Ólafur Guöjónsson, + Astkær eiginmaöur minn, ELIAS KRISTJANSSON, Bergstaðastræti 11, fyrrverandi birgoastjóri Pósts og síma, lést aö Landakotsspítala 11. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Randí Þórannsdóttir. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, KRISTIN G. BJORNSDOTTIR fyrrum starfsstúlka Kópavogshæhs, lést þann 9. júlí aö Hátúni 10b. Bálförin fer fram frá Garöakirkju á Álftanesi, miðvikudaginn 16. júlí kl. 13.30. F.h. fjarstaddrar dóttur og annarra ættingja, Elísa M. Kwaszenko, Björn Magnússon, Svanhvít Gunnarsdóttir. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, HAFLIDI HELGASON, fyrrverandi útibússtjóri, veröur jarösunginn frá Siglufjaröarkirkju, þriöjudaginn 15. júlí kl. 2. Jóna S. Einarsdóttir, Helgi Hafliöason, Margrét Erlendsdóttir, Eínar Hafliöason, Sigrún Magnúsdóttir, Siguröur Haflioason, Kristrún Halldórsdóttir, Ragnar Hafhðason, Hafliði Hafliöason, Edda Olafsdóttir og barnabörn. + Alúöarþakkir sendi ég öllum þeim er auösýndu mér samúö og stuöning viö fráfall og útför eiginmanns míns, GUDMUNDAR EIRIKSSONAR. fyrrverandi skólastjóra, Raufarhofn, er lést 24. júní sl. Guð blessi ykkur öll. ._._ __„ Sigurbjörg Björnsdóttír. + Hjartans þakkir fyrir hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar UNNAR SIGURROSAR PÉTURSDÓTTUR, Hólagötu 37, Ytri-Njarðvík Fyrir hönd aöstandenda, Péll Sigurösson. + Alúöarþakkir færum viö öllum þeim nær og fjær er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför, MARENAR ÞORKELSDOTTUR, Bogaslóo 10, Hornafiröi. Asgoir Gunnarsson, Erla S. Asgeirsdóttir, Gunnar Þ. Ásgeirsson, Ingvaldur Asgeirsson, Ásta G. Asgeirsdóttir, og barnabörn. Sverrir Guðnason, Ásgerour Árnadóttir, Gréta Fnðnksdóttir, Albert Eymundsson, + Viö þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug viö andlát sonar okkar, bróöur, mágs og barnabarns, TRYGGVA HÁKONARSONAR, Víðihvammi 22. Valgerour Ásmundsdóttir, Hákon Steindórsson, Kristín Hákonardóttir, Asgerður Hákonardóttir, Nanna Hákonardóttir, Kolbrún Hakonardóttir, Fjóla Borgfjórð, Ingólfur Vilhelmsson, Tryggvi Gunnlaugsson. Jón Harrý Bjarna- — Minning son Fæddur 16. apríl 1914. Dáinn 6. júlí 1980. Góðkunningi minn og vinur, Jón Harry Bjarnason, andaðist eftir skamma legu á Borgarspítalanum að kvöldi sunnudags, 6. júlí s.l. Hann var fæddur í Stavanger í Noregi, 16. apríl 1914, en þar kynntust og hófu búskap foreldrar hans, Amalía Óladóttir, sem var af austfirskum ættum og Bjarni Guðnason, trésmiður, en hann var ættaður frá Dýrafirði. Þau höfðu farið út til Noregs nokkru áður og voru þar við nám og störf. Jón fluttist með foreldrum sín- um heim til íslands, þegar hann var 10 ára að aldri og hér fæddist yngri bróðir hans Adolf, sem nú er sjúklingur á heilsuhæli. Jón átti erfiða æsku og lifði oft við kröpp kjör í sínum uppvexti. Hann kynntist og kvæntist ungur að árum æskuvinkonu sinni, Sig- ríði Ósk Einarsdóttir, og hefur hún þolað með honum sætt og súrt í hamingjuríku hjónabandi til síðasta dags. Þau hófu búskap við erfið skilyrði á kreppuárunum og var oft þröngt í búi, en samhent var áfram þraukað og höfðu þau skapað sér hið fallegasta heimili, og voru vel efnalega sjálfstæð. Jón og Sigríður eignuðust fimm mannvænleg börn. Þau eru: Einar Sigurbjartur, vélsmiður, sem kvæntur er Ástu Einarsdóttur, Amalía Jóna, gift Vilhjálmi Lar- sen, bílaviðgerðarmanni, Óskar Harry, hjúkrunarfræðingur, kvæntur Margréti Jónsdóttur, Njörður Marel, bóndi í Brattholti, kvæntur Láru Ágústsdóttur, og Guðbjörg Dagmar, hjúkrunar- fræðingur, gift Jörundi Ákasyni, kennara. Jón Harry var mjög einlægur trúmaður og hafði alveg fastmót- aðar skoðanir í þeim efnum, sem enginn efasemdarmaður fékk raskað. Eg, sem þessar línur rita, kynntist Jóni árið 1942 og hefur kunningsskapur okkar varað óslit- ið síðan og ekki borið skugga á einlægni og samskipti okkar, sem hafa verið mikil og góð. Við vorum vinnufélagar svo til alla tíð og störfuðum einnig saman í Sjálf- stæðisflokknum, sérstaklega í Málfundafélaginu Óðni og var Jón ætíð hinn trúi og trausti félags- maður, sem alltaf var hægt að reiða sig á. Jón var hár maður vexti og mikill að vallarsýn, þéttur á velli og þéttur í lund. Hann var vinur vina sinna, en sagði sína skoðun umbúðalaust og viðhafði þá enga tæpitungu. En þétt var höndin og traust var mundin og viljum við hjónin, nú að leiðarlokum, þakka Jóni fyrir trausta vináttu um áratugaskeið. Eftirlifandi eigin- konu hans, Sigríði, sendum við innilega samúðarkveðju. Framan af ævi stundaði Jón sjómannsstörf, en lengst var hann starfsmaður við embætti gatna- málastjórans í Reykjavík, sem verkstjóri við gatnagerð og nú síðasta árið var hann fulltrúi hreinsunardeildar. Starfsfélagarnir þakka honum gengna daga og votta eiginkonu hans og börnum innilega samúð. Það er erfitt að sætta sig við, að Jón sé horfinn af sjónarsviðinu. Við stöndum í þakkarskuld við minningu hans. Söknuður eiginkonu og barna er sár, en minning um góðan mann lifir. Pétur Hannesson. Það var árið 1941, að til mín kom maður í vinnubækistöð borg- arinnar við Frakkastíg. Hann var bæði stór og gjörvilegur og auð- sjáanlega hið mesta þrekmenni. Hann sagðist hafa heyrt að ég væri að leita að loftpressustjóra og þar sem hann væri því starfi vanur og hefði ekki áhuga á „Bretavinnunni", sem þá var í algleymingi, hefði hann áhuga á þessu starfi. Ég sá strax hvað maður þessi var sérstaklega dugnaðarlegur og traustvekjandi, réði ég hann í starfið á stundinni. + lést ÓSKAR GISLASON, gullsmidur, Skólavöröustíg 5, Landspítalanum, föstudaginn 11. júlí. Grethe Gíslason, Edda Oskarsdóttir. Margrét Þóra Gunnarsdóttir, Anna Vilborg Gunnarsdóttir. + Utför JOFRIDAR GUDMUNDSDOTTUR, frá Helgavatni, Hjallavegi 27, veröur gerð frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 15. Júlí kl. 15.00. Anna Einarsdóttir, Halldór Jónsson, Einar Halldórsson, Jón S. Halldórsson, Gunnar Þ. Halldórsson, Fríður M. Halldórsdóttir + Eiginkona mín, móöir okkar og amma HOLMFRIOUR HAKONARDÓTTIR. Neostutröö 6, Kópavogi. er lést af slysförum, laugardaginn 5. júlí sl., verður jarösungin frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 15. júlíkl. 13.30. Knstján Oddgeirsson, börn og barnaborn. + SIGRIOUR BENEDIKTSDOTTIR, Bergþórugötu 45, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 14. júlí kl. 3 e.h. Fyrir hönd vandamanna, Ingibjörg Jakobsdóttir. Ég þurfti aldrei á mínum starfs- ferli að sjá eftir því og okkar samstarfsár urðu líka fast að fjórum áratugum. Um ætt og uppruna þessa vinar míns, Jóns Harrý Bjarnasonar, ætla ég ekki að skrifa, enda töluðum við lítið um þau efni. Viðræður okkar snérust um hin daglegu störf og hina líðandi stund í alvöru og gamni. Jón Harrý var snemma á starfs- árum sínum hjá borginni ráðinn verkstjóri og síðan yfirverkstjóri, og reyndist hinn traustasti maður til allra verka. En ég ætla ekki að skrifa neina lofgrein um þennan vin minn og samstarfsmann. Hann lét stund- um orð falla um minningargreinar í blöðunum „Að allir væru góðir þegar þeir væru farnir". En ég vil þó segja að Jón Harrý var hinn vaskasti maður og góður verk- stjóri og vinur vina sinna. Konu hans eftirlifandi, frú Sig- ríði Einarsdóttur, votta ég dýpstu samúð mína. Hún er dóttir eins af mínum gömlu og trúu verkamönn- um, sem nú eru horfnir. Jón Ólafsson fv. yfirverkstjóri. Sunnudaginn 6. julí lést tengda- faðir minn John Harry Bjarnason yfirverkstjóri hjá Reykjavikur- borg. Þessi kveðjuorð eru hugsuð sem kynning þessa manns frá sjónarhóli djúpt syrgjandi tengda- sonar, sem erfitt á með að sætta sig við skilnaðinn. Stór ástæða er einnig til að segja frá hvernig við, sem elskuðum hann, berum hon- um söguna, til að kasta betur ljósi á þennan stórkostlega persónu- leika, sem nú er horfinn okkur, allt of fljótt að okkar mati. Þegar dauðinn kveður dyra rétt við hliðina á okkur finnum við til vanmáttar okkar. Ekkert dugar, hvð sem gert er, hann kemur ekki aftur til okkar í þessu lífi og manni finnst orðin hljóma an- kannalega. Allt er svo tómt og kraftlaust og staðreyndin blasir við. Góður Guð er okkar eina huggun, að hann muni nú taka við honum með sínum líknandi hönd- um. Svona mætti lengi halda áfram, því hugurinn er ringlaður og orðin streyma fram, nokkuð stjórnlaust og einnig þau eru kraftlaus. Hann er farinn. Vera mætti þó að orð gætu sýnt hann nánar, þegar syrgjandi ástvinur segir frá og því legg ég í þessa minningargrein. Ekki er þó ætlun- in að rekja nákvæmlega ævisögu Jóns, það verður gert af öðrum, en drepið á helstu atriðin í æviferli hans. John Harry Bjarnason var fæddur í Stavanger í Noregi 16. apríl 1914. Foreldrar hans voru þó bæði íslendingar en bjuggu um skeið úti í Noregi. 10 ára gamall flutti hann með foreldrum sínum til íslands og hefur búið þar ávallt síðan. Að loknu námi, hóf Jón vinnu við ýmis störf til lands og sjávar. Þetta var á hinum marg- umtöluðu kreppuárum, sem við íslendingar fórum ekki varhluta af frekar en aðrar þjóðir. Stór hópur manna gekk um atvinnu- laus, vissi ekki hvað væri til ráða, enga vinnu að fá, nema þá helst við höfnina ef menn voru nógu duglegir. Fleiri tugir manna voru um hvert starf, sem losnaði og því aldrei ráðið í vinnu nema til eins dags í senn er best lét. Baráttan var gegndarlaus nokkuð sem við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.