Morgunblaðið - 13.07.1980, Side 39

Morgunblaðið - 13.07.1980, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JULI 1980 39 nútíma íslendingar eigum erfitt með að gera okkur í hugarlund. Fyrir okkur eru þetta fjarlægir tímar, „þægileg saga“, sem gott er að lesa um til að þekkja íslands- söguna. En við þurfum ekki að lifa við þessa tíma og því gleymist okkur algjörlega þrotlaus barátta þessara hundruð manna, sem börðust áður en við fæddumst og sköpuðu þetta velferðarþjóðfélag fyrir okkur en það er nokkuð sem má aldrei gleymast, þeir sköpuðu okkur nútímakynslóðum þessi góðu lífsskilyrði hér á landi, þó við séum kannski sjaldan ánægð og hugsum allt of sjaldan til mann- anna sem börðust fyrir lífi sínu á kreppuárunum, fyrir íslandi framtíðarinnar, sem við nú njót- um góðs af. Þeim entist svo sjaldnast aldur til að njóta með okkur. Orðið lífsbarátta þekkist varla lengur af munni fólks, nú er í þess stað talað um verðmæta- kapphlaup, allir vilja meira. Hetj- ur kreppuáranna eru vonandi ekki gleymdar samt, en við höfum vissulega hugann við annað. Jón var einn af þessum hetjum. Hann var einn af þeim, sem gekk til vinnu, einhverrar vinnu, hún lá ekki á lausu að morgni. Menn urðu hreinlega að hefja leit hvern einasta dag þessi erfiðu ár vissu ekki hvort þeir fengju mat í hádeginu handa fjölskyldunni. Lífsbaráttan var hörð og landið fátækt. Fyrir þrek manna eins og Jóns tókst svo að þröngva sér í gegn um þetta tímabil. Þar á eftir kom Bretavinnan eins og kunnugt er og þá glaðnaði ofurlítið yfir efnahag manna hér. Jón var þó ekki alls kostar ánægður í þeirri vinnu, vildi vinna fyrir sína eigin þjóð enda tilfinningar hans til Islands sterkar. Þegar hér var komið sögu, upp úr 1940, var Jón þegar búinn að geta sér frægðarorð fyrir vinnu- og atorkusemi og því bauðst hon- um starf hjá Reykjavíkurborg. Það var ver launað en starfið hjá Bretanum, en það sem fyrir hon- um varð þyngst á metum, það var íslenskt starf. Hann vildi vinna fyrir íslenska aðilja og hafði alla tíð frekar illan bifur á starfi Islendinga hjá þeim bresku og því voru örlög ráðin. Hann fór til Reykjavíkurborgar og starfaði þar sem eftir var ævinnar. Hugur Jóns stefndi hátt, eins og stórmenna er háttur. Sama starfsorkan og hann sýndi á erfiðleikatímunum fór því fljótt að segja til sín í nýju starfi. Ekki hafði hann lengi starfað, er honum bauðst verkstjórastaða og allur hans ferill, 40 árin sem hann var hjá Reykjavíkurborg, er sam- felld sigurganga eins og raunar allt hans líf, ört hækkandi sól, sem aldrei bar skugga á. Hann var enn að hækka í tign kominn um sextugt er hann var ráðinn yfir- verkstjóri. Fyrir tveim árum fór heilsu Jóns að hraka, enda mikið búið að ganga á á langri starfsævi. Hann hætti því sem yfirverkstjóri fyrir skömmu og gerðist fulltrúi hjá sama fyrirtæki. Við fjölskyld- an hans, vonuðum því að nú næði hann heilsu á ný við nýja starfið og við fengjum að hafa hann hjá okkur enn um sinn. En kallið kom og við eigum erfitt með að sætta okkur við það. Þetta er kannski eigingjörn hugsun, en hann var stólpinn í okkar fjölskyldu, hann var sannur fjölskyldumaður, sem bar hag fjölskyldunnar svo algjör- lega fyrir brjósti að ég þekki varla dæmi um annað eins. Frístundir hans fóru allar í að bæta um fyrir fjölskyldunni í einu og öllu. Við tengdabörnin vorum strax tekin í hópinn og allt gert fyrir okkur sem við báðum um. Við börnin hans búum nokkuð dreift um og var hann óþreytandi að heimsækja okkur og sjaldan leið langur tími milli þess að þau Jón og Sigríður kona hans kæmu í heimsókn og alltaf veitandi og styðjandi á alían hátt. Okkur hjónum var hjálpað með allt stórt og smátt hvort sem var efnislega eitthvað sem okkur vanhagaði um, ófáir hlutir komu sem gjöf frá þeim hjónum til okkar heimilis og þau höfðu séð að okkur vantaði, einnig var um að ræða andlegan stuðning, stappað í mann stálinu, gefast ekki upp, enda uppgjöf óþekkt stærð fyrir honum, jafnvel eftir að hann var orðinn veikur, baráttan hélt áfram, hann ók á milli okkar barnanna sinna út á land. Daginn áður en hann hvarf okkur komu þau hjón í heimsókn til okkar. Hann var hress og baráttuglaður og styrkurinn streymdi frá honum. Ekki datt okkur þá í hug að svona stutt væri eftir að við fengjum aldrei að sja hann framar hér á jörð. Gott er þó til þess að vita að vel mun verða tekið við honum fyrir handan ef ályktun er dregin af hans góðverk- um hér á jörð. Hann var stór- menni og góðmenni í dýpstu merkingu þeirra orða. Aldrei munum við gleyma öllu því sem hann hefur gert fyrir okkur. Með honum fer hluti af okkur sjálfum, og nú er að fara eftir öllu því sem hann ráðlagði okkur, sem alltaf var heilt, gerði fyrir okkur, hvern- ig hann bar hag okkar alltaf fyrir brjósti fyrst og síðast, allar hans frístundir fóru í okkur fjölskyld- una hans. Gæfa er að hafa fengið að hafa hann hjá sér þó þennan tíma og það ber okkur að þakka Guði fyrir. Þá standa fleiri í þakkarskuld við hann, því fjölmörgum hefur hann veitt stuðning, langt umfram það sem honum bar. Ekkert mannlegt var honum óviðkomandi, öllu leysti hann úr á sinn stórmann- lega hátt. John Harry Bjarnason var stórmenni, það ber allur hans Kveðja: Nanna Magnúsdóttir Fædd 30. októbcr 1915. Dáin 4. júlí 1980. Þegar ég kvaddi Nönnu í fyrra- sumar eftir stutt frí hér heima, þóttist ég þess fullviss að við myndum hittast aftur að ári eða þar um bil. Sú varð þó eigi raunin, því hún kvaddi þennan heim aðeins tveimur dögum áður en ég kom heim. Veikindi hennar byrjuðu um það leiti sem ég flutti frá íslandi og hefur mér oft þótt leitt að geta ekki heimsótt hana allan þennan tíma sem hún dvaldi á Landspítal- anum og Reykjalundi. Eigi að síður varð mér oft hugsað til hennar, en sambandið varð að takmarkast við símtöl og bréf. Núna þegar ég sest niður til að minnast hennar, finnst mér öll orð of fátækleg, en minnist orða Bólu-Hjálmars: Vantar mix ba'fli vit ok orA rftir koíuko monn að mæla mír or óvorðuK harmaKa la minninKU þoirra bora & horA. Að minnast hennar á þann máta sem hún á skilið, er vanda- verk og mér ofviða, og vil ég þess vegna kveðja hana með einlægum þökkum fyrir liðin ár. Guð geymi Nönnu. Guðrún G. æviferill vott um, þannig var öll hans hegðun og viðbrögð við öllu sem upp kom. Með honum og hans líkum kveður ísland fátæktarinn- ar, sem hann átti stóran þátt i að uppræta. Að lokum kveð ég kæran tengdaföður, ég mun aldrei gleyma honum og þannig er það með okkur öll í fjölskyldunni og hinum stóra hópi fólks sem stend- ur í þakkarskuld við hann fyrir alla hjálpina. Örlítil huggun er að hugsa til orðanna, sem oft eru sögð við leiðarlok. Hér við skiljum, en hittast munum. Við söknum hans öll einlæglega en vitum að hann er í góðum höndum. Góður Guð leiði hann og verndi, elsku vininn okkar, hann er farinn til nýrra heima, þar sem við öll munum hittast í fyllingu tímans, þangað til mun minning hans lifa í okkur öllum sem elskuðum hann. J. Ákason. Legsteinn er varanlegt mlnnlsmerki Framleiðum ótal tegundir legsteina. Allskonar stærðir og gerðir. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjðf um gerð og val legsteina. S.HEIGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVÐ31 48 Sftfl 76677 + Þökkum innilega auösýnda samúö viö fráfall og útför systur okkar og mágkonu, RÖGNU SIGURÐARDÓTTUR, Kjarri, Ölfusi. Ragna Rögnvaldsdóttir, Páll Sigurösson, Sigurbjörg Jóhannasdóttir, Ingimar Sigurösson, Emilía Friöriksdóttir. + Móöir okkar og tengdamóöir, GUDRUN ARINBJARNAR sem andaöist 9. júlí, veröur jarösungin þriöjudaginn 15. júlí kl. 10.30. frá Fossvogskirkju, Halldór Arinbjarnar, Ragnar Arinbjarnar, Gerður Guónadóttir, Gréta Páladóttir. t Útför eiginkonu minnar og móöur, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Ránargötu 1. sem andaöist 1. júlí, veröur gerö frá Dómkirkjunni, þriöjudaginn 15. júlí kl. 13.30. Sveinn R. Jónsson, Kjartan Gunnarsson. Í Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug viö fráfall og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, KRISTINS F. ASMUNDSSONAR, válstjóra. Helga Kristjánsdóttir, Steinunn Kristinsdóttir, Árni Jónsson, Olga Kristinsdóttir, Helga Árnadóttir. opnum nýjan afgreióslusal Viö höfum opnað nýjan afgreiðslusal á jarð- hæð þar sem annars vegar er gengiö inn Tryggvagötumegin gegnt skrifstofum toll- stjóra og hins vegar gengið inn Hafnar- strætismegin þar sem öll bankafyrirgreiðsla er fyrir hendi. Við væntum þess að þetta nýja fyrirkomulag verði viðskiptavinum okkar til mikils hægðar- auka, spari þeim sporin og flýti mjög fyrir allri afgreiðslu. Hafóu samband EIMSKIP SÍMI 27100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.