Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 13. JULI 1980 V®// «* Ast er... /o/f \Cd-o ... að furða sig á hvers vegna hann hringi ekki á hálí- tíma íresti. Þetta var góð stólræða, því ég vaknaði alveg úthvíldur! Ég hef áhyggjur at bróður mínnm. það er búið að bjóða honum í veiðiferð! „Útþensla hitaveit- unnar stöðvuð!" BRIDGE Umsjón: Péll Bergsson Byrjendum er gjarna kennt. ao fylgja beri ákveðnum reglum. Ha-sta spil í þriðju hendi. eoa hæsta fyrir makker. er ráðlegg- ing. sem allir hafa fengið. En þessa reglu. eins og aorar slíkar. verður að taka meo varúo eins og sjá má af spilinu i dag. Austur gaf, allir utan hættu. Norður S. 54 H. ÁK5 T. KG3 L.109432 Vestur Austur S. 93 S. KD8762 H.9764 H. 832 T. 109854 T. 76 L. Á7 Suóur S. ÁG10 H. DG10 T. ÁD2 L. DG85 L. K6 Kæri Velvakandi. Úrslit nýafstaðinna forseta- kosninga eru mörgum mikið gleði- efni, en aðrir eru að sjálfsögðu mjög vonsviknir. I dag birtist hinsvegar á bak- síðu Morgunblaðsins stórfrétt, sem allir Reykvíkingar geta glaðst yfir. Þar greinir frá því að ný- byggð hús í Reykjavík muni ekki fá hitaveitu, svo sem venja hefur verið mörg undanfarin ár. Þetta eru mikil oggóð tíðindi að nú skuli loks takast að hefta útþenslu þessarar skaðræðisstofnunar, sem hefur þanið sig út um allar trissur undanfarin ár, ölium til armæðu. • Heilt prósent Eins og svo margir aðrir íbúar þessarar borgar bý ég í sambýlishúsi. (í u.þ.b. 130 fer- metra íbúð). Upphitunarkostnað- ur okkar á síðastliðnu ári (1979) var rúmar 72 þúsund krónur. Við, íuúar hússins, erum nokkurnveg- inn meðalskussar í tekjuöflun og munu meðaltekjur okkar á sama tíma hafa verið um 7.2 milljónir króna. Á ég þar að sjálfsögðu við tekjur hjóna, en allar eiginkonur í húsinu vinna úti, a.m.k, að hluta. Við höfum því eytt hvorki meira né minna en heilu prósenti af tekjum okkar aðeins í upphitun. Það liggur í augum uppi að í okkar hlýja landi er þetta nánast sví- virðilegt. Enda brást það ekki að við urðum alltaf að svelta vikuna eftir að hitaveitureikningurinn barst. Hvað skyldu íbúar lands- byggðarinnar, sem enn búa við hina hræódýru olíukyndingu, segja ef þeim væri boðið upp á annað eins okur. • Raðherra- sekúndur Vinur minn, sem elskar tölvur og hefur yndi af því að fást við tölur, reiknaði út fyrir mig að þessi árskyndingarkostnaður okkar jafngilti einni verkamanna- viku, tveimur iðnaðarmannadög- um, þremur flugstjóraflugtímum og 59 tannlæknastólsmínútum. Hann reyndi að reikna út hve margar ráðherrasekúndur það væru, en þá brást heimilistölvan hans vegna skorts á upplýsingum. Hann miðaði að sjálfsögðu við meðaltekjur á síðasta ári. Ekki þori ég að ábyrgjast að útreikn- ingar hans séu hárnákvæmir, en fjarri lagi eru þeir ekki. Ég birti þessa útreikninga hans svo öllum sem bréf mitt lesa megi ljóst vera hve lengi almenningur þessarar borgar verður að þræla aðeins til að greiða hitaveitukostnað á einu ári. Austur opnaði á hindrunarsögn, 2 spöðum og suður sagði þá 2 grönd, sem norður hækkaði um- svifalaust í 3 grönd. Eðlilega spilaði vestur út níunni í lit makkers. Austur lét drottn- inguna í samræmi við regluna ágætu en hann gáði bara ekki að því, að í þtta sinn var vestur að spila litnum fyrir hann en ekki fyrir sjálfan sig. Suður gætti að sér og lét austur eiga slaginn en fékk í staðinn næsta slag á spaðagosann. Með þessu hafði sagnhafi rofið samgang andstæð- inganna og þegar austur komst seinna að á laufkónginn hafði vörnin ekki enn náð að fríspila spaðalitinn og suður var ekki í vandræðum með að fá tíu slagi. Búið er að benda á villu austurs. En hann gat ráðið af útspilinu, að suður ætti háspilin þrjú, sem vantaði. Af þvf leiddi, að vestur varð, að eiga annan spaða og laufásinn. Sagnhafi hlaut að fá tvo slagi á spaðann og því ekki að láta hann fá annan strax'.' Mis- munurinn var, að þannig var suður þvingaður til að taka annan spaðaslaginn meðan vestur átti enn spaða eftir. Eftir það spilar sagnhafi eðlilega laufi, sem vestur tekur með ásnum, spilar spaða og þannig verður vörnin „tempói" á undan, sem dugir til að fríspila spaðann og fella samninginn. Allir helztu skemmtikraf tar landsins á Þjóðhátíðina í Eyjum UNDIRBÚNINGUR fyrir þjóð- hátíð Vestmannaeyja er nú í fullum gangi og er langt komið að undirbúa fjölþætta og viða- mikla dagskrá. Auk margskonar atriða heimamanna með söng, bjargsigi, lúðrablæstri, íþróttum og fleiru, mun Brimkló með Björgvin og Ragnhildi, Halli og Laddi og Hljómsveit Gissurar Geirssonar standa vakt alla há- tíðina. Þá mun Jón E. Guð- mundsson og fleiri verða með leikbrúðusýningar bæði fyrir börn og fullorðna, Garðar Cortes og Ólöf Harðardóttir söngvarar mæta á hátíðina, grínistinn Jör- undur og einnigMóhannes Krist- jánsson frá Brekku, Ingjalds- sandi við Onundarfjörð. Binni brandarakarl hittir krakkana að máli, Leikfélag Vestmannaeyja leggur á borðið fyrir börn og fullorðna og meðal íþróttaatriða er keppni helztu stangarstökkv- ara Islands, en á þjóðhátíðinni í fyrra var sett nýtt íslandsmet í stangarstökki. Þá er unnið að útgáfu vandaðs þjóðhátíðarblaðs. Herjólfsdalur verður fagurlega skreyttur að vanda og er vinna við það verk hafin, þá eru brennupeyjar farnir að safna í bálköstinn á Ejósakletti, búið er að panta flugelda fyrir milljónir króna og verður sérstök flugelda- sýning á laugardagskvöldinu, en aðalbrennan er á föstudagskvöld. Þjóðhátíðin hefst eftir hádegi á föstudag og síðan er linnulaus dagskrá fram til mánudagsmorg- uns, en forskot á hátíðina er tekið á fimmtudagskvöld með dansleik í Samkomuhúsi Vest- mannaeyja. Þúsundir gesta sóttu hátíðina sl. ár auk heimamanna, en undanfarin ár hefur verið einstæð veðurblíða á þjóðhátíð Vestmannaeyja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.