Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JULI 1980 45 .13 TT /s - ^ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13—14 FRÁ MÁNUDEGI Þarna er sennilega komin skýr- ingin á því að allar eiginkonur neyðast til að vinna utan heimilis, jafnvel frá smábörnum. Nú verður blaðinu snúið við. Olíukynding verður væntanlega tekin upp að nýju á höfuðborgarsvæðinu, öllum til mikillar ánægju. Það er ekki bara að olían er ódýr og fer sílækkandi í verði, heldur verður það einkar skemmtilegt að geta notað smávegis af okkar digra gjaldeyrissjóði til meiri olíukaupa og kúfinn af hinum kúffulla ríkis- sjóði í aukinn olíustyrk. Ekki má heldur gleyma hinum unaðslega svartolíureyk, sem brátt mun leika um borgina okkar. Það er blátt áfram ófyrirgefanlegt að borgin okkar Reykjavík hefur ver- ið nær reyklaus undanfarin ár. Framsýn ríkisstjórn Við Reykvíkingar megum aldrei gleyma hverjum við eigum þessar væntanlegu breytingar að þakka. Það er okkar framsýna ríkisstjórn, sem hér hefur gripið í taumana og bannað hitaveitu Reykjavíkur að hækka gjald- skrána og þar með stöðvað út- þenslu hennar. Við megum heldur ekki gleyma því að forðum daga þegar okkar núverandi stórglæsi- legi forsætisráðherra var borgar- stjóri okkar, sá hann til þess að hitaveitan var ekki með neina útþenslupólitík. Ef skyldan hefði ekki kallað hann til mikilvægari starfa, (príls upp og niður met- orðastigann) hefði honum jafnvel auðnast að leggja Hitaveituna alveg niður. Því miður brást eftirmaður hans í borgarstjóra- embættinu algerlega. Hann hafði þvert á móti forustu um útþenslu Hitaveitunnar. Það verður honum aldrei fyrirgefið. Þó öll önnur glæsistörf okkar stórkostlega for- sætisráðherra og meðreiðarsveina hans falli í gleymsku, þá mun minningin um þessa frábæru „hitaveituútþensluheftistefnu" þeirra lifa á meðan íslensk tunga er töluð. Virðingarfyllst, Dr. Mörður Hrappsson (913-369) Vísitölu- og millifærsluhag- ræðingarráðunautur, Svikaskjóli 22. • Norskur barna- kór þakkar góðar móttökur Heiðraði Velvakandi. Eins og þú máske veist — og hefur jafnvel heyrt og séð — hefur norski barnakórinn Assiden frá Drammen, verið á ferð í Reykjavík og um Suðvesturland, allt austur að Flúðum í Hrunamannahreppi, dagana 29.6.-7.7. s.l. Var sungið í kirkjum, félags- heimilum, elliheimilum og víðar. Mest var um að vera í Stykkis- hólmi, vinabæ Drammen á ís- landi, en vináttusamband þessara tveggja bæja mun vera aðalástæð- an fyrir komu kórsins hingað. Aðalfararstjóri var Sigríður G. Wilhelmsen, en söngstjóri kórsins er Thode Fagelund, skólastjóri tónlistarskólans í Drammen. Und- irbúning að komu kórsins önnuð- ust Þórólfur Friðgeirsson, yfir- kennari í Kópavogsskóla og kona hans Kristín Halldórsdóttir. En í Stykkishólmi voru það Árni Helgason símstjóri og Ingibjörg kona hans sem önnuðust undir- búning. Söngför þessi tókst með ágætum og auk fjögurra stærri hljómleika, söng kórinn á tolf stöðum. A lokafundi kórsins í Stykkishólmi mælti fararstjóri m.a. á þessa leið: „Við viljum ná til allra, sem svo elskulega tóku á móti okkur. Þakka alla fyrir- greiðslu og ágæta viðkynningu, gestrisni og greiðvikni. — Við þökkum gleði og gaman og munum bera það heim til Noregs í hjört- um okkar." Guðmundur Bernharðsson Þessir hringdu . . . þeirri akrein þ.e. í vestur, stöðvast á ljósunum ofar á Miklubrautinni og má þá sæta lagi að komast yfir, en þegar að hinni akreininni er komið þ.e. þar sem umferðin liggur úr vestri til austurs, vandast málið. Þar er nær órofa straumur af bílum, enda ekkert til Helgi hringdi. Við Miklubrautina, við mitt Klambratúnið til móts við Engi- hlíð, er strætisvagnabiðstöð. Þar vantar tilfinnanlega gangbraut fyrir gangandi vegfarendur, því það nálg'ast það að vera lífshættu- legt fyrirtæki að hætta sér yfir götuna. Klambratúnsmegin er hættan minni, því umferðin eftir SKAK Umsjón: Margeir Pétursson í sovézku deildarkeppninni eða Spartakiödunni í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Temkin, Leningrad, sem hafði hvítt og átti leik, og Glizer, Úkraínu. k> I * \'Wk JL : '•¦-' ' ........ ' ' ;m/^ ¦;¦;¦'¦¦¦ . HÖGNI HREKKVÍSI ú , \£ifW Hec AJB *glNl6-JA;» lxb ¦ S2F S\G£A vVöG* £ AiLVtWw að rjúfa hann. Þarna er sannkall- að glæfrafyrirtæki að freista þess að komast yfir Miklubrautina og held ég að gatnamálastjóri eða aðrir aðilar sem hlut eiga að máli ættu að gera gangskör að því hið bráðasta að þarna verði gerð gangbraut. Sandspyrna veröur aö Hrauni í Ölfusi sunnudaginn 13. júlí kl. 1.30. Komiö og sjáio bestu spyrnutækin. Kvartmíluklúbburinn. Rafsuðuvélaúrvalið er í Dynjanda WM Specíal Mig 120 Special Mig 250 1 eöa 3 fasa 220/308V 3. fasa 220/380V Straumnotkun 9A 5A Straumnotkun 30A 17A Spennistæro 2.8 KW Spennistærð 12 KW Fasvik cos0.8 Fasvík cos 0.8 Spennustilling 6stig Spennustilling 12 stig Suðustyrkur 25-200A Sudustyrkur 25-360A Tómgangsspenna 34.5V Tómgangsspenna 60v Einangrun Classi H Einangrun Classi H HSB ED 60% 120A HSB ED 60% 250A HSB ED 35% 160A HSB ED 35% 330A HSB ED 100% 100A HSB ED 100% 200A Suðurvir 0.6—0.8 Suöuvír 0.6—1.6 Þyngd 55 KG Þyngd 130 KG Hagstætt verö og greiðsluskilmálar, viögeröa og varahlutaþjónusta. VELSMIÐJAN Símar 82670 og 82671. 32. Bxg6! - hxg6? (Svartur hefði átt að sætta sig við peðstap og leika 32. ... h6) 33. Hh8+ - Kg7, 34. g5í (Nákvæmast) og svartur gafst upp, því að eftir 34-----Bxg5, 35. Hlh7+ - Kf6, 36. Hf8+ - er hann mát í næsta leik. /ÓeíKjAYÍ/Ór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.