Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 46
 46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1980 Áttræður: Sigurður Árna- son Sámsstöðum Sigurður bóndi Árnason á Sámsstöðum í Fljótshlíð verður áttræður mánudaginn 14. júlí. Þessa merkisatburðar i lífi Sig- urðar ætla vinir hans og ættingjar að minnast með því að vera með honum daglangt á afmælisdegin- um í Þórsmörk, því þar er að finna þann glæstasta hátíðasal, sem hæfir þessu samkvæmi. Afmælisgreinar o.þ.h. skrif eru án efa einhver lágvaxnasti gróður- inn í skrúðgarði andans um þessar mundir. Sigurður á það ekki skilið að fá slíka meðferð, en í trausti þess, að þetta sé ekki beinlínis lífshættulegt í andlegri merkingu, eins og t.d. dagskráin í sjónvarp- inu, þá veit ég að hann, af sínu snotra hjartalagi, fyrirgefur mér tiltækið. Foreldrar Sigurðar voru hjónin Þórunn Jónsdóttir og Árni Árna- son frá Kirkjulæk í Fljótshlíð, sem bjuggu nær alla sína tíð á Sámsstöðum, eða frá 1898. Árni var afburða hagur, bæði á tré og járn, en að auki góður bóndi og ræktunarmaður mikill. Um Árna var ort: Árni prýðir allt hjá sór er fá lýðir metið. Fatturt smiðar, hauður sker. hans er víða xetið. Hagleiknin virðist ganga í erfð- ir, því synir Árna voru flestir smiðir góðir og Árni, sonur Sig- urðar, hreinn völundur, og er hans víða getið. Börn Árna og Þórunnar voru Arnheiður og Tryggvi, sem eru látin, Sara Þorbjörg, Jón, Sigurður og Árni. Öll urðu börnin dugnaðar- og atorkufólk, svo sem þau áttu kyn til. Þegar Sigurður lítur yfir farinn veg hefur hann verið gæfumaður um flest. Sjálfsagt hefur honum og þessum heimi komið misjafn- lega saman um dagana, en engu að síður getur hann, eins og hann reyndar gerir oft, tekið sér í munn orð Arnar Arnar „samt er gaman að hafa lifað svo langan dag“. Hildur, síðar Árnason, kom aðeins 19 ára út hingað frá Danmörku og varð á vegi þessa rauðbirkna víkings. Hún sneri ekki aftur, enda varð gæfa hennar meiri en Gunnars forðum. Hún kaus sér það hlutskipti, að deila kjörum með Sigurði hér á mörkum hins byggilega heims, og þau giftu sig 7. júlí 1934. Börn Hildar og Sigurðar eru sjö: Unnur, Valborg, Sara Hjördís, Árni Þorsteinn, Þórunn Björg, Hrafnhildur Inga og Þórdís Alda. Ærið hefur verið að starfa hjá húsfreyjunni ungu, sem þar að auki þurfti að semja sig að nýjum siðum í harðbýlu landi. Sara systir Sigurðar, er lengst af bjó á heimili þeirra, var Hildi slík hjálparhella, að einsdæmi hlýtur að vera. Enda nýtur Sara nú í ellinni ástar og virðingar allrar fjölskyldunnar. Þau Sigurður og Hildur fluttu í nýtt, stórt og glæsilegt hús á Sámsstöðum árið 1950, og vissu- lega hefur Hildi þótt það góð umbun fyrir allt hennar starf. Slík húsasmíði, þar sem ekki færri en tíu herbergi eru innan veggja, er kapítuli útaf fyrir sig, en greini- lega í takt við lífsviðhorf Sigurðar, sem er stórhuga maður og forkur duglegur. Börnin, sjö að tölu, luku öll námi í Skógaskóla á meðan þau voru í foreldrahúsum og öll slepptu þau fyrsta bekknum, því fyrir hann fengu þau tilsögn heima. Þrátt fyrir takmörkuð ver- aldleg efni hefur þeim hjónunum verið þetta slíkt metnaðarmál, að ekkert kom í veg fyrir að það gæti orðið. Samkvæmt eðli málsins hélst Sigurði illa á jafn föngulegum varaWuta tequnöa Teqund is'andar!l! tadalSW.’L UðaSotwt 76 \/\A/ 1200 76 76 AustvnWWn.1000 j Skoda A.fn'ð® i RenauU\ll \ 13 oaidatsu '40 l v&fSNfölfi um 'W, llllll Framrúða, 'Hurðarlæsing, - Stefnuljósapungur, ‘Kúplingsdiskur, ■ Frambretti, Dempari Spindilkúla, Bremsuklossar. Aðalljós, Samkvæmt könnun í timaritinu Samúel á verðmismun á varahlutum í bíla var LADA 1500 í 1. sæti og LADA sport í 2. sæti. Rétt erað geta þess að flestir varahlutireru þeirsömu i allar • gerðir af LADA. LADA hefur sannað kosti sína hér á landi með því að vera sóluhæsti billinn ár eftir ár og er það bæði af sparneytni og hve ódýrir þeir eru i rekstri. (Viðhald og varahlutir). LADA eródýr er sparneytin ______. ______ ___ ódýrir varahtutir er mest sekti billinrí’ hátt endursöluverö BIFREIÐAR & LANDBUNADARVELAR Suðurlandsbraut 14, sími 38600 Söludeild simi 312 36 Varahlutaverslun sími 3 92 30 dætrum í föðurgarði. Verðandi tengdasynir komu hvaðanæva að og gerðu hosur sínar grænar fyrir heimasætunum. Áður en varði var allur þessi fríði flokkur á braut frá Sámsstöðum. Þegar undirrit- aður kom þangað frá Snæfellsnesi í fyrrgreindum erindum upplýsti bóndi piltinn um, að séra Árni Þórarinsson hafi sagt að þegar menn hafi dáið þar fyrir austan, hafi þeir farið rakleiðis til guðs. En allt var þetta öðruvísi á Snæfellsnesi, sagði Sigurður mér að sr. Árni hafi sagt, og er ég einlægt minntur á þessar stað- reyndir siðan. Barnabörnin eru orðin 15 tals- ins, en í þessum efnum, sem öðrum, erum við tengdasynir Sig- urðar fjarri því að vera jafnokar hans, en höfum það þó með okkur að ekki er öll nótt úti enn. Ég veit að Sigurði er ekkert um, að mikið stáss sé gert með hann áttræðan, en hins vegar finnst okkur hinum maðurinn bæði sér- stæður og skemmtilegur, enda hafa spunnist um hann þjóðsögur þegar í lifanda lífi. Ekki fyrir margt löngu hitti ég afmælisbarn- ið við smíðar. Þar eð mér þótti þegar nægilega hýst á Sámsstöð- um, hafði ég orð á því. Sigurður kvaðst ekki mundu treysta því að það yrði smíðað mikið hinum megin og því vildi hann nota tímann vel á meðan tækifæri gæfist hérna megin. Víða sjást þess merki á Sámsstöðum að þar hefur verið tekið til hendi. En Sigurður er ekki aðeins iðinn við trésmíðar og þessháttar, því hann er einnig góður vísnasmiður og ljóðelskur mjög. Á góðri stundu fer hann með ljóð höfuðskáldanna og kennir þar ýmissa grasa. Það Sámsstaða-fólk er söngvið og er Sigurður ágætur bassi og lagsæll. Hér á árunum áður, þegar fjöl- skyldan kom saman, settist Hildur við slaghörpuna og var jafnan tekið lagið. Þá er þess að geta að hestar eru Sigurði mikið augnagaman. Eru ekki liðin nema örfá ár síðan Sigurður sundreið helstu fljót þeirra Sunnlendinga, í trausti þess, að fákur hans myndi ein- hverju landi ná. Á meðan þessu fór fram riðu minni spámenn og skutilsveinar Sigurðar yfir brýr og fóru þröngt. Hrossin frá Sáms- stöðum eru úrtöku góð og hafa niðjar Sigurðar fengið að njóta þeirra ríkulega og margur orðið hesteigandi fyrir lítið. Nú á tím- um meðalmennskunnar kemst maður ekki hjá því að taka eftir manni eins og Sigurði á Sámsstöð- um. Það er næstum nauðsynlegt hverjum ungum manni að kynnast slíkum einstaklingi mitt á meðal þeirra hópsálna, sem við umgöng- umst daglega. Sigurður hefur ekki fallið í þá freistni að leggjast í ferðalög. En engu að síður sigldu þau hjónin tvisvar fyrir nokkrum árum og sóttu heim skyldmenni Hildar í Danaveldi og Unni dóttur sína í Þýskalandi. Þrátt fyrir landkosti þar ytra er þar ekki að finna Hlíðina, Eyjafjallajökul né Þórsmörk. Því myndi Sigurður aldrei una sér þar til lengdar. En þegar að því kemur, að Sigurður leggur upp í sína lengstu för, munu þeir Pétur ugglaust gera hvor öðrum kosti. Ekki skal getum að því leitt hverjar mein- ingar Péturs verða. En um hitt er ég viss, að Sigurði bónda mun þykja vistin daufleg ef hann verður að herbergjast þar með illa lyktandi góðtemplurum og fram- sóknarmönnum einum saman. Með kærri kveðju og hamingju- óskum í tilefni dagsins. Lifðu heill! Árni M. Emilsson I FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI Látið JOKI vinna verkió með nákvæmni og hagkvæmni Joki færibandamótorar eru í stöðugri notkun um allan heim, allt frá demanta- námum í Ghana til fiskvinnslustöðva á Grænlandi. Alls staðar vinna þeir verk sín aföryggi. Joki færibandamótorar eru lokaðir með IP. 66 þéttingu. Þeir eru olíukældir og sjálfsmyrjandi og útiloka þannig að raki og óhreinindi komist inn í mótorinn. Afleiðingin er fyllsta öryggi, lítið viðhald og auðveld hreinsun. Joki eru fáanlegir með stiglausri hraðastillingu. Leitið upplýsinga í söludeild okkar um þann Joki mótor sem hentar starfsemi ykkar. = HÉÐINN VÉLAVERZLUN SELJAVEGI 2 SfMI 24260 REYKJAVfK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.