Alþýðublaðið - 25.04.1931, Side 4

Alþýðublaðið - 25.04.1931, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Að austan. Nesi í NoTÖfirði (í febr.). Þingimenn Sunnmýlingá, Sv. Ól. og I. P., héldu hér þingmálafund nokkru áður en [>eir fóru til þings. Var fundurinn fjölsóttur. Traustsyfirlýsing á stjórnina var samþ. með 36 atkv. Jafnaðarmenn sátu hjá við þá atkvæðagreiðslu. Þingmennimir fluttu nokkrar til- lögur, er allar voru samþyktar uan.ræðulaust að kalla og lítið breyttar. Flest mótatkvæði voru um tillögu Sv. Ól. un} þjóðarat- kvæðagreiðslu um þingflutning til Þingvalla. Af hálfu jafnaðánmanna töluðu á fundinum Kristinn Ólafss«' 'bæjarfógeti, Jónas Guðmundsson ritstjóri og séra Jakob Jónsson Flutti J. G. eftirfarandi þrjár til- lögur, er ailar voru samþyktar: 1. „Fundurinn skorar á alþingi að sernja lög um heimild fyrir kauþstaði og kauptún til þess að fá til umráða óræktað land, er liggur umhverfis staðina eða er á annan liátt þannig sett, að \ið- komandi staður geti notfært sér það tii ræktunar.“ 2. Stjómarskrárbreyting: „Fundurinn skorar á alþingi að samþykkja á komandi þingi breytingar á stjómarskrá ríkis- ins, er rníði að því: 1. Að færa aldurstakmark viö ai- þingiskosningar (landskjör og kjördæmakosningar) niöuír í 21 ár. 2. að fella burtu ákvæðin, er svifta þá kosningárrétti, er þegið hafa sveitarstyrk. 3. að koma á réttlátari kjör- dæmaskiþun.“ Báðar þessar tillögur voru svo að kalla samþyktar í einu hljóöi. Um. þriðju tillögu J. G. urðu langar og heitar umræður. Var hún svo hljóðandi: „Veröi engin heildarbreyting gerð á kjördæmaskipuninni í landinu nú á þessu þingi, skorar fundurinn á alþingi að sam- þykkja lög um sérstakan þing- mann fyrir Neskaupstað.1' Sv. Ól. virtist tillögunni frekar hlyntur, en I. P. heldur andstáeð- ur. Af Framsókn mælti gegn til- lögunni Níels, sonur Ingvars Pálmasonar og af háifu íhalds- ins Páli Þormar kaupmaður. Vili „Sjálfstæðið" ekki sérsíakan þing- mann, svo ekki stendur sjálfstæð-. islöngunin djúpt í þvi efni hjá flokknum hér í bænum. Annars Messa í fríkirkjunni í Hafnar- firði kl. 2 á morgun. Töframadurmn Geovanni Ottó hélt sýningu i Bíóhúsinu í Hafn- arfirði i gærkveldi fyrir fullu húsi, og þótti hún hin tezta' skemtun. Hann endurtekur sýn- ingu-'sína í kvöld kl. 8Vs á sama stað. Aðgahgur kostar 1 kr. upplýsti það á bæjarstjórnar- fundi, er málið var þar til um- ræðui, að fhaidið er einkum á móti þessu af því, að það telur að jafnaðarmaður kæmist hér að, ef breyting yrði, og sem von er kýs það heldur að hafa Fram- sóknina. Sjómannafélag var stofnað hér fyrir skemstu með 40 sjómönnum. Er það nú að undirbúa kaup- samninga við útgerðarmenn. Lítið ber enn á kosningahitan- œn, enda er þess varla að vænta, en tálið er hér eystra, að íhaldið muni hvorki spara fé né fagur- gala til þess að halda Seyðis- firði og ná í Norður-Múlasýsfu. Suðursýsluna gera þeir sér litla vonir um að geta unnið. £Jm v©||Sas3»a ST. DRÖFN nr. 55. Fundur annaö kvöld kl. 8. Inntaka, kosn- ' ing embættismanna o. fi. Æt. Snorrasjóður. S\ro heitir sjóður., sem norska ríkið gaf íslendingum á alþingis- hátíðinni, og var þá að upphæð 100 þúsund kr. norskar. Tilgang- ur sjóösins er einkum að styrkja íslenzka pámsmenn og fræði- anenn til náms og visindaiðkana í Noregi. Stúdentar ög kandiidat- ar, sem ieggja stund á norræn fræði, og fræðimerm, seni hafa með höndum ákveðin verkefni úr norrænni sögu og bókmentum, eiga að öðru jöfnu aö ganga fyr- ir um styrk úr sjóðnum. Þó má veita styrk úr honuin til annars nániis við háskóiann í Osló, Björgvinarháskóla (Bergens Mu- seum), verkfræðaháskólann í Niöarósi, landbúnaöarháskólann í Ási og aðrar jafngiidar vísinda- stofnanir í Noregi. — Þeir, sem sækja um. styrk úr Snorrasjóði, eiga aO sendia umsóknir tii for- sætisráðherra fyrir 1. júlí. Ritarann fyrii kónginn. iiiatdsmenn eru sem von er dá- lítið skrítnir í framan eftir frammistöðu þingmanna sinna. Til þess að klöra dálítið í bakk- antr hafa íhaldsþingmennirnir sent imótmælaskeyti, iekki þó kónginum, heldur — ritara hans. Mildð ef I>eiT heimta ekki að rit- arinn sé settur af, úr því þeir runnu á þvi að setja kónginn af. En kann ske þeir treysti sér ekki heldur til þess án Gunn- ars frá Selalæk. Sjónhvetfingamaðuiinn. Geovanni Otto heldur sýningu sunnudagskvöld k!. 9 í K.-R.-hús- inu. Það var af misskilningi, að auglýst var að hann hefði sýn- ingu í kvöid í Reykjavík, því hann er í kvöld að endurtaka í Hafnarfirði sýninguna frá í gær- kv'eld.i. Lýðveldiskrafan að fífiskapar- niáli. Vísir sagði í fyrra dag að jafn- aðarmenn hefðu gert sig „bera að því að ætla að hafa l^ðveld- iskröfurnar að fíflskapannáli" með því að fara þess á leit \dð íhaldsþingmennina, að þeir sýndu íaivöru í því að ganga með jafn- aðarmönnum • inn i þingsal og setja kónginn af. Ójá, það hefir sýnt sig, að það gengur næst fíflskaparmáli að gera slíkar kröfur til flokks, sem skýlir sér bak við jafn léleg rök og þau, að þeir hefðu hopað frá iýöveld- iskröfunni af því Gunnar frá Selalæk hefði ekki verið tilbú- inn! Seudisveinadeild hef i r verz 1 u narman nafélagið Merkúr nýlega stofnað. Er mikiil áhugi meðal sendisveina fyrir deildinni og hafa nú þegar yfir .101) sendisveinar gerst með- limir. Á síðasta fundi var kosán stjórn fyrir deildina. Friðfinnur Friðfinnsson formaður, Gísii Friðbjörnsson, Steingrímur Jóns- son, Adolf Björnsson og Gísli Sigurðsson. Má búast við að mikil aðsókn verði aö fundinum á jnorgun, þar sem til umræðu verður sumarfrí sendisveina, sem ekki er of mikið víðast hvar. — Væntir stjórnin þe.ss, aö allir sendisveinár sæki fundinn og gerist meðlimir um leið. Nœtiirlœknir er í nótt ólafur Helgason, Ingólfsstræti 6, síijii 2128, og aðra nóít Halldór Stef- ánsson, Laugavegi 49, sírni 2234. Nœtnmördw er næstu viku í lyfjabúð Reykjavíkur og lyfjábúð- inni „Iðunni". Veðrio. Kl. 8 í morgun var 3 stiga hiti í Reykjavík. Otlit hér á Suðvesturlandi: Hæg austan- eða norðaustan-gola. Dálítið regn framan af degi, en léttir til þegar á daginn líður., Ingibjörg Jónsdót ir hugalæknir flytur í dag að Skölavörðustíg 10. Skipafrétíir. „Súðin“ kom í gæ‘r vestan um land með á annað hundraö farþega. „Esja“ var á Hornafirði i morgun á austurl-eið. Kolaskip kom í nótt til „Koia og salts". Otvarpid á morgun. Kl. 11: Messa í dómkirkjunni (fenning, Fr. H.). Kl. 16,10: Barnasögur (Ólína Andrésdóttir). Kl. 19,25: Hljómleikar (söngvél). Ki. 19,30: Veðurfregnir. Kl. 19,35: Erindi: Nýjustu fornfræðirannsóknir (V. Þ. Gíslason meistari). Kl. 20,10: Hijómlieikar (söngvél). Kl. 20,30: Erincii: Þjóðsögur. I. (Einar Ól. Sveinsson mieistari). Kl. 21: Frétt- ir. Kl. 21,20—25: Kórsöngur (Karlakór Reykjavíkur. Söngstj. Sig. Þórðarson): Sv. Sveinbjörns- son: Þú nafnkunna landið, Mosz- kowski: Mansöngur. (Einsöngur: Daníel Þorkelsson.) Mozart: Vögguvísa, Rússn. þjóðiag: Söng- ur ferjudráttarmanna á Volgu. Luily: Eldgamia Isafold. Hjálprœdisheriim. Samkomur á morgun: Helgunarsamkomia kl. lOVs árd. Sunnudagaskóli kl. 2. Útisamkoma á Lækjartorgi, ef að veður leyfir, kl. 4. Hjálpræðis- samkoma kl. 8 síðd. H. Andrésen lautn. stjórnar. Lúðraflokkurinn og strengjasveitin aðstoða. Allir velkomnir! Háskólafyrirlestrw próf. Ágústs H. Bjarnasonar unt vísindalegar nýjungar. Næsti fyrirlestur í dag kl. 6 í háskólanum. Öllum heim- ill aðgangur. Messur á unorgun: í dómkirkj- unni kl. 11 séra Friðrik Hall- grimsson, ferming. Engin siðdeg- isimessa. í fríkirkjunni kl. 2 séra Árni Sigurðsson. 1 Landakots- kirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með predik- un. Kristiieg samkoma á Njálsgötu i kl. 8 e. m. V ídavangshlmip drengja fer fram á morgun kl. 10 árd. Kepp- endur verða 38. Frá Ármanni 15, frá K. R. 15 og 8 frá 1. R. Hlaup- ið hefst í Austurstræti, þaðan hlaupið Aðalstræti, Suöurgata. • kringum gamla íþróttavöllinn, niður Skothúsveg, norður Frí- kirkjuveg og endað nyrst í Lækj- argötu. Keppendur og starfsmenn iraæti í gamla barnaskólanum ki. 9 [4 árd. Fimleikakeppni um bikar Osló- Turnforening fer fram á morgun og hefst kl. 2 í gamla barnaskói- anum. Þrjú félög keppa, og eru það Ármann, sem sendir 2 flokka, K. R. sendir 1 flokk og í. R. 1. Aðgang að keppninni fá að eins þeir, sem aðgöngumiða hafa. Er þessa getið hér sökum þess, að rúm er mjög takmarkað. Útvarpid í dag: Kl. 18,15: Er- indi í Háskólanlim (Ágúst H. Bjarnason). Kl. 19,25: Hljómleik- ar (söngvél): Kl. 19,30: Veður- fregnir. Kl. 19,35: Barnasögur (Bjarni Bjarnason kennari). Kl. 19,50: Einsöngur (ungfrú Asta Jóséfsdóttir): Magnús Árnason: Ég elska þig, Sigv. Kaldaións: Svanurinn minn .syngur, Meri- kanto: Naar Bjerkeme suser. KI. 20: Þýzkukensla 'í 2. flokki (W. Mohr). ,K1. 20,20: Einsöngur: Wennerberg: Min sjal lángter, Sigf. Einarsson: Hátt ég kalla, Páll Isóifsson: Víst ert þú, Jesú, kongur klár. Kl. 20,30: Erindi: Nýjustu fornfræöirannsóknir (Vil- hj. Þ. Gíslason). Ki. 21: Fréttir. Kl. 21,20—25: Danzmúsík. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Alþýðuprentsmiðjap-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.