Alþýðublaðið - 27.04.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.04.1931, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Kjósandaréttnr eða kfiSriIæniIsnafn. 1 „Timanum", sem kom út síð- asta vetrardag, er því haldið fram, að sú breyting i kjördæma- skipuninni að kosið yrði hlut- fallskosningu í stóram kjörÖæm- uttn og mun færri en þau eru nú, imyndi „þurka út Dalasýslu, Borgarfjörð, Rangárvelli og Skagafjörð". Þetta nær ekki nokkurri átt, því aj5 íbúar 'þess- ara héraða eins og annara hefðu þá auðvitað sinn hlutfallslega rétt til að ráða vali þingmanna, og réttur hvers einstaklings yrði einmitt miklu betur trygður. Eins og nú er hafa t. d. „Framisókn- arflokks'toenn í Skagafirði orðið að sætta sig við það, að íhalds- mennirnir Magnús Guðmundsson og Jón á Reynistað hafa verið þingmenn sýslunnar, en 'þeir sijálfir hafa engum komið að, svö að þeirra eigin atkvæði haf a raunverulega orðið ónýt, og þeir hafa því engin áhrif getað haft á skipun alþingis. Við öhlutbundn- ar kosningar getur rneiri hlutínn í hverju kjördæmi ráðið einn öllu uin þingmannaval þar. Réttur mínni hlutans er algerlega fyrir borð borinn. Þetta ranglæti hefir mest bitnað á Alþýðuflokknurc og fyrir því hefir hann haft miklu færri þingmenn en honum ber, en í hverju héraði bitnar hið óskoraða imeirihlutavald á öllum þeim kjósendum, sem engum þingmanni koma að úr sínum flokki fyrir það kjördæmi, sem þeir eru í, sökum pess að peim er meinað dð nota atkvœðisrétt- inn í félagi við ónnur skoðana- systkini sín. Kosningaúrslitin eru jafnvel oft tilviljun ein. Hins vegar fengju allir flokkar fult jafnrétti ef landið væri gert að einu kjördærni með hlutfalls- kosningum, og að miklu leyti næst jafnréttið einnig með því að kosið sé hlutfallskosningu í fáum, stórum kjördæmum. Þá geta t. d. jafnaðarmenn í Skaga- firði kosið þingfulltrúa ásamt öðrum Norðlendingum með raun- verulegum árangri, og skagfirsk- ir „Framsóknarflokks"mehn eru sömuleiðis trygðir gegn því, að þingmenn þeirra séu eintómir Ihaldsflokksmenn. Hvort þing- mennirnir eru kallaðir þingmenn Skagfirðinga eða þingmenn Norð- lendinga skiftir vitanlega ekki máli. Réttlát flokkaskifting á al- þingi er trygð og örlítill meiri hluti getur þá ekki tekið allan á- hrifarétt um þingmannaval af öðrum héraðsbúum. Það er réttur kjósenda til þess að velja þá 'þingmenn, er þeir vilja fela umboð sitt, en ekki nafnið á kfördœminu, sem skiftir máli. 1« maf > 1. maí, hátíðisdagur yerkalýðs- íns, er á föstudaginn kemur. Hafa alþýðufélögin kosið nefndir til að sjá um undirbúning dagsins, og sitja þær nú að störfum. Þenna dag safnast alþýðan um heim all- an samah til að gera kröfur.og minnast þess, sem gert hefir ver- ið. Hér mun alþýðan gera hið sama. Er þess vænst að sem flestir taki þátt í 'því, er fraim fer af hendi alþýðufélaganna þennan dag. Nú á alþýðan um land alt að ganga fram til orrustu að fá- um vikum liðnum gegn andsitöðu- flokkunum, og er því rétt að nota hátíðisdaginn til að kanna liðið -og treysta samtökin. Verkamannafélagið „Dagsbrún" hefir samþykt, að enginn félags- manna hennar megi vinna 1. maí. Þetta er nú þeirra aðfef ð Pað er ekki í fyrsta skifti að' Verkalýðsblaðið tekur sömu af- stöðu og Morgunblaðið, þegar það á laúgardaginn talar um „þegar stjórnarbyltingin' strand- aði á Gunnari frá Selalæk". - Allir vi-ta að íhaldið hefði ver- ið nákvæmlega jafnlangt frá því að vera með lýðveldisstofnun, þó Gunnar hefði verið með því. En Guðjóni Benediktsisyni, sem býð- ur sig fram í vor fyrir Spart- verja, finst hér ágætt tækifæri til þess að ráðast á 'þá foringja, sem verkalýðurinn hefir kosið sér, og segir að framkoma þeirra (í stjórnarskrárbrotsmáli Fram- sióknar) sýni, að þeir séu „ekkert annað en vesælir eiginhagsmuna- spekúlantar". Þetta orðbragð heldur Guðjón að muni afla hon- um fylgis meðal verkalýðsins. — Þetta er nú þeirra aðferð. Hngsanaflntni'^giiriiiBfi. Tilrannin tökst. Seadisveiiiar. Snernma í vetur tók Félag ungra kommúnista að safna skýrslum um Kjör sendisveina við verzlanir hér í bæ. Voru þær skýrslur alt annað en glæsilegar og blöskraði imörgum, er þær sáu, hversu léleg" kjör sendisvein- ar allflestir eiga við að búa. Hefir nú verzlunarmannáfélag- ið Merkúr ákveðið að stofna sér- staka deild fyrir sendisveina og reyna að koma málum þeirra í viðunandi horf. — Verður stofn- fundurinn haldinn í kvöld kl. 9 1 K.-R.-húsinu uppi. Þarf ekki að hvetja sendisveina til þess að taka þátt í þessum félagsskap. Þeim mun þegar flestum Ijóst, að hér þarf að* hef jast handa og að kjör þeirra verður að bæta. Væri óskandi að Merkúr takist að koma þessu máli í viðunandi horf, og vonar Alþýðublaðið að sendisveinar allir sœki fundi'nn vel og stundvíslega. Geovanni Otto. Á laugardaginn kom • sjónhverf- ingamaðurinn Geovanni Otto að imáli við ritstjóra Alþýðublaðsins og bað hann að vera eftirlits- mann við tilraun um að sendá hugskeyti héðan til Danmerkur. Vildi ritstj. ekki skorast undan því að gera honum þann greiða og fékk mann sér til aðstoðar, sem vanur er alls konar sálfræðir legum tilraunum. Fóru þeir ritstj. og aðstoðarm. unvkl. níu í gærmorgun á Hótel Borg, en ekki varð af því að til- raunin byrjaði fyr en kl. hálf tíu; var það á herbergi nr. 310. Var hr. Otto þá spurður að hvort það 'þyrfti að vera nafn á spili, sem hann reyndi að „hugsíma". Kvað hann nei við því, en sagði hins vegar, að því algengari, sem hluturinn. væri, sem tilraunin væri gerð með, því meiri líkindi væru til þess að hún hepnaðist, og var því fallist á að nota spil. Kom hr. Otto nú með spil, en ritstj. dró önnur s'pil upp úr vasa sínum og mæltist til að þau yrðu notuð. Stokkaði hann þau lítils háttar og'dró svo aðstoðarm. eitt þeirra.' Var það spaða tvistur. Varð hr. Otto harla glaður er hann sá spilið og sagði að nú væri hann viss um að tilraunin myndi hepnast, því hún væri pví auðveldari, sem spilið væri fá- brotnara. Fékk hann nú ritstj. í hendur utanáskrift mannsins, sem átti að taka við hugskeytinu, og bað hann síma honum að vera viðbú- inn; sagðist hr. Otto ekki vilja vita hvernig skeytið yrði stílað. Fóru því ritstj. og aðstm. fram fyrir herbergisdyrnar og skrifuðu skeytið, og fór annar þeirra (rit- stj.) með það á símstöðina, en þurfti að bíða til kl. 10, því fyr er hún ekM opnuð á helgum dögum. En á meðan á því stóð beið aðstoðarmaðurinn í herberg'- inu hjá hr. Otto. Alitið var að símskeytið myndi vera um tvo tíma á leiðinni frá Reykjavík til Khafnar, og að ekki þýddi fyrir hr. Otto að benda hug sínum til mannsinis í Kaupmannahöfn fyr en hann væri búinn að fá símskeytið. Var því tímanum varið til þess að<skrafa saman og sagði hr. Otto meðal annars frá einum sjónhverfinga- manni, sem léti fíl hverfa fyrir- augum manna. .Þegar kl. . vantaði 1/4 í tólf sagði hr. Otto að nú byggist hann við að maðurinn í Khöfn væri búinn að fá símskeytið. Settist hann nú með hönd widix kinn með sþaðatvistinn reiatan h rönd fyrir framan sig og sat þannig hér urrv bil hreyfingarlaus í 21/2 klst. eða til kl. 21/4 e. h. Sat hann oftast með opin augun, en stundum voru þau lokuð. Ekki var hann þó í neins konar svefrnv því ekki þurfti nema klóra nögl við borð íeða fletta blaði í bók til þess hann opnaði þau. Meðan þessu fór fram voru ritstjór. og aðstm. ýmist að lesa eða þeir gengu hljóðlega um í herberginu. Um kl. 2 fóru þeír að skrafa isaman lágt og stund- arfjórðungi seinna stóð hr. Otto upp og sagðist hálda að maður- inn í Khöfn væri búinn að fá <Kugskeytið. Virtist hann þá dálít- ið þreyttur, en náði'sér svo að segja strax. J Var nú setið áfram, í herberg- inu ti.1 Él. 41/2 e. h., en ekkert skéyti var þá enn komið. Kl. næstum sjö simaði litstjl til skeytasendingarinnar, og var þá skeytið komið. Var honum þá fært það heim. Hafði skeytið ver- ið sent frá Khöfn kl. 3,50 eftir dönskum tíma, þ. e. kl. 1,50 eftir Reykjavíkurklukku, og hefir því verið sent frá Khöfn 2 tím. og 40 mín. áður en ritstj. og aðstoð- arm. fóru frá hr. Otto. 1 skeyt- inu stóð: Spaða tvistur. Kveðja (skeytlð var á dönsku). Tilraunin hafði því tekist. Á morgun verður sagt nánar frá-. þeim varúðarreglum, er gætt var... Spilið, sem dregið var, og svar- símskeytið er að sjá í dag í sýn- ingarkassa Alþýðublaðsins. Grein þessa sendi ég til Alþbl. fyrir nokkru, en af einhverjum ástæðum hefir hún glatast í af- greiðslu blaðsins, og hefir því ekki birst. Er því um einhvern imisskilning að ræða í Verkalýðs- blaðinu þegar 'það segir, að greininni hafi verið neitað um rúm í Alþbl. Ö. S. Skipafréttir. .jBotnía", „Bes- segg", aukaskip Eimskipafélags Islands, og „Alexandrína drottn- ing" komu í gær frá útlöndum. „Suðurland" fór í morgun í Borgarnessför. „Goðafoss" fer i dag vestur og norður um lané og þaðan utan. — „Columbia'" fór héðan í gær á aðrar hafnir til fisktöku.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.