Alþýðublaðið - 27.04.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.04.1931, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐÍÐ «%> é. 1 Beztu íyrknesku cigaretturaar í 20 stk pökkum, sem kosta kr. 1,25, eru: Statesman. Turkish Wesfmlaister Cigarettpr. &. V. I hverlum pakka erra samskonai* faílegar laradslagstnyndir og f Commander<>oigareðf upokkum Fásf I iSllnm verasluiisim. Reksturslán, sem koma sjómönnum að notum. Sigurjón á Ólafsson samdi upp rekstarlánafrumvarp það, er ihaldsrnenn fluttu á alþingi og vísað ,var til sjávarútvegsnefnd- ar neðri deildar. Lagða hann til sem i sjávarútvegsnef ndarmaður, að híð endurbœtta frumvarp yrði samþykt, sem var um rekstrarlán fyrir samvinnufélög sjómanna og útvegsmanna og til smáiðju. Frumvarp íhaldsmanna var svo úr garði gert, að eingöngu eig- endur báta eða ibjufyrirtækja gátu fengið rekstrarlán sam- kvæmt því. Sjómenn, sem ekki eru bátaeigendur, vorú alveg úti- lokaðir frá rekstrarlánunum. Sjó- menn, sem fá hlut í aflanum, en geta ekki verkað hann og gert sér fiskinn þannig verðmætari, sökum þess, að þá purfa peir á lánum að halda þángað til þeir fá verðið fyrir fiskinn, — peir höfðu engin not af pví, þótt frumvarp íhaldsmannanna hefði verið samþykt. Jóhann í Eyjum, Ólafur Thors, Pétur Ottesen, Jón Ölafsson og Jón Auðunn höfðu alveg gleymt pví, að bæta úr vandræðum hlutamannanna í kjördæmúm þeim, sem þeir hafa mætt fyrir á alpingi. Til pess að bæta úr þessari naliðsyn sjómannanna, þurfa þeir að geta fengið hagkvæm lán gegn veði í aflanumi, einnig í ó- veiddum afla. Samkvæmt tillögum Sigurjóa? er ætlast til, að sjómenn stofni með sér samvinnufélög, bæði þéir, sem eiga að eins hlut í afla, svo og eigendur báta eða þeirra iojuiyrirtækja til hagnýtingar afl- ans, sem ekki eru sérlega fjár- I . frek, og geti félagsmenn fengið rekstrarlán, svo sem nú skal greina: Fiskiveiðasjóði íslands sé heim- ilt j,að veita rekstrarlán frá ári til árs samvinnufélögum sjó- manna og útvegsmanna, sem stofnuð eru og starfrækt í því skyni að afla fiskjar og gera hann að seljanlegri vöru, eftir því, sem bezt þykir henta fyrir erlendan sem innlendan markað, svo og til smærri iðjufyrirtækja til hagnýtingar aflans eða á ann- an hátt útveginum til þróunar. — Félög þessi skulu stofnuð og starfrækt samkvæmt lögum um samvinnufélög, með skyldutm og réttindum samvinnufélaga." Óveiddur afli sé veðhæfur siem trygging fyrir rekstrarláni, enda liggi fyrir yfirlýsing skipshafnar og útvegsmanns um, að þeir leyfi veðsetninguna. Er það ákvæði til þess að tryggja það, að útvegs- maður geti ékki veðsett afla, sem- aðrir eiga, skipverjar á skipi hans. • ^ Sérstök deild í Fiskiveiðasjóðn- um annist lánastarfsemi þessa, og til þess að auðvelt verði að út- vega starfsféð ábyrgist rikið alt að þriggja millj. kr. reikningslán þar til frá ári til árs. —* A penna hátt kemur lánadeild- in fjölda sjómanna að gagni. Vélaeftirlitið. I greinum, sem ég hefi skrifað um þetta efni, sem nokkuð má af ráða um það sleifarlag, sem þar á sér stað, — og gæti jafnvel álitist vafasamt, hvort vélaeftir- litið, eins og það er, er ekki frem- ur til ógaghs en gagns —, hefir mér láðst að geta þess, að ekki mun það vera fyrir þá sök, að það hafi ekki verið full-riflega borgað. " Ég veit ekki berur en borgunin hafi verið 500,00 — fimm hundr- uð — kr. fyrir skip hvert á ári. Hér eru rúmir 40 togarar, og mér er kunnugt um, að sami maðurinn hefir þá allflesta til eftirlits, að þessu nafni til. „Is- land" mun hafa verið einá fé- lagið, sem ekki hafði eftirlits- mann, en fékk þó þennan sama mann til þess í fyrra, eftir að ég fór að skrifa um það. Það er nú fljótséð, að 40 togarar á kr. 500,00 á ári gefa kr. 20,000- — tuttugu þilsund — í tekjur á ári. Áreiðanlega hefir þessi sami eftirlitsmaður mörg fleiri skip, t. d. línubáta. Einnig er það kunn- ugt, að hann þar að aúki rekur stöTf, sem ekki er ólíklegt að telja mætti tekjugrein. Hvað viðvikur starfi hans við vélaeftirlitið,, nær það engii átt, að greiða honum svo mikið fyrir það, því það, sem hann fram- kvæmir, er ekki nema lítill hluti af því, sem vanalegt er. Hann hefir að eins fylgst með í eða litið á viðgerðir, sem sendar' eru á verkstæði, en aldrei heimtað einn staf skrifaðan um neitt viðvíkj- andi rekstri eða gangi vélanna. Þetta eftirlit er því sem fyr sagt að eins að nafninu til, því það er ekki hægt að fylgjast neitt með í rekstri eða gangi eða eyðslu vélanna, þó rnaður líti um borð í skipið eða líti á eitthvert ein- stakt stykki, sem sent er í land til, viðgerðar, ef til vill mjög sjaldan. Skriflegar skýrslur viðvíkjandi vélgæzlunni og ástandi vélanna er pað eina, sem getur gefið nokkurn veginn sanna reynslu, séu þær hyggilega útbúnar, enda er það sú leið, sem farin hefir verið viðvíkjandi eftirliti með vélum. Hvort sem menn álíta gagn í mér eða ekki til þessa starfs, er það mín skoðun, áð ekki séu aðrir til þess betrL Byggi ég það ekki alt á prófi, en þó get ég sett hér ágrip af prófskírteini mínu frá vélstjöraskólanum hér 1917: / vélfrœbi 8 einkunnir 42 sfpg, í aukafögum 9 einkunnir 44 stig. Aðaleinkunn því: 17 eink. 86 stig. (Lægsta aðaleinkunn við skólann 51 stig. Hæsta 119 stig.) Sjóferðatími sem vélstjóri mun vera um 10 ár. Auk þess veit ég ekki til að neitt hafi á bjátað við mitt starf, er valdi réttinda- skerðingu. En hvað sem þessu öllu viðvíkur, er nauðsynlegt að þessu vélaeftirliti sé komið í betra horf. Eins og nú er komið er það ofmikið starf fyrir einn mann. Hann hefir ekM getað og getur ekki leyst það forsvaran- lega af hendi, en það gefur hon- um alt of miklar tekjur. Mér sýnist því bezta aðferðin, að nú- verandi eftirlitsmaður . haldi á- fram við sitt starf að því leyti, sem verið hefir, sem éins og fyr segir «r aðallega í því fölgið að líta urn borð í skiþ til að líta á eitthvað sem gera þarf við þeg- ar þess. þarf með. En að hið formlega skriflega eftirlit með vélgæzlunni annist annar maður, Virðist nær að hafa þetta þann- ig, og er ekki sjáanlegt að það þurfi neins staðar að koma í bága þó hvor vinni sér við það. En eins og ég hefi fyr fært heim sanninn um, mun það alls staðar viðgangast nema hér, að skrif- leg skilríki séu sýnd viðvíkjandi vélgæzlu. Ég hefi nú þegar sent stjórnendum togaraflotans upp- kast að slíkurn skilríkjum, og skal ég geta þess, til að koma í veg fyrir misskilning, að ég hefi boðist til að taka að mér hið formlega skrifiega eftirlit með vélgæzlu fyrir 200 kr. á skip á ári. Og svo að ekki sé ráðist í neitt um skör fram, geti slíkt starf verið uppsegjanlegt hvenær Jortapoftar. Blömakoaoor ódýrast hjá Johs. Hansens Enke. ¦ H. Bierlng, Laugavegi 3. Sími 1550. Kærkomnar FERMÍMGIB- GJAFIR. Nýtízku kvenveski, feikna birgðum úr að velja, irá 3,50. Samstætt seðlavestí og budda. Nýjar gerðir og litir, úr bezia skinni, frá 7,50 settið. Nýtizku buddur og seðla- veski, fleiri hundruð úr að velja, frá 1,00 óg 2,25. Myndaveskin marg eftir- spurðu, 1,00. Snyrtiáhöld til að hafa í vasaeða tösku. Inniheldur: Skæri, hníf, naglahreinsara, óvenju fa|legt, og vandað 4,25. Vasaspeglar og vasabækor fallegt úrval, frá 1,00. Ferðaáböld í skinnhylkjum og töskum, frá 12,00. Visitkortamðppur frá 2,25. Skjalamðppur frá 5,50. Handtðskur fyrir dömur i fallegum tízkulitum, frá 2,75. Hin margeftirspurðu cigarettu og víndlaveski - eru komin, nýjasta gerð. Barnatöskur nýjasta tízka frá 1,00. Nýtizku penna- stokkar frá 1,25. Leðfflrvomdleild Hl|ó ðfi ærahwssIsES ÚTBÚID. Iiaugavegl 38. FersnliiHfavfðt. Nokkur sett eftir, seljast með lægstá verði sem pekkist. Koraið, sannf ærist K.liUlrlrc

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.