Morgunblaðið - 02.08.1980, Side 19

Morgunblaðið - 02.08.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980 19 ísraelsmenn haína yfMýs- ingu Arafats Tel Aviv. 1. ágúst. AP. ÍSRAELAR gerðu í dag lítið úr og drógu dár að viðtali við Yasser Arafat. leiðtoga Frelsis- hreyfingar Palestínumanna (PLO), þar sem fram kemur, að hreyfingin stefni ekki lengur að þvi að uppræta ísraelsriki. Háttsettur starfsmaður í utan- ríkisráðuneytinu ísraelska sagði fréttamönnum, að í viðtalinu, sem birtist í blaðinu Herald Trilaune, væri „vísvitandi reynt að leiða Evrópumenn á villigötur". í maí sl. hélt A1 Fatah-hreyfingin ráð- stefnu í Damaskus þar sem fram kom tillaga um að „uppræta ís- raelsríki stjórnmálalega, efna- hagslega, hernaðarlega og menn- ingarlega". Yasser Arafat segir, að þessi tillaga hafi ekki verið samþykkt heldur vísað til nefndar, en ísraelar segja aftur á móti, að hér sé augjóslega um stefnu A1 Fatah að ræða, þar sem efni tillögunnar hafi verið útvarpað og talsmaður A1 Fatah hafi í tvígang staðfest hana. ísraelar segja, að viðtalið við Yasser Arafat hafi farið fram mörgum mánuðum eftir að ráð- stefnan fór fram í Damaskus og tilgangurinn með því sé að vinna hylli ýmissa evrópskra vina PLO- samtakanna eins og t.d. Bruno Kreiskys, kanslara Austurríkis. ísraelar létu í ljós mikla óá- nægju í júní sl. með þá skoðun Efnahagsbandalagsríkjanna, að PLO-samtökin ættu að taka þátt í friðarviðræðunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þeir sögðu þá að niðurstaða ráðstefnunnar í Dam- askus sýndi, að PLO gæti ekki orðið aðili að slíkum viðræðum. Viðbrögð Israela við viðtalinu við Arafat koma á þeim tíma þegar Gaston Thorn, utanríkisráðherra Luxembourgar, er á ferð í ísrael til að kynna sér ástæðurnar fyrir neikvæðum undirtektum ísraela undir tillögur Efnahagsbandalag- sins. Ugandamenn ræna og rupla í Kenya Nairobi. 30. júlí. AP. VEL vopnaðir Ugandabúar hafa drepið 24 menn og rænt þúsund- um nautgripa í Norðvestur- Kenya, segir i dagblaðinu Daily Nation, sem gefið er út i Nairobi. P'aðið segir, að um 3000 ráns- mt..ii frá Karamoja-héraði í Uganda, þar sem þurrkar og hungur herja, hafi ráðist á landa- mæraþorp og bændabýli í Kenya sl. mánudag þar sem þeir hafi rænt og ruplað og drepið 11 menn og sært fjöldamarga. 16 ráns- mannanna voru felldir og örygg- issveitir hafa verið sendar á vett- vang. Ugandamennirnir eru vopnaðir nýtískulegum vopnum sem her- menn Idi Amins skildu eftir á sl. ári. Þetta geróist 2. rígúst 1974 — John Dean, fv. starfsmaður Hvíta hússins, dæmdur i fangelsi fyrir Watergate. 1945 — Ráðstefnunni í Potsdam lýkur. 1943 — Elzti Kennedy-bróðir, Jos- eph, ferst í flugvél yfir Belgíu. 1939 — Albert Einstein segir í bréfi til Roosevelt forseta að Bandaríkin ættu að hefja smíði kjarnorku- sprengju. 1935 — Lögin um stjórnskipun Indlands samþykkt í Bretlandi; Burma og Aden skilin frá Indlandi, fylki fá aukna sjálfstjórn og sam- bandsþing stofnað. 1934 — Adolf Hitler verður einvald- ur við lát Hindenburgs. 1928 — ítalir gera vináttusamning til 20 ára við Eþíópíu. 1918 — Japanski herinn sækir fram í Síberíu. 4858 — Brezka Kólumbía verður krúnunýlenda — Brezka stjórnin fær í hendur völd Austur-Indíu-fé- lagsins. 1830 — Karl X af Frakklandi leggur niður völd. 1824 — Tyrkir taka eyna Ispara af Grikkjum. 1815 — Bretum falið að gæta Napoleons Bonaparte sem er flæmd- ur til St. Helenu. 1718 — Fjórveldabandalagið stofnað i London. 1665 — Frakkar gera út leiðangur gegn sjóræningjum í Túnis og Alsír. 1637 — Hollendingar reka Portúgali frá Gullströndinni. 1592 — Bretar taka spænsku galeið- una „Madre de Dios“ með farm að verðmæti 850,000 pund. 1589 — Jacques Clemente, Jakbobínumunkur, myrðir Hinrik III Frakkakonung. 1552 — Lútherstrúarmenn fá trú- frelsi í Þýzkalandi með Pasau- sáttmála og Jóhann Friðrik af Sax- landi og Filippus af Hessen látnir lausir. 1031 — Ólafur konungur helgi kistulagður. 47 f.Kr. — Cæsar sigrar Pharnakes konung („Veni, vidi, vici“). Afmæli. Edward A. Freeman, brezk- ur sagnfræðingur (1823—1892) — Arthur Bliss, brezkt tónskáld (1891 —) — Myrna Loy, bandarísk leik- kona (1905 -). Andlát. 1788 Thomas Gainsborough, listmálari — 1849 Mehemet Ali af Egyptalandi — 1921 Erico Caruso, óperusöngvari — 1934 Paul von Hindenburg, hermaður & stjórn- málaleiðtogi. Innlent. 1874 Stjórnarskrá tekur gildi — 1801 f. Baldvin Einarsson — 1387 d. Ólafur kgr Hákonarson — 1714 f. Gunnar próf. Pálsson — 1899 d. Benedikt Sveinsson — 1907 d. Benedikt Gröndal — 1817 Vinnu- maður í Dalasýslu dæmdur til dauða fyrir peningafals — 1874 Fyrsta mót íslendinga vestanhafs — 1874 Þjóð- hátíð í óskjuhlíð — 1883 Iðnsýninga í Reykjavík — 1884 Þjóðfrelsisfélag- ið stofnað — 1897 Hvítblái fáninn fyrst dreginn að húni af kvenfélag- inu í Reykjavík — 1907 Konungs- glíman á Þingvöllum — 1924 Fyrst flogið yfir Atlantshaf til íslands — 1926 Eyja finnst í Öskju — 1938 d. Bjarni Þorsteinsson tónskáld — 1888 f. Pétur Ottesen — 1958 d. Helgi Tómasson — 1974 Gengisfell- ing — 1974 Brjóstmynd af Tómasi Guðmundssyni afhjúpuð — 1975 Minnzt aldarafmælis íslandsbyggð- ar í Kanada — 1978 Þyrluslys. Orð dagsins. Ríkra manna brandar- ar eru alltaf fyndnir — Thomas Brown, enskur rithöfundur (1830— 1897). Tveir unglinganna sem hafa dvaiist hér í boði Hestamannafélags Akureyrar, — Kerstin Schmidt og Þórður Kárason frá Kasel í Þýskaiandi. Ljósm. Emilia Þýzkir unglingar heimsækia Island UNDANFARNAR þrjár vikur hafa dvalist hér á landi 9 unglingar frá Kasel í Þýzka- iandi. llnglingar þessir eru i þýzkum reiðklúbbi þar sem eingöngu eru hafðir islenzkir hestar. Unglingarnir eru hér í boði Hestamannafélags Akur- eyrar og dveljast hjá fjölskyld- um á Akureyri. Þegar þeir fara héðan munu jafn margir is- lenzkir unglingar fylgja þeim og dvelja þrjár vikur hjá fjöl- skyldum þeirra í Þýzkalandi. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Kerstin Schmidt, einn þátttakendanna frá Þýzkalandi: „Þessi ferð hefur verið mjög skemmtileg," sagði Kerstin, „ís- land er dásamlegt land og það er mjög gaman að ríða hér út því landið er svo víða villt og ósnortið. Fólkið hérna er mjög vingjarnlegt og það hefur alls- staðar verið tekið vel á móti okkur. — Við fórum í einn þriggja daga langan útreiðatúr. Höfðu allir þrjá til reiðar og var skipt um hesta á tveggja tíma fresti. Það var farið í Fnjóskadal og sofið þar í tjöldum. Eins höfum við ferðast talsvert um landið með rútubílum og komið víða við. Ég vona að þetta verði ekki í síðasta skipti sem íslenzkir og þýzkir unglingar heimsækja hvern annann á vegum hesta- mannafélaganna heldur verði þessu haldið áfram." Vegaþjónusta F.I.B. um verslun- armannahelgina VEGAÞJÓNUSTA F.Í.B. um verslunarmannahelgina verður sem hér segir: F.Í.B. 2 í Húnavatnssýslu F.Í.B. 3 Frá Reykjavík um Hvalfjörð. F.Í.B. 4 Frá Reykjavík um Þingvelli og Grímsnes. F.Í.B. 5 í Borgarfirði. F.Í.B. 6 í Eyjafirði vestur úr. F.Í.B. 7 Frá Hornafirði um Austfirði. F.Í.B. 8 Frá Vík í Mýrdal til austurs og vesturs. F.Í.B. 9 Frá Akureyri austur úr. F.Í.B. 10 Frá Reykjavík um Hveragerði, Selfoss að Hvolsvelli. Aðstoðarbeiðnum er hægt að koma á framfæri í gegnum eftirtalin radio: Gufunes radio Akureyrar radio Brúar radio Hornafjarðar radio Seyðisfjarðar radio Nes radio ísafjarðar radio Siglufjarðar radio sími 91-22384 sími 96-11004 sími 95-1111 sími 97-8212 sími 97-2108 sími 97-7200 sími 94-3065/3111 sími 96-71102/71104 Að auki er hægt að koma boðum með aðstoð talstöðvabifreiða úr hjálparsveit F.Í.B. og F.R., sem auðkenndar eru með merkinu T í fram- og afturrúðu. Þeir, sem æskja aðstoðar vegaþjónustubifreiða, skulu gefa upp skrásetningarnúmer og tegund bifreiðar, svo og staðsetningu. Nauðsyn- legt er að fá staðfest, hvort vegaþjónustubíll fæst á staðinn. Eftirfarandi bifreiðaverkstæði eru opin um verslunarmannahelgina í samvinnu við F.Í.B.: Selfoss: Höfn Hornaf.: Húsavík: Siglufjörður: V-Hún.: Blönduós: Snæfellsnes: Akranes: Símsvari F.Í.B. Verkstæði Bílaleigunnar Arnberg, sími 99-8188 Smurstöð BP allan laugard. og kl. 13—16 sunnud. og mánud. Bifreiðaverkstæðið Foss h.f., sími 90-41345 Neisti, vélaverkstæði, sími 96-71303 Smurstöð Esso, sími 96-71158 Bifreiðaverkst. Ragnars Guðmundssonar, dekkjaverkstæði, sími 96-71769 Birgir Björnsson, sími 96-71539 Vélaverkstæðið Víðir í Víðigerði, sími um 02 Vélsmiðja Húnvetninga, sími 95-4128 Bifreiðaverkst. Holt v/Vegamót Bílaver Stykkishólmi Bílaverkst. Jóns Þorgrímssonar, sími 93-2480 45999 er í gangi um helgina. Samnorræn ráðstefna um almanna- tryggingar DAGANA 6. til 8. ágúst verður haldin Norðurlandaráðstefna um almannatryggingar i Iláskóla- bíói. Ráðstefnan verður sett kl. 9 árdegis. Ráðstefna sem þessi var fyrst haldin í Kaupmannahöfn árið 1935 og síðan 1948 hafa verið haldnar reglulega á fjögurra ára fresti á Norðurlöndunum og er hún haldin í annað sinn hér á landi. Umræður á ráðstefnunni fara fram ýmist sameiginlega fyrir alla þátttakendur eða skipt í deildir. Fjallar ein deildin um efni, sem þýðingu hafa fyrir margar trygg- ingargreinar, en fjórar deildir, hver um sig, um málefni, sem sérstaklega varða fjórar höfuð- greinar trygginga, lífeyristrygg- ingar, slysatryggingar, sjúkra- tryggingar og atvinnuleysistrygg- ingar. Hafa Norðurlandaþjóðirnar lagt á það áherzlu að hafa allnáin kynni af löggjöf og öðrum reglum hverrar annarrar á sviði almanna- trygginga. Smásaga eftir Þorgeir Þorgeirs- son í Le Monde FRANSKA blaðið Le Monde birti i sunnudagsblaði sinu 27. júlí sl. smásöguna „Jarðarfdr“ eftir Þorgeir Þorgeirsson, úr smásagnasafni hans „Kvunn- dagsfóík“. sem út kom 1974. í neðanmálsgrein um höfundinn segir, að hann sé einn af fremstu rithöfundum íslendinga og er þetta í fyrsta skipti sem verk hans er þýtt á frönsku. Þýðinguna gerði Gérard Lemar- guis, lektor í frönsku við Háskóla . íslands. Þorgeir Þorgeirsson. rithöfundur. Kappreið- ar Mána 9.-10. ágúst HESTAMANNAFÉLAGIÐ Máni á Suðurnesjum heldur opið iþróttamót og kappreiðar á Mánagrund dagana 9—10. ágúst. Keppt verður í fjórgangi, fimm- gangi og tölti, 800 metra stökki og brokki, 350 metra stökki, 250 metra unghrossahlaupi, 250 metra skeiði og 150 metra nýliðaskeiði. Keppt verður á beinum grasvelli. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 6. ágúst í síma 2711 og 7154 á Suðurnesjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.