Morgunblaðið - 02.08.1980, Qupperneq 23
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980
23
Valtýr Pétursson í Þrastalundi
VALTÝR Pétursson._ listmálari hcfur opnaO málverkasýninKU á nýjum vcrkum sínum í Vcitinnastofunni
Þrastalundi v/So«. A sýninKunni vcrða 25 olíumálvcrk o« cr þctta sjöunda sýninK Valtýs í Þrastalundi.
Hcfur þcssi árlcKa sýninK Valtýs vakið athyKli Kcsta. Valtýr sýndi í París fyrr á þcssu ári. SýninKÍn mun
standa til 17. áKÚst.
Valtýr Pétursson.
Sumartónleikar í Skálholti
Manuela Wiesler og Helga
Ingólfsdóttir leika um helgina
UM VERZLUNARMANNAHELGINA verða haldnir þrennir sumartónleikar í Skálholtskirkju. Tónleikarnir
eru á laugardaK, sunnudag og mánudag og hefjast kl. 15.00, alla dagana. Að þessu sinni leika Manuela Wiesler
og Helga Ingólfsdóttir sónötur fyrir flautu og sembal eftir Bach, Handel og Telemann. Aðgangur er ókeypis.
Messað verður í Skálholtskirkju kl. 17.00 á sunnudag.
Hclga Ingólfsdóttir og Manucla Wicslcr
Gallerí Suöurgata 7
þ.e.a.s. verk, sem mynduð eru
Michael
Werner með
sýningu
I DAG kl. 4 opnar Michael
Werner sýningu á verkum
sínum í Gallerí Suðurgötu 7.
Michael Werner er fæddur
1912 og stundaði myndlist-
arnám í París. Hann hefur
kennt undanfarin ár við
myndlistarskólann Watford
School of Art í London. Wern-
er hefur haldið 15 einkasýn-
ingar og tekið þátt í fjölda
samsýninga víða um heim.
Einkum er Werner þekktur
fyrir höggmyndir sínar, en á
sýningunni í Suðurgötunni
gefur að líta samansetninga,
úr fleiri en einum hlut.
Sýningin stendur til 17.
ágúst og er opin virka daga
frá 4—6 og 4—10 um helgar.
Verkin eru öll til sölu.
Moy Keithley sýnir
60 vatnslitamyndir
Nú stendur yfir sýning á verkum Moy Keithley í Listmunahúsinu
Lækjargötu 2. Á sýningunni eru 60 vatnslitamyndir, málaðar á ferð
hennar um landiö sumarið 1977.
Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 10 til 18 og um helgar frá kl. 14
til 18 og stendur hún til 13. ágúst.
Norræna húsið
Þr jár sýningar
í ANDDYRI Norræna hússins
stendur yfir sýning á grafík
myndum eftir tvo danska lista-
menn, þá Svend Havsteen og
Kjeld Heltoft. Sýningin er opin
frá kl. 9 til 19 og henni lýkur 5.
ágúst.
I bókasafninu er sýning á ís-
lenskum þjóðbúningum og kven-
silfri. Sýningin er opin alla virka
daga frá kl. 14 til 19 og á
sunnudögum frá kl. 14 til 17.
Á sumarsýningu Norræna húss-
ins sýna fjórir listamenn verk sín
þeir Benedikt Gunnarsson, Jó-
hannes Geir, Sigurður Þ. Sigurðs-
son og Guðmundur Elíasson. Sýn-
ingin er opin daglega frá kl. 14 til
19 og stendur fram til 10. ágúst.
Light Nights
FERÐALEIKHÚSIÐ held-
ur áfram sýningum á
„Light Nights" að Frí-
kirkjuvegi 11. Sýningarnar
eru fjórar í viku fram til 31.
ágúst, það er á fimmtu-
dags-, föstudags-, laugar-
dags- og sunnudagskvöld-
um, og hefjast þær kl. 21 öll
kvöldin.
Sýningar þessar eru
einkum ætlaðar enskumæl-
andi ferðamönnum.
Eden
Ófeigur Ólafsson sýn-
ir landslagsmyndir
ÓFEIGUR Ólafsson heldur
málverkasýningu í Eden í
Hveragerði dagana 1. til 8.
ágúst.
Hann sýnir þar 33 mynd-
ir, málaðar með olíu-, vatnslit-
um og olíukrít. Myndirnar eru
allar landslagsmyndir málaðar
á seinni árum. Þær eru allar til
sölu.