Morgunblaðið - 02.08.1980, Síða 25

Morgunblaðið - 02.08.1980, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980 25 smáauglýslngar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Fíberbflaloftnet tvær lengdir Hl|ómplötur, múslkkassettur og ittar&saspólur. íslenskar og er- lendar. Mlklð i gðmlu veröl. Oplö i laugardögum. F. BJÖrnsson radfóverslun. Berg- þórugötu 2, siml 23869. Krossinn Ðlblíulestur í dag kl. 4.30 aó Aubrekku 34, Kópavogl. Trevor Scott talar um efniö .Hvernlg getur þú þekkt vllja Guös í Iffl þínu'. Almenn samkoma f kvöld kl. 8.30. Trevor Scott talar. Alllr hjartanlega velkomnir. Fíladelfía Allar samkomur helgarinnar veröa i sumarmótinu Kirkju- lœkjarkoti Nœsta samkoma veröur þriöjudag 5. igúst kl. 20.30. FERDAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798og 19533. 6. ágúst kl. 08. — Þórsmörk. Fariö fri Umferöamiöstööinni aö austanveröu. FargJ. greitt v/bfl- Inn. Feröafélag íslands. Sunnud. 3. 8. kl. 8 Þórsmörk, 4 tíma stanz í Mörklnni, verö 10.000 kr. Kl. 13 Esja eöa fjöruganga eftir vali, verö 3000 kr. Hjálprædisherinn Sunnudagur: kl. 20: Bæn, kl. 20.30: Almenn samkoma. Alllr velkomnir. Verzlunarmannahelgin — dagsferðir: 3. igúst kl. 13 — Krísuvikur- bjarg og nágrenni. Verö kr. 5000.— 4. igúst kl. 13. — Blifjöll — Leltl — Jósepsdalur. Verö kr. 3000.— UTIVISTARFERÐIR Einsdagsferðir: Laugard. kl. 13. Vlfilfell — Jósepsdalur, verö 3000 kr. Mánud. kl. 13. Ksilir eöa Sog eftir vali, verö 4000 kr. I allar feröirnar er fariö fri B.S.i. vestanveröu. Hilandahringur, 11 daga ferö hefst 7. ágúst. Leitiö upplýsinga. Útivist, s. 14606. Minning: Olafur Guðmundsson framkvœmdastjóri Fæddur 26. apríl 18%. Dáinn 22. júlí 1980. Jóhanna María Jóhannesdóttir - Lítil kveðja Laugardaginn 26. júlí var jarð- settur á Isafirði Ólafur Guð- mundsson framkvæmdastjóri. Hann var fæddur að Fossi í suðurfjörðum Arnarfjarðar 26. apríl 1896. Foreldrar Guðmundur Einarsson hreppstjóri ættaður úr Breiðafjarðareyjum og kona hans Ingibjörg Jónatansdóttir ættuð úr Strandasýslu. Þau hjón eignuðust 4 börn: Elínu, Ólaf, Sigurlaugu og Ásthildi. Þegar Ólafur var 3ja ára fluttist fjölskyldan að Hóli í Bíldudal og sex árum seinna til ísafjarðar. Eftir fimm ára dvöl þar flutti Guðmundur með fólk sitt til Bolungarvíkur og tok við starfi útibússtjóra frá verslun Leonards Tang á ísafirði. 1910 er Ólafur sendur til náms við Verslunarskóla íslands og lýk- ur þaðan prófi 1914. Um 1920 stofnar hann verslun í Bolungar- vík í félagi við Guðmund Péturs- son frá Hafnardal. Þeir reka síðan í nokkur ár verslanir á ísafirði og Vestmannaeyjum samtímis, undir nafninu Ól. Guðmundsson & Co., aðallega með fatnað og skó. Ólafur fer í innkaupaferðir til Englands og Þýskalands. Á miðju ári 1926 hættir Ólafur þessari verslun og snýr sér að síldarsöltun á Torfnesi í félagi við Kristján Guðmundsson, auk þess sem hann selur allskonar olíu. 1928 kaupir Fiskimjöl h/f í Reykjavík, í félagi við enskt fyrir- tæki, eignirnar á Torfnesi og setur upp fiskimjölsverksmiðju, sem vinnur úr þurrum beinum (skreið). Verksmiðjan tekur til starfa í ársbyrjun 1929 og er Ölafur verk- stjóri og framkvæmdastjóri henn- ar. Beinin voru keypt víða að, frá Ólafsfirði til Snæfellsness um tíma og hafðir bátar í ferðum. Löngu seinna kaupa útvegsmenn á ísafirði og Bæjarsjóður fyrirtækið (Fiskimjöl h/f). 1949 upp úr bruna á verksmiðjunni er henni breytt Ökuferða- bæn fyrir bílana JÓN Oddgeir Guð- mundsson á Akureyri hefir samið ökuferða- bæn og látið prenta hana á límmiða til að festa á mælaborð bíla eða á annan hentugan stað. Límmiðarnir fást í verzluninni Kirkjufelli, Klapparstíg 27, Reykja- vík, og í verzluninni Hljómver, Glerárgötu 32, Akureyri. til vinnslu á óþurrkuðum beinum og síðar einnig til vinnslu á síld. Verksmiðjan var starfrækt til ársloka 1970, en þá voru komnar 4 verksmiðjur til viðbótar á því svæði í nágrenninu, sem Fiskimjöl h/f hafði þjónað áður. 1938 stofn- ar Ólafur ásamt fleirum útgerðar- félagið Muninn h/f, kaupir það 24 tonna bát, sem Bárður Tómasson skipaverkfr. hafði byggt 2 árum áður, en ekki selt. Þá lætur félagið Marselíus Bernharðsson byggja tvo 18 tonna báta og síðan kaupir félagið svo kallaðar „Kompaní" eignir, skipabryggju og geymslu- hús við Aðalstræti. Útgerðin gekk mjög vel á stríðsárunum, en árin eftir fer að halla undan fæti af ýmsum sökum, eru bátarnir smám saman seldir, sá síðasti um 1954. Öll útgerðarfyrirtæki, sem starfandi voru á stríðsárunum eru löngu hætt störfum, flest fyrr en þetta. 1942 stofnar Ólafur ásamt út- vegsmönnum á ísafirði og ná- grenni, Vélsmiðjuna Þór h/f, sem kaupir samnefnda vélsmiðju af Bergsveini Árnasyni o.fl., og ger- ist Ólafur framkvæmdastjóri fyrirtækisins og er það til þess tíma er hann lest. 1946 er ráðist í mikla nýbyggingu við Suðurgötu, sem flutt var í 1949. Á árunum 1942 og 1943 rekur Ólafur ásamt fleirum Brúnkol h/f, sem starfrækti surtarbrandsnámu í botni Súgandafjarðar. Unnu Færeyingar í námunni. Surtar- brandurinn var fluttur á bíl til ísafjarðar og seldur þar í elds- neytisskorti stríðsáranna. Eins og fram hefur komið var Ólafur umsvifamikill um skeið, sérstaklega á stríðsárunum og reyndar miklu lengur. Hann veitti forstöðu 4 fyrirtækjum með fjölda manns samanlagt. Hann var dug- mikill og óhræddur að hrinda af stað framkvæmdum og ávallt kjörinn leiðtogi slíkra fram- kvæmda. Hann var sparsamur og mikill reglumaður um alla hluti og leit mjög vel eftir öllu. Ólafur var mjög áreiðanlegur í öllum við- skiptum og fór það orð af honum, að munnleg loforð stæðu sem stafur á bók. Þegar umsvif hans jukust, var hann ávallt til staðar, en notaði póst og síma til við- skipta við Reykjavík og umheim- inn í stað sífellds flakks, sem einkennir forstöðumenn fyrir- tækja fyrr og nú. í félagsmálum var Ólafur líka dugmikill. Hann var einn af stofn- endum Vinnuveitendafélags Vest- firðinga og formaður þess í nær- fellt fjóra áratugi. 1934 var hann einn af stofnendum Skíðafélags Isafjarðar og formaður þess fyrstu árin, þegar skíðavegurinn var lagður og fyrsti skíðaskálinn byggður. 1937 var hann meðal stofnenda Rotaryklúbbs ísafjarð- ar og löngu orðinn heiðursfélagi hans. Ólafur hafði mikinn áhuga fyrir líkamsrækt og útiveru, göngu- og skíðaferðum og sundi. Sú saga gekk hér áður og fyrr, að ólafur og tveir félagar höfðu stundað sund í sjó eitt sumarið og héldu áfram um haustið fram á vetur og syntu jafnvel á milli ísjakanna er „Pollinn“ lagði en hættu svo þegar einn þeirra fékk lungnabólgu. Ólafur var fróður og vel lesinn líka á ensku og átti gott bókasafn. Hann fylgdist vel með því sem var að gerast í efnahagsmálum og hafði mjög ákveðnar skoðanir á þeim málum, taldi að beita hefði átt gengishækkunum smátt og smátt, sérstaklega þegar vel áraði hjá þjóðarbúinu í stað sifelldra gengislækkana. Ólafur var alla ævi einhleypur og barnlaus, bjó fyrst með föður sínum og systur Ásthildi, sem lést 1947 og faðir hans nokkuð seinna. Mjög kært hafði verið með þeim og var andlát systur hans mikið áfall. Ári seinna kemur Rannveig Valdimarsdóttir frá Suðureyri til hans sem ráðskona og hefur verið hjá honum alla tíð síðan. Hún var á köflum heilsuveil og reyndist Ólafur henni vel í veikindum hennar, sem hún svo launaði aftur í veikindum hans undir lokin. Ólafur var barngóður og sást hann oft á fyrri árum leiða krakka á hjólinu sina og síðar í jeppanum. Þannig hófust kynni hans og Gests Halldórssonar fyrir um 25 árum. ílengdist Gestur hjá honum er foreldrar hans fluttu suður og gerðist fóstursonur hans, var mjög kært með þeim og mikil var hamingja gamla mannsins, þegar börn Gests fór að dveljast hjá „afa“. Ólafur var alla tíð mjög heilsu- hraustur, en haustið 1978 veikist hann skyndilega og var fluttur á sjúkrahús þá 82 ára. Þó honum liði þar vel, héldu honum engin bönd hann vildi komast heim og hrista af þér aumingjaskapinn. Hann jafnaði sig furðu vel enda likamlega fílhraustur og fór að stunda aftur gönguferðir. Þriðjudagsmorguninn 22. júlí sl. hafði hann verið óvenjuhress, afa- drengirnir voru hjá honum, hann fór fram, lagði sig svo aftur og andaðist í svefni örstuttu síðar. Ég þakka gamla húsbónda mín- um samveru í aldarfjórðung og sendi systrum hans, skylduliði, Gesti Halldórssyni og börnum og Rannveigu Valdimarsdóttur sam- úðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Konráð Jakobsson. Fædd 17. maí 1903. Dáin 15. júlí 1980. Þegar fréttin um lát Jóhönnu M. Jóhannesdóttur á Akureyri barst, var ég að fara út úr dyrunum í ferðalag til Vestfjarða, og þegar ég kom heim aftur, hafði jarðar- förin farið fram. Þess vegna er kveðjan frá mér síðbúin. Minningar um þessa góðu vin- konu eru margar og ná allt til unglingsára, er hún kenndi mér að sauma, leyfði mér að vera hjá sér dögum saman, og ég fékk að njóta handleiðslu hennar í gamla heim- ilinu að Oddagötu 5 á Akureyri. Hún var mikil hagleikskona, snill- ingur í öllu er að saumaskap laut, ákaflega vandvirk og uppfinn- ingasöm. Það varð allt fallegt, sem hún vann, hún fór sínar eigin leiðir og datt oft margt skemmti- legt í hug. Hún var vel menntuð á þessu sviði, enda var sóst eftir henni til kennslu, og um skeið kenndi hún við Húsmæðraskólann á Akureyri. En sökum greindar og mannkosta var spurt um Jóhönnu á fleiri vinnustöðum og um árabil veitti hún forstöðu verslun á Akureyri. Hún hafði verið skips- jómfrú á ungum árum og kunni frá mörgu að segja, en kynni okkar eru samt fyrst og fremst tengd Zontaklúbbi Akureyrar og Nonnahúsinu. Þar lágu leiðir sam- an á ný og þar vann Jóhanna merkilegt starf, sem seint verður þakkað. Áhugi hennar á málefn- um klúbbsins og þó alveg sérstak- lega á Nonnahúsinu og öllu í sambandi við Jón Sveinsson og minningu hans, var ósvikinn og hún helgaði því mikinn tíma og lagði sig alla fram. Þetta starf varð snar þáttur í lífi Jóhönnu hin síðari ár og henni þótti vænt um það eins og móður um afkvæmi sitt. Þegar hún heimsótti mig í Reykjavík snerist talið ævinlega um þetta áhugamál hennar og hún sagði frá, hvernig miðaði áfram að byggja upp safnið, og þegar fund- um bar saman fyrir norðan var gleði hennar mikil, er hún gekk með mér um stofur litla hússins við Aðalstræti og sýndi mér, hvað áunnist hefði frá síðustu fundum okkar. í bréfum frá henni var Nonnahúsið aðalumræðuefnið. Hún var ákaflega vel lesin um allt er varðar Jón Sveinsson og bækur hans voru henni hjartkærar, og ég er ekki viss um að margir finnist öllu betur að sér í sögunum hans Nonna en Jóhanna var. Hún hafði yndi af að segja frá og fræða og gerði mikið af því að segja skóla- börnum frá Nonna og bauð þeim þá að koma í húsið. Eg man, hve hún ljómaði af gleði, þegar hún sagði mér frá þessu starfi. „Þú verður að koma, meðan ég er enn hérna megin,“ sagði hún við mig síðast, er við ræddum saman í síma. Það fór á annan veg. Það verður öðru vísi að koma norður, eftir að Jóhanna er ekki lengur til að fagna mér, en minningin um góða konu og tryggan vin mun lifa. Jóhanna gekk að hvaða verki s’em var með reisn og myndarskap og hún var ákaflega trygg og góð vinum sínum og venslafólki. Seint mun ég gleyma henni vordag fyrir tveim árum, þegar sú er þetta ritar fylgdi öldruðum föður sinum hinstu ferð norður. Þá mætti Jóhanna okkur öllum prúðbúin við komuna til Akureyrar og fylgdi okkur á leiðarenda, alla leið út að Tjörn í Svarfaðardal. Jóhanna María var Svarfdæl- ingur og þótti vænt um dalinn sinn og uppruna. Hún var komin af merku bændafólki, en foreldrar hennar voru þau Hólmfríður Júlí- usdóttir frá Syðra-Garðshorni og Jóhannes Björnsson frá Hóli. Hún giftist ekki en eignaðist einn son, Víði Haraldsson, flugmann og barnabörn átti hún tvö, sem hún unni mjög. Það eru ekki aðeins nánir ættingjar, sem sjá á bak kærum vin og góðri konu. Margir munu sakna hennar og litla húsið við Aðalstræti hefir misst einn ötulasta og áhugasamasta starfs- kraft sinn. Það starf verður seint þakkað. Blessuð sé minning hennar. Anna Snorradóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.