Morgunblaðið - 02.08.1980, Side 33
/
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980
33
fclk f
fréttum
30 ar i hænsnakofa
+ Petra Johansen, 82
ára, býr í Ballangen í
Noregi. Síöustu 30 árin
hefur hún búiö í hænsna-
kofa og ætlar aö búa
þar þaö sem eftir er
ævinnar.
Petra hefur átt erfiöa
ævi. Foreldrar hennar
voru fátækir og hún var
ein af 17 systkinum. Hún
var snemma send aö
heiman tii að vinna fyrir
sér og fór úr einni vistinni
í aðra. Þegar hún var
orðin fimmtug var hún
orðin heilsulítil og fannst
hún vera búin aö vinna
nóg um ævina.
Hún sótti um hús-
næöi hjá því oþinbera en
fékk neitun. Kunningi
hennar var nýbúinn aö
kaupa kofa fyrir hæn-
urnar sínar og fékk Petra
leyfi til aö búa þar fyrst um
sinn. Félagsmála-
stofnunin hefur marg-
reynt aö fá Petru til aö
flytja á elliheimili en ár-
angurslaust. Einnig hefur
hún boðist til aö byggja
nýtt hús fyrir hana á
sama stað en Petra vill
ekki yfirgefa kofann sinn.
Petra gefur alla þá pen-
inga sem hún hefur af-
lögu til Hjálparstofnunar
kirkjunnar. Petra er mjög
barngóö og þykir henni
því leiðinlegt aö foreldrar
í nágrenninu skuli hræöa
börn sín meö „vondu
norninni í hænsnakof-
anum“.
Björn og Lena,
Agnetha og Dick
+ Fyrir rúmu ári skildu Björn og Agnetha, annar helmingurinn af
hljómsveitinni Abba. Björn tók fljótlega saman viö Lenu Kállersjö
og nú hefur Agnetha einnig fundiö sér félaga. Hann heitir Dick
Hákansson og er eftirsóttasti piparsveinninn í Stokkhólmi.
Stóra GinkKU-tréið i Grasagarðinum i Kaupmannahof n.
GINKGO
Ginkgo biloba — the Maiden-
hair Tree — kalla Bretar það og
finnst mér það skemmtilegt
nafn, enda geta laufblöðin vel
minnt á meyjarhár þegar þau.
hafa fengið sinn fallega gula
haustlit. Annars er það líka
kallað MUSTERISTRÉ og er það
komið til af því að þetta fallega
og sérkennilega tré fannst fyrst í
musterisgarði. Læknirinn og
grasafræðingurinn E. Kampfer
fann tréð í Japan, árið 1690.
Einnig fannst það í kínverskum
og kóreönskum musterisgörðum
seinna, en hefur aðeins fundist
ræktað. Darwin kallaði það
„hinn lifandi steingerfing", en
steingerfingar af Ginkgo-teg-
undum hafa fundist frá Perm-
tímabilinu ca. 230 milljón ára
gamlir. Merkilegur fundur frá
Júra-tímabilinu fyrir 150 millj-
ónum ára bendir til að tréð hafi
verið útbreitt um alla jörðina. í
Grænlandi og á Borgundarhólmi
hafa fundist steingerfingar af
náskyldum tegundum. Til eru í
Austur-Asíu gömul tré sem eru
30—40 m. há og um 14 m.
ummáls í brjósthæð. Mörg 100
ára gömul tré í Evrópu eru um
20 m. há m.a. í grasagarðinum í
Kaupmannahöfn.
Ginkgo biloba er beinvaxið tré
og pýramídalagað. Blöðin eru
ljósgræn, tvískipt, 5—8 sm stór,
á nokkuð löngum blaðstilkum og
minna á blævængi. Tréð fellir
lauf, en er náskylt barrtrjám.
Ginkgo er tvíkynja og blómstrar
tuttugu ára gamalt eða eldra
fremur lítilfjörlegum blómum í
mái. Blómin sitja í blaðöxlunum,
karlblómin 6—8 á stilkum sem
eru 2—3 sm á lengd.
Ávöxturinn minnir á plómu
og er u.þ.b. 3 sm að stærð,
grængulur að lit með þríhyrnd-
um steini, og er trénu fjölgað
með fræinu. Ginkgo biloba er
ekki talið kröfuhart tré, en vill
gjarnan djúpan jarðveg. í Suð-
ur-Evrópu og Ameríku er það
notað sem götutré og virðist þola
vel mengunina í borgum.
Af öðrum afbrigðum má nefna
Ginkgo biloba Fastigiata og G.b.
Pendula.
Hjátrú fylgir Ginkgo eins og
fleiri trjám. Stundum kemur
sérkennilegur útvöxtur frá
gömlum trjám í Japan, sem
festir rætur og myndar blöð og
greinar og er hann tilbeðinn af
japönskum konum til að verða
frjósamar.
Ginkgo hef ég séð í ýmsum
grasagörðum erlendis og hrifist
af fegurð þess. Lítið hefur verið
reynt að rækta það hér á landi,
þó er vitað að Ginkgo lifði úti í
garði við breska sendiráðið í
Reykjavík í mörg ár.
Reynandi væri að rækta þetta
fallega tré í stórum potti eða
keri, hafa það úti á sumrum en í
kaldri geymslu á vetrum. Það
ætla ég að gera við mitt tré.
St. Ól.
Og ég hringdi í Steinunni til
þess að fá fréttir af því hvernig
ræktun trésins hennar hefði
gengið í sumar. Steinunn lét vel
yfir því, kvað tréð vera orðið
u.þ.b. metra á hæð og sumar-
vöxtinn ca. 20 sm.
Ums.
Grein með blöðum af Ginkgu
biloba.