Morgunblaðið - 02.08.1980, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980
MOBötlH/-
KAtfinu
GRANI GÖSLARI
mm
Þetta tekur allt sinn tíma vinur!
/ 'i
f|l
S- •-!
a: j ^
I -T •
Það er hættuminna að opna
hurðina áður!
Frá myrkri öld
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
I varnarþraut færð þú að vita,
að suður opnaði á 1 grandi og
norður spurði um hálit með 2
laufum. Suður skýrði frá spaðalit
og varð að bragði sagnhafi í 4
spöðum. Vestur spilar út Iágum
tígli en spil blinds og austurs eru
þessi:
Norður
S. 108532
H. 10532
T. K5
L. K5
Austur
S. ÁG9
H. D764
T. Á109
L. G109
Sagnhafi lætur kónginn frá
blindum en þú ert með spil
austurs og færð slaginn. Aftur
tígull, suður tekur á drottninguna
og spilar lágu laufi á kónginn.
Síðan spilar hann lágu trompi frá
blindum. Hvað sýnist þér um
möguleika varnarinnar og hvaða
tromp lætur þú?
Vitað er, að vestur á einn spaða.
Og þrír slagir á tromp eru æski-
legir og hreint og beint nauðsyn-
legir ef ekki fæst slagur á hjarta.
En til að fá 3 trompslagi þarf að
gera sérstakar ráðstafanir. Vestur
verður að eiga kónginn og allt
spilið getur þá verið þessu líkt.
Norður
S 108532
H. 10532
T. K5
L. K5
Vestur Austur
S. K S. ÁG9
H. G98 H. D764
T. G7632 T. Á109
L. 7642 L. G109
Suður
S. D764
H. ÁK
T. D84
L. ÁD83
Látir þú níuna þegar sagnhafi
spilar spaðanum frá blindum mun
hann sjálfur láta lágt, sem er
auðvitað hans besti möguleiki. En
til að plata af honum drottning-
una lætur þú gosann. Honum
dettur þá í hug, að gosinn sé
einspil, verður þá að leggja á og
trompslagirnir verða nógu margir.
Og við þetta má bæta, að auðvitað
hefðir þú látið gosann frá KG9.
Þorsteinn Guðjónsson skrifar:
„Bárður Jakobsson lögfræðing-
ur flutti nýlega tvö útvarpserindi
um brennumálin alræmdu frá 17.
öld, þau sem voru gegn feðgunum
á Kirkjubóli í skutulsfirði, sem
báðir voru líflátnir á hryllilegasta
hátt, og fannst mér lögfræðingur-
inn fara vel og skipulega með
þetta efni. En sérstaklega fannst
mér þakkarvert, að hann skyldi
ekki gleyma að tala um Þuríði
dóttur eldra Jóns en systur hins
yngra, og hefði þó mátt tala meira
og betur um hana, því að sú kona
mun hafa verið einn af mestu
afreksmönnum íslandssögunnar.
Var mjög sótt eftir lífi hennar,
eins og föður hennar hafði grunað
að verða mundi, þegar þeir feðgar
væru yfirkomnir.
• Gullkrúsað hár
En Þuríði tókst að hrinda
öllum þeim árásum, og lét þó ekki
staðar numið, heldur hóf hún sókn
gegn aðal-ofsækjandanum, séra
Jóni Þumlungi, til þess að lækka í
honum rostann. Enda mun henni
hafa tekizt það að nokkru, og
kallar Bárður lögfræðingur þetta
einsdæmi í galdramálum. Telur
hann, að einhverjir valdamenn
hafi staðið á bak við Þuríði, og
mun það rétt vera, en þó hygg ég
að þar hafi í fyrsta lagi komið til
skaplyndi hennar sjálfrar, sem
hefur verið norrænt mjög eins og
útlit hennar. „Gullkrúsað hár“
talar Þumlungur um á yngra Jóni,
en um „demantískan ofurhuga" í
Þuríði sjálfri. — Vissulega var
ágætiskonan Halldóra Jónsdóttir í
Holti stoð og stytta Þuríðar í
viðureign þessari, en stuðningur
hennar hefði ekki nægt, ef Þuríður
hefði ekki verið slík sem hún var.
• Sneitt hjá fyrir-
burðasögum
Þó að Bárður lögfræðingur
vandaði vel til erindis síns, játaði
hann að hafa hliðrað sér hjá því
að fara út í fyrirburðasögurnar,
sem tengjast þessu máli, enda
hafa menn yfirleitt sneitt hjá
slíku síðan á 17. öld. En því verður
ekki neitað, að fullur skilningur á
þessum málum mun aldrei nást
fyrr en menn vita skil á fyrirburð-
unum. Bárður Jakobsson tók það
réttilega fram, að alls ófullnægj-
andi er að kalla séra Jón „sálsjúk-
an aumingja" eða slíkum nöfnum.
Frásagnir hans eru, þrátt fyrir
allt mjög athyglisverðar, — eins
og til dæmis þessi geislabaugur.
sem hann þóttist sjá um höfuð
Þuríðar, en kallaði reyndar
„myrkurbaug" af hatri sínu. Sú er
mín hyggja, að veruleiki sé í
mörgu af því sem fyrir prestinn
bar, og að lausnin eða umbótin á
hinu gamla máli geti einungis
orðið á þá leið að menn skilji slíka
hluti og viti hvað þeir eru. Nú á
næstunni eru væntanlegir hingað
til lands 75—100 fyrirburðafræð-
ingar (sambandssálfræðingar,
„dularsálarfræðingar") frá öðrum
löndum. Skyldu einhverjir þeirra
stíga hér fyrstu sporin á leið til
sannrar þekkingar á þessum efn-
um?“
Hans Jörgensen:
Norðurlandaþing
ellilífeyrisþega
Norðurlandaþing elli-
lífeyrisþega (pensionista)
var haldið í Rude strand,
sunnan við Aarhus í Dah-
mörku, dagana 12.—18.
júlí sl. Þingið fjallaði um
málefni aldraðra, allt frá
félagsstarfi einstakra
landshluta og til heildar-
samtaka hvers lands.
Á öllum Norðurlöndun-
um, nema íslandi, eru
starfandi samtök ellilíf-
eyrisþega sem starfa að
félags- og hagsmunamál-
um þeirra, innan héraða,
og héraðasamtök mynda
svo landshlutasambönd
og þau svo landssamtök,
en miðstöð Norðurlanda-
sambandsins erí Stokk-
hólmi í Svíþjóð.
Á þessu Norðurlanda-
þingi mættu fulltrúar
landssamtakanna og voru
16 fulltrúar frá Dan-
mörku, 13 frá Finnlandi,
14 frá Svíþjóð og 6 frá
Noregi og við hjónin frá
Islandi. Auk þessa voru
ræðumenn og gestir.
Við vorum ekki full-
trúar neinna heildarsam-
taka, þar sem þau eru
ekki til á íslandi, en okkur
var boðið að taka þátt í
þinginu af íslands hálfu,
þar sem ég er formaður
„Samtaka aldraðra" í
Reykjavík sem er form-
lega stofnað félag til að
vinna að málefnum aldr-
aðra.
Hans Jörgensson
Reyndar eru nokkrir
yngri menn en ellilífeyris-
þegar í þessu félagi og
byggingamál fyrir aldr-
aða hafa verið aðal
áhugamálin, en félags- og
réttindamál eru þar einn-
ig í uppbyggingu.
Þetta þing í Rude
strand var mjög vel skipu-
lagt og ánægjulegt, og
margir fulltrúanna litu
ekki út fyrir að vera
orðnir ellilífeyrisþegar og
kunnu vel að taka gamni
og skemmta sér á kvöld-
vökum mótsins, þó að
uppistaða mótsins væri
alvarlegs efnis eins og
flest þing.
En er ekki kominn tími
til, að ellilífeyrisþegar á
íslandi stofni með sér
samtök, með því t.d. að
sameinast í „Samtökum
fyrir aldraða" og færa þar
út og auka félagsstarfið,
eða stofna sín eigin félög
t.d. innan starfshópa, eins
og kennarar eru byrjaðir
með í Reykjavík, og svo
mætti ræða um sameigin-
lega yfirstjórn eða lands-
samtök slíkra félaga og
vinna þannig með hinum
Norðurlöndunum að al-
hliða málefnum aldraðra.
— Ræðum saman um
málið og athugum mögu-
leika.