Alþýðublaðið - 28.04.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.04.1931, Blaðsíða 3
 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Yflr pvert fsland á sbfðim. GDðmundnr Skarphéðinsson bæJaicSailtrAi segir frá, Gudmundur Skarphédinsson. Loksins eru þeir komnir hing- aS, miennirmr, sem Reykvíkingar hafa beðið eftir í undaniarna daga, skíöamennirmr landsfreegu frá SiglufirÖi, Guðmundur Skarp- héðinsson, form. Skíðafélagsins þar, og Torvö, skíðakennarinn. Tíðindamaður Alþýðublaösins lieámsótti þá í gænnorgun í „Hó- tel Skjaldbreið“, þai ;em þeir búa. Voru þeir þá nýkomniæ á fætur, frísikir og fjörugir, sól- brendir og glaðir. Tíðindannaðurinn bað þá að skýra lesendum Alþýðublaðsins frá þessari æfintýraför. Hafði Guðmundur orð fyrir þeim og sagðist honum frá á þessa leið: Við lögðum af stað frá Siglu- firði föstudaginn 17. þ. m. Fór- um við með „Súðinni“ að Sauð- árkrók, en þaðan fórum við í bifreið frjrn að /Vautabúi. Þar dvöldum við um nóttina. Laugar- dagsmorgun I'ögðum við aftur af stað. Við urðurn að fá okkur flutning á dóti okkar fram á M œlif ellsdal, en það er að vegalengd um 9 km. Þar stigum við á skíðin og bjuggum um far- angur okkar. Við höfðum margt með okkur, tjald, hvílupoka, átta- vita, kort, bakpoka og sleða. Á sleðanum voru um 108 kg., en í bakpokunum bárum við hvor um 20 kg. Bakpokana notuðum við einnig fyrir aktýgi og gengum við isvo báðir fyrir sleðanum. Þennan dag héldum við í Buga, sunnan Svartár, en hana urðum við að vaða urn kvöldið, ber- fættir í 3 stiga kuldít Þarna komum við í gangnamannakofa kL 9 um kvöldið. Okkur þótti það skrítið að enginn snjór var í kringum kofann, en sjálfur var hann fullur af snjó og var ó- mögulegt að opna hurðina, því hún gekk inn. Þó tókst okkur að komast inn í kofann með þeim hætti að rífa frosna mioldar- hnausana úr glugganum. Við grófum okkur svo niður í snjó- inn, vöfðum tjaldinu um okkur og sváfum um nóttina. Færið þennan dag var fremur gott, þur, nýr snjór. Næsta dag, sunnudaginn, lögð- um við af stað kl. 8 í glaða sólskini, en færi var ekki gott, það var þíða, blautur snjór, hit- inn var um 5 stig. Sleðinn var afar-þungur og erfitt að draga hann. Skíðin undir honum voru úr furu, þau urðu blaut og eftir það var ekki hægt að bera á þau skíðaáburð. Og það teljum við nauðsynlegt fyrir þá, er fara slík- ar ferðir sem þesisa að vanda betur til skíðanna undir sleða sína en við gerðum. Þennan dag'sóttist ferðin afar- seint. Eftir að við komumst suður á Grjótháls var lítið um snjó og urðum við að þræða snjáflákana, en Grjótháls og Þingmannaháls voru að mestu alauðir, og urðum við því að bera sleðann. Kl. 9 um kvöldið tjölduöum við til náttstaðar við svo nefnt Mannabeinavatn. Þótt nafnið eitt\ hefði nægt til að setja í okkur hroll og ugg, þá sváfum við þarna sæmilega um nóttina og urðum einskis varir nema þytsins í vindinum. Það var þó fremur kalt þarna. ísing var, austan stormur og þoka. Næsta dag, mánudag, lögðum við enn af stað kl. 8, og var færð- in svipuð og daginn áður, krap mikið á mýrlendi. Þegar við komum að Ströngukvísl var hún búin að ryðja sig á löngu svæði, en þó skröngluðumst við yfir hana á krapavaði, en við þá glæfraför höfðum við nærri mist sleðann; fékk hann margar vöt- ar dýfur, og ekki léttist hann við það. En nú fór snjór að aukast eftir því, sem sunnar dró, og var Blanda, sem er næsta á þarna fyrir sunnan, á góðum ís um vörðurnar, en auð var hún rétt fyrir norðan, þar sem, Seyðisá jrennur í hana. Skömmu eftir há- degi vorum við komnir að á, sem heitir Þegjandi, og óðum við hana skamt fyrir vestan Dúfufell. Nú yfirgáfum við varðaðan veginn og tókum stefnu beint á Strýtur að Hveravöllum. Var nú komið hríðarveður á norðaustan með 4 gráða frosti, og hélzt sá jelja- gangur til kl. 7 um kvöldið að hann stytti upp. Við vorum ekki vissir um í dimmviðrinu, hvort við værum á réttri leið, en nú sáum við að sVo var og að við vorum alveg að komast á Hvera- velli — og þangað náðum við kl. 8. — Þar var unaðslegt að koma. Vellirnir voru alauðir og iðjagrænir sem um hásumar væri. Þarna stripluðum við skó- lausir, suðum egg og kjöt í hver- unum og héldum veizlu okkur og íslenzkri öræfanáttúru til dýrð- ar. Svo tjölduðum við á einnj grundinni og sváfmn þar ekki þíður en hér í Skjaldbreið í hótt. Þar var ekkert er truflaði, ekkert bílaorg, enginn umgangur. Friður náttúrunnar vaggaði okkur í vær- Beztu eafipsliM cigaretturnar í 20 stk. pökk. um, sem kosta kr. l,2ff pakkinn, eru Clgarettur frá Mleolas .Soassa fréres Elnkasalar á íslandi: Tóbaksverzfnn fslamd CSalrO. an blund. — Þó að sæluhúsið þarna sé vistlegt síðan það var þiljað í fyrra surnar, fór þó ólíkt betur um okkur úti í blíðviðrinu. Þarna er afareinkennilegt og fag- urt. Vellirnir eru alauðir, grænir og volgir, en mannháir skaflarnir teygja sig að þeim á alla vegu eins og forynjur, er eetli að ræna ungan' gróður. Við fórum á fætur um rnorg- uninn kl. 7 og fengum okkur volgt bad í lækjarsprænu. Síðan bjuggum við okkur til brottfarar, Okkur langaði sannarlega til að dvelja þarna lengur, og jafnvel að setjast þar að, en við hugsuð- um til vandamannanna og ég mundi eftir Alþýðublaðinu, er beið eftir fréttum af okkur — og við yfirgáfum vellina okkar og vorum í huga eins og unglingar, sem. í fyrsta sdnm eru að yfir- gefa bernskustöðvar sínar. Við Iögðum af stað kl. 12 og tókum aftur stefnu beint á Strýt- ur. Við fórum ekki eftir veginum, heldur beint yfir Kjöl vestan við Strýtur. Þennan dag var færðin mjög góð; gengum við nú um 70 km., en hina dagana höfðum við að eins farið 25—40 km. Við tjöld- uðum kl. 11 um kvöldið í myrkr? og þoku undir Bláfelli austan- verðu. Á þessari leið sést hvergi fyrir vörðum alla leið frá Hrefnu- búð og suður undir Lambafell. Fúlakvísl, Svartá og Hvítá voru allar á mjög góðum ís, þar sem við fórum yfir þær, en þær voru þó allar meira og minna auðar og sáum við alls staðar mikib af álftum í vökum, fögrum, hvít- um og tignartegum fuglum. Til þessa höfðum við lítið orðið varir við1 dýralíf, en nú voru fugl- arnir alls staðar, og refaslóðirn- ar lágu margar og • þéttar um landið. Á miðvikudag lögðum við af stað kl. 8. Færðin var afarill krap og klessingssnjór. Sóttist ferðin því mjög seint, en kl. 1 komum við að Sniðbjargargili og tókst.okkur loks aö komast yfir það við mjög illan leik. Héldurn við nú áfram af miklum dugnaði og vorum löðursveittir. Snjór fór óðum minkandi, og þegar við komtim að Ittagili var algerlega OTðið snjólaust. Þangað komum við kl. 6. Urðum við nú að skilja sleðann eftir, en það var 22 km. fyrir ofan Hóla, sem er efsti bær í Biskupstungum. Tókum við nú enn skíðin og malpokana og lögðum leið okkar suður með Bláfelli, til að reyna með því að komast á snjó, og vorum við komnir suður að Sandá kl. 9 um kvöldið, en þá var kornið mikið myrkur og snjólaust orðið. Eftir þetta varð leiðin enn erfiðaiþ aur og krapavaðall, og sóttist ferðin því fremur seint í myrkr- inu um nóttina. Kl. 1 komum við að Ásbrandsá og fengum við þar fulla vissu fyrir því, að við vor um á réttri teið, þó að hvergi sæust vörður a eða vegarslöðin sjálf. Við ætluðum okkur að komast að Hólum, en við gengum vestan við bæinn og stefndum á Ijós, er við sáum í sömu tát og bærinn átti að vera. Eftir 1 klst. urðum við þess varir, að ljósið myndi ekki vera í Hólum heldur í öðrum bæ neðar í Tungunum. Eigi að síður héldum við áfram og stefndum á ljósið, og er við komum að því reyndist það vera að Gýgjarhóli. En þangað náðum við kl. 3 u:m nóttina. Þar var tekið á móti okkur með opnum örmum. Bóndinn þar heitir Guð- mnndur Diðriksson. Brá hann strax við og sendi son sinn, Krist- ján, með tvo hesta til að sækjja sleðann og farangur okkar að Illagili. Tók sú ferð hann 16 klukkustundir. Þarna biðum \dð fram á fimtudag, en þaðan fóruro við daginn eftir yfir að Geysi og skoðuðum hann á föstudag. Þótti Torvö mikið ti^ koma að sjá hverinn. Hann hafði aldrei séð hver fyr en á Hveravöllum. Á laugardag fórum við til Þingvalla og gistum þar um nóttina hjá Guðmundi Davíðssyrd. I gær kom L. H. Muller, skíðamannaforing- inn, á móts við okkur í bifrciö, og var íslenzkur fáni með í för- inni. Mættumst við þar ,sem Þingvallavegirnir koma saman, skamt frá Þingvöllttm. Og korn- umst við svo heilu og höldnu hingað. Höfðum við þá farið 400 km. Jeið, þar af 270 km. á skíð- um. Þessi ferð mun lengi sitja í minni okkar. Hún var lærdóms-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.