Morgunblaðið - 14.08.1980, Síða 12

Morgunblaðið - 14.08.1980, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980 Kæra Jóhanna! Ég rakst á dögunum á bréf frá þér til Ragnars Arnalds, fjár- málaráðherra. Þótt það sé auðvit- að annarra en mín að svara tilskrifi þínu, þá ætla ég að leyfa mér að skrifa þér fáeinar línur af þessu tilefni. Ég sé það af bréfi þínu að fjármálaráðherrann ætli þér harla lítið til þess að lifa á, það sem lifir ársins. Svo er víst reyndar um fleiri, og ég þykist vita, að æði margir séu í veru- legum kröggum við að láta endana ná saman fyrir sköttum og lifi- brauði eftir þessar nýjustu skatta- sendingar að ógleymdum þeim eilífu og sívaxandi verðhækkun- um, sem við kynnumst í verzlun- um. Ég og flokksbræður mínir höfum reyndar ítrekað varað fólk við því að launafólk væri leikið verðbólgusprengingu. Okkur hefur talist svo til að skattalækkanir væru betri kjarabætur en pen- ingalaunahækkanir, sem eru jafn- óðum étnar upp og vel það í verðbólgu og skattahækkunum. Þar á ofan hefur skattaskrúfan hneppt menn í eilífan vinnuþræl- dóm, en við í Alþýðuflokknum höfum talið það meðal mannrétt- inda að eiga rétt á því að slíta sér ekki út. Þessi stefna hefur hins vegar ekki náð fram að ganga enn þá. Á hinn bóginn höfum við oft heyrt ýmsa Alþýðubandalagsmenn tala um óréttlæti í skattamálum og breiðu bökin reyndust mjó í skattaálagningunni. Við komumst þó að því, þegar við vorum með þeim í ríkisstjórn nýverið, að þetta var ekki meint í neinni verulegri alvöru hjá þeim. Meðal frumvarpi ríkisstjórnarflokka og flokksbrota var t.d. hugmyndin að hækka skattinn á einstæðu for- eldri með eitt barn og 250 þús. í brúttómánaðartekjur um 120—150 þús. kr. Þetta fannst mér svívirðilegt og benti fjármálaráðherranum á að svona háttarlag væri ótækt. En hann varð bara fúll og hrokafullur og sagði að einstæðir foreldrar hefðu notið verulegra fríðinda og hvergi væri um ósanngjarnan mun að ræða milli skattstiga- frumvarps hans og þess sem áður hefði gilt. Þessi hroki varð til þess að við Alþýðuflokksmenn kröfð- umst útvarpsumræðna um málið. Svo var það undir miðnætti kvöld- ið fyrir útvarpsumræður sem fjár- máfaráðherrann bað um frestun á umræðunum og fór að hugsa sig til Jóhönnu Kristjónsdóttur Kjartan Jóhannsson: Bréfkorn Eftirþankar og aðrir þankar í tilefni af bréfi um skatta og kött svona grátt og flutt tillögur um lækkun tekjuskattsins og tilsvar- andi lækkun útgjalda ríkisins. Við höfum gert þetta af tvennum orsökum. Annars vegar þeim, að tekjuskattur væri óréttlátur. Við höfum nefnilega rekið okkur ill- þyrmilega á það, að vissir aðilar í þjóðfélaginu virðast alltaf komast upp með að greiða lágan skatt, þótt þeir lifi augljóslega hátt og flott á meðan venjulegt launafólk hefur borið byrðarnar og talist hafa breiðu bökin, svo aðeins sé vitnað í sjónvarpsþátt, sem hann Ólafur Ragnar var með hér um árið. Við höfum annars getað séð þetta í skattskránni og Þjóðviljinn hefur t.d. oft birt ágæt yfirlit yfir þetta fyrirbæri. Nú hefur fjár- málaráðherrann reyndar séð við því að við séum að baksa við svona samanburð og svekkja okkur á honum, hvað þá að Þjóðviljinn þurfi að hafa nokkrar áhyggjur af þessu. Fjármálaráðherra hefur nefnilega ákveðið að þessi skatt- skrá komi ekkert út að sinni, og þá ekki fyrr en öllum aimenningi er runninn móðurinn — og hann orðinn svo úrvinda af því að vinna fyrir nýju sköttunum, að hann hafi tæpast þrótt til að standa í samanburðinum. En hvað um það, við Alþýðuflokksmenn höfum tal- ið þetta óréttlátan skatt og viljað lækka hann og afnema af miðl- ungstekjum og lægri. Hin ástæðan sem við höfum tilgreint er sú, að með lækkun tekjuskattsins og hækkun barna- bóta mætti bæta kjör þeirra, sem illa eru settir, án þess að valda annars þess vegna rufum við stjórnina. En þeir Alþýðubandalagsmenn höfðu líka oft talað um að rétta hlut hinna verst settu. í því sambandi höfðu þeir t.d. oft nefnt einstæða foreldra. Þess vegna rak mig í rogastanz, þegar ég sá skattastigafrumvarp Ragnars Arnalds og félaga á þingi í vor. Þótt maðurinn væri gráðugur í skattpíningu, þá hélt ég eftir allt sem hann og félagar hans í Alþýðubandalaginu höfðu sagt um þennan þjóðfélagshóp, að þeir mundu hlífa honum. En það var öðru nær. Samkvæmt skattstiga- um. Nu veit auðvitað enginn nema ráðherran hvort hann guggnaði litilsháttar í skattpíningu, sem hann hafði ætlað sér, eða hvort hann hafði ekki haft hugmynd um hvað hann hafi verið að leggja til og áttaði sig svo á síðustu stundu. En staðreyndin er hins vegar sú að þetta „upphlaup" okkar krat- anna lagfærði svolítið skattana á tekjulágum einstaklingum og ein- stæðum foreldrum. Mér reiknast t.d svo til að þetta „upphlaup" okkar kratana hafi sparað ein- stæðu foreldri með 1 barn og 3 millj. kr. í brúttótekjur um 42 þús. kr. í sköttum, ef barnið er eldra en Ililmar Jónsson: Stefnubreyt- ingar er þörf Nú í seinni tíð er það segin saga að fjölmiðlar hér á landi þegi um það sem vel er gert en eyði tíma og fréttum í það sem miður fer. Ágætt dæmi um þetta var frétta- tími sjónvarpsins á mánudags- kvöldið eftir verslunarmannahelg- ina, þegar sagt var frá skemmt- anahaidi. Langar frásagnir og margar myndir voru birtar af þeim ömurleik sem blasti við í Þjórsárdal um þá helgi en engin mynd úr Galtalækjarskógi. Og er þó örskammt fyrir fréttamann að skreppa á milli þessara staða. Hvers vegna má ekki segja frá því sem vel er gert? Var þó Galtalækj- arsamkoman einna fjölmennust. Morgunblaðið, sem er sá fjölmiðill sem mér finnst einna jákvæðastur í garð bindindismanna að undan- förnu, afgreiddi Galtalækjarmótið með einni setningu: Þar var allt eins og vera ber. Búið og basta. Mörg teikn eru nú á lofti að hugsjónamenn eigi meiri hljóm- grunn hjá almenningi en verið hefur um skeið. Á hinum Norður- löndunum hefur það meðal annars gerst að kristilegir stjórnmála- flokkar aukast mjög en eitt þeirra mála sem þeir leggja höfuð áherslu á er efling bindindisstarfs. Þá hefur það skeð í Svíþjóð og Noregi að allir forystumenn stjórnmálaflokkanna hafa hvatt til víðtækra hömlunaraðgerða í sambandi við áfengi. Er það raun- ar beint framhald af áskorun framkvæmdarstjóra Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar. Hér á landi gætir þessarar vakningar lítið ennþá hjá valdamönnum. Hins vegar virðist almenningur hafa snúið baki við útsendurum áfengisauðmagnsins, samanber úrslit atkvæðagreiðslna á Sauð- árkróki, Selfossi og nú síðast á Seltjarnarnesi um áfengisútsölur. í höfuðborginni, Reykjavík, rof- ar litið til. Þar er hver brennivíns- búllan við aðra og virðist borgar- stjórn líta á það sem sjálfsagðan hlut að sérhver matsala fái vín- veitingaleyfi, sem um það sækir. Enginn íslenskur ráðherra hefur kjark eða þor til að feta í fótspor Vilhjálms Hjálmarssonar og veita ekki vín í opinberum veislum. Aðeins örfáar sveitarstjórnir eins og bæjarstjórn Hafnarfjarðar halda þó þessum sið og gætir þar vafalítið áhrifa Árna Gunnlaugs- sonar. Á undanförnum mánuðum hafa slys á mönnum verið tíðari en oft áður. Má í mörgum tilfell- um rekja orsökina til áfengis- rtfeyslu. Líklegt er því að almenn- ingur sé móttækilegur fyrir nýja áfengismálastefnu. Á það mun reyna á næstunni og mun Stór- stúka íslands leggja fram víðtæk- ar tillögur til úrbóta á næstunni. Þá mun hún leita fyrst og fremst eftir stuðningi við starf bindind- ismanna almennt í landinu. Er óskandi að hér á landi verði víðtæk vakning eins og annars staðar hefur gerst. í Morgunblaðinu 26. júlí sl. birtist ágæt grein eftir Jón L. Sigurðsson yfirlækni röntgen- deildar Landspítalans um nauðsyn fullkominna röntgentækja við sjúkdómsgreiningu. í grein Jóns er farið nokkrum orðum um notkun kostnaðar- og nytjagreiningar á sviði heilbrigð- ismála. Þar virðist gæta nokkurs misskilnings. Viðhorf Jóns til kostnaðar- og nytjagreiningar koma fram i eftirfarandi orðum. „Ógeðfelldasta fyrirbrigðið, og það sem nú virðist tízkufyrirbrigði hjá forstöðumönnum heilbrigðis- þjónustu, er þó svokölluð „cost benefit" analysa. Ef svona orða- Kristjón Kolbeins: Kostnaður og nytjagrein- ing á sviði heilbrigðismála lag, sem tekið er beint upp frá verzlun og iðnaði, ætti við í heiibrigðisþjónustu, þýddi það í raun og veru, að einungis einstak- ir sjúkdómar væru þess eðlis, að það borgaði sig að rannsaka þá eða reyna lækningu. — Auk þess ætti að beita þessari „cost benefit” aðferð á frumstigi heilbrigðis- þjónustunnar og myndi þá kannski koma í ljós, að árangur heilbrigðisþjónustu stwidur ekki í réttu hlutfalli við glæsi- og minn- isvarðabyggingar í heilsugæzlu víðs vegar um Iandið. Þar mun hrein hreppapólitík ráða málum." Kotnaðar- og nytjagreiningu er fyrst og fremst beitt í sambandi við opinbera.þjónustu og fram- kvæmdir en ekki á sviði verzlunar og iðnaðar. Með kostnaðar- og nytjagrein- ingu er reynt að rannsaka fýsi- leika framkvæmda eða aðgerða, með því að taka alls konar auka- verkanir með í reikninginn. Það felur i sér mat á hugsanlegum kostnaði og hagræði, sem aðgerð- irnar hafa í för með sér. Helztu ástæðurnar fyrir því að áhugi á kostnaðar- og nytjagrein- ingu hefur farið í vöxt á undan- förnum árum eru þær, að með aukinni og bættri hagskýrslugerð og vaxandi notkun aðgerðarann- sókna hefur verið fært að mæla ýmsa þætti tölulega, sem ekki var hægt áður. í öðru lagi hefur opinberi geirinn vaxið óðfluga í mörgum löndum og þar með gagn- rýni á ýmsar opinberar fram- kvæmdir. I þriðja lagi hafa vinnuaflsfrek- ar stórframkvæmdir farið vax- andi, sem geta haft mjög víðtæk áhrif á vinnumarkaðinn og á markað fyrir vörur og þjónustu í töluverðan tíma, samanber stór- virkjanir og stóriðjufyrirtæki. Það skal viðurkennt að kostnað- ar- og nytjagreining er ekki hár- nákvæm aðferð, þar sem nær ógerningur getur reynzt að meta ýmsar afleiðingar ákveðinna framkvæmda, bæði til góðs og ills. Sumir höfundar hafa jafnvel gengið svo langt að líkja kostnað- ar- og nytjagreiningu við hrossa- og hérakássu, þar sem hlutföllin eru eitt hross á móti einum héra. Hérinn táknar það, sem hægt er með góðu móti að leggja mat á. Hrossið táknar aftur á móti það, sem mjög erfitt er að meta. Kostnaður vegna sjúkdóms er einkum þrenns konar, a) glataðar vinnustundir, b) kostnaður við læknishjálp, c) kvalir, óþægindi og vanlíðan, sem fylgja sjúkdómum. Fyrstu tvö atriðin er hægt að meta, það þriðja er erfiðara við- fangs. Réttur hefur þó úrskurðað hvað séu sanngjarnar miskabætur vegna óþæginda af völdum slysa. Helztu nytjarnar af heilsugæzlu eru væntanlegar framtíðartekjur þeirra, sem við búumst við að bjarga. Þó svo að við forðum manni frá því að fá berkla, þá er ekki þar með sagt að möguleikar hans á að-fá krabbamein minnki, meðan berklar valda ekki krabba- meini. Við mat á lífi húsmæðra, sem eru ekki á vinnumarkaðnum hafa verið farnar tvær leiðir, a) starf húsmóðurinnar er metið til jafns við þær hreinu tekjur, sem hún gæti haft á vinnumarkaðnum eða* b), þess kostnaðar, sem því væri samfara að leysa hana af hólmi. Það er langt frá því að vera auðvelt að meta gildi fjárfestingar á sviði heilbrigðismála, vegna þess að aðrir þættir geta haft mikil áhrif á heilsufar, eins og um- hverfi, fæða, húsnæði, vegabætur, hreint loft og vatn. • Gildi fjárfestingar á sviði heil- brigðismála er að nokkru leyti háð fjárfestingu á sviði menntamála

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.