Morgunblaðið - 14.08.1980, Page 27

Morgunblaðið - 14.08.1980, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980 27 LAUNASTIGINN 1. þrep 2. þrep 3. þrep 01 289.177 312.719 316.209 02 302.045 316.209 322.008 03 312.719 322.008 329.688 04 316.209 329.688 342.210 05 326.246 346.414 360.345 06 333.781 360.345 369.959 07 346.414 369.959 382.227 08 360.345 382.227 397.617 09 369.959 397.617 413.238 10 378.087 409.111 424.733 11 393.483 424.733 440.706 12 409.111 440.706 456.823 13 424.733 456.803 472.896 14 440.706 472.896 488.992 15 456.803 488.992 505.082 16 472.896 505.082 517.177 17 488.992 517.177 529.273 18 505.082 529.273 545.367 19 517.177 545.367 555.460 20 529.273 555.460 571.552 21 545.367 571.552 590.288 22 555.460 590.288 609.536 23 571.552 609.536 629.247 24 590.288 629.247 649.356 25 609.536 649.356 669.848 26 629.247 669.848 688.439 27 649.356 688.439 707.297 28 669.848 707.297 726.432 29 688.439 726.432 745.840 30 707.297 745.840 765.543 31 726.432 765.543 785.479 32 806.686 HÆKKUNIN að 505.082 krónum (þ.e.a.s. fyrstu 15 flokkarnir, tvö fyrstu þrep 16. flokks, og fyrstu þrep 17. og 18. flokks) er 14.000 krónur á mánuði og er hækk- unin á bilinu 4,6 og niður i 2,85%. Hækkunin á þriðja þrepi 16. flokks, öðru þrepi 17. flokks og fyrsta þrepi 19. flokks, eða til og með 517.177 krónum, er 10.000 krónur, sem er 2% hækkun. Sex þúsund króna hækkun er í 3ja þrepi 17. flokks, öðru og þriðja þrepi 18. fiokks og öðru þrepi 19. flokks, eða til og með 545.367 krónum og er hækkunin þar 1,1%. Á launa- flokka þar fyrir ofan kemur ekki hækkun, en hins vcgar samræming við iaunastiga BHM og verði mismunurinn afnuminn i þremur jöfnum áföngum, 1. desember n.k og 1. marz og 1. júní á næsta ári. Mismunurinn í 20. til og með 25. flokki BSRB er á bilinu 16.000—31.255 krónur, sem yrði allt að 4,7% heildar- hækkun. í BSRB-flokkum fyrir ofan 25. flokk eru 30 starfsmenn og er munurinn á BSRB og BIIM þar allt að 52.000 krónur, sem er 6,8% heildarhækkun. Efstu flokk- ar BHM eru nú 842.885 krónur og 869.015 krónur og er munurinn á þeim og efstu flokkum BSRB 57.406 krón- ur og 62.329 krónur. Einn starfsmaður tekur laun sam- kvæmt 31. flokki BSRB en enginn samkvæmt efsta flokknum. ,Áhugasamir félagar‘k: Er uppskeru- hátíð í vændum? Opið bréf til samninganefndar BSRB Loksins, loksins liggja fyrir drög að samkomulagi milli fjár- málaráðuneytis og BSRB. Mikil er mildi fjármálaráðherra að hafa fengist til að ræða laun BSRB félaga, og það í þessari dæmalausu sumarblíðu. Á meðan frost var í jörðu, reyndist ekkert svigrúm til grunnkaupshækkana og á þær mátti ekki minnast. Á sama tíma voru haldnir fundir í aðildarfélög- um BSRB og fólk sýndi óþolin- mæði og víða var samþykkt að hefja undirbúning verkfallsað- gerða. Þegar tók að hlána og hlýna bauð fjármálaráðherra kr. 4— 6.000 í launahækkun. En kuldi var enn í brjóstum félagsmanna, enda drep komið í þá eftir 20% kjara- skerðingu, og fjármálaráðherra til undrunar afþökkuðu þeir gott boð. En þrátt fyrir kalsár lækkaði samninganefnd kröfurnar um lau- nahækkun um helming frá upp- haflegri kröfugerð. Og í dag að áliðnum slætti eftir vökunætur fulltrúa okkar og rikisins, liggja fyrir drög að samkomulagi. Og hvað hefur svo áunnist? í lfl. 1—15 er boðið upp á kr. 14.000 kauphækkun, í lfl. 16 kr. 10.000 og í 17. og 18. kr. 6.000, sem jafngildir frá 4,6% niður í 1% hækkun á þessa launaflokka. Eins og fyrr segir var kjara- skerðingin orðin 20% sl. vor. Hefur einhver orðið var við að af henni drægi? Auk fyrrgreindra hækkana er vaktaálaginu í iðgjöld og launa- greiðandi 6%. 9.6.3 Mánaðarlaun þau sem vakta- áiag er miðað við skulu verða viðmiðunarlaun þegar lífeyrir er ákveðinn og iðgjaldið metið. 9.6.4 Verði horfið frá því að eitt og sama vaktaálag sé fyrir alla launaflokka eða röskun verði á hlutfalli vaktaálags og viðmiðun- arlaun ellegar breyting á því innan launaflokkakerfisins við hvaða launaflokk vaktaálagið sé miðað ákvarðar stjórn lífeyris- sjóðsins hver viðmiðunarlaunin skulu vera og þá jafnframt hvort og hvernig umreikna skuli unnin lífeyrisrétt fyrri ára. 9.6.5 Iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga af vaktaálagi skulu ár hvert metn- ar þannig til lífeyrisréttinda að reiknað sé hvað iðgjaldagreiðslur ársins samsvara margra mánaða iðgjaldagreiðslu af viðmiðunar- launum. 9.6.6 Fyrir jafngildi hverra 12 mánaða iðgjaldagreiðslu ávinnst réttur til lífeyris sem nemur 2% af viðmiðunarlaununum. 9.6.7 Sjóðfélagar sem unnið hafa vaktavinnu á undanförnum árum eiga rétt á að kaupa sér hinn sérstaka viðbótarlífeyrisrétt fyrir slíka vinnu frá og með ársbyrjun 1976. 9.6.8 Iðgjaldagreiðslurnar fyrir liðinn tíma skulu reiknaðar út frá launagreiðslunum eins og þær voru á hverjum tíma en um vaxtagreiðslur skal fara eftir regl- um sjóðsins um þvílík tilvik. 9.6.9 Starfsmaður á rétt á því að kaupa sér sérstakan lífeyrisrétt vegna vaktaálags 2 ár til viðbótar rétti samkvæmt næstu málsgrein hér á undan, gegn greiðslu ið- gjalda, sem reiknuð séu sam- kvæmt launatöxtun greiðsludags. 9.6.10 Umsóknir um réttindakaup þessi skuiu hafa borist stjórn lífeyrissjóðsins fyrir árslok 1981, ella fellur réttur til þeirra niður. 9.7 Þegar sjóðfélagi hefur náð því að samanlagður lífaldur og þjón- ustualdur sé 95 ár, hann er orðinn 60 ára og lætur af störfum á hann rétt á lífeyri úr sjóðnum. Sjóðfélaginn sem notfærir sér þessa reglu skal greiða iðgjald til sjóðsins þar til 95 ára markinu er náð. Lífeyrisréttur hans skal vera 2% fyrir hvert iðgjaldagreiðsluár en þó ekki meir en 64% að náðu 95 ára markinu. Iðgjaldagreiðsluskylda fellur niður þegar 95 ára markinu er náð. Lífeyrisréttur skal aukast um 2% fyrir hvert ár frá því að iðgjaldagreiðsluskyldu lýkur og þar til taka lífeyris hefst. Notfæri sjóðfélagi sér eigi þessa heimild áður en hann nær 64 ára aldri, skal um iðgjaldagreiðslur hans og lífeyri fara eftir hinni almennu reglu um lífeyri. Sjóðfélagi sem nýtur réttar samkvæmt lögum um lífeyrissjóð starfsmanna rikisins, nr. 23/163 12. gr. 2. málsgr., sbr. lög nr. 101/1943 12. gr. og lög nr. 11/1959 1. gr. 2 málsgr., getur valið, ef hann kýs svo, að neita þess réttar fremur en réttar þess sem um ræðir hér að framan. 9.8 Lögum um lífeyrissjóð hjúkr- unarkvenna nr. 16/1965 og lögum um lífeyrissjóð barnakennara nr. 85/1968 skal í samræði við stjórn- ir hlutaðeigandi stéttarfélaga breytt til samræmis við þær breytingar, sem samkomulag þetta gerir ráð fyrir. Bráðabirgðalög 10. Fjármálaráðherra mun tryggja það, þegar samkomulag þetta, sem samninganefndir ríkis- ins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hafa orðið sammála um, hefur verið undirritað, ásamt aðalkjarasamningi og hann verið samþykktur af félögum BSRB í allsherjaratkvæðagreiðslu, að sett verði bráðabirgðalög til lögfest- ingar á efnisatriðum þeim, sem um ræðir í 1., 2., 3. og 9. tölulið hér að framan. Frumvörp að þeim lögum verða undirbúin í samráði við BSRB.“ Fjarvistir vegna trúnaðarstarfa Drög að bréfi fjármála- ráðherra „Fjármálaráðherra mun stuðla að því að unnt sé að halda vinnustaðafundi, enda séu slíkir fundir ekki til ónæðis fyrir starfsemi eða þjónustu hlutað- eigandi stofnunar. Fjármálaráðherra mun beita sér fyrir því, að starfsmönnum verði gert kleift að sækja nám- skeið eða ráðstefnur um félags- leg málefni, sem haldin eru á vegum BSRB og fái til þess leyfi, enda megi þessu við koma án þess að niður falli eða raskist til vandræða starfsemi sú sem starfsmaðurinn hefur með hönd- um. Fjármálaráðherra mun heim- ila trúnaðarmönnum innan BSRB að sækja án skerðingar á reglubundnum launum þing, fundi, ráðstefnur og námskeið, sem haldin eru á vegum BSRB og aðildarfélaga, enda fari fjar- vistir af þessum sökum ekki fram úr einni viku á ári. Trúnað- armenn teljast þeir, sem kjörnir eru í stjórn eða trúnaðarráð aðildarfélags eða BSRB svo og gegni starfi trúnaðarmanns á vinnustað samkvæmt IX kafla laga nr. 29/1976. Þeir sem kjörnir eru í samn- inganefnd í aðalkjarasamning- um og/eða sérkjarasamningum, fái leyfi til að sinna því verkefni án skerðingar á reglubundnum launum. I öllum framangreindum til- vikum ber að tilkynna yfirmanni viðkomandi stofnunar væntan- legar fjarvistir með minnst viku fyrirvara. Ákvörðun þessi gildir til 31. ágúst 1981.“ gert ráð fyrir launaflokkaklifri í lægstu flokkunum, þannig að eftir 1 ár í 1., 2. eða 3. lfl., 2 ár í 4. eða 5. lfl. og 4 ár í 6., 7., 8., 9. eða 10. lfl. hækki fólk um 1 launaflokk. Þá er einnig ákvæði í samnings- drögunum um að þar sem að hliðstæðir launaflokkar BHM eru hærri en launastigi BSRB verði sá mismunur afnuminn í 3 jöfnum áföngum fram til 1. júní 1981. Þegar bornir eru saman þessir 2 launastigar, kemur í ljós að þessi hækkun nemur kr. 5.000 í 19. lfl. og fer stighækkandi og er kr. 52.000 í 30. lfl. eða sem svarar frá 0,9% og upp í 6,8%. Oft hefur verið rætt um að slakka á launa- stiganum, en nú virðist hann taka á sig straumlínuform. Til upprifjunar fyrir ykkur og almenna BSRB félaga minnum við á að í upphaflegu kröfugerð okkar var mörkuð sú stefna að ná upp kjaraskerðingu þeirri, sem áorðin var og auk þess kauphækkun til handa þeim lægst launuðu. Félagsmálapakkarnir eru enn á sínum stað og hafa litlum breyt- ingum tekið síðan í mars, en slæðst hefur með drögunum að samkomulaginu „Drög að bréfi frjármálaráðherra", dags. 12.08/80, sem væntanlega er gert til að flýta fyrir kjarasamningum. Þar segir m.a. „Fjármálaráð- herra mun stuðla að því að unnt sé að halda vinnustaðafundi, enda séu slíkir fundir ekki til ónæðis fyrir starfsemi eða þjónustu hlut- aðeigandi stofnunar. Fjármála- ráðherra mun beita sér fyrir því, að starfsmönnum verði gert kleift að sækja námskeið eða ráðstefnur um félagsleg málefni, sem haldin eru á vegum BSRB og fái til þess leyfi, enda megi þessu við koma án þess að niður falli eða raskist til vandrseða starfsemi sú sem starfsm'aðurinn hefur með hönd- um.“ (undirstrikanir okkar). Hvort viit þú það sem yfir stökk, ofan í datt eða það sem eftir sat á bakkanum? Þau drög sem nú liggja fyrir eru alsendis óviðunandi. Við eigum enn langt í land með að ná upp þeirri kjaraskerðingu sem áorðin er, hvað þá með að ná forskoti í kapphlaupinu við að halda kaup- mætti launa. Við búum við lögbundna kjara- skerðingu á 3ja mánaða fresti með hinni fölsuðu vísitölu, auk ýmissa bragða s.s. niðurgreiðslu á kind- akjöti þegar reikna skal út vísitölu og síðan hækkun á sömu vöru í vikunni eftir mánaðamót. Er einhver í samninganefnd sem treystir sér til að mæla með þessum samningsdrögum sem tek- ið hefur 14 mánuði að fá fram? Eru okkur allar bjargir bannað- ar? Hvað með verkfallsréttinn? Reykjavík, 13. ágúst 1980. f.h. Áhugasamra félaga. Helga Gunnarsdóttir, Hjördis Iljartardóttir. V er kaman nabústaðir: Lóð fyrir 170 íbúðir BORGARRÁÐ Reykjavík- ur hefur staðfest fyrirheit sem stjórnum verka- mannabústaða hafði verið gefið um úthlutun lóða undir íbúðir við Eiðis- granda. Hér er um að ræða 170 ibúðir, og hefur lóð- anefnd verið falið að ganga frá skilmálum vegna úthlutunarinnar, og leggja þá síðan fyrir borg- arráð. Við afgreiðslu málsins í borg- arráði greiddu fjórir borgar- ráðsmenn málinu atkvæði, þeir Birgir Isl. Gunnarsson, Albert Guðmundsson, Kristján Bene- diktsson og Björgvin Guðmunds- son. Sigurjón Pétursson, fulltrúi Alþýðubandalagsins, sat hjá. Við afgreiðslu málsins lagði Sigurjón fram svofellda bókun: „Stjórn verkamannabústaða var á sínum tíma gefið fyrirheit um lóð fyrir allt að 150 íbúðir. Nú hefur verið skipulagt hverfi verka- mannabústaða, sem tekur 176 íbúðir. Ég ítreka þá skoðun mína, að ekki eigi að byggja of stór samfelld hverfi íbúða, þar sem gert er að skilyrði fyrir úthlutun, að fólk sé í lægstu tekjuflokkum þjóðfélagsins og tel því að halda hefði átt við fyrra fyrirheit."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.