Morgunblaðið - 14.08.1980, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980
31
Atli Þór Helga-
son - Minning
hans og systkini enn fyrir austan.
Þangað heldur hann fótgangandi
frá Akureyri, kemur við hjá Ár-
nýju systur sinni, er þá var gift og
farin að búa í Aðaldal.
Sagði hann oft skemmtilega frá
þeirri för er hann í fylgd með
póstinum barðist gegn hríðinni og
fannferginu yfir Axarfjarðarheiði.
Þegar að Hrauntungu kom ákvað
pósturinn að stöðva för og bíða
þess að létti, en Jóhann var
löngum sjálfráður og lét fátt tefja
för sína og lagði aleinn áfram
niður í Þistilfjörð og komst alla
leið heilu og höldnu og síðan til
fjölskyldu sinnar á Skálum. Þar
dvaldi hann svo fram á árið 1918
og var þar frostaveturinn mikla.
Fraus þá allt úti og inni, meðal
annars lýsti Jóhann því að klakinn
hefði verið þverhandarþykkur
innan á súðinni á svefnlofti því er
þeir bræður Guðjón sváfu á.
Fannfergi og ísalög voru mikil og
gengu ísbirnir á land og voru
felldir á Langanesinu þennan vet-
ur.
Fjölskyldan mun hafa að öðru
leyti komist vel af, enda fiskafli
mikill við Langanes á þessum
árum. Jóhann fór nú til Akureyrar
á mótornámskeið, eins og það var
þá nefnt og lauk mótoristaprófi.
Síðan lá leið hans suður á land og
réði hann sig þar á báta næstu
árin. Hann var við útveg Auðuns á
Vatnsleysu, sem gerði út frá
Sandgerði. Árið 1921 var ung
stúlka, Guðrún Pétursdóttir
ráðskona við sömu verkstöð og
tókust með þeim Jóhanni þau
kynni, sem leiddu til giftingar
þeirra 5. nóvember 1921.
Guðrún, sem nú lifir mann sinn,
er dóttir Péturs Jóakimssonar frá
Auðnum á Vatnsleysuströnd og
Agnesar Felixdóttur frá Tungu í
Út-Landeyjum, en þau hjón
bjuggu á einu býlanna við Stóru-
Vatnsleysu. Þar var Guðrún fædd
23. janúar 1899. Þau Jóhann
bjuggu í ástríku hjónabandi í nær
59 ár. Þau voru að mörgu leyti ólík
en bættu hvort annað upp. Hann
var kátur og léttur í lund að
jafnaði en skipti ört skapi, hún er
blíðari og hægari og heldur sínu
jafnaðargeði hvað sem á dynur.
Bæði dugnaðarforkar í lífsbarátt-
unni og þurftu oft að leggja sig öll
fram á hinum fyrstu búskaparár-
um, þegar börnin voru í ómegð og
efnin lítil.
Vann þá Guðrún oft úti við
fiskverkun og lagði mikið til
heimilisins.
Jóhann var mjög eftirsóttur
sem vélamaður á bátum og þótti
snillingur að halda gangfærum,
slitnum og erfiðum vélum. Stund-
um tók hann þá áhættu að bera
ábyrgð á að vélin gengi, gegn því
að fá aukinn hlut.
Er fram yfir 1930 kom fór
Jóhann að leggja fé í kaup á
bátum, í fyrstu í samlagi við aðra,
en síðan einn sér.
Hann eignaðist marga smærri
vélbáta keypti þá gjarnan í lélegu
ástandi, var duglegur og útsjónar-
samur að koma þeim í gott lag,
gerði þá út í stuttan tíma og seldi
síðan. Þegar kom fram yfir 1940
fór hagur hans að vænkast, eins
og fleirra er við útgerð fengust.
Hann var áræðiiin eftir stríðslok-
in, að festa kaup á bát frá Svíþjóð
þegar haustið 1945 og fór með syni
sínum er þá var uppkominn og
gekk frá kaupunum í Smögen og
kom með bátinn, er hét „Dúx“, til
Keflavíkur þá í september. Þetta
var 75 tonna eikarbátur og reynd-
ist mjög vel, og varð útgerð
Jóhanns hin mesta lyftistöng.
Fleiri báta eignaðist Jóhann, en
er kom fram yfir árið 1960 dró
hann sig í hlé og hætti útgerð
enda orðinn slitinn maður og
búinn að leggja sitt fram til
þjóðarbúsins.
Jóhann og Guðrún hófu sinn
búskap í Keflavík, bjuggu síðan
eitt ár í Hafnarfirði, fluttu svo
aftur til Keflavíkur og bjuggu þar
alla tíð síðan, fyrst í leiguhúsnæði,
en byggðu myndarlegt íbúðarhús
að Vesturbraut 3 árið 1942 sem
þau dvöldu í allt þar til þau fluttu
að Hrafnistu í Reykjavík nokkrum
vikum fyrir andlát Jóhanns.
Síðustu árin fór heilsu þeirra
hrakandi, nutu þau þá mikillar
umhyggju tengdadætra sinna í
Keflavík, er lögðu sig fram um að
hjálpa þeim í einu og öllu og
skiptust um að vitja gömlu hjón-
anna oft á dag.
Jóhann og og Guðrún eignuðust
fjögur börn, en þau eru: Guðjón f.
8. mars 1923, kv. Ólöfu Pétursdótt-
ur frá Siglufirði, þau eiga Stef-
aníu, Auði, Björk og Ingibjörgu,
Pétur f. 23. júní 1925 kv. Svein-
björgu Karlsdóttur og eiga þau
Guðrúnu, Ingunni Steinu, Sævar
og Pétur og fóstursoninn Braga
Guðmundsson, Agnesi f. 19. jan.
1927 g. Haraldi Sveinssyni, þau
eiga Soffíu, Ásdísi, Jóhann og
Svein, Jón f. 28. mars 1929 kv.
Jónu Sigurgísladóttur og eiga þau
Stefaníu, Guðbjörgu, Jóhann
Gunnar og Sigurgeir. Alls eru
afkomendurnir 35 að tölu.
Það er með sárum söknuði, sem
aðstandendur kveðja kæran föður,
afa og langafa. Ávallt var til-
hlökkunarefni að heimsækja hann
og Guðrúnu á Vesturbrautinni,
móttökurnar voru alltaf fullar
ástar og hjartahlýju. Barngóður
var afi með afbrigðum og lét sig
miklu varða velferð og hag allra
sinna. Hann hafði yndi af að segja
frá ýmsu er á dagana hafði drifið,
en síðari árin var einkennandi hve
minningarnar frá æskuárunum í
hinum fagra Svarfaðardal leituðu
oft á. Þá voru að mestu gleymd
hin erfiðu kjör í uppvextinum, en
björtu minningarnar tóku völdin.
Blessuð sé minning Jóhanns.
Allir hugsa nú til hinnar öldr-
uðu ekkju með samúð og hluttekn-
ingu. Megi ylur samverustund-
anna með hjartkærum lífsföru-
naut um sex áratuga skeið hugga
hana og styrkja.
Haraldur Sveinsson.
Fæddur 19. janúar 1950.
Dáinn 7. ágúst 1980.
Þó að þeirri staðreynd verði
ekki haggað, að eitt sinn skuli
hver deyja þá er jafnan erfitt að
sætta sig við það, þegar dauðinn
knýr dyra og ekki síst þegar ungir
menn kveðja í blóma lífs og skilja
eftir svo marga ástvini og eiga svo
mörgu ólokið.
Eiginkona sér á bak manni
sínum, börn missa föður og for-
eldrar sakna góðs sonar.
Hvers á að gjalda spyrja menn,
fá ekki svar, en standa orðvana
andspænis napurri hönd dauðans.
Hann var kornungur heiðurs-
maður.
Hann var fagurkeri og staðfast-
ur drengskaparmaður.
Hann var lífsglaður, góður faðir
og eiginmaður.
Hann átti engum skuld að
gjalda.
Saga hans varð ekki löng, en
starf og ævi skilur eftir hressileik
og kraft þess manns, sem ræktaði
garðinn og miðlaði jafnan af gleði
sinni og hamingju. Þótt skelfilegt
slys hafi nú bundið enda á lífs-
hlaup hans, þá er nokkur huggun
af því, að minningin er fölskva-
laus.
Atli Þór var fæddur á Akranesi
19. janúar árið 1950. Foreldrar
hans eru Hulda Jónsdóttir frá
Skjöldólfsstöðum og ■ Helgi Júlí-
usson frá Leirá. Atli var næst
elstur þriggja systkina, elstur er
Pétur Már, skrifstofumaður, bú-
settur í Reykjavík og yngst Hall-
fríður, sem stundar nám við Há-
skóla íslands. Að loknu hefð-
bundnu skólanámi á Akranesi hóf
hann nám við Iðnskólann á Akra-
nesi og nam úrsmíði, fetaði þar í
fótspor föður síns, sem um árabil
hefur starfað sem úrsmiður á
Akranesi. Hann lauk síðan námi í
danska úrsmíðaskólanum árið
1972, en hélt þá til framhaldsnáms
í Sviss. Að námi loknu settist
hann að á Akranesi og hóf störf
við fyrirtæki föður síns, þar sem
hann annaðist þau störf sem hann
hafði lært til. Auk starfa sinna við
úrsmíðina var hann oft til kvadd-
ur þar sem sýna þurfti hagleik,
enda frábærlega hjálpsamur og
greiðvikinn.
Hinn 6. júlí 1974 gekk hann að
eiga eftirlifandi konu sína, Sigríði
Óladóttur frá Akranesi, en hún er
dóttir Gíslínu Magnúsdóttur og
Óla Arnar Ólafssonar sem látinn
er fyrir nokkrum árum. Þau Atli
og Sigríður eignuðust þrjú börn,
Helgu 6 ára, Óla Örn 2 ára og
óskírða dóttur, sem nú er tveggja
mánaða.
Þessi er í örfáum orðum ævi-
saga nafna míns.
Getur nokkur fært í letur þau
orð, sem mega verða syrgjendum
huggun?
Getur nokkur grætt þau sár,
sem nú blæða?
Getur vinur nokkuð annað en
óskað eiginkonu, börnum og for-
eldrum þess að minningin um
góðan dreng verði björt og sárin
megi gróa?
Atli Freyr Guðmundsson.
Margoft erum við minnt á, að
íslensk náttúra er þrungin óvissu,
hættum og ógnunum, sem mann-
legur máttur fær oft ekki við
ráðið. Þetta á ekki aðeins við um
fjöll og firnindi, himinn og haf,
jökla og jökulár, heldur einnig
lind- og bergvatnsár, sem oft láta
lítið yfir sér. Þessa urðum við
áþreifanlega vör fimmtudaginn 7.
ágúst síðastliðinn, er Norðurá í
Borgarfirði, ein af okkar fegurstu
og bestu laxveiðiám, hrifsaði til
sín með hörmulegum hætti, bjart-
an, glaðlegan og hraustan svein,
þrítugan að aldri; Atla Þór Helga-
son, úrsmið frá Akranesi.
Atli Þór var fæddur 19.-janúar
1950 á Akranesi, sonur Helga
úrsmiðs á Akranesi Júlíussonar,
fyrrum bónda að Leirá í Leirár-
sveit, og konu hans Huldu hús-
móður á Akranesi Jónsdóttur
húsasmiðs á Norðfirði og síðar á
Akureyri.
Uppvöxt sinn fékk Atli á Akra-
nesi ásamt systkinum sínum þeim
Pétri og Hallfríði. Stundaði hann
þar nám og leik, en hélt síðan að
gagnfræða- og iðnskólanámi loknu
til framhaldsnáms í Ringsted í
Danmörku, þar sem hann lagði
fyrir sig sömu iðn og faðir hans,
úrsmíði. Frá þeim tíma, náms-
dvölinni í Danmörku, eiga skóla-
bræður hans og kunningjar marg-
ar hlýjar endurminningar.
Með úrsmiðanáminu fetaði Atli
í fótspor föður síns, sem alla tíð
hafði á honum verðskuldað dálæti.
Starfaði Atli að námi ioknu um
tíma hjá Omega í Sviss, en hóf að
þeim tíma liðnum, er heim kom,
vinnu á Akranesi við iðn sína með
föður sínum, sem þá starfrækti
ásamt eiginkonu sinni úra- og
skartgripaverslun auk úrsmíða-
og viðgerðaverkstæðis. Tók Atli
þátt í þeirri uppbyggingu af lífi og
sál, eins og öllu, sem hann tók sér
fyrir hendur og þótti einsýnt, hver
yrði helstur til að taka við fyrir-
tæki fjölskyldunnar. Harmur for-
eldra hans og systkina er því
mikill við svo sviplegt fráfall.
Enn meiri er missir eftirlifandi
eiginkonu Atla, Sigríðar hús-
mæðrakennara Öladóttur fyrrum
skrifstofumanns á Akranesi og
konu hans Gíslínu starfsmanns í
Samvinnubankanum á Akranesi.
Til hjúskapar stofnuðu þau Atli og
Sigríður árið 1974, sem reyndist
þeim farsæll og kærleiksríkur.
Eignuðust þau 3 börn. Voru þau
hjónin samhent og bjartsýn á
velferð sína og allt sem framund-
an var hverju sinni. Virtist lífið og
hamingjan leika við þau nú á
þessu sumri, allt fram að þeim
degi, er skugga brá fyrir svo
óvænt og óviðbúið. Á slíkri rauna-
stund kemur sér vel raunsæi
Sigríðar, dugnaður hennar og mild
lund.
Mestur er þó missir barnanna
þriggja, sem fengu að kynnast
föður sínum, svo stutt, sem raun
ber vitni, Helga í 6 ár, Óli Örn í 2
ár og stúlkan sú yngsta aðeins í 2
mánuði. Yfir slíkum örlögum
ungra barna verða allir sem til
þekkja agndofa. Reynir nú og
síðar á vini og vandamenn í aðstoð
og ummönnun þeirra.
Fyrir aðra er fráfallið einnig
sárt og þungt. Atli var ákaflega
glaðlegur og hýr maður og átti
sérstaklega auðvelt með að um-
gangast fólk, létta því stundir og
koma fram brosi. Þá var það fátt,
sem hann lét sér óviðkomandi og
hafði oft aflað sér upplýsinga og
þekkingar um ótrúlegustu hluti.
Áhugasamur var hann um félags-
mál heimabæjar síns og tók t.d.
virkan þátt í starfi íþróttahreyf-
ingarinnar, einkum badmintonfé-
lags Akraness, sem hann helgaði
krafta sína nú hin síðari ár, en var
um tíma þar á undan áhugasamur
sundíþróttamaður. Átti hann sæti
í stjórn Badmintonfélags Akra-
ness og sem fulltrúi þess í stjórn
Iþróttabandalags Akraness. Innan
Kiwanishreyfingarinnar á Akra-
nesi var Atli ómissandi við öll
meiriháttar tækifæri og lagði á
sig mikið og óeigingjarnt starf í
hennar þágu. Meðal stéttarbræðra
sinna, úrsmiða, var hann virtur
sem fagmaður og innan Akraness,
sem dugmikill, framsýnn og
traustur iðnaðarmaður. Orðstír
gat hann sér því góðan og varð af
því mjög vin- og félagamargur hið
stutta æviskeið sitt.
Með trega horfa ættingjar, vinir
og kunningjar á eftir Atla Þór í
dag, hinsta sinni.
Minningin um góðan og glaðleg-
an dreng mun þó geymast og
greipast í hugi og hjörtu þeirra
sem eftir standa um ókomin ár.
Innilegustu samúðarkveðjur til
ættingja og vina.
Guðrún og Jón Sveinsson.
Mönnum virðast það næsta aug-
ljós og sjálfsögð sannindi, að allt,
sem til er orðið, renni sitt skeið á
enda í þrotlausri baráttu um það
að vera eða vera ekki, þar til sá
tími er kominn, að það gengur úr
sér og leysist upp í móðuna miklu
— þá móðu, er skilur að líf og
dauða. Ótrygg er ögurstund í
heimi, þar sem allt er á hverfanda
hveli, þar sem hlutirnir stíga fram
úr engu og bera sem leiftur við
himin veruleikans eina örskots-
stund, hverfa síðan jafnskjótt og
þeir komu inn í ginnungagap
eyðingar og gleymsku.
En við hinu fást engar skýr-
ingar, hversvegna ungur maður í
blóma lífsins, sem enn á hlutverki
sínu ólokið í heimi hér, er á
snöggu augabragði hrifinn brott
af landi lifenda, frá konu sinni og
börnum. Eigi má sköpum renna
segir máltækið, en andspænis slík-
um ósköpum stöndum við hin
agndofa í orðlausri spurn.
Nú er Atli Þór Helgason ekki
framar lífs. I einni svipan er þessi
lífsglaði og fjörmikli samferða-
maður okkar í barna- og gagn-
fræðaskóla sviptur sjónum okkar.
Enn hefur sá slyngi sláttumaður
höggvið skarð í hópinn. Og þetta
skarð mun ævinlega standa opið
og ófyllt, eins og sár, sem aldrei
grær. Því það er rangt, að maður
komi í manns stað.
Okkur skólasystkinum Atla
Þórs mun þykja veröldin snauðari
eftir sviplegt fráfall svo góðs
félaga. En Atli Þór skilur eftir sig
ummerki, gengin spor, sem aldrei
fyrnast. Þótt maðurinn sjálfur sé
úr augsýn um stund, á hann ítök í
okkur öllum, sem þekktu hann og
minningin um góðan dreng er
auður, sem við öll búum að, svo
lengi sem við sjálf lifum.
Við kveðjum þennan skólabróð-
ur okkar í öruggu trausti þess, að
sá, sem tók ástfóstri við hann í
heilagri skírn, muni aldrei sleppa
af honum hendi sinni, heldur
halda honum í órjúfanlegu sam-
félagi við sig út yfir gröf og dauða.
Sigríði og börnunum litlu þremur
færum við hinar dýpstu samúð-
arkveðjur og biðjum Guð að vera
þeim huggun harmi gegn. —
Drottin veiti dánum ró, en hinum
líkn, er lifa.
Skólasystkini úr G.S.A.
Afmælis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.