Morgunblaðið - 16.08.1980, Side 8

Morgunblaðið - 16.08.1980, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980 Haukur Eggertsson: Laugardaginn 9. ág. sl. birtist í Tímanum grein eftir Ingvar Gísla- son menntamálaráðherra, undir heitinu Ríkisútvarpið i tekju- svelti. Mér fannst greinin góð og var í mörgu sammála því, sem þar var sagt. Tilefni minna skrifa er því ekki að setja út á hana, heldur að draga nokkrar ályktanir af því, sem þar kemur fram, eða kannski frekar því, sem ekki kemur fram. Stjórnarsáttmálinn Greinin hefst með upprifjun á nokkrum atriðum í sáttmála ríkis- stjórnarinnar, og þá sérstaklega hvernig eigi að ráða niðurlögum verðbólgunnar með „niðurtaln- ingu“. Sýnilega er það þó formáli að framhaldinu og meginefni greinarinnar, sem eru málefni Ríkisútvarpsins og hvernig er fyrir því komið fjárhagslega. Ráð- herrann er æðsti yfirmaður þeirr- ar stofnunar og á sjálfssagt að vera hennar sverð og skjöldur. Fjármál Ríkisútvarpsins Rekstrartap Ríkisútvarpsins s.l. ár var 444 mkr. og fyrstu 6 mánuði þessa árs er hallinn kominn yfir 400 mkr., samkvæmt upplýsingum ráðherrans."Hver mun nú vera hin raunverulega ástæða fyrir slíku ástandi? Yfirmaður stofnunarinn- ar er ráðherra í ríkisstjórn þeirri, er nú situr. Og þrátt fyrir það, að hann hafi fullan vilja á því sem einstaklingur að bæta hag hennar, er hann þess ekki umkominn sem ráðherra, vegna þess að kerfið leyfir það ekki. Öll ríkisstjórnin er í bráðahirgðaskráningu um- ferðarslysa hjá Umferðarráði kemur fyrir júli 1980 kemur m.a. fram að alls urðu umferðaróhöpp 607 talsins, þar af 521 þar sem einungis var um eignartjón að ræða. Slys með meiðslum urðu i mánuðunum alls 46, auk þriggja hanaslysa. Sambærilegar tölur fyrir siðasta ár eru 477 umferð- aróhöpp án meiðsla, 43 slys með meiðslum og sex banaslys, en alls í hafti þess kerfis, sem allar ríkisstjórnir s.l. 40 ár hafa verið að skapa! þ.e. að vera með nefið niðri i hvers manns koppi af eintómri umhyggju fyrir lýðnum. Ráðherrann verður að horfa á „fyrirtæki" sitt koðna niður fjár- hagslega, og það er komiö í slíka fjárþröng, að það getur ekki sinnt hlutverki sínu svo viðunandi sé. Hvers konar ástand er þetta að verða — og aftur — hver er ástæðan? Jú, rikisstjórnin er að telja niður dýrtíðina. Útvarpsnot- endur mega ekki, þótt þeir vildu sjálfir, greiða eðlileg gjöld til þeirrar stofnunar, svo að hún gæti haldið uppi viðunandi starfssemi. Ef þeir greiða hærri gjöld fara þau beint inn í vísitöluna og þá verða þau yfirfærð á atvinnuveg- ina í hærri launum, atvinnuveg- irnir geta ekki greitt hærri laun nema tilkomi meira gengisfall. Rikisútvarpið veldur því gengis- falli og verðbólgu. Ráðherrann getur ekki komið fjárhag Ríkis- útvarpsins í viðunandi horf, þrátt urðu 526 umferðaróhöpp i júli- mánuði 1979. í bráðabirgðaskráningu umferð- arslysa með meiðslum á tímabil- inu jan.—júlí, kemur m.a. fram að alls urðu 12 banaslys í umferðinni en 10 á sama tíma í fyrra. Slys með meiðslum í júlílok voru orðin 278 en voru á sama tíma í fyrra 224. Langflest umferðaróhappa verða í þéttbýli, eða 224, en 71 í dreifbýli, segir í skýrslunni. fyrir góðan vilja, og útvarpshlust- endur mega það ekki sjálfir. Er þetta ekki skrýtið? Hitaveita Reykjavíkur Hópur manna — stór eða lítill, það skiptir ekki máli — tekur sig saman og stofnar mjög arðbært fyrirtæki. Það framleiðir mikil verðmæti og selur þau gegn mjög vægu gjaldi. Kaupendurnir eru að mestu eigendurnir sjálfir, og svo nokkrir góðir nágrannar, sem þygf?ja vöruna heimflutta, og þeir njóta sömu kjara og eigendurnir. Almennt ætti að vera háégt að álykta að þessi hópur manna væri ekki að gera neitt illt af sér, og öðrum kæmi ekki við, hvað þeir eru að aðhafast fyrir sig sjálfa. Þarna er lýðræðislega kjörin stjón og allir hafa sama atkvæðisrétt. Flestir eu ánægðir og vilja hag sinnar stofnunar sem beztan, enda er hlutverk hennar ekki að safna peningum, heldur að selja á lágu verði og færa út starfsvið sitt svo að fleiri geti notið hinna hag- kvæmu viðskipta. Nei, þetta má ekki. Fólkið hefur ekki vit fyrir sér; meðlimir ríkisstjórnarinnar vita betur. Fólkið, sem á „fyrir- * tækið“ vill greiða meira til þess að koma því út úr hinu fjárhagslega öngþveiti, en það má ekki. Oll hækkunin færi beint í vísitöluna, vísitalan í launin, launin á atvinnuvegina og atvinnuvegirnir þurfa nýja gengislækkun og geng- isfallið í vísitöluna á ný. Hitaveita Reykjavíkur veldur því gengislækkun og verðbólgu! Er þetta ekki skrýtið? Kaupfélögin á íslandi Um allt land hefur fólk myndað með sér félagsskap til að kaupa vörur, framleiða vörur og þjón- ustu og selja svo félagsmönnum þessar vörur og þjónustu. Kaup- félögin eru stofnuð og rekin á algjörum lýðræðisgrundvelli. Eng- inn er neyddur til að vera í kaupfélagi og engin neyddur til að verzla við það. Kaupfélögin eru ekki stofnuð af auðhyggju, heldur til mótvægis við auðhyggjuna. Þetta fólk ætti því ekki að vera að gera mikið illt af sér, og það væri hægt að líta svo á, að það mætti fá að ráða því sjálft á hvaða verði það seldi sjálfu sér sína eigin vöru. Nei, það má ekki. Mennirnir í ríkisstjórninni vita mikið betur, hvað þessu fólki er fyrir bestu. En staðreyndin er þessi, að ef fólkið í kaupfélaginu selur sjálfu sér vöru, sem er eitthvað dýrari en verið hefur, t.d. vegna verðgbólgu, á því verði sem hún kostar, hleypur sú hækkun beint í vísitöluna, vísital- an í launin, launin í atvinnuvegina og atvinnuvegirnir þurfa meiri gengislækkun og sú gengislækkun í vísitöluna á ný. Niðurstaða: Kaupfélögin valda gengisfalli og verðbólgu! Er þetta ekki skrýtið? Hvar er botninn? Eru ekki allir vitibornir menn búnir að sjá hvers konar firna- vitleysa hér er á ferðinni. Það mætti lengi telja. Muna ekki allir eftir því, þegar Ríkið hækkaði brennivínið og sígaretturnar vegna verðbólgu og sú hækkun fór um leið út í verðlagið og olli enn meiri verðbólgu. Sjálfsagt hefði verið hægt að nota eitthvað af þeim tekjum ríkisins til að greiða niður aðrar vörur til að draga úr hinni sömu verðbólgu. Er það ekki sárgrætilegt, að fólk skuli ekki enn viðurkenna þessar blekkingar. Munum við ekki eftir samningun- um um fiskverðið í vetur. Þar voru hagsmunaaðilar við samninga- borðið sýndir í Sjonvarpinu. Þeir reyndu ekki að semja, héldu að sér höndum og biðu eftir því, að ríkisstjórnin segði til um það, hvað gengissigið yrði mikið næstu vikurnar, þá var fyrst hægt að semja. Sjómennirnir þurftu að fá sambærilega kronutölu við fólkið í landi, það varð því að fjölga krónunum með gengislækkun. Og fiskvinnslan varð að fá sitt svo að hún gæti greitt sínu starfsfólki eitthvað í áttina við það, sem aðrir höfðu. En skyldi verðmæti aflans hafa aukist? Öll vitum við hvernig ástandið er í öðrum atvinnuvegum s.s. landbúnaði og iðnaði. Bænd- urnir þurfa að hafa svipuð kjör og aðrir og iðnaðurinn þarf öðru hvoru að hækka lítilsháttar hin svívirðilega lágu laun, sem hann greiðir starfsfólki sínu. Um opin- bera starfsmenn verður ekki rætt hér, það gera „Þulir“. Sízt mun ástandið betra þar. Niðurstaða enn: Allt athafnalifið veldur því verðbólgu! Sem lokaorð í hugleiðingum þessum vil ég fullyrða það að hin miklu, óeðlilegu afskipti ríkis- valdsins af öllu athafnalífi, hverju nafni sem nefnist, halda stórlega niðri lífskjlörum í landinu. Ekkert fær að dafna á eðlilegan máta; öllu er haldið á horriminni fjár- hagslega, og allir, launþegar sem aðrir, keppast við að „forða" fjármunum sínum undan vargi ofstjórnarinnar, og þá fara þeir að mestu í beina eyðslu. Lífskjörin gætu verið mikið betri á Íslandi. Og það er ekkert skrýtið! Haukur Eggertsson. Austurríki: Mesta hneykslismál allt frá stríðslokum Vin 14. áKÚNt. AP. AUSTURRÍSKI Þjóðarflokk- urinn. sem er í stjórnarand- stöðu, krafðist þess i dag. að þingið yrði hvatt saman til aukafundar i næstu viku til að ræða það, sem hann kallar mesta hneykslismál í Austur- riki allt frá stríðslokum. Talið er liklegt, að á fundinum verði borin fram vantrauststillaga á Hannes Androsch fjármála- ráðherra og hart sótt að Bruno Kreisky kanslara. Níu embættismenn sitja nú í fangelsi grunaðir um að hafa þegið gífurlegar mútur í sam- bandi við smíði stórs sjúkra- húss í Vín. Formaður Þjóðar- flokksins, Alois Mock, sagði, að þetta hneyksli væri það mesta frá lokum síðari heimsstyrjald- ar. Bruno Kreisky kanslari, sem nk. þriðjudag er væntan- legur til Vínar úr fríi, hefur farið fram á fund með Norbert Stegger, formanni Frelsis- flokksins, sem hefur látið eftir sér hafa að hann telji ástæðu til að ætla að múturnar snerti ekki aðeins embættismenn, sem höfðu yfir sjúkrahússsmíðinni að segja, heldur einnig Sósíal- istaflokkinn og Þjóðarflokkinn. þetta ekki skrýtið? 49 slys í júlí jHeáöur y á morgun DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11 árd. Dómkórinn syngur, organleikari Mar- teinn H. Friöriksson. Fermd verður Hulda Björgvinsdóttir 275 Mable- wood Road, Huntington Station, New York USA, — Safamýrl 69 Rvík. Sr. Hjalti Guðmundsson. Klukkan 6 síðd. sunnudagstónleikar, Marteinn H. Friðriksson leikur á orgeliö. Kirkjan opnuö stundarfjórðungi fyrr. — Aðgangur ókeypis. FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL: Sameinleg útiguösþjónusta Fella- og Hólasafnaöar og Breiöholtssafnaöar veröur f garöinum viö Gaukshóla kl. 2 síöd., — ef veöur leyflr. Hljómsveit- in Fyrra Kor. 13 leikur. Sr. Hreinn Hjartarsson. BREIOHOLTSPREST AK ALL: Sam- eiginleg útiguösþjónusta Breiö- holtssafnaöar, Fella- og Hólasafnaö- ar veröur í garðinum viö Gaukshóla kl. 2 síöd. ef veöur leyfir. Hljómsveit- in Fyrra Kor. 13 leikur. Sr. Lárus Halldórsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Sr. Arngrímur Jónsson. NESKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11 árd. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. LANGHOLTSPRESTAKALL: Guós- þjónusta kl. 11 árd. — Organisti Jón Stefánsson, prestur sr. Siguröur Haukur Guöjónsson. DÓMKIRKJA KRISTS Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. GUÐSPJALL DAGSINS: Lúkas. 18: Farísei og tollheimtu- maöur 2 síöd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síód., nema á laugardögum, þá kl. 2 síðd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. KIRKJA ÓHÁÐA SAFNADARINS: Messa kl. 11 árd. Sr. Emil Björnsson. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Almenn guösþjónusta kl. 8 síöd. Organisti Arni Arinbjarnarson. Einar J. Gísla- on. GRENSÁSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11 árd. Sr. Halldór S. Gröndal. KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11 árd. Þorbjörn Hlynur Árnason guöfræöingur prédikar. Sr. Árni Pálsson. BÚSTAÐAKRIKJA: Guösþjónusta kl. 11 árd. Sr. Úlfar Guömundsson umsækjandi um Seljaprestakall messar. Fermingarmessa kl. 2 síðd., fermdir veröa: Bjarni Breiófjöró Kárason, Vesturgötu 12, John Willi- ard Blevina, Háaleitisbr. 121 og Þorsteinn Þorsteinsson, Hrísateig 43. Organisti Guöni Þ. Guömunds- son. Sr. Ólafur Skúlason. SELJAPRESTAK ALL: Sr. Úlfar Guð- mundsson umsækjandi um presta- kalliö messar í Bústaöakirkju kl. 11 árd. Útvarpaó veröur á miðbylgju. Sóknarnefndin. ÁSPRESTAKALL: Messa aö Noróur- brún 1 klukkan 11 árd. Sr. Grímur Grímsson. ELLI- OG HJÚKRUNARHEIMILID Grund: Messa kl. 2 síöd. Sr. Óskar J. Þorláksson fyrrv. dómprófastur messar. Fél. fyrrv. sóknarpresta. HJÁLPRÆDISHERINN: Bæn kl. 20 og almenn samkoma kl. 20.30. NÝJA POSTULAKIRKJAN Háaleit- isbr. 58: Messur kl. 11 og 17. KAPELLA ST. Jósefssystra Garóa- bte: Hámessa kl. 2 síöd. VÍDISTAÐASÓKN: Guösþjónusta í kapellu sóknarinnar kl. 11 árd. Sr. Siguröur H. Guðmundsson. KAPELLA St. Jósefsspltala Hafn.: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30 árd. Virka daga messa kl. 8 árd. KEFLAVÍKUR- OG NJARÐVIK- URPREST AKÖLL: Guösþjónusta í Keflavíkurkirkju kl. 11 árd. Sr. Þor- varöur Karl Helgason. KIRKJUVOGSKIRKJA: Messa kl. 2 síöd. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Sóknarprestur SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 10.30 árd. SKÁLHOLTSKIRKJA Messa kl. 17. Sóknarprestur. KIRKJUHVOLSPRESTAKALL: Helgi- stund meö Blindrafélaginu í dag, laugardag, í Hábæjarkirkju, kl. 3 síöd. Guösþjónusta í kirkjunni sunnudag kl. 2, Sr. Kristján Róberts- son prédikar. — Auöur Eir Vilhjálms- dóttir. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa kl. 14. Organisti Oddur Andrósson á Hálsi. Sóknarprestur. HÓLAR í HJALTADAL: Hátíöarguós- þjónusta kl. 2 síöd. Sr. Guömundur örn Ragnarsson prédikar, sr. Pétur Sigurgeirsson, sr. Gunnar Gíslason og sr. Sighvatur Emilsson þjóna fyrir altari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.